Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 Jón Magnússon fv. alþing-ismaður skrifar: - - - Fjölmiðlar í okk-ar heimshluta sem og stjórn- málamenn hafa vart mátt vatni halda yfir við- brögðum Ísr- aelsmanna við árásum Hamas-liða á ísraelska borgara. Á sama tíma er stríð í gangi, mun alvarlegra og kostar margfalt fleiri mannslíf. - - - En því hafa íslenskir fjölmiðlaralgerlega gleymt. Sex mán- uðir eru liðnir frá innrás Eþíóp- íuhers inn á land Tigray-fólksins í Eþíópíu með stuðningi hers Eri- treu. Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, friðarverðlaunahafi Nóbels, vílar ekki fyrir sér, að ráðast gegn þjóðarbroti Tigray í landinu. Sagt er að tugir þúsunda hafi fallið og mun fleiri flúið til nágrannaríkisins Kenýa. Auk þess að drepa tugi þúsunda eru heilu þorpin brennd, konum nauðgað kerfisbundið og grunur leikur á að óleyfileg efnavopn séu notuð gegn þjóðarbroti Tigray í Eþíópíu. - - - Hvað veldur því að þettahroðalega stríð fer fram hjá fjölmiðlum að mestu og hvernig stendur á því að alþjóða- samfélagið lætur þetta viðgang- ast. Af hverju er ekki kallað eftir fundum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og af hverju er Banda- ríkjaforseti ekki krafinn um að- gerðir og afstöðu eins og þegar Hamas-liðar eiga í hlut. Eða þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra. - - - Því miður sýnir þetta þá dap-urlegu staðreynd hvar nú- tímafjölmiðlun er stödd og hversu sérpólitísk hún er.“ Jón Magnússon Til eru tískustríð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ AÐAL FUNDUR Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 16.00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í stóra salnum. DAGSKRÁ 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum verða flutt tvö erindi; Hringbrautarverkefnið – staðan í dag - Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH Nútímaleg og batamiðuð umgjörð um geðþjónustu Landspítala - Nanna Briem geðlæknir og forstöðumaður geðþjónustu Landspítala Lokaorð – Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar Stjórn Spítalans okkar Greidd verða atkvæði um tillögur að sameiningu sveitarfélaga á tveimur svæðum annan laugardag, 5. júní. Kosið verður um sameiningu Blöndu- ósbæjar, Sveitarfélagsins Skaga- strandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar í Austur-Húnavatns- sýslu og Þingeyjarsveitar og Skútu- staðahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu. Verði sameining samþykkt renna sveitarfélögin saman í júní á næsta ári. Kosið verður til nýrra sveitar- stjórna við almennar sveitarstjórnar- kosningar í lok maí 2022. Tillögur kynntar Unnið er að kynningu á áhrifum sameiningar á báðum stöðum. Það er gert með fundum og útgáfu upplýs- ingabæklinga. Þá stendur utankjör- fundaratkvæðagreiðsla yfir á báðum svæðum. Ýmis mál hafa verið til umfjöllunar á kynningarfundum. Í Austur-Húna- vatnssýslu virðast fjármál einstakra sveitarfélaga vera heitt umræðuefni meðal íbúa. Alls staðar þar sem sam- eining er rædd er spurt um rekstur skóla og staðsetningu stjórnsýslunn- ar. Í Austur-Húnavatnssýslu verður Húnavallaskóli sameinaður Blöndu- ósskóla, verði af sameiningu. Þá eru tillögur um að stjórnsýslu- og fjár- málasvið, þróunarsvið og hafnamál í nýju sveitarfélagi hafi aðalstarfsstöð á Skagaströnd en velferðarsvið, fram- kvæmdasvið, skipulags- og bygg- ingafulltrúi og slökkviliðsstjóri hafi aðalstarfsstöð á Blönduósi. helgi@mbl.is Atkvæðagreiðslur um sameiningu - Kosið um sameiningu sveitarfélaga á tveimur svæðum laugardaginn 5. júní - Stjórnsýsla í Austur-Húnavatnssýslu skiptist milli Skagastrandar og Blönduóss Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að því að hefja Skíðaskál- ann í Hveradölum til vegs og virð- ingar á ný. Í því skyni verður komið upp aðstöðu til útivistar og afþrey- ingar fyrir fjölskyldur. Og veitingar verða í boði í Skíðaskálanum. Á undanförnum árum hafa eig- endur Skíðaskálans unnið að því að koma upp baðlóni í nágrenni skál- ans. Það verkefni er í umhverf- ismatsferli. Eigendurnir ákváðu að skipta eignunum upp. Hjónin Ólöf Ásta Guðmundsdóttir og Grettir Rúnarsson tóku yfir Skíðaskálann og hans næsta umhverfi og fengu til liðs við sig Döðlur studio en stjórn- endur ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line halda áfram með bað- lónsverkefnið. Höfðað til fjölskyldna Gerðir hafa verið göngustígar í kringum Skíðaskálann og verður því verki haldið áfram og sögu stað- arins gerð skil. Þar gegna hverirnir miklu hlutverki og þar er gufubað og gróðurhús sem eru meðal elstu mannvirkja af þessu tagi á landinu. Fyrirhugað er að stækka baðað- stöðuna. Næsta vetur stendur til að endur- vekja litlar skíðalyftur og í undir- búningi er að koma upp zipp-línum af ýmsum lengdum sem fólk getur notað til að renna sér niður af fjall- inu, sömuleiðis veglegum klifur- garði. Grettir segir að verið sé að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til að fara út í þessi verkefni en hún á landið. „Það er margt í gangi en ekkert risastórt. Við viljum byggja á því sem er til staðar. Allt snýst þetta um að fjölskyldur komi hingað til að stunda útivist og fari svo í gufubað á eftir og njóti veitinga sem boðið er upp á í Skíðaskálanum,“ segir Grettir. Lítil starfsemi hefur verið á veit- ingastaðnum og nokkur ár liðin frá því hætt var að bjóða upp á vinsæl jólahlaðborð. Þar hafa þó verið haldnar einstaka veislur. Ætlunin er að halda áfram á þeirri braut og endurvekja jólahlaðborðin. Auglýst hefur verið eftir fólki eða fyrirtæki til að annast veitingareksturinn. Grettir segir að fljótlega verði opn- að fyrir bókanir á veislum en reikn- ar ekki með að almennur veit- ingarekstur verði fyrr en með haustinu. Nærri 90 ára saga Skíðafélag Reykjavíkur byggði Skíðaskálann árið 1934 og var hann rekinn sem slíkur í áratugi. Hann var síðar aðallega rekinn sem veit- ingastaður. Skálinn brann í byrjun árs 1991 en nýtt bjálkahús var byggt á grunninum og tekið í notk- un rúmu ári síðar. Aðstaða til útivistar og afþreyingar í Hveradölum - Stærra gufubað, zipp-lína og klifurgarður meðal nýjunga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hveradalir Umhverfi Skíðaskálans er vinsæll áningarstaður. fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.