Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
Eins og allir vita
eru kosningar fram
undan og margir telja
sig kallaða til forystu-
og leiðtogahlutverka.
Á dögunum skrifaði
frambjóðandi, ung og
gæfuleg kona, grein í
blaðið undir fyrirsögn-
inni „Aðild að Evrópu-
sambandinu fer gegn
hagsmunum Íslands“.
Þegar komið er inn í textann bætir
frambjóðandinn ungi um betur og
segir hugmyndina um að Ísland
gangi í Evrópusambandið „arfavit-
lausa“. Er þá djúpt í árinni tekið,
ekki síst þegar til þess er litið að
flest önnur smáríki V-Evrópu telja
sig best komin innan vébanda ESB
og er staða sumra þeirra sambæri-
leg við okkar. Ég er hér að tala um
Eistland, Lettland, Litháen, Írland,
Lúxemborg, Slóveníu, Möltu og
Kýpur. Einnig má minna á að hug-
ur þegna Skotlands, N-Írlands og
Wales virðist standa nokkuð til
ESB-aðildar. Sennilega vantar þá
eitthvað af vitsmunum í það fólk
sem þessar 11 evrópsku smáþjóðir
leiðir.
Og hver eru svo rök þessa ágæta
frambjóðanda, þessarar stóryrtu
ungu konu, fyrir því að það væri
arfavitlaust að ganga í ESB?
„Með því að standa utan við Evr-
ópusambandið höldum við okkar
sjálfstæðu viðskiptastefnu og höf-
um fullt forræði á viðskiptasamn-
ingum við önnur ríki,“ segir hún.
Frambjóðandinn skýrir síðan frá
því að Ísland hafi nú fríversl-
unarsamninga við 74 ríki og að
frekari samningar við m.a. Indóne-
síu, Ekvador, Gvatemala, Argent-
ínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ
bíði gildistöku. Telur hann þetta
gott mál og þarft.
En hver er raunveruleikinn í
þessum málum? 90-95% af utanrík-
isviðskiptum Íslands eru við Evr-
ópu og Bandaríkin enda er íslensk-
ur varningur og þjónusta í háum
kostnaðar- og gæðaflokki sem ein-
vörðungu efnaðir neytendur á efna-
hagslega sterkum mörkuðum ráða
við. Þau lönd sem frambjóðandinn
gleðst yfir að Ísland hafi náð frí-
verslunarsamningi við hafa enga
burði til að kaupa íslenskan varn-
ing. Ætla má að allir þessir miklu
og víðtæku viðskiptasamningar séu
að mestu gagnslausir og hrein
tíma- og peningasóun. Með fullri
inngöngu í ESB hefði hins vegar
fengist fríverslun við Kanada, Kór-
eu og Japan, samtals 220 milljónir
efnaðra neytenda, sem ESB hefur
fríverslunarsamning við og henta
fyrir íslenskan hágæðavarning og
–þjónustu. Næst kemur frambjóð-
andinn galvaski að því að sjáv-
arútvegsstefna ESB sé „… stefna
sem fyrir löngu hefur sannað
gagnsleysi sitt og skaðsemi“. Skýr-
ingar eru engar. Aftur tekur ung
kona mikið upp í sig. Fullmikið.
Malta var í sambærilegri stöðu
og við Íslendingar þegar landið
gekk í ESB. Lifði mest á fisk-
veiðum og ferðamennsku. Líka fá-
mennt eyríki, sem hafði ráðið fyrir
og nýtt sín fiskimið um ár og aldir.
Út á þessa sögulegu staðreynd fékk
Malta að halda fullum yfirráðum yf-
ir sínum miðum við inngöngu og
fengu önnur ESB-aðildarríki þar
engan aðgang. Telja má öruggt að
við Íslendingar fengjum sams kon-
ar samning við inngöngu.
Svo kemur margt í belg og biðu
hjá frambjóðandanum: Stefna ESB
í dreifbýlisþróun, skattamálum,
gjaldmiðilssamstarfi, byggðastefnu,
réttarvörslu, dóms- og innanrík-
ismálum, tollabandalagi, utanrík-
istengslum, öryggis- og varn-
armálum, fjárhagslegu
eftirliti, framlags-
málum og stofnunum,
en allt á þetta að vera
kolómögulegt.
Fyrr má nú rota en
dauðrota kom upp í
hugann við lestur
þessarar lönguvit-
leysu, sem ég leyfi
mér svo að kalla, enda
efast ég um að fram-
bjóðandinn sjálfur hafi
vitað vel hverju hann
var að romsa upp úr sér og skrá á
blað.
Ef ESB kæmi að dreifbýlis- og
byggðamálum hér væri það helst í
formi fjárframlags eða styrkja.
Skattamál eru innanríkismál aðild-
arríkja. Hvert aðildarríki ræður
sjálft hvort það tekur þátt í gjald-
miðilssamstarfi. Svíar gera það
t.a.m. ekki. Varðandi réttarvörslu
og dómsmál erum við nú þegar
sterktengd ESB eins og dæmin
(Landsréttarmálið) sanna, varðandi
innanríkismál erum við nú þegar í
Schengen þar sem við opnum
landamærin fyrir öllum hinum
ESB- og Schengen-ríkjunum (og
þau fyrir okkur), um tollabandalög
og utanríkistengsl gæti ESB aðeins
gagnast okkur og um öryggis- og
varnarmál erum við auðvitað öll, Ís-
land og ESB-ríkin flest, í sama
báti; NATO.
Loks þetta um þá fullyrðingu
frambjóðandans og utanrík-
isráðherrans að Ísland hafi aðeins
tekið upp 13,4% af regluverki ESB:
Fjölmargar reglugerðir ESB ná
alls ekki til Íslands þannig að ef
heildarfjöldi reglugerða er talinn,
og svo einfaldlega talinn fjöldi
þeirra reglugerða sem Ísland hefur
innleitt, kann að koma út lág pró-
sentutala. Þetta er þó ekki það sem
gildir, heldur áhrif og vægi þeirra
gerða og reglugerða sem Ísland
hefur tekið upp.
Norðmenn eru með svipaðan
ESS-samning og við. Á 20 ára af-
mæli norska EES-samningsins lét
ríkisstjórn landsins gera úttekt á
samningnum og áhrifum hans.
Hlutlausir sérfræðingar gerðu 900
bls. skýrslu um málið. Í inngangi
stendur þetta í enskri útgáfu:
„Norway has adopted roughly ¾ of
EU legislation compared to those
Member States that participate in
everything…“ 75%. Þetta var 2012.
Ætla má að staða Íslands sé svipuð.
Skýrslan bendir einnig á þá nei-
kvæðu staðreynd að Norðmenn
hafa engin áhrif á stefnumál ESB
og koma hvergi að ákvörðunum.
Það sama gildir auðvitað um Ísland
í stöðunni. Ef Ísland væri fullgilt
aðildarríki fengjum við sex þing-
menn á Evrópuþingið, okkar eigin
kommissar – hver þjóð hefur bara
einn, líka Þjóðverjar og Frakkar –
og auk þess fengjum við fullt neit-
unarvald hvað varðar stefnumörk-
un, stærri ákvarðanir og samn-
ingagerð ESB við önnur ríki eða
álfur. Við gætum þá loks látið í
okkur heyra og að okkur kveða
með þau lög og reglugerðir sem við
erum svo að taka upp.
Hvað segja frambjóðendur og ut-
anríkisráðherra um það? Vart vill
sjálfstætt fólk láta draga sig á
asnaeyrum.
Keyrir út í skurð
með utanríkisráð-
herra í aftursætinu
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» Væri Ísland fullgilt
aðildarríki fengjum
við okkar eigin
kommissar og fullt
neitunarvald við stærri
ákvarðanir ESB.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Landnáma hefur
reynst mér afar
skemmtileg bók.
Landið átti að hafa
verið óbyggt þegar
fyrstu landnáms-
mennirnir komu hing-
að, utan nokkurra
kristinna papa, sem
voru fljótir að koma
sér á braut. Hvaðan
komu þessir kristnu
papar? Einhvers misskilnings gæt-
ir á fyrstu blaðsíðu í Landnámu
um að þeir hafi verið írskir munk-
ar, vegna írskra bóka, bjalla og
bagla, og mátti þess vegna skilja
að þeir væru Vestmenn. (Þat
fannst í Papey austr ok í Papýli.)
Írland er ekkert í vestur frá Ís-
landi, það er beint í austur. Vestur
af Íslandi eru Grænland og Hvítra-
mannaland, eða Írland hið mikla.
Ari Másson varð sæhafi til
Hvítramannalands, segir í Land-
námu. Hann komst eigi á brott og
var þar skírður. Þarna virðist hafa
verið rótgróin kristin trú og eru
sagnir af ferð heilags Brendans
sem styðja það. Það er engin
goðgá að ætla að Papar hafi komið
þaðan og Vestmannaeyjar séu
nefndar eftir þeim: Þeir sem komu
vestan að.
Sagan af Hjörleifi og írsku þræl-
unum, sem plötuðu hann með
bjarndýrunum, er afar hæpinn til-
búningur. Ingólfur og Hjörleifur
höfðu kannað landið fjórum árum
fyrr og vissu ósköp vel að engir
skógarbirnir væru hér.
Naddoddur er sagður hafa kom-
ið hér, Garðar Svavarsson og síðan
Hrafna-Flóki líka og enginn þeirra
virðist hafa orðið var við þessa
papa. Þegar heilagur Brendan
kemur hingað árið 548 hittir hann
fyrir einsetumanninn Pól, sem var
búinn að vera hér í 60 ár. Þótt
hann hafi verið einsetumaður er
ekkert sem mælir gegn því að hér
hafi verið byggð í landinu áður en
Norðmenn komu.
Mér hefur alltaf fundist vera
undirliggjandi áskorun í orðum
Ara fróða, sem hann setti í Íslend-
ingabók: „En hvatki er missagt er í
fræðum þessum, þá er skylt at
hafa þat heldur, er
sannara reynist.“ Þessi
setning finnst mér
einnig eiga við um
Landnámu enda mikl-
ar líkur á að Ari fróði
hafi viðað að sér miklu
af efni hennar og haft
eitthvað um gerð
hennar að segja. Þessi
setning er vægast sagt
einkennileg fyrir höf-
und að viðhafa. Það er
næstum því ögrandi
fyrir lesandann að reyna að finna
eitthvað sem sannara reynist í
texta þeirra.
Hlutur kvenna finnst mér alltaf
hafa verið fyrir borð borinn í
Landnámu. Það er lagt mikið upp
úr ættrakningu og tíundað hverjir
séu synir og dætur viðkomandi. Af
nógu er að taka. Samt skýtur
skökku við að um alla Landnámu
eru karlar sagðir feður en engra
mæðra er getið. Eins og dæmin
sanna getur eingetnaður átt sér
stað hjá konum en öllu erfiðara er
með þess háttar hjá körlum. Vissu-
lega áttu landnámsmenn börn með
ambáttum en þess er alveg getið ef
slíkt hefur átt sér stað. Ólafur pá
er ambáttarson og er það tíundað
skilmerkilega og ekki lagt honum
til minnkunar. Á einum stað er
maður sagður „getinn austr og
upplenzkr at móðurætt“. Ólafur pá
fékk Þorgerðar, dóttur Egils
Skalla-Grímssonar, svo ekki var
mikið amast við ætterni hans.
Þegar horft er til þess er Auður
djúpúðga gaf land skipverjum sín-
um og leysingjum kemur ýmislegt
undarlegt í ljós. Eftir að hafa
bjargast frá skipbroti á Vikars-
skeiði við Ölfusárósa og brotist
þaðan upp á Kjalarnes og þaðan
rakleitt vestur í Breiðafjörð getur
hún farið að úthluta löndum og
jörðum til manna sinna! Hvernig í
ósköpunum á slíkt að vera hægt?
Ketill hét maður er hún gaf land.
Hann bjó á Ketilsstöðum. Hann
var faðir Vestliða og Einars. Engin
móðir?
Hörður hét skipverji Auðar.
Honum gaf hún Hörðadal. Hans
sonur Ásbjörn. Engin móðir?
Kjallakur hét maður, sonur
Bjarna ins sterka, bróður Gjaflaug-
ar, er átti Björn inn austræni.
Hann bjó á Kjallaksstöðum. Hans
börn voru Helgi hrogn og Þor-
grímur þöngull undir Felli, Eilífur
prúði, Ásbjörn vöðvi á Orrastöðum,
Björn hvalmagi í Túngarði, Þor-
steinn þynning, Gizurr glaði í
Skorravík, Þorbjörn skröfuður á
Ketilsstöðum, Æsa í Svíney. Engin
móðir?
Ljótólfur hét maður. Honum gaf
Kjallakur bústað á Ljótólfsstöðum
inn frá Kaldakinn. Hans synir voru
Þorsteinn og Björn og Hrafsi.
Engin móðir, en Hrafsi er sagður
risaættar að móðerni.
Hér sést greinilega misræmið.
Þrátt fyrir að Kjallakur ætti að
hafa nóg með sig og öll þessi börn,
níu talsins, er ekkert mál að gefa
Ljótólfi eitt stykki bústað!
Þegar Auður djúpúðga er að
gefa land skipverjum sínum og
leysingjum er sagt frá því að Vífill,
leysingi hennar, kvartar yfir því að
hann fái engan bústað, sem aðrir
hafa fengið. Hún kvað það engu
skipta og gaf honum Vífilsdal.
Konu hans er ekki getið en þau
áttu Þorbjörn og Þorgeir.
Hvaða bústaði er um að ræða?
Það er ekki bara einn eða tveir,
heldur er um helling að ræða. Auð-
ur er allslaus, nýkomin úr sjáv-
arháska og það er ekkert mál að
úthluta bústöðum hist og her! Þá
er ekki hægt að tíunda hverjar
voru mæður þessara barna en í
kapítulanum á undan er sagt frá
gjaforðum barna Auðar djúpúðgu.
Eina skýringin er sú, eins og
manni hefur oft komið í hug: hér
hafi verið búseta annarra og hafi
verið um langt skeið.
Landnámið hafi í raun verið
skipulagt hernám og skýrist þá
margt.
Hverjar voru mæðurnar?
Eftir Ægi Geirdal
Gíslason
Ægir Geirdal Gíslason
» Ari fróði segir í Ís-
lendingabók: „En
hvatki er missagt er í
fræðum þessum, þá er
skylt at hafa þat heldur,
er sannara reynist.“
Höfundur er listamaður og
grúskari.
arthands@sandman.is