Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 16

Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 ÞRÁÐLAUSARMYNDAVÉLAR FYRIR Sími 580 7000 | www.securitas.is SUMARHÚSIÐ Sjá nánar á www.securitas.is/vefverslun Á aðalfundi lands- samtakanna Geð- hjálpar þann 8. maí sl. var skipulagsskrá „Styrktarsjóðs geðheil- brigðis“ samþykkt. Til- gangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og skilning á mála- flokknum. Þriggja manna stjórn á að stýra sjóðnum og fimm manna fagráð fjallar um umsóknir. Sjóðurinn er sjálfstæður og verður með öllu aðskil- inn öðrum rekstri Geðhjálpar. Fjármögnun og úthlutanir Landssamtökin Geðhjálp eru stofnaðili sjóðsins og leggja til 100 m.kr. stofnframlag. Óskað hefur ver- ið eftir því að ríkið verði einnig stofn- aðili með sama framlag og að atvinnu- lífið leggi einnig málstaðnum lið. Geðhjálp mun að auki leggja sjóðnum til ákveðið hlutfall af rekstrarafgangi sam- takanna miðað við rekstrarumhverfi hverju sinni. Við hvetj- um almenning og fyrir- tæki sem nú þegar styðja við bakið á Geð- hjálp að gera það áfram með fullvissu um að um- framfjármagn renni ár hvert í sjóðinn. Auglýst verður eftir umsóknum í júníbyrjun ár hvert og frestur til að sækja um greiðslu úr sjóðnum rennur út eigi síðar en 1. september. Úthlut- anir fara fram 9. október – á stofndegi Geðhjálpar. Fyrsta úthlutun er fyr- irhuguð í október 2021. Fimm manna fagráð, óháð landssamtökunum Geð- hjálp, setur úthlutunarreglur sjóðsins hverju sinni samkvæmt skipulags- skrá. Fagráð ákveður út frá hvaða forsendum umsóknir eru metnar, það fer yfir allar umsóknir, veitir umsagn- ir um þær og gerir tillögu til sjóðs- stjórnar um hvaða verkefni hún telur að ætti að styrkja. Þær forsendur sem unnið er út frá þurfa samþykki sjóðs- stjórnar og skulu endurmetnar á tveggja ára fresti. Tilurð sjóðsins Árið 1998 eignaðist Geðhjálp fast- eignina Túngötu 7 í Reykjavík. Hús- næðið var gjöf til félagsins frá rík- issjóði en ríkið eignaðist húsið við lát Önnu E.Ó. Johnsen, ekkju Gísla Johnsens konsúls. Það var vilji Gísla og Önnu að húsnæðið yrði notað fyrir heilbrigðistengda starfsemi. Geð- hjálp starfaði í húsinu næstu 15 árin en viðhaldsþörf sligaði rekstur sam- takanna og því var húsið selt árið 2013. Með því var hægt að greiða skuldir samtakanna og kaupa annað ódýrara og hentugra húsnæði. Frá þeim tíma hefur Geðhjálp ávaxtað það sem eftir stóð af söluhagnaðinum með það fyrir augum að hann kæmi að notum í góðum verkefnum í geð- heilbrigðismálum. Þessar ráðstafanir gera Geðhjálp kleift að leggja til 100 milljóna króna stofnframlag í Styrkt- arsjóð geðheilbrigðis. Fram á veginn Í kjölfar Covid-faraldursins hefur geðheilbrigðismálum verið gefinn aukinn gaumur og Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hefur varað ríki heims við að tíðni geðrænna úrlausn- arefna geti aukist í kjölfar faraldurs- ins. Því er mikilvægt að við bregð- umst strax við og setjum aukinn þunga í málaflokkinn. Umfang geð- heilbrigðismála fyrir Covid- faraldurinn var áætlað um 30% af heilbrigðiskerfinu – en ætluð fjár- mögnun nam aðeins um 12%. Með Styrktarsjóði geðheilbrigðis vonast Geðhjálp til að hægt verði að stuðla að aukinni nýsköpun og framþróun innan geðheilbrigðismála og vitundarvakningu meðal almenn- ings. Erindið hefur aldrei verið brýnna. Styrktarsjóður geðheilbrigðis Eftir Héðin Unnsteinsson » Þessar ráðstafanir gera Geðhjálp kleift að leggja til 100 milljóna króna stofnframlag í Styrktarsjóð geðheil- brigðis. Héðinn Unnsteinsson Höfundur er formaður Geðhjálpar. Vísbendingar um al- varleika loftslagsbreyt- inga á heimsvísu eru ekki nýjar af nálinni en sem betur fer eru þær nú teknar alvarlega. Kastljósið beinist ekki síst að þeirri miklu ógn sem steðjar að norð- urslóðum vegna hlýn- unar. Hvergi eru um- merki loftslagsbreytinga jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem jöklar hopa, hafísinn minnkar sem aldrei fyrr og sífreri þiðnar. Þetta veldur hækkun á sjávarhita og lofthitinn hækkar tvö- falt hraðar en annars staðar. En það sem gerist á norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni norðurskautsríkjanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sí- frera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Hver eru tækifærin? Við megum þó ekki gleyma að í ógnum felast líka tækifæri. Með minnkandi hafís í Norðurhöfum hafa væntingar skapast um opnun sigl- ingaleiða og aðgengi að ýmsum auð- lindum. Erfitt er að spá um hversu hratt og að hvaða marki slíkar vænt- ingar eiga eftir að raungerast, en ljóst er að þessi þróun felur í sér bæði möguleika og sjálfstæðar áskoranir. Fyrir Ísland geta margvísleg tæki- færi legið m.a. í siglingum flutn- ingaskipa í Norðurhöfum, þjónustu við auðlindavinnslu og uppbyggingu ferðaþjónustu. Hvort sem horft er til risastórrar umskipunarhafnar í Finnafirði eða minni þjónustu við siglingaaðila og öryggi á sigl- ingaleiðum. Þá skiptir miklu fyrir Ís- land að gaumgæfa slík tækifæri og gæta vel hagsmuna sem af þeim skapast. Umhverfisvernd og sjálf- bærni þarf ávallt að vera okkar leið- arljós í slíkri atvinnuuppbyggingu, við eigum jú alltaf allt okkar undir hafinu sem umlykur okkur. Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tæk- niyfirfærsla og nýsköpun tengt norð- urslóðamálum og hringrásarhagkerf- inu ætti að verða okkar næsta stóriðja. Norðurslóðir: Tækifæri og ógnanir Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir » Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður þingmannanefndar um endurskoðun norðurslóðastefnu. bryndish@althingi.is Það var einhver órói í Jónu, því hún bara dormaði. Um klukkan þrjú fór Gunnar fram að pissa. Vanalega svaf hún þessar pissu- ferðir hans af sér, en upp kom hugsunin um hvernig eftirlaunaþeg- ar lífeyrissjóðanna eru einhliða hýrudregnir. Henni varð hugsað til Elsu æskuvinkonu sinnar. Tólf barna- barna ömmu. Hún var húsmóðir til hartnær fimmtugs. Fékk vinnu í eldhúsinu á spítalanum í Keflavík um haustið eftir að yngsta dóttirin fermdist, en varð að hætta þegar hún var 67 ára vegna liðagigtar. – Jóna teygði sig í Ipadinn sem var á náttborðinu til að gúgla hvað væru margar ömmur á svipuðu reki og Elsa. Á vef Tryggingastofnunar fann hún út í ársskýrslu fyrir 2019 að ömmur (konur sem fengu ellilíf- eyri) voru 19.395 það ár. Miðað við aðstæður Elsu er hægt að áætla að flestar ömmur landsins hafi tekjur frá lífeyrissjóðum milli 50 og 100 þúsund krónur á mánuði. Elsa gæti verið með um 75 þúsund. Ellilífeyrir frá Tryggingastofnun lækkar hjá henni um 45% af þessum 75 þúsund krónum. Hlutur Elsu af þessari upp- hæð, ef hún fengi hana frá Tryggingastofnun, væri um 23 þúsund krón- ur. Það eru á bilinu 300- 460 milljónir á mánuði, líklega u.þ.b. fimm millj- arðar á ári, sem rík- issjóður fær, í formi skerðinga og tekjuskatts, af lögbundnum ellilífeyri hjá ömmum landsins. Ömmum eins og Elsu. – Hún lagði Ipadinn á nátt- borðið. Engir jarðskjálftar höfðu vakið Jónu, en aft- ur fór Gunnar í pissuferð um fimmleytið. Hún var á varðbergi út af skjálftunum og svaf því óvenju laust. Svo komu þessi ellilaunamál alltaf upp í hugann ef hún rumskaði. Hún teygði sig aftur í Ipadinn. Datt í hug að sjá hvað TR greiðir ömmum landsins að meðaltali í ellilífeyri. Samkvæmt mælaborði á vef TR eru það ásamt meðlagi um 210 þúsund krónur á mánuði. Þarna er góður 56 þúsund króna mismunur á lög- bundnum ellilaunagreiðslum, sem Tryggingastofnun sér til að ömmur landsins verði af. Aftur lagði hún Ipadinn frá sér, lagaði koddann og dró sængina upp í hálsakot. Tómas Láruson hliðarsjálf ellilaunaþega. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ömmurnar og ellilaunin Tómas Láruson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. '/ )++0* þú það sem (/ ,-&."* "$ á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.