Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Ný slökkviskjóla fyrir þyrlu Land- helgisgæslunnar er komin í notkun. Þyrluáhöfn æfði sig með skjóluna á Drageyri við Skorradalsvatn síðast- liðinn laugardag og gekk æfingin vel. Landhelgisgæslan hefur átt slökkviskjólu frá árinu 2007, eftir gróðureldana á Mýrum. Starfsmenn Gæslunnar hafa síðustu ár vakið at- hygli á því að skjólan væri komin til ára sinna og ekki hægt að treysta á hana til langframa. Í skógareldum sem komu upp í byrjun maí var þyrl- an að störfum með þennan búnað en hann bilaði í sautjándu ferðinni og ekki tókst að koma honum í lag. Strax var gengið í það að fá nýja skjólu en slíkur búnaður liggur ekki á lausu, eins og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar segir. Tókst að finna eina í Kanada og er hún nú komin í notk- un. Sá galli er á gjöf Njarðar að skjólan er af fyrstu kynslóð slíks búnaðar, eldri tækni en sú sem Gæslan var áður með. Nú eru hins vegar mest notaðar skjólur af þriðju kynslóð. Ásgeir segir að nýja skjólan sé svipuð og sú sem Gæslan hefur haft en hægt sé að fylla þær allra nýjustu á grynnra vatni. Hafin er vinna við að finna þannig skjólu og segir Ásgeir að óskastaðan sé að fá þrjár svo hægt sé að nota fleiri þyrl- ur við slökkvistörf á sama tíma. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Skorradalur Þyrla Landhelgisgæslunnar við slökkviæfingu. Ausið var sex sinnum úr nýju skjólunni. Þyrluáhöfn æfir slökkvi- störf með nýrri skjólu - Vinna hafin við að útvega betri búnað - Vilja helst þrjár Búnaður Brynhildur Ásta Bjartmarz flugmaður þyrlunnar og Daníel Hjaltason, flugvirki og spilmaður, skoða skjóluna fyrir æfingu. Tekið á loft Einn úr áhöfninni þarf að halda í skjóluna í flugtaki. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það var ljóst í okkar huga að þessi vinnubrögð væru skaðleg fyrir sam- keppni á raforku- markaði, skaðleg fyrir neytendur og ekki síst fyrir skattgreiðendur í Reykjavík.“ Þetta segir Magnús Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Ís- lenskrar orku- miðlunar ehf. sem skaut máli til kærunefndar út- boðsmála sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkur- borg beri að bjóða út raforkukaup sín. Frá öndverðu hefur borgin keypt rafmagn af dótturfyrirtækjum sínum og frá árinu 2018 hefur það verið gert án afsláttarkjara, þ.e. að viðskiptin hafa átt sér stað á grund- velli ríkjandi verðskrár Orku náttúr- unnar. „Það sjá allir að stórkaupandi eins og Reykjavíkurborg á ekki að greiða sama verð fyrir orkuna og þeir sem kaupa minnsta magnið, þ.e. heimilin. Að kaupa raforku fyrir 300 milljónir króna á ári gerir samningsstöðu borgarinnar allt aðra,“ segir Magn- ús. Getur sparað 30% Spurður hvað borgin eigi að greiða fyrir rafmagnið segir Magnús að það geti útboð aðeins leitt í ljós. „Ef horft er til útboða sem opin- berir aðilar hafa ráðist í að undan- förnu má gera ráð fyrir að verðið liggi einhvers staðar á bilinu 4,5 til 5,0 krónur á hverja kílóvattsstund.“ Miðað við upplýsingar í úrskurði kærunefndarinnar virðist verðið sem borgin hefur greitt síðustu ár hafa verið 6,43 kr. á kílóvattsstund. Það þýðir að borgin hefur greitt allt að 30% of hátt verð fyrir orkuna mið- að við það sem útboð hefði getað skil- að henni. Sé miðað við að innkaup borgar- innar hafi verið 300 milljónir á síð- asta ári myndi útboð geta skilað sem svarar 90 milljónum króna á árs grundvelli. Fáránlegar röksemdir Magnús segir mikilvægt að þessi niðurstaða sé komin í málið og að væntingar standi til þess að borgin komi sér út úr þessu ólögmæta ástandi við orkuinnkaup við fyrsta tækifæri. „Í svörum borgarinnar var reynt að tína allt til sem hugsast gat. T.d. var því haldið fram að með útboði væri teflt á tvær hættur með afhend- ingaröryggi til lykilstofnana á borð við leikskóla og dvalarheimili. Engin slík rök eiga við. Sveitarfélögin hafa hvert á fætur öðru farið þessa leið og boðið innkaupin út. Enginn hefur orðið rafmagnslaus við það en meira hefur setið eftir á reikningum sveit- arfélaganna og er ekki vanþörf á miðað við stöðuna víða.“ Hefur greitt tugi milljóna að óþörfu - Framkvæmdastjóri ÍO segir jákvætt að kærunefnd útboðsmála slái á puttana á Reykjavíkurborg - Mikilvægt sé fyrir borgina að leita allra leiða til þess að fara vel með fjármuni skattgreiðenda Morgunblaðið/ÞÖK Útboð Borgin hefur þráast við og ekki viljað bjóða út rafmagnsinnkaup sín. Magnús Júlíusson Daði og Gagnamagnið lentu í 4. sæti í Eurovision-söngvakeppninni sem fór fram á laugardagskvöld. Hlutu þau alls 378 stig. Sveitin steig ekki á svið vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá liðsmanni sveit- arinnar í síðustu viku og var upp- taka af æfingu notuð í staðinn. Rokksveitin Måneskin frá Ítalíu sigraði í keppninni með 524 stig. Í öðru sæti varð Frakkland með 499 stig og í þriðja sæti Sviss með 432 stig. Forsprakki Måneskin, Damino David, var sakaður um að hafa neytt kókaíns í græna herberginu meðan á útsendingu stóð. Í útsend- ingunni má sjá David beygja sig niður og félaga hans Thomas Raggi hnippa í hann þegar hann sá myndavélarnar. David neitaði ásök- ununum, fór í lyfjapróf við heim- komuna og reyndist það neikvætt. Ísland í 4. sæti í annað skipti í Eurovision

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.