Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
Netverslun
skornir.is
SMÁRALIND
www.skornir.is
Flex&Go
Í skóna er notað hágæða
leður sem og náttúruleg efni,
sem gerir það að verkum að
skórnir falla vel að fætinum
og eru einstaklega þægilegir.
Verð 17.995
Stærðir 36-42
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma telur engar líkur á
því að rekstri bálstofunnar verði sett-
ur það strangur rammi að ekki geti
allir sem þess óska fengið bálför eftir
andlát. „Það er fráleitt að hægt sé að
setja slík skilyrði
og þekkist hvergi
á byggðu bóli.
Þetta er val sem
fólk hefur og við
verðum að laga
okkur að því,“
segir Þórsteinn
Ragnarsson.
Bálstofa kirkju-
garðanna í Foss-
vogi er flokkuð
sem mengandi
starfsemi og veitir Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur starfsleyfi.
Heftandi skilyrði
Til stendur að gefa út nýtt starfs-
leyfi og eru skilyrðin strangari en áð-
ur, samkvæmt drögum sem kynnt
hafa verið í umhverfis- og heilbrigð-
isráði Reykjavíkur. Meðal annars
stendur til að gera kröfu um að
brennsla á virkum dögum fari fram á
milli klukkan sjö og þrjú til að valda
nágrönnum ekki óþægindum. Þá er
það skrifað inn í starfsleyfisskilyrðin
að innleiða skuli hreinsibúnað í bál-
stofunni innan fjögurra ára.
Þórsteinn segist hafa mótmælt
sumum skilyrðum og hversu stuttur
tími átti að vera til aðlögunar. Hann
veit ekki til að starfsleyfið hafi verið
afgreitt eða auglýst.
Hann segir að það hafi komið á
óvart að setja ætti tímamörk á
brennslu yfir daginn, til viðbótar öðr-
um skilyrðum. Það sé heftandi fyrir
starfsemina. Það sé þó hægt að leysa
með því að brenna alla daga vikunnar
en það hefur aðeins verið gert til-
tekna taka til þessa. Eins telur hann
að hægt verði að brenna um helgar, ef
á þurfi að halda. „Svona skilyrði verða
aldrei látin stöðva líkbrennslu á Ís-
landi, sérviska í einum eða tveimur
mönnum getur aldrei ráðið því,“ segir
Þórsteinn.
Í drögum að starfsleyfi kemur
fram krafa um að mæla kvikasilfur í
jarðvegi næst bálstofunni innan árs.
Þórsteinn segir fyrirhugað að gera
það í haust. Getur hann þess að slíkar
mælingar hafi verið verðar fyrir tíu
árum og þær sýnt að mengun var
langt undir öllum viðmiðunargildum.
Bendir hann á að þótt bálförum hafi
fjölgað mjög á þessum tíma sé hóp-
urinn að breytast, minna kvikasilfur
sé í tönnum þess fólks sem nú lætur
brenna sig en var í fyrri hópum. Þess
vegna telur hann engar líkur á að
mengun hafi aukist í takti við fjölgun
bálfara.
Nýjar bálstofur eru með tækni sem
fangar spilliefni. Bálstofan í Fossvogi
er hins vegar frá árinu 1948. Verður
henni gert að koma upp slíkum bún-
aði innan fjögurra ára. „Það hefur
verið stefnt að því að koma upp nýrri
bálstofu í Gufunesi. Það mál er í
vinnslu og unnið er að kostnaðaráætl-
un um byggingu og rekstur hennar.
Innan kirkjugarðaráðs er nefnd sem
vinnur að þessu máli og við erum
einnig í sambandi við okkar fagráðu-
neyti, dómsmálaráðuneytið. Ætlunin
er að ríki, sveitarfélög og kirkjugarð-
arnir sameinist um þessa fram-
kvæmd. Það gæti orðið innan átta
ára. Ég er þess fullviss að heilbrigð-
iseftirlitið muni framlengja heimild
okkar til að nota núverandi bálstofu,
ef útlit er fyrir að ný bálstofa komist í
gagnið á næstu árum,“ segir Þór-
steinn. Það er ríkið sem greiðir kostn-
að við líkbrennslu.
Getur hann þess að danskir sér-
fræðingar komi til landsins í haust til
þess að meta það hvað þurfi að gera
til að halda núverandi bálstofu
öruggri og gangandi þann tíma sem
líður þangað til ný bálstofa rís. Vinn-
an hefur tafist um ár vegna kórónu-
veirufaraldursins. „Þeir vita það hjá
heilbrigðiseftirlitinu að við erum öll af
vilja gerð til þess að hafa hlutina í lagi.
Þeir eru í lagi. Það er engin löggjöf
sem krefst þess að við grípum strax
til ráðstafana,“ segir Þórsteinn.
Ekki hægt að takmarka bálfarir
- Takmarka á notkun bálstofunnar í Fossvogi á daginn og gerðar kröfur um mengunarvarnabúnað
- Forstjórinn segir að fólk verði að hafa val um bálför - Stefnt að byggingu nýrrar bálstofu í Gufunesi
Fjöldi látinna Fjöldi bálfara
Hlutfall bálfara af fjölda látinna
Sífellt fleiri kjósa bálför
Hlutfall duftkerja af fjölda útfara á höfuðborgarsvæðinu 2015-2020
Hllutfall bálfara 2000-2020, landið allt
Bálfarir árið 2020, landið allt
2015 2016 2017 2018 2019 2020
60%
55%
50%
45%
40%
2000 2010 2020
41%
Alls
2.359
látnir
974
bálfarir
12%
43%
45%
50%
53%
54%
55%
22%
41%
Þórsteinn
Ragnarsson
Bálförum hefur fjölgað mjög hér
á landi. Ef litið er til landsins alls
hefur hlutfall bálfara aukist úr
12% í 41% á tveimur áratugum.
Hlutfallið er hærra á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem 55% útfara
eru með duftkerjum. Snerist
hlutfallið við fyrir þremur árum
og hefur meirihlutinn verið
brenndur síðan.
Hlutfallið hér er mun lægra en
í Danmörku og Svíþjóð þar sem
yfir 70% láta brenna líkams-
leifar sínar. Hlutfallið er enn
hærra í stórum borgum í þessum
löndum. Hlutfallið er lægra í
Noregi og erum við að ná Norð-
mönnum, í þessu efni.
41% grafin í
duftkerjum
BÁLFÖRUM FJÖLGAR
Morgunblaðið/Kristinn
Líkbrennsla Tveir líkbrennsluofnar hafa verið í landinu frá árinu 1948. Bálfarir eru 41% allra útfara hér á landi.
Ljósmynd/Árni Rúnar Hrólfsson
Verðlaunahafi Valdís Björk Guðmundsdóttir með verðlaunin. Hún situr
Fjólu frá Eskiholti 2 sem hún segir að hafi komið sér í gegnum námið.