Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
✝
Ragnheiður
Magnúsdóttir
fæddist á Úlfs-
stöðum, A-
Landeyjum, 4. júlí
1931. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 7. maí
2021. Foreldrar
hennar voru Magn-
ús Gunnarsson frá
Hólmum í A-
Landeyjum, bóndi í
Ártúnum, f. 13. júlí 1896, d. 13.
apríl 1973, og Auðbjörg María
Guðlaugsdóttir, Gerði, Vest-
mannaeyjum, f. 13. ágúst 1900,
d. 23. júní 1986. Þau áttu fimm
börn. Elst var Guðlaug, f. 4. maí
1925, d. 14. júní 2020. Gunnar, f.
4. apríl 1928, d. 5. september
1995. Ragnheiður, sem hér er
minnst, f. 4. júlí 1931. Geir, f. 13.
ágúst 1933 og Ólafur, f. 6. des.
1939.
Ragnheiður giftist árið 1957
Árna Vigfússyni frá Ljót-
arstöðum í Skaftártungu. Þau
eignuðust tvo syni, en fyrir átti
Ragnheiður Magnús H. Há-
konarson vélstjóra, f. 21.8. 1954.
a) Örlygur V. Árnason, f. 12. júlí
1958, húsasmíðameistari. Sam-
býliskona hans er Ásrún Vil-
bergsdóttir leikskólastjóri. Börn
Örlygs og Huldu Maríu Mikaels-
dóttir Tölgyes: Hildur Máney
Örlygsdóttir Tölgyes, f. 26.
október 1981. Börn Hildar: Sig-
rún María Birgisdóttir, f. 17.
apríl 2002. Eldur Máni, f. 6.
mars 2017. Barn Örlygs og Láru
Einarsdóttur: Hlynur Kári, f. 24.
apríl 1996. b) Gunnar V. Árna-
son, f. 6. apríl 1963, skrif-
stofustjóri. Börn Gunnars og
Rutar Gunnarsdóttir: Unnar
Örn, f. 18. október 1996 og Katr-
ín Silja, f. 26. september 1999.
Fyrir átti Rut Matthildi Björgu
Bjarnadóttur, f. 11. apríl 1990.
Börn Matthildar og Karls Gunn-
arssonar: María Ósk, f. 5. des.
2013 og Sara Mjöll, f. 5. nóv.
2018.
Ragnheiður fæddist á
Úlfsstöðum, A-
Landeyjum. Hún
flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni að Ár-
túnum, Rang-
árvöllum, árið 1932
og ólst þar upp hjá
ástríkum for-
eldrum og fjórum
systkinum. Hún
stundaði nám við
barnaskólann á
Strönd. 17 ára flutti
hún til Reykjavíkur og hóf nám
við Austurbæjarskólann og síð-
ar við Kvennaskólann þaðan
sem hún lauk námi árið 1951.
Ragnheiður fór snemma að
hjálpa til við bú- og heim-
ilisstörfin í Ártúnum eins og
tíðkaðist á þessum árum. Eftir
að námi frá Kvennaskólanum
lauk 1951 hóf hún störf hjá Sam-
einuðum verktökum og vann
þar í nokkur ár. Hún vann einn-
ig við verslunarstörf í Reykjavík
á 6. og 7. áratugnum eftir að
hún giftist. Hún sinnti einnig
bókhaldsstörfum fyrir eig-
inmann sinn, Árna Vigfússon,
sem var sjálfstætt starfandi
byggingarmeistari um langt
árabil. Á níunda áratugnum
vann hún hjá Félagsmiðstöðinni
í Árbæ við eldhús- og þjón-
ustustörf. Auk þess sinnti hún
hefðbundnum heimilisstörfum
alla sína búskapartíð.
Þau hjón festu kaup á lóð í
Árbænum, Hlaðbæ 20, árið 1966
og byggðu sér heimili þar til
framtíðar. Árni lést 16.12. 2016.
Ragnheiður sinnti áhuga-
málum sínum meðan heilsan
leyfði, sérstaklega hannyrðum,
prjónaskap og ættfræði. Hún
var heilsuhraust framundir átt-
rætt, en kenndi sér hjartameins
upp úr því. Hún missti heilsuna
árið 2019 og naut aðhlynningar
á Hjúkrunarheimilinu Eir síð-
ustu tvö árin sem hún lifði.
Ragnheiður verður jarð-
sungin frá Árbæjarkirkju í dag,
25. maí 2021, og hefst afhöfnin
kl. 15.
Í dag kveðjum við Ragnheiði
Magnúsdóttur, ástkæra móður
okkar, ömmu og langömmu.
Við þessi tímamót hrannast
upp margar góðar minningar.
Við nutum þeirrar gæfu að alast
upp í Hlaðbænum í Árbæjar-
hverfi þegar hverfið var að
byggjast upp á sjöunda og átt-
unda áratugnum.
Á þessum tíma var heimilið
alltaf öruggt skjól fyrir okkur
bræður. Við minnumst móður
sem alltaf var til staðar og hægt
var að leita ráða hjá.
Hún var gædd jafnaðargeði,
hafði ríka réttlætiskennd, en
tranaði sér hvergi fram. Hún fór
ætíð vel með allt sem henni var
trúað fyrir.
Mamma var alltaf áhugasöm
um hvað við hefðum fyrir stafni
og veitti okkur ómetanlegan
stuðning í því sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Við erum ævinlega þakklátir
fyrir þá ástúð og viðurgjörning
sem börnin okkar nutu í Hlað-
bænum, hjá ömmu og afa.
Barnabörnin veittu henni einnig
mikla ánægju og gleði. Þau
sýndu henni ræktarsemi og voru
dugleg að hafa samband við hana
þegar heilsunni hrakaði síðustu
árin.
Undanfarin tvö ár var hjúkr-
unarheimilið Eir hennar heimili,
en fram að því hafði hún búið í
Hlaðbænum. Á Eir naut hún að-
hlynningar sem við erum þakk-
látir fyrir.
Fram á síðasta dag var hún
málhress og spurði alltaf frétta
af barnabörnunum. Þegar við
spurðum hana um hennar heilsu-
far, svaraði hún jafnan „það gæti
víst verið verra“ og hafði ekki
fleiri orð um það.
Guð blessi minningu móður
okkar, Ragnheiðar Magnúsdótt-
ur.
Þú varst mér ástrík, einlæg og sönn,
mitt athvarf lífs á brautum,
þinn kærleik snart ei tímans tönn,
hann traust mitt var í hvíld og önn,
í sæld og sorg og þrautum.
(Steinn Sigurðsson)
Gunnar, Örlygur
og fjölskyldur.
Ragnheiður
Magnúsdóttir
✝
Kristín Odds-
dóttir fæddist
þann 23. ágúst
1948 á Ísafirði.
Hún lést á Hvi-
dovre hospital 25.
apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Álf-
heiður Guðjóns-
dóttir, f. 1920,
d.2010, og Oddur
Friðriksson raf-
virkjameistari, f. 1917, d. 1990.
Eftirlifandi systur Kristínar
eru Lára Guðbjörg, f. 1944, og
Guðný Lilja, f. 1956.
Kristín ólst upp á Ísafirði.
Stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1967, kennarapróf
frá Kennaraskóla Íslands 1968,
BA-próf í dönsku og bóka-
safnsfræðum frá Háskóla Ís-
lands 1976 og próf frá Hand-
elshöjskolen í Kaupmannahöfn
1983 og öðlaðist þá réttindi
sem löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi.
Sendiráði Íslands í Kaup-
mannahöfn til starfsloka, en
auk þess sinnti hún bókasafn-
inu í Jónshúsi frá 1983 ásamt
því að skipuleggja og annast
konukvöld sem þar voru haldin
reglulega.
Áhugamál Kristínar leiddu
hana að skátastarfi á Ísafirði
og í Kaupmannahöfn og til
stjórnarstarfa í Litla leik-
klúbbnum á Ísafirði.
Eftirlifandi eiginmaður
Kristínar er Peter Bruhn
Bonde, f. 11.8. 1949. Foreldrar
hans voru hjónin Ove Bruhn
Bonde, f. 1926, d. 1982, og
Birgit Bonde, f. Kjeldsen 1930,
d.2013.
Dætur Kristínar og Peters
eru:
1) Heidi Christina, f. 29.4.
1980. Hún á tvær dætur með
fyrri eiginmanni sínum Peter,
þær Lauru, f. 2007, og Anni-
ken, f. 2011. Sambýlismaður
Heidi er Lars Holger Nielsen.
2) Maria Christina, f. 30.9.
1981. Eiginmaður hennar er
Jesper Hamann-Olsen. Sonur
þeirra er Oliver, f. 2010.
Útför hennar verður gerð
frá Margrethe Kirken í Valby í
dag, 25. maí 2021, kl. 12 að
dönskum tíma.
Kristín var
kennari við Barna-
skóla Ísafjarðar á
árunum 1968-1971.
Á námsárunum við
HÍ starfaði Kristín
sem bókavörður
við bókasafn
Hjúkrunarskóla Ís-
lands og við Bóka-
safn Langholts-
skóla.
Á árunum 1975-
1979 var Kristín dönskukenn-
ari og bókavörður við Mennta-
skólann á Ísafirði.
Sumurin 1976 og 1977 starf-
aði Kristín sem leiðsögumaður
danskra ferðamanna hjá
Ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar.
Kristín fluttist til Danmerk-
ur 1979 og starfaði þar sem
húsfreyja, þýðandi og dómtúlk-
ur og móðurmálskennari ís-
lenskra barna á grunn-
skólaaldri.
Frá 1990 starfaði Kristín hjá
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra
enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Lífið er ferðalag þar sem máli
skiptir að nýta og njóta hvers
augnabliks, því enginn gengur
vísum að eins og segir í ljóðinu.
Þótt samverustundum fjöl-
skyldna okkar Kristínar systur
hafi fækkað síðustu ár voru þær
mjög margar og ánægjulegar
þegar börnin okkar voru yngri.
Dætur Kristínar og Peters,
Heidi og María, eru á sama aldri
og Bjarni eldri sonur okkar
Árna. Það var því ósjaldan farið í
ferðalag til Danmerkur, hvort
sem það var um vetur eða sumar,
dýragarðar og Tívolí heimsótt og
ekki síst dvalið í yndislega sum-
arhúsinu þeirra niður við strönd í
Rödvig. Gestrisni Kristínar og
Peters var óendanleg og frænd-
systkinin kynntust vel á þessum
árum og nokkru síðar bættist í
hópinn yngri sonur okkar, Árni
Þór.
Þótt vel færi um Kristínu með
sinni fjölskyldu í Danmörku var
taugin til Íslands sterk. Ferska
íslenska loftið, frísk náttúran,
krafturinn í fólkinu og ekki síst
íslenska fjölskyldan togaði alltaf
í hana.
Baráttuþrek Kristínar í sinni
heilsufarslegu glímu einkenndist
af vestfirskri þrjósku að gefast
ekki upp og að njóta sérhvers
sólarlags sem sitt hinsta væri.
Nú er stundin runnin sitt skeið
og að leiðarlokum komið þótt
enginn sé tilbúinn að kveðja. Far
vel, elsku systir, og takk fyrir allt
og allt.
Guðný Lilja.
Brákaðan reyrinn brýtur
hann ekki sundur og dapran hör-
kveik slekkur hann ekki (Jes.
42:3).
Þessi orð hafa ótal sinnum
komið í huga minn síðustu daga
þegar ég hugsa til hennar Krist-
ínar systur minnar.
Það er erfitt að viðurkenna að
hún skuli ekki hafa getað staðið
af sér síðustu þrekraunina.
Leiftur minninga hafa borið
fyrir augu mér.
Við systur áttum farsæla
æsku og unglingsár á Ísafirði „Í
faðmi fjalla blárra“. Heimili okk-
ar var í Smiðjugötunni, þar var
hópur krakka á okkar aldri og
göturnar iðuðu af leikjum okkar.
Löngum stundum eyddi Krist-
ín í bílskúrnum með pabba, lærði
að handleika verkfæri og tileinka
sér þá hugsun sem að baki bjó
þegar þú réðst í það verkefni sem
fram undan er. Það verður að
segjast að Kristín hafði meiri
áhuga á verkefnum pabba en að
fylgjast með mömmu handleika
saumavélina og töfra fram
dásamlegar flíkur.
Eftir nám leitaði Kristín aftur
á heimaslóðir, en sumarvinna
sem leiðsögumaður fyrir danska
ferðamenn dró dilk á eftir sér. Í
einni ferðinni var ungur maður,
Dani, Peter að nafni, og þar með
spunnust saman örlagaþræðir
þeirra. Sá þráður hefur aldrei
slitnað frá því þau unnu heit sín í
Ísafjarðarkirkju í júlímánuði
1979.
Danmerkursaga Kristínar
spannar rúm 40 ár, það er saga
ungrar fjölskyldu með tvær ung-
ar dætur, uppvöxt þeirra og
fylgd út í lífið, það er saga um
leik og störf, mikinn og langan
vinnudag oft og tíðum, ekki síst
eftir að hún hafði aflað sér rétt-
inda til að starfa sem löggiltur
dómtúlkur og skjalaþýðandi. Að
loknum starfsdegi í Sendiráði Ís-
lands í Danmörku tóku við stund-
ir í Jónshúsi, umsjón með bóka-
safninu þar og Konukvöldunum
ásamt ýmsu öðru sem til féll á
þeim vettvangi. Fyrir óeigin-
gjarnt starf sitt tengt málefnum
Íslendinga í Danmörku afhenti
Svavar heitinn Gestsson, þáver-
andi sendiherra, Kristínu og Vi-
beke Nörgaard Nielsen, fyrir
hönd forseta Íslands, riddara-
kross hinnar íslensku fálkaorðu
við hátíðlega athöfn á heimili
sínu og Guðrúnar Ágústsdóttur
þann 17. júní 2009. Það var fal-
legur dagur og falleg stund sem
Kristín var afar þakklát fyrir.
Kenn oss að telja daga vora, að
vér megum öðlast viturt hjarta.
(Sl. 90:12)
Kristín átti viturt hjarta. Hún
átti ómældan skerf af gæsku og
mannkærleika, hjálpsemi og
ósérhlífni – allt nokkuð sem sam-
ferðafólk hennar fékk að njóta
hvort sem um var að ræða skyld-
menni og vini eða alls ókunnuga
sem leituðu aðstoðar á hennar
vinnustað. Alltaf hafði Kristín
nægan tíma.
Svo fór að reyrinn brotnaði
undan þungu álagi sjúkdóma. Á
sárri kveðjustund er gott og dýr-
mætt að geta leitað í minninga-
bankann og dregið fram myndir
af Kristínu í faðmi fjölskyldu og
vina. Þannig heldur hún áfram að
búa með okkur og vera okkur fyr-
irmynd.
Um Góða ferð sungu þau BG
og Ingibjörg á sínum tíma. Það
lag ásamt ýmsu öðru sem þau
fluttu hljómaði oft í eyrum Krist-
ínar, því segi ég að lokum:
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæl(l) já góða ferð.
(Jónas Friðrik)
Lára G. Oddsdóttir.
Sendiráð okkar erlendis eru fá
og smá og þar skiptir oft mestu
að vel sé skipað af staðarráðnu
starfsfólki, sem þekkir sinn
heimavöll. Kristín Oddsdóttir
Bonde, sem ung flutti vestan af
fjörðum til borgarinnar við sund-
ið, var um áratuga skeið kjölfest-
an í starfi sendiráðs Íslands í
Kaupmannahöfn. En hún var
meira en það; hún var sannarlega
hjarta þess í samskiptum við hið
fjölmenna samfélag Íslendinga í
borginni og reyndar um allt land.
Auk mikilvægra starfa við
sendiráðið sinnti hún þýðingum
og sá lengi um fjölbreytt fé-
lagsstarf í Jónshúsi.
Fyrir okkur sem komum til
starfa í sendiráðinu um nokkurra
ára skeið var þekking og reynsla
Kristínar betra vegarnesti en
nokkuð annað til að ná tökum á
viðfangsefnum. Ráð hennar voru
óbrigðul, gefin af þekkingu og
umhyggju.
Megi blessun fylgja minningu
hennar.
Bjarni Sigtryggsson.
Kveðja frá
utanríkisþjónustunni
Kristín Oddsdóttir Bonde hóf
störf í sendiráði Íslands í Kaup-
mannahöfn árið 1990 og starfaði
þar í rúma tvo áratugi. Á löngum
starfstíma sínum sinnti hún
margvíslegum störfum í sendi-
ráðinu, var ritari, bókari og ann-
aðist skjalasafnið. Sem löggiltur
skjalaþýðandi var hún líka
dönskusérfræðingur sendiráðs-
ins, auk þess að vera helsti ráð-
gjafi sendiherra og annarra
starfsmanna um ýmsa þætti
dansks samfélags.
Kristín var afskaplega vel gerð
og vel gefin kona. Alúð og trú-
mennska einkenndu störf hennar
í sendiráðinu og hún rækti af
samviskusemi og ljúfmennsku
allt sem kom til hennar kasta.
Hún var sérlega samviskusöm og
vandvirk og má segja að hún hafi
verið af gamla skólanum í já-
kvæðum skilningi, hvað varðar
formfestu og nákvæmni í öllum
opinberum samskiptum sendi-
ráðsins. Hún lagði mikinn metn-
að í vönduð vinnubrögð og lét sér
annt um ásýnd Íslands.
Fyrir nýtt starfsfólk sem kom
til starfa við sendiráðið var það
mikil gæfa að Kristín tók á móti
þeim og vísaði þeim veginn um
völundarhús danskra siðareglna,
skriffinnsku og samfélags. Hún
hafði kyrrláta og traustvekjandi
framkomu, var hlýleg og nær-
gætin en bjó jafnframt yfir ríkri
kímnigáfu – lun humør – að fyr-
irmyndar dönskum hætti. Slíkir
mannkostir eru mikilvægir og
dýrmætir fyrir fámennan vinnu-
stað eins og sendiráðið, enda var
Kristín í sérstökum metum hjá
samstarfsfólki sínu í gegnum tíð-
ina.
Kristín bjó yfir mikilli þekk-
ingu og skilningi á sögu og menn-
ingu bæði Íslands og Danmerk-
ur. Í áranna rás safnaðist svo
einnig upp hjá henni þekking á
sögu og verkefnum sendiráðsins.
Kom sér oft vel fyrir samstarfs-
fólkið að geta leitað til reynslu
hennar við úrlausn ýmissa við-
fangsefna, spurt um fordæmi og
fengið útskýringar. Sendiráðið
og þeir ótalmörgu sem áttu skipti
við sendiráðið á löngum starfs-
tíma Kristínar eiga henni mikið
að þakka og minnast hennar með
mikilli vinsemd og hlýhug.
Þess er einnig vert að geta að
Kristín var mjög virk í starfi
Húss Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn. Bókasafn Jónshúss
var hennar stóra áhugamál, en
það skipulagði hún og hafði um-
sjón með því um langa hríð. Þá
tók hún að sér rekstur Jónshúss
um tíma til að brúa bil milli um-
sjónarmanna þess.
Kristín var sæmd riddara-
krossi Fálkaorðunnar árið 2009
fyrir störf sín í þágu samskipta
Íslands og Danmerkur og Íslend-
inga í Danmörku.
Að leiðarlokum vill utanríkis-
þjónustan þakka Kristínu sam-
fylgdina og votta eiginmanni,
dætrum og fjölskyldu Kristínar
sína dýpstu samúð.
Með kveðju frá samstarfsfólki
í utanríkisþjónustunni.
Helga Hauksdóttir
sendiherra.
Kristín Oddsdóttir
Bonde
Ástkær faðir okkar og afi,
ÓLAFUR INGIMAR JÓNSSON
flugvélaviðhaldstæknifræðingur,
lést í Ostrava í Tékklandi 3. maí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
28. maí klukkan 13 en einnig verður streymt
frá seljakirkja.is. Aðstandendur afþakka blóm og kransa en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Elín, Ólafur Jón, Jakob, Ólöf Kristín, Björn Sigþór,
Ómar Ari og Justin Leifur Ólafsbörn
og barnabörn