Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 10
Sala áfengis í Vínbúðunum 2020 Heildarsala áfengis, milljónir lítra 2012-2020 Mest seldist af bjór árið 2020 Innlendur bjór áfram mest seldur Íslendingar elska ítölsk vín Sala rauð- víns árið 2020 eftir löndum 25 20 15 10 5 0 Heimild: Vínbúðin 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 7,4 lítrar af hreinu alkóhóli varheildarsala á hvern lands- mann, 15 ára og eldri, á síðasta ári, þar af voru seldir 6,5 lítrar í Vínbúðunum. Söluhæsta Vínbúð landsins er eins og síðustu ár við Dalveg í Kópavogi. Þar komu tæpir 4 milljarðar króna í kassann á síðasta ári. Minnst seldist aftur á móti í Vínbúðinni á Djúpavogi. Þar var innkoman rétt um 30 milljónir króna. Íslendingar kaupa léttvín í magninnkaupum 51% af se ldu r auðv íni og h vítví ni í Vínb úðun um eru í bel jum og fern um Bjór 20.584.000 lítrar Létt vín 4.781.000 lítrar Sterk vín 1.445.000 lítrar 4.000.000.000 kr. 30.000.000 kr. Al ls 26 .8 10 .0 00 lít ra r á rið 20 20 77% 18% 5%Bjór Létt vín Sterkt vín Samtals 80% 70% 60% 50% 74% 67% 65% '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 ÁTVR 18,5 18,7 19,2 19,6 20,9 21,9 22,0 22,7 26,8 Ítalía 39% Spánn 18% Chile 13% Bandaríkin 8% Frakkland 8% Argentína 5% Önnur lönd 9% 17,6 milljarðarkróna skiluðu sér til ríkissjóðs í formi áfengisgjalds. Það er 3,4milljörðum meira en árið 2019. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á áfengi jókst um ríflega 18% í lítrum talið í Vínbúðunum í fyrra. Þessa miklu aukningu má rekja til kórónuveirufaraldursins og afleið- inga hans; samkomutakmarkana og að ferðalög til annarra landa lögðust því sem næst af. Í nýútkominni ársskýrslu ÁTVR er rakið að heildarvelta fyrirtækisins fór yfir 50 milljarða á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. Viðskipta- vinum fjölgaði um 8,5% og voru þeir 5,5 milljónir. Alls keyptu þeir 26,8 milljónir lítra af áfengi fyrir 38,4 milljarða. Víking Gylltur vinsælastur Þegar rýnt er í einstaka þætti árs- skýrslunnar má sjá ýmislegt forvitni- legt er snýr að neyslumynstri Íslend- inga. Eins og fyrri ár sker ein tegund lagerbjórs sig úr þegar kemur að sölu í Vínbúðunum. Íslendingar vilja fá sinn Víking og þeir vilja hafa hann Gylltan í hálfs lítra dósum. Alls seld- ust 1.340.000 lítrar af þessum vinsæla bjór í fyrra, næstum tvöfalt meira en af Gull Lite sem er næstvinsælasti bjórinn. Skammt þar á eftir koma Boli, Víking lager og Tuborg. Þá njóta Egils Gull, Tuborg Classic, Faxe Premium og Víking Lite sömu- leiðis vinsælda. Stella Artois skríður svo í tíunda sætið yfir mest seldu lag- erbjórana og er það eini bjórinn af þeim vinsælustu sem ekki er í hálfs lítra dósum. Í flokknum öl og aðrar bjórtegund- ir er Víking Lite Lime mest selda tegundin. Þar njóta svokallaðir White Ale-bjórar frá Einstakri líka vin- sælda. Einu erlendu bjórarnir á list- anum eru Guinness, Kronenbourg Blanc og Albani Mosaic IPA. Ítölsk vín þau vinsælustu Þegar horft er til léttvína er ljóst að Íslendingar kjósa helst vín frá Ítalíu. Um 39% rauðvína sem hér seljast eru ítölsk og hafa vinsældir þeirra aukist talsvert síðustu fimm árin. Sama gild- ir um hvítvín en 28% seldra hvítvína eru ítölsk. Sopinn er dýr á Íslandi enda skatt- lagður í botn og það skýrir kannski að flestir virðast kjósa að kaupa léttvín í beljum og fernum. Þá eru flest vin- sælustu vínin í flokki þeirra ódýrustu sem fást í ríkinu. Ódýr vín á beljum Mest selda rauðvínið á Íslandi er Tommasi Appassionato Graticcio, hvort sem litið er til belja eða flaska. Næstvinælasta flöskuvínið er Baron de Ley Reserva frá Spáni. Af hvítvín- um rennur Montalto Pinot Grigio helst ofan í fólk úr beljum en Barefoot Pinot Grigio er mest selda hvítvínið í flöskum. Aðeins eitt vín frá Frakk- landi kemst inn á lista yfir mest seldu léttvínin; E. Guigal Cotes du Rhone- rauðvín í flösku. Þegar heildarsala áfengis er skoð- uð eftir löndum má sjá að tæp 54% seldra lítra er íslensk framleiðsla. Ræðst það af vinsældum íslenska bjórsins. Um 11% seldra lítra eru vörur frá Danmörku en 6,5% frá Ítal- íu. Yfir fjögur þúsund tegundir Morgunblaðið greindi frá því um daginn að allt að ársbið væri eftir því að koma vörum í reynslusölu í Vín- búðunum. Því er áhugavert að sjá fjölda seldra vörutegunda. Heildar- fjöldi seldra tegunda var 4.407 í fyrra. Bjórsala stendur undir 46% af tekjum Vínbúðanna en er aðeins 22% af fjölda tegunda í vöruvali. Rauðvín skila 19% af tekjunum en eru 30% vörufram- boðsins. Hvítvín skila 9% af tekjunum en taka 16% af vöruframboðinu. Vodka skilar aftur á móti 6% af tekj- unum en er aðeins 2% af vörufram- boði. Aukin sala á sígarettum Sala á sígarettum jókst um tæp 12% á síðasta ári. Alls seldust sem nemur 32 sígarettupökkum á hvern landsmann eldri en 15 ára, tveimur fleiri en árið á undan. Sala á vindlum og reyktóbaki jókst sömuleiðis milli ára en sala á neftóbaki hjá ÁTVR hrundi hins vegar. Samdráttur í sölu nam tæpum 34% frá 2019 og hefur vin- sældum nikótínpúða verið kennt um. Vilja bjórinn í stórri dós og vínið úr beljum - Stóraukin sala áfengis í Vínbúðum í fyrra - Íslenskur bjór og ítölsk vín vinsælust 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér og öll fjölskylda mín. Hestafræðinámið á Hólum var eina námið sem mér leist á, það kom ekkert annað til greina,“ segir Valdís Björk Guðmundsdóttir sem fékk helstu verð- laun sem veitt eru við lok BS-náms í reiðmennsku og reiðkennslu frá Há- skólanum á Hólum. Tuttugu nemendur útskrifuðust úr hestafræðideild Hólaskóla í ár. Verð- laun voru afhent við reiðsýningu nem- enda sem fram fór síðastliðinn laug- ardag og var felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts Ungmenna- sambands Skagafjarðar og hesta- mannafélagsins Skagfirðings sem fram fór á mótssvæðinu á Hólum. Skemmtilegur tími Valdís Björk fékk verðlaunagripinn Morgunblaðshnakkinn fyrir besta heildarárangur í öllum reið- mennskuáföngum í náminu og verð- laun Félags tamningamanna fyrir besta árangur í lokaprófi í reið- mennsku. Valdís Björk er alinn upp í Kópa- vogi en er ættuð úr Borgarfirði. Afi hennar, Skúli Kristjónsson í Svigna- skarði, var einn þekktasti hestamaður landsins á sinni tíð. Hún hefur mikinn áhuga á hestum, eins og allir í fjölskyldunni, og hefur keppt mikið í yngri flokkum og einnig eftir að hún fluttist í fullorðinsflokk. Hún hefur komist í úrslit á mörgum mótum, síðast á Reykjavíkurmeist- aramótinu á síðasta ári. Þar var hún með Fjólu frá Eskiholti 2 sem hún segir að hafi komið sér í gegnum nám- ið á Hólum. Aðspurð segir hún að miklu máli skipti fyrir árangur í nám- inu að vera vel hestaður. Hestafræðin er þriggja ára nám. Valdís segir að þetta hafi verið afar lærdómsríkur og skemmtilegur tími. „Ég kynntist fullt af góðu fólki og fékk góða kennslu sem ég mun taka með mér út í lífið.“ Temur og þjálfar Valdís ætlar að nota þekkinguna og reynsluna til að stunda tamningar og þjálfun. Hún vinnur sjálfstætt að verk- efnum og hefur aðstöðu í Brekku í Biskupstungum ásamt kærasta sínum, Jóni Óskari Jóhannessyni. Aðstaðan er góð, nýtt hesthús og reiðhöll. Eina námið sem kom til greina - Valdís Björk hlaut verðlaun á Hólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.