Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
Mörg dæmi eru um
að hagsmuna Reykja-
víkur sé ekki gætt
nægilega vel á Alþingi.
Afleiðingin er sú að
mörg lagafrumvörp
verða að lögum þar
sem margvíslegum
sköttum og skyldum er
velt yfir á Reykvíkinga.
Sumar þessar kvaðir
eru beinar, aðrar óbeinar. Mörg
dæmi eru um álögur og nið-
urgreiðslur, sem Reykvíkingar
standa straum af í mun ríkari mæli
en aðrir landsmenn.
Ég óska eftir stuðningi í 3.-4.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
vegna alþingiskosninga, sem fram
fer 4.-5. júní. Ég tel brýnt að hags-
munum Reykvíkinga sé vel sinnt á
Alþingi og tel að
þekking mín og löng
reynsla af borg-
armálum sem borg-
arfulltrúi muni þar
koma að góðum not-
um.
Álagning fast-
eignaskatta
Nefna má álagn-
ingu fasteignaskatta
sem dæmi um ósann-
gjarna skattlagningu,
enda koma þeir nú
miklu harðar niður á fasteignaeig-
endum í Reykjavík en flestum öðr-
um landsmönnum. Skattstofninn
er áætlað söluverðmæti viðkom-
andi eignar. Slíkt fyrirkomulag
hefur í för með sér ófyrirsjáan-
legar sveiflur skattstofnsins og
skatttekna, sem hvorki eru í sam-
ræmi við greiðslugetu skattgreið-
enda né þjónustu viðkomandi
sveitarfélags. Gífurlegar verðhækk-
anir á fasteignum í Reykjavík hafa
þannig sjálfkrafa leitt til mikilla
verðhækkana á eigendur fasteigna í
Reykjavík án þess að þeir fái rönd
við reist. Margir Reykvíkingar sem
búa í eigin húsnæði geta ekki aukið
tekjur sínar og koma slíkar skatta-
hækkanir skiljanlega afar illa niður
á þeim.
Fasteignaskatti var í upphafi
ekki ætlað að vera eignarskattur.
Brýnt er að Alþingi endurskoði
álagningu fasteignaskattsins til
lækkunar, svo ekki sé hróplegt
ósamræmi á álagningu hans eftir
sveitarfélögum.
Sundabraut sem fyrst
Áratugum saman hafa fjár-
framlög til vegamála verið mun
lægri en þörf hefur verið á. Síðustu
ár hefur ein helsta ástæðan verið sú
að vinstri meirihlutinn í Reykjavík
hefur tafið eða hafnað löngu tíma-
bærum samgönguframkvæmdum,
sem ríkið er þó reiðubúið til að fjár-
magna. Mikilvægt er að ríkið knýi
Reykjavíkurborg til að standa við
samninga um að gera framkvæmdir
mögulegar, sem ljóst er að munu
auka umferðaröryggi, draga úr
mengun og greiða fyrir umferð.
Dæmi um þetta eru Sundabraut og
mislæg gatnamót Reykjanesbrautar
og Bústaðavegar.
Skelfileg skuldastaða
Skuldir Reykjavíkurborgar nálg-
ast nú 400 milljarða króna og eru
komnar yfir hættumörk. Ekki verð-
ur hjá því komist að Alþingi fjalli
um skuldastöðu Reykjavíkur vegna
mikilvægis hennar, bæði sem höf-
uðborgar og þess sveitarfélags þar
sem ríflega þriðjungur landsmanna
býr.
Eyðendur og greiðendur
Mörg mál koma til kasta Alþing-
is, mörg eru samþykkt en öðrum
synjað. Aukin ríkisútgjöld á
ákveðnu sviði kunna að vera „gott
mál“ fyrir suma en slæm fyrir
marga aðra, þ.e. skattgreiðendur
sem þurfa að borga brúsann. Brýnt
er að auka ráðdeild í ríkisrekstri og
eftirlit með fjárveitingum þingsins.
Í hvert sinn, sem frumvarp um op-
inberar álögur kemur til kasta Al-
þingis, þarf að greina hvort og þá
með hvaða hætti slíkar álögur
leggjast á landsmenn eftir búsetu.
Eyðendur hafa of marga fulltrúa
á Alþingi. Brýnt er að fjölga fulltrú-
um greiðenda þar.
Eftir Kjartan
Magnússon
»Eyðendur hafa of
marga fulltrúa á Al-
þingi. Brýnt er að
fjölga fulltrúum greið-
enda þar.
Kjartan Magnússon
Höfundur býður sig fram í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og
óskar eftir 3.-4. sæti.
kjartanmagg@gmail.com
Tryggjum hagsmuni Reykvíkinga á Alþingi
Þegar ég tók við
embætti dóms-
málaráðherra í byrjun
árs 2017 blasti við mér
að áhlaup hafði verið
gert á landið með til-
hæfulausum umsóknum
um alþjóðlega vernd.
Stór hluti umsækjenda
(um 70% árið 2016) kom
frá tveimur Evr-
ópuríkjum, Albaníu og
Makedóníu. Þar var
ekkert slíkt neyðarástand að rétt-
lætti flótta þaðan til Íslands í
stórum stíl.
Þessar tilhæfulausu umsóknir yf-
irfylltu það kerfi sem Ísland hefur
sett upp til verndar fólki sem er á
raunverulegum flótta undan vopn-
uðum átökum, ofsóknum og öðrum
hörmungum í sínu heimalandi. Hér
var því ekki aðeins vegið að hags-
munum íslenskra skattgreiðenda,
sem greiða allan kostnað við þetta
kerfi, heldur einnig að getu Íslands
til að sinna fólki í raunverulegri
neyð.
Ríkisfangi fylgja skyldur
Ef til vill höfum við sjálf átt ein-
hvern þátt í þessari
óheillaþróun með út-
deilingu Alþingis á ís-
lenskum ríkisborg-
ararétti til manna
sem uppfylltu ekki al-
menn skilyrði fyrir
þeim rétti. Um bein
tengsl þarna á milli er
auðvitað erfitt að full-
yrða en það er ekki
gott ef það spyrst út
að íslensk vegabréf
standi til boða með
handahófskenndum
hætti. Í Albaníu voru
fluttar fréttir af veitingu íslensks
ríkisborgarréttar til Albana í lok
ársins 2015. Það er ekki óvarlegt að
ætla að sá stríði straumur Albana
hingað til lands í kjölfarið eigi sér
skýringar í þeim fréttum. Rétt er að
hafa í huga að íslenskur ríkisborg-
araréttur veitir ekki aðeins rétt hér
innanlands heldur greiðir íslenskt
vegabréf og orðspor Íslands götu
manna víða um heim og leggur um
leið skyldur á íslenska ríkið að gæta
hagsmuna viðkomandi hvar sem er í
veröldinni.
Andstaðan við lagfæringar
Nokkrar aðgerðir þurfti til að
sporna gegn þessum tilhæfulausu
umsóknum um vernd. Öllum þeim
laga- og reglugerðabreytingum
sem ég beitti mér fyrir í því skyni
var mætt með gauragangi og stór-
yrðum í fjöl- og samfélagsmiðlum.
Þessi upphlaup í miðlunum virðast
ein besta gæðavottunin sem stjórn-
málamaður getur fengið á störf sín.
Aðgerðirnar höfðu það í för með
sér að á næstu þremur árum fækk-
aði umsóknum frá þessum tveimur
löndum yfir 90%. Sömu sögu má
segja af umsóknum frá Georgíu í
kjölfar þess Georgíumenn fengu
áritunarfrelsi inn í Evrópusam-
bandið árið 2017. Þeim fækkaði
einnig um 90% frá 2017 til 2019. Að
þessu leyti tókst að stöðva misnotk-
un á velvild Íslendinga gagnvart
fólki á flótta.
Nýjar áskoranir bætast hins veg-
ar jafnt og þétt við í þessum efnum.
Hverri tilraun til að bregðast við
ástandinu er mætt með uppnámi
innan þings sem utan.
Í þingkosningum í haust verður
meðal annars tekist á um hvort
ábyrgð og festa eða upphlaup og
handahóf hafi meira vægi þegar
kemur að þeirri alþjóðlegu vernd
sem hér er í boði.
Eftir Sigríði Ásthildi
Andersen » Öllum þeim laga- og
reglugerðabreyt-
ingum sem ég beitti mér
fyrir í því skyni var
mætt með gauragangi
og stóryrðum í fjöl- og
samfélagsmiðlum.
Sigríður Ásthildur
Andersen
Höfundur er þingmaður og sækist
eftir 2. sætinu í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík.
Tekið á tilhæfulausum umsóknum
Árið 2013 voru
gerðir samningar
um gjaldfrjálsar
tannlækningar
barna. Þrátt fyrir
að það teljist sjálf-
sagt mál í dag að
hið opinbera styðji
barnafjölskyldur
fjárhagslega til að
hlúa að tannheilsu
komandi kyn-
slóðar, ríkti samningsleysi í tæpa
tvo áratugi. Það kostaði auknar
álögur á barnafjölskyldur og
verri heimtur til tannlæknis,
jafnvel ómeðhöndlaðar tannpínur
og ýmiss konar vandamál. Við
getum verið sammála um að
ástandið sé allt annað í dag.
En hvað gerist ef rétta þarf
tennur barna og unglinga?
Hvernig standa mál varðandi
þátttöku hins opinbera ef tann-
réttingar eru nauðsynlegar?
Til ársins 1992 var samningur
á milli tannréttingasérfræðinga
og Tryggingastofnunar ríkisins
um endurgreiðslu á tannrétt-
ingum. Samningurinn náði til
flestra tryggðra sjúklinga með
bit- og tannskekkjur
og var verulegur
hluti af kostnaði við
tannréttinguna end-
urgreiddur. En í
ársbyrjun 1992 voru
sett lög sem bundu
enda á allar endur-
greiðslur vegna
venjulegra tannrétt-
inga. Það þýddi að
þeir sjúklingar sem
þurftu á tannrétt-
ingum að halda,
fengu um tíma ekk-
ert endurgreitt. Eftir nokkurt þóf
var styrk komið á, sem í fyrstu
var 100 þúsund, en var hækkaður
í 150 þúsund 1. maí 2002. Hefði sá
styrkur verið vísitölutengdur og
fylgt eðlilegu verðlagi, væri hann
um 335 þúsund krónur í dag (skv.
vísitölu neysluverðs – Hagstofa
Íslands). Styrkurinn er greiddur
ef tannréttingameðferð með föst-
um tækjum hefst fyrir 21 árs ald-
ur.
Tannréttingameðferð tekur að
meðaltali tvö til þrjú ár. Kostn-
aður er mismunandi eftir umfangi
meðferðarinnar, en algengur
kostnaður er 800-1.200 þúsund
krónur. Tann- og bitskekkjur er-
fast mjög gjarnan innan fjöl-
skyldna. Það er því töluverður
kostnaður sem leggst á fjöl-
skyldur þegar börn þurfa á tann-
réttingum að halda, sérstaklega ef
um fleiri en einn einstakling er að
ræða. Styrkurinn í dag er að
mestu óháður alvarleika bit- og
tannskekkjunnar og er í mjög
stórum hluta tilfella einungis 150
þúsund krónur. Þegar um alvar-
legri tilfelli er að ræða, t.d. hjá
sjúklingum með klofinn góm og/
eða skarð í vör, greiðir SÍ 95% af
raunverulegum kostnaði. Ekki er
samningur um þá þjónustu, held-
ur er greitt eftir gjaldskrá við-
komandi sérfræðings.
Málum er þannig háttað í dag
að margar fjölskyldur hafa ekki
efni á að senda börn sín í tannrétt-
ingar; hvað þá ef mörg börn innan
sömu fjölskyldu þurfa á tannrétt-
ingum að halda. Í langflestum til-
fellum fæðast börn með bit-
skekkjur/tannskekkjur og lítið
sem ekkert við þeim að gera. Í
langflestum tilvikum er því um
meðfæddan galla að ræða og lítið
sem foreldrar geta gert til að
koma í veg fyrir skaðann. Benda
má á að slíkir meðfæddir gallar
annars staðar í líkamanum en í
tyggingarfærum væru sannanlega
bættir með fullum stuðningi hins
opinbera.
Styrkur hins opinbera hefur
hlutfallslega lækkað með árunum
og ekki er búist við því að hann
hækki í bráð. Til að svara spurn-
ingu minni að ofan, þá hefur ekk-
ert þokast í málaflokknum, heldur
hefur dregið verulega úr. Hækkun
styrksins er háð ákvörðun Alþing-
is um fjárveitingu. Það er því póli-
tísk ákvörðun að veita fé til mála-
flokksins. Nú er lag fyrir komandi
kosningar fyrir alla stjórn-
málaflokka að velta því fyrir sér,
hvort þessi mál barnafjölskyldna
eigi að vera í forgangi eða ekki.
Hjálp, barnið mitt er með skakkt bit
Eftir Kristínu
Heimisdóttur
Kristín Heimisdóttir
»Nú er lag fyrir
komandi kosn-
ingar fyrir alla
stjórnmálaflokka að
velta því fyrir sér,
hvort þessi mál
barnafjölskyldna eigi
að setja í forgang.
Höfundur er tannréttinga-
sérfræðingur, lektor við tann-
læknadeild HÍ og formaður
Tannréttingafélags Íslands.
kristin@tennur.isÍ veiðihug Kisan tók ekki augun af bráð sinni.
Kristinn Magnússon