Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
16. júní í 7 nætur
Verð frá kr.
78.600
Tenerife
PARATILBOÐ
Framkvæmdir við grjótgarð
vegna nýs athafnasvæðis á
Bíldudal ganga vel. Fyllt verður
upp í svæðið fyrir innan og þar
verður úthlutað lóðum fyrir
þjónustu við laxeldið og aðra
auk þess sem Íslenska kalkþör-
ungafélagið fær stækkun á verk-
smiðjulóð sinni.
Laxeldið á Vestfjörðum hefur
aukist mikið síðustu ár. Þröngt
er um starfsemi Arnarlax og
engar þjónustulóðir að hafa. Þá
hefur fengist leyfi til stækkunar
kalkþörungaverksmiðjunnar.
Unnið hefur verið að stækkun
hafnarinnar á Bíldudal vegna
aukinna umsvifa. Hafnarkant-
urinn hefur verið lengdur með
því að stálþil var rekið niður og
tilboð í að steypa þekjuna verða
opnuð í vikunni, að sögn Elfars
Steins Karlssonar hafnarstjóra.
Nú er unnið að landvinningum
með því að bæta við athafna-
svæði enda ekkert svæði í þétt-
býlinu eða í tengslum við höfn-
ina til að sinna auknum þörfum.
Fyrirtækið Allt í járnum annast
grjótgarðinn og tilfærslu á frá-
rennslislögn. Klárast verkið á
næstu dögum. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Aukið við
landið vegna
umsvifa
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Nei, ég tel að þetta eigi ekki að hafa
nein áhrif. Við höldum ótrauð
áfram,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, spurð
hvort álit Umhverfisstofnunar um að
nauðsynlegt sé að fram fari mat á
umhverfisáhrifum byggingar knatt-
húss íþróttfélagsins Hauka á Ásvöll-
um hafi áhrif á áformin.
Rósa segir að skipulag svæðisins
og framkvæmdir hafi verið undir-
búnar í góðan tíma og mikið samráð
haft við Skipulagsstofnun. Telur hún
að verkefnið hafi verið undirbúið eins
vel og unnt er.
Skipulagsstofnun er með skipulag
svæðisins til um-
fjöllunar og
spurningu um
hvort krafist verð-
ur umhverfis-
mats. Fram kem-
ur í svari Um-
hverfisstofnunar
til Skipulagsstofn-
unar að bygging
knatthússins
muni hafa talsvert
neikvæð sjónræn áhrif innan frið-
landsins að Ástjörn og hætta sé á að
framkvæmdin hafi varanleg áhrif á
vatnafar Ástjarnar og lífríki hennar
en að mögulega megi koma í veg fyr-
ir þau áhrif með mótvægisaðgerðum.
Rósa segir að Hafnarfjarðarbær
hafi fengið verkfræðistofu til að gera
úttekt á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda í grennd við Ástjörn. Nið-
urstaðan sé að framkvæmdin hafi
engin áhrif á svæðið en lagðar til var-
úðarráðstafanir vegna fuglalífs. „Við
höfum vandað til verka og höldum
áfram með þetta verkefni.“
100 íbúðir verði á svæðinu
Auk knatthúss og fleiri fram-
kvæmda á íþróttasvæðinu gerir
skipulag bæjarins ráð fyrir að hægt
verði að byggja um 100 íbúðir á landi
sem áður tilheyrði Haukum.
Undirbúningur stendur þannig að
beðið er endanlegs samþykkis Skipu-
lagsstofnunar. Verkið er hafið með
hönnunarvinnu. Bæjarstjórinn tók
fyrstu skóflustunguna að knatthús-
inu í síðasta mánuði þegar 90 ára af-
mæli Hauka var fagnað. Vakti Um-
hverfisstofnun athygli á því í bréfi
sínu og benti á að niðurstaða þyrfti
að liggja fyrir um umhverfismat áð-
ur en leyfi verði veitt til nokkurra
framkvæmda. Rósa segir að skóflu-
stungan hafi aðeins verið táknræn
aðgerð í tilefni af afmæli Hauka og
verklegar framkvæmdir séu ekki
hafnar.
„Íbúðarhúsalóðirnar eru á frá-
bærum stað. Vonandi getum við aug-
lýst þær og úthlutað sem allra fyrst.
Mikilvægt er að þetta verkefni fari á
fljúgandi ferð og við höfum ekki
ástæðu til að ætla annað en að það
verði,“ segir Rósa.
Vel staðið að undirbúningi
- Bæjarstjórinn í Hafnarfirði telur að ósk Umhverfisstofnunar um umhverfismat
hafi ekki áhrif á byggingu knatthúss á Ásvöllum eða úthlutun íbúðarhúsalóða
Rósa
Guðbjartsdóttir
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Umhverfis- og samgöngunefnd
Kópavogs hafnaði tillögu um að há-
markshraði á Austurkór og Kóra-
vegi yrði hækkaður úr 30 km/klst. í
40 km/klst. Báðar götur eru skil-
greindar sem íbúðagötur en rökin
fyrir hækkun hámarkshraða voru
þær að ökumenn keyrðu hvort sem
er mun hraðar en hámarkshraði á
skiltum gæfi til kynna.
Samkvæmt umferðarmælingu var
algengasti hraði 45 km/klst á Aust-
urkór en á Kóravegi 56 km/klst. Ef
hámarkshraði yrði hækkaður myndu
ökumenn mögulega bera meiri virð-
ingu fyrir skiltuðum hámarkshraða
og hraðakstur myndi vonandi
minnka. Nefndin samþykkti tillögu
um lækkun hámarkshraða á Sala-
vegi úr 50 km/klst. í 40 km/klst.
Á Seltjarnarnesi samþykkti skipu-
lags- og umferðarnefnd tillögu um að
lækka hámarkshraða á Lindarbraut
og Nesvegi úr 50 km/klst. niður í 40
km/klst. Göturnar eru skilgreindar
sem safngötur, þ.e. eru meginleiðir
innan hverfa sem flytja umferð frá
húsagötum að tengibrautum. Áður
hafði hámarkshraði við Suðurströnd
verið lækkaður í 30 km/klst.
Höfnuðu hraðahækkunum
- Tillögu um hækkun hámarkshraða á tveimur götum í
Kópavogi hafnað - Lækka umferðarhraða á Seltjarnarnesi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hafnað Hámarkshraði verður ekki hækkaður á Austurkór og Kóravegi.
Fjallgöngumennirnir Heimir Fann-
ar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni
Sveinsson náðu tindi Everest-fjalls
um klukkan 22:30 á sunnudags-
kvöldið að íslenskum tíma. Fjallið
klifu þeir í nafni Umhyggu – félags
langveikra barna. Ferðin gekk ekki
áfallalaust fyrir sig en Sigurður
meiddist á hné í maíbyrjun og
þurfti að dvelja í viku í Katmandú.
Hann sneri aftur 15. maí í grunn-
búðir fjallsins og ferðin á tindinn
hófst nokkrum dögum seinna. Þeir
eru nú á niðurleið af fjallinu og
voru komnir í búðir 2 í gærkvöldi.
Á tindinum Heimir og Sigurður náðu tind-
inum á Everest á sunnudagskvöldið.
Tveir Íslendingar
náðu tindi Everest