Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 20

Morgunblaðið - 25.05.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 ✝ Sigurður Haf- steinn Björns- son fæddist í Reykjavík 15. sept- ember 1953. Hann varð bráðkvaddur þann 7. maí 2021. Foreldrar Sigurðar voru Björn Þór- arinn Þórðarson læknir, f. 22.2. 1925, d. 25.2. 2005, og Lilja Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22.8. 1926, d. 11.12. 2004. Systkini Sigurðar eru Þór- unn Bára, f. 24.5. 1950, Bryndís Anna, f. 31.12. 1956, Edda, f. Berit Malmquist, f. 14.7. 1980. Börn þeirra eru: a) Baldur Páll, f. 25.10. 2009, b) Þórunn Ása, f. 5.3. 2012, og Svana Björk, f. 18.1. 2018. 2) Hólmfríður Björk Sigurðardóttir, f. 6.10. 1985, gift Agli Árna Guðnasyni, f. 24.9. 1985. Börn þeirra eru: a) Axel Árni, f. 21.4. 2014, og Edda Katrín, f. 31.8. 2018. Sigurður lauk atvinnuflug- manns-, blindflugs- og flugkenn- araprófi frá Flugskóla Helga Jónssonar árið 1977. Hann starfaði stærstan hluta ævi sinn- ar sem flugmaður, fyrst hjá Helga Jónssyni að námi loknu, þá hjá Íslandsflugi og loks hjá Air Atlanta. Sigurður átti lang- an og farsælan starfsferil til 65 ára aldurs. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. maí 2021, kl. 13. 23.2. 1959, og Páll, f. 16.7. 1963. Sigurður kvænt- ist 18.1. 1980 Þór- unni Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 14.3. 1954. For- eldrar hennar eru Hólmfríður Ása Jónasdóttir ritari, f. 13.4. 1929, og Ólafur Eyjólfsson loftskeytamaður, f. 17.8. 1927, d. 15.8. 1997. Börn Sigurðar og Þórunnar eru: 1) Snorri Páll Sigurðsson, f. 13.11. 1979, í sambúð með Ástu Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Sigurður, tengdafaðir minn, er nú lagður snemma af stað í ferðalag eftir farsæla ævi. Kynni mín af Sigurði hófust fyr- ir tíu árum, þegar ég gekk með grasið í skónum á eftir Fríðu Björk, dóttur hans. Sökum starfs Sigurðar sem flugstjóra tók viðkynningin lengri tíma en ella, því hann var til skiptis heima og að heiman í þrjár vikur í senn. Mér varð þó fljótt ljóst, að þar fór ljúfur og góður mað- ur. Sigurði er best lýst sem heið- arlegum, tryggum og hjálpsöm- um manni. Sigurður var fagur- keri og safnari, vel lesinn og fróður, en fyrst og fremst voru áhugamál Sigurðar tengd hand- verki og framkvæmdum. Sig- urður var verklaginn svo eftir var tekið og til marks um það eru híbýli þeirra Þórunnar og barna þeirra, þar sem Sigurður hefur því sem næst neglt hvern nagla og skrúfað hverja skrúfu. Umhyggjusemi og hlýju fyrir sínum nánustu tjáði Sigurður oft fremur í verki en orði. Á kveðjustund er mér efst í huga sú tryggð og hlýja sem Sigurður sýndi mér alla tíð. Sig- urður náði því að verða afi og kynnast barnabörnunum sínum og fyrir það er ég þakklátur. „Afi Siggi!“ hrópuðu þau þegar hann opnaði dyrnar brosandi, með sinni stóísku ró, og þau hlupu fagnandi í fangið á hon- um. Þá sá maður hvað hann ljómaði. Í garðinum syngur svart- þrösturinn sinn hljómfagra söng. Sumarið er handan við hornið. Þetta var árstíminn þinn, Siggi minn; tími lífsins, ljóssins og gróandans. Nú, þeg- ar þessi kveðjustund er upp- runnin, fer vel á því að þú hverf- ir okkur, brosandi og sæll inn í sumarbjarta nóttina. Þótt sorg- in sé sár, lifir minningin um góð- an mann. Far sæll vinur minn og megir þú hvíla í friði. Egill Árni Guðnason. Í dag kveðjum við Sigga eins og hann var kallaður. Það er sárt að missa hann svo snöggt frá okkur og það verður erfitt að venjast því að Siggi sé ekki lengur með okkur. Það er fyrst og fremst þakklæti sem kemur upp í huga minn þegar ég lít yfir farinn veg. Það eru fimmtán ár síðan ég kom inn á heimili Sigga og Þórunnar í Tjaldanesinu, ég fann strax að ég var velkomin. Siggi var hár og grannur og beinn í baki, með smá skarð á milli framtannanna, hann var oft með afaskegg sem fór honum vel. Hann var alltaf snyrtilegur og vel til fara, svolítill töffari í sér. Hann var hógvær, fáorður en gat verið kíminn. Siggi var góður afi og hafði gaman af börnunum, hann varð meiri og meiri afi með hverju barnabarni sem bættist í hópinn. Eftir að Siggi lauk starfsferli sínum var hann sístarfandi heima, ýmist að smíða í bíl- skúrnum, í bústaðnum eða að mála og laga eitthvað. Siggi nýtti tímann vel; hann vildi hafa skipulag á hlutunum og ganga beint til verks. Þegar við Snorri höfum verið að koma okkur fyrir á nýju heimili hvort sem það var í Danmörku eða á Íslandi, var Siggi kominn til að hjálpa okk- ur. Heimili Sigga og Þórunnar er glæsilegt; það er fegurðin í litlu hlutunum sem gildir og hver hlutur er á vísum stað. Siggi setti sinn svip á umhverfið og vildi hafa fallegt í kringum sig. Hann var heimakær og vana- fastur. Siggi og Þórunn hafa haldið vel utan um fjölskylduna sem hefur stækkað ört á síðustu ár- um. Þar er amma Fríða aldurs- höfðinginn enda er Þórunn einkabarn hennar og er amma Fríða alltaf með okkur. Sam- verustundirnar eru ótalmargar; ferðir í bústaðinn, allar veislurn- ar í sólstofunni í Tjaldanesinu. Siggi og Þórunn hafa verið dug- leg við að búa til alls konar til- efni til að koma saman, þau eru mikið afmælisfólk. Ekki má gleyma heimilishundinum Hrímu, það hafa líka verið haldnar afmælisveislur fyrir hana. Við Snorri og Fríða og Egill og öll börnin okkar höfum notið alls þessa, það er ríkidæmi að eiga svona fjölskyldu. Við fjölskyldan vorum búsett í Kaupmannahöfn um árabil og kom Siggi oft í heimsókn. Hann hafði gaman af að spássera í bæ- inn, gæða sér á dönskum kræs- ingum og skoða sig um. Þegar við komum í heimsókn til Ís- lands kom Siggi og náði í okkur út á flugvöll á stóra bílnum sín- um. Í öllum fríum þegar við kom- um heim frá Danmörku höfum við búið hjá þeim en einnig um lengri eða skemmri tíma og núna í mars- og aprílmánuði þegar við vorum að mála og koma húsinu okkar í stand. Siggi var alltaf mikill morgun- hani, hann var búinn að leggja á borð fyrir börnin þegar þau komu upp í eldhúsið. Hann var búinn að hafa til kaffi og lesa blöðin, klæddur fallegum nátt- buxum og aðhnepptri hlýrri peysu. Siggi naut sín á vorin og sumrin þegar fuglarnir láta sem mest í sér heyra. Hann hugsaði vel um fuglana í garðinum, hann gerði sér jafnvel ferð í Costco til að eiga nóg af rúsínum fyrir þá. Elsku Þórunn, Snorri og Fríða, missir okkar er mikill, við munum hjálpast að við að halda minningu Sigga á lofti og ylja okkur við litlu hlutina og allar minningarnar um Sigga. Ásta Berit. Lífið höfum við að láni. Ég trúi því að til sé annað tilveru- stig. Siggi bróðir minn varð bráðkvaddur. Hann var í blóma lífsins og sofnaði inn í vorið. Ég er stóra systir hans og er þakk- lát fyrir að hann dó þjáninga- laust, þó að á hinn bóginn fylgi því að hvorki hann né fjölskyld- an gátu kvatt. Það er erfitt að ná utan um tímann og tilveruna. Margt ætlum við okkur að gera seinna sem aldrei verður. Lífið er ferðalag sem fylgir tilhlökk- un. Siggi var næstelstur af börnunum og þremur árum yngri en ég. Því var hann alltaf litli bróðir minn á uppeldisárun- um þegar ég þekkti hann mest og best. Pabbi var í læknanámi þegar við Siggi komum til sögunnar og litla fjölskyldan að fóta sig í Reykjavík eftirstríðsáranna við lítinn kost. Við áttum góða æsku, mamma og pabbi bjart- sýn á starfsnám sem þýddi langt og mikið ferðalag. Fyrsti áfangastaðurinn var læknisbú- staðurinn á Skagaströnd. Þar man ég að pabbi geymdi suðu- súkkulaði uppi á háum skáp fyr- ir börnin sem komu í sprautu. Þaðan lá leiðin til Danmerkur með Gullfossi. Við Siggi vorum góð börn. Á mikilvægum mótunarárum krafðist starfsþjálfun pabba mikillar aðlögunar af okkur börnunum vegna tíðra vista- skipta. Dvölin í Skandinavíu tengdi okkur Sigga við náttúr- una, skógana og berin sem uxu þar villt og við færðum mömmu og hún ristaði haframjöl, þeytti rjóma og sló upp veislu. Siggi var að eðlisfari rólegt og við- kvæmt barn, sjálfum sér nægur og hafði góða nærveru. Hann var alla tíð dulur og tjáði sig fremur í verki en orði. Hann elskaði dýr og kom ósjaldan heim með býflugur í krukku eða broddgölt undir peysunni. Við heimkomu vorum við systkinin orðin fimm og Sörla- skjólið okkar heimili. Þar tóku undur fjörunnar við með úti- leikjum og uppátækjum sem fylgdi frelsi þessara ára. Þegar ró komst á heimilið sátu systk- inin oft saman við lítið kringlótt eldhúsborð og fengu sér kvöld- hressingu og ræddu málin við mömmu. Siggi var mörg sumur í sveit og undi sér vel hjá móð- urfólki okkar austur á Síðu. Siggi bróðir var seintekinn, íhugull, vel greindur og sem fullorðinn maður fastur fyrir og fámáll. Hann var greiðvikinn, hjálpsamur og einstaklega heið- arlegur. Siggi var fallegt barn og fallegur maður. Hann var fal- inn fjársjóður og hafði gott hjartalag, vel lesinn og fróður. Honum hlotnaðist að starfa við það sem hugur hans stóð til, sem var flugið, og sinnti starfinu af öryggi og samviskusemi. Mesta gæfa Sigga var að eignast góða fjölskyldu. Hann fann ástina 17 ára og þau Tótu áttu langt líf saman. Á fullorð- insárum varð lengra á milli sam- tala okkar en þau voru kærleiks- rík, einlæg og djúp. Þegar hann talaði um börnin sín tvö, Snorra og Fríðu, skein gleði úr augum hans og þegar hann minntist síðar á barnabörnin sín fimm geislaði hann af innri hamingju. Við systkinin fylgjum góðum bróður til grafar. Bróður, sem við elskum og erum þakklát fyr- ir og sem lifir í hjörtum okkar. Missir Tótu mágkonu, barna þeirra, tengdabarna og ömmu Fríðu er mikill svo og barna- barnanna, en þau áttu sálina í afa Sigga. Minningin lifir. Þórunn Bára Björnsdóttir. Blessaður bróðir sæll, ertu heima? Já, er kaffi á könnunni? Já, komdu. Svona hófust und- antekningarlaust samtöl okkar bræðra í seinni tíð. Siggi stóri bróðir minn gaf sér alltaf tíma til að hitta mig. Við vorum ólíkir á margan hátt en samt náðum við svo ótrúlega vel saman enda byggðir úr sama byggingarefni. Það voru tíu ár á milli okkar bræðra en aldrei fann ég fyrir aldursmun. Hann var fámáll í Sigurður H. Björnsson ✝ Sigurður Jón- atan Jóhanns- son var fæddur á Siglufirði 29. sept- ember 1938. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands á Akranesi 16. maí 2021. For- eldrar hans voru Jóhann Guðjón Ólafsson, f. 1912, d. 1949 og kona hans Lovísa Norðfjörð Jón- atansdóttir, f. 1920, d. 1992. Systkini Sigurðar eru Sig- uróli, Halla, Guðrún Erla, Lína, Rafn, Karl, Jóhann, Linda og Sólveig. Eftirlifandi maki Sigurðar er Elísabet Guðbjörg Karlsdóttir. Börn Sigurðar frá fyrra hjónabandi eru Rúna Björk, f. 1960, maki er Björn Olgeirsson. Jóhann Þór, f. 1961, maki er Fjóla Lúðvíksdóttir. Hrefna, f. 1963, maki er Karvel Lindberg Karvelsson. Stjúpbörn Sig- urðar eru Hulda Björk Ragn- arsdóttir, f. 1959, maki er Magnús Ólafur Krist- jánsson. Sigurður Ragnarsson, f. 1960, maki er El- ín Rós Sveins- dóttir. Magni Ragnarsson, f. 1964, maki er Írena Bjarna- dóttir og Vignir Ragnarsson, f. 1964. Afabörn og langafabörn eru alls 31 talsins. Sigurður vann lengst af sem sjómaður en einnig sem neta- gerðamaður. Hann bjó síðast á Brúarflöt 2 á Akranesi. Útförin fer fram í Akra- neskirkju 25. maí 2021 kl. 13. Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Þá er elsku afi Siggi okkar farinn frá okkur. Seinustu dagar hafa verið mjög erfiðir þar sem við sátum yfir elsku afa okkar og biðum þess sem verða vildi. En það var gott að vita til þess að við gátum passað upp á afa eins og hann passaði alltaf upp á okkur. Hann veitti okkur bestu knúsin og fallegustu hrósin. Í gegnum öll hans veikindi var alltaf stutt í brosið og léttleik- ann sem hann bjó yfir. Sáum við fyrir okkur margar heimsóknir á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða en hann hafði sjálfur aðr- ar áætlanir. Þótt mislangt hafi liðið á milli heimsókna hvort sem það voru nokkrir dagar eða vikur þá var einhvern veginn alltaf eins og við höfðum hitt hann seinast í gær. Hann sýndi alltaf því sem við vorum að gera mikinn áhuga og var mikill selskapsmaður áð- ur fyrr, fannst gaman að hitta fólkið sitt yfir kaffi, brauðrétt- um og konfektmola. Við prinsessurnar þínar pöss- um upp á ömmu Lillu þína og munum ávallt minnast þín með gleði í hjarta og sakna þín. Knúsaðu Emblu og Lady Norð- fjörð frá okkur þegar þú hittir þær. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þínar Ragnheiður og Ólöf Lilja. Á lífsins leið kynnumst við alls kyns samferðarfólki. Við höfum verið svo heppin að fá að vera samferða Sigurði Jóhanns- syni í gegnum stóran hluta lífs okkar. Siggi Jóh, eins og hann var alltaf kallaður, var einstak- lega hlýr og góður maður, alltaf jákvæður og brosandi og hafði sérstaklega góða nærveru. Mamma og Siggi Jóh fóru að vera saman fyrir um 35 árum og var það mikil gæfa fyrir alla í fjölskyldunni. Samband þeirra var einstaklega gott og kær- leiksríkt. Þau voru dugleg að ferðast saman og njóta lífsins. Við áttum saman margar góð- ar stundir og minnumst t.d. að- fangadagskvölda sem voru sér- staklega notaleg og skemmtileg, heimsókna til þeirra mömmu á Laugarvatn, ýmis ferðalög í gegnum tíðina og samveru í golfi en á golfvellinum sást vel að hann var íþróttamaður í eðli sínu og var fljótur að ná góðum tökum á golfinu. Siggi Jóh var félagslyndur og vinamargur og var gaman að fylgjast með því í gegnum árin hversu margir skipsfélagar hans í gegnum tíð- ina voru í reglulegu sambandi. Það var kannski ekkert skrítið því það var sérstaklega auðvelt að þykja vænt um Sigga Jóh og gaman að umgangast hann. Við minnumst Sigga Jóh með mikl- um söknuði því okkur þótti mjög vænt um þennan mikla öðling og erum þakklát fyrir samfylgdina í gegnum árin. Sigurður Ragnarsson og Elín Rós Sveinsdóttir. Sigurður Jónatan Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Við minnumst þín með hlýhug og söknuði. Þú mættir okkur alltaf með brosi og hlýju og því mun- um við aldrei gleyma. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Sigrún Dóra og Sigurður Jónatan. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÓHANN SAMÚELSSON, lést á líknardeild Landspítalans þann 22. maí sl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásthildur Ding Elín K. Torgnes Paul Birger Torgnes Samúel M. Karlsson Sigurlína Steinsdóttir Sigvaldi Karlsson Ósk Ebenesersdóttir Sigurjón Karlsson Guðfinna Helga Gunnarsdóttir Bing M. Xi barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA K. MICHAELSDÓTTIR, rithöfundur og blaðamaður, lést mánudaginn 17. maí á Landakoti. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. maí klukkan 12. Einnig verður streymt frá útförinni á mbl.is/andlat. Sigþór J. Sigurðsson Michael Sigþórsson Lilja Bragadóttir Björn Sigþórsson Birna G. Hermannsdóttir Þórunn Sigþórsdóttir Reynir A. Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.