Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 28
ÓMISSANDI FERÐAFÉLAGAR AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Þurrir AGM eða sýrurafgeymar fyrir tæki og rúllur. Öflugir start rafgeymar í mörgum stærðum. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Klárir í bátana Er ferðavagninn rafmagnslaus? Frístunda rafgeymar í miklu úrvali Gasskynjari Gasskynjari með rafhlöðu • 15 ára ending! Hleðslutæki. Lithiu m ra fhlað a með 15 ár a endin gu! Traust og fagleg þjónusta Skoðið úrvalið á skorri.is ey ert vesen Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum kl. 20 í kvöld í Flóa í Hörpu með djass- og sálarsöngkonunni Unu Stef og föður hennar, saxófón- og flautuleik- aranum Stefáni S. Stefánssyni. Þau munu flytja, ásamt fríðu föruneyti, lög úr ranni föðurins og standarda sem standa hjarta þeirra nær. Fjölbreytt og víðfeðm dag- skrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, eins og því er lýst í tilkynningu. Með þeim koma fram píanóleikarinn Vignir Þór Stefánsson, bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson og Einar Scheving trommuleikari. Feðginin Stefán og Una með fríðu föruneyti á tónleikum í Múlanum MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Álaborg ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni í hand- knattleiknum og undirstrikar það með því að fá Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen til sín. Eykst þá breiddin á meðal sterkustu liða í Evrópu. „Það er gríðarlega áhuga- verð tilhugsun að fá fleiri sterk lið inn í þetta vegna þess að þetta eru ekki það mörg lið sem hafa verið líkleg til að vinna í keppninni. Það var líka eitt af því sem heillaði mig. Ég hafði nefnilega ekki leitt hugann að því að fara frá Barcelona fyrr en Álaborg ræddi við mig,“ segir Aron m.a. í viðtali við Morgunblaðið. »23 Háleit markmið í Álaborg eru eitt af því sem heillaði að sögn Arons ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Harmonikuleikarinn Jón Ólafur Þorsteinsson hefur verið traustur hlekkur í lífi íbúa og starfsmanna Grundar hjúkrunarheimilis í Reykjavík mörg undanfarin ár. „Ég er enginn nikkari heldur algerlega ólærður eyrnaplokkari, sem kann engar nótur, en þegar fólkið spyr hvort ég sé ekki með nikkuna er hún aldrei langt undan,“ segir hann. Fáskrúðsfirðingurinn segist hafa byrjað að fikta við að spila á harm- oniku þegar hann var 13 ára. „Um leið og skyldunáminu lauk lokaði ég skóladyrunum, stakk af, fór á vertíð í Eyjum og var á sjónum alla starfs- ævina eða þar til ég gat það ekki lengur í kjölfar hjartaaðgerðar. Spil- aði lítið sem ekkert á meðan, bara stundum í landlegum, en eftir að ég kom í land fyrir um 15 árum tók ég upp þráðinn hérna á Grund og hef haldið honum síðan.“ Sjálfsbjargarviðleitnin skipti þá sköpum. „Ég kannaðist við mann sem spilaði hérna, spurði hvort ég mætti ekki spila með honum til að stytta mér stundir og klára daginn. Það var auðfengið og hér er ég enn.“ Jón Ólafur segir mjög gefandi að spila fyrir fólkið. „Ég hafði lent í áföllum og það að kynnast fólkinu hérna, stjórnendum, starfsfólki og íbúum, gaf mér líf. Ég á það þeim öllum að þakka og mér líður vel inn- an um fólkið.“ Ekki nóg að gert Umönnun annarra skiptir Jón Ólaf miklu máli og hann vill endur- gjalda aðstoðina sem hann hefur fengið. „Ég er alltaf með augu og eyru opin, því þegar fólk er gamalt og veikt má búast við öllu. Ég hef áhyggjur af fólkinu og þess vegna fylgist ég með því, aðstoða það ef ég get með það að leiðarljósi að láta gott af mér leiða. Þegar ég var á sjónum var ég ekki alltaf á beinu brautinni, lifði kannski ekki alveg rétta lífinu, en nú hef ég góðan tíma til þess að gera góða hluti og fækka þannig mínusunum þarna uppi.“ Íbúar á öldrunarheimilum eru eldri og veikari nú en þegar Jón Ólafur byrjaði að spila á Grund. Hann segir að þess vegna hafi dreg- ið úr hringdansinum, en fólkið dansi samt áfram, hver með sínu lagi. „Þegar ég byrja að spila stendur einn og einn upp, grípur einhverja konu í fangið og þau taka sporið. Flestir sitja samt í hjólastólum, margir eiga erfitt með mál, en þegar ég spila gömlu lögin og fer með fyrstu laglínuna tek ég eftir því að fætur þeirra fara að hreyfast og fólkið syngur með í hljóði, hreyfir varirnar. Það eru því allir með.“ Í góða veðrinu er gjarnan farið út til þess að spila, syngja og dansa. Jón Ólafur segir samt að fara verði varlega. „Við erum með viðkvæman hóp og verðum að passa vel upp á hann. Faraldurinn hefur líka reynt á alla.“ Reynslan segir honum að ekki sé nóg að gert fyrir aldraða í samfélag- inu. „Ráðamenn þjóðarinnar ættu að sjá til þess að miklu betur sé gert fyrir gamla fólkið okkar. Það skilaði okkur frá sér en við höfum ekki hugsað um það eins og við hefðum átt að gera.“ Hugsar um gamla fólkið og fækkar mínusunum - Jón Ólafur Þorsteinsson heldur uppi fjörinu á Grund Morgunblaði/Arnþór Birkisson Skemmtikraftur Jón Ólafur Þorsteinsson spilar fyrir fólkið á Grund. Ánægja Jón Ólafur smitar gleðinni út frá sér til viðstaddra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.