Morgunblaðið - 25.05.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Málarar
Málarar
Getum bætt við okkur verkefnum,
fagmennska í fyrirrúmi og
löggiltir málarar að störfum.
Sími 790 7130
Bílar
Þeir gerast ekki flottari.
MERCEDES-BENZ S 550 Plug in
Hybrid. Árgerð 2015, ekinn 22 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
Tilboðsverð 9.990.000. Rnr.225946.
Bíllinn er á staðnum.
Sá vinsælasti í dag.
MMC Outlander Intense plus
Árgerð 2020, ekinn 100 km, Plug in
Hybrid, sjálfskiptur.
Verð 4.990.000. Rnr.226428.
Er á staðnum.
Nýr bíll og ríkulega búinn.
LAND ROVER Range Rover Sport
HSE P400E. Árgerð 2021, ekinn 2
þ.km. Plug in Hybrid, sjálfskiptur 8
gírar.
Verð 15.950.000. Rnr.226381.
Bíllinn er á staðnum.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Húsviðhald
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir #,&)"-/%
í síma %!" $#$$
Morgunblaðið óskar eftir
blaðber(# $ *(#%,%-&."*)!+%, $
.('!+*$'
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Postulíns-
málun kl. 13. Prjónakaffi með Önnu kl.13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Það
er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með
eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-
2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl.
9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur kl. 11. Handavinna kl.
12-16. Hreyfiþjálfun kl. 13.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411-2600.
Boðinn Ganga/stafganga með leiðsögn kl. 10 frá anddyri Boðans,
allir velkomnir. Fuglatálgun kl. 13-16, munið sóttvarnir. Ganga fyrir
fólk með göngugrindur kl. 14 með Sigríði Breiðfjörð, allir velkomnir.
Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar-
hópurinn Kríur, opinn hópur kl. 13-15.30. Bónusrútan kl. 13.10. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Qi-Gong í Sjálandsskóla kl.
8.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11 í sal í kjallara
Vídalínskirkju. Leikfimi í Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.55. Vatns-
leikfimi Sjálandi kl. 15.15. Áfram skal gæta að handþvotti og smit-
vörnum.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30-16, heitt á könnunni.
Gönguhópur frá kl. 10 (leikfimi og svo ganga). Ath. línudansinn
verður í dag kl. 11-12. Núvitund frá kl. 11-11.25. Listaspírurnar hittast
kl. 13. Félagsvistin hefst aftur á morgun, miðvikudag kl. 13.
Grafarvogskirkja Í dag, þriðjudaginn 25. maí, verður opið hús fyrir
eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 13-15.30. Í upphafi er söngstund
inni í kirkjunni. Boðið er upp á handavinnu, spil og spjall fyrir þau
sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum. Umsjón hefur
Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst í kirkjunni kl. 12. Að henni
lokinni er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar.
Korpúlfar Listmálun í umsjón Péturs Halldórssonar kl. 9 í Borgum.
Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45 í Borgum. Botsía kl. 10 í dag í
Borgum. Helgistund Grafarvogskirkju í Borgum kl. 10.30 í dag. Leik-
fimishópur Korpúlfa í umsjón Margrétar kl. 11 í Egilshöll. Spjallhópur
í Borgum kl. 13 og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14 í dag.
Sóttvarnir í heiðrum hafðar.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
✝
Erla Hann-
esdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
apríl 1932. Hún
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
15. maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ragnhildur Fann-
ey Halldórsdóttir,
hattagerðarkona,
f. 3.6. 1906, d. 3.9.
1980, og Hannes Erlendsson,
klæðskerameistari, f. 9.7.
1903, d. 2.9. 1970. Systkini
Erlu voru Sigrún, f. 22.3. 1936,
d. 5.8. 1983, og Jón Gunnar, f.
29.9. 1943, d. 30.10. 2013.
Þann 26.8. 1955 giftist Erla
Jóhannesi Lárussyni lögmanni,
f. 8.8. 1925, d. 3.10. 1970. Syn-
ir þeirra eru Jóhannes, f. 5.12.
1965, ráðgjafi hjá Advania, og
Lárus Stefán, f. 21.12. 1966,
tæknimaður hjá Digiplex.
Börn Jóhannesar eru Hákon, f.
28.9. 1993, og Freyja stjúp-
dóttir, f. 30.11. 1988. Börn
Lárusar eru Sveinn Óttar, f.
3.1. 1988, Birta
Rós, f. 18.2. 1998,
Jóhannes, f. 23.11.
2014, og Stefán, f.
18.9. 2019. Erla
giftist síðari
manni sínum, Ótt-
ari Þorgilssyni
bankamanni,
17.11. 1974, f.
30.3. 1925, d. 22.4.
2008. Erla ólst
upp á Laug-
arnesveginum frá 6 ára aldri
við gott atlæti. Eftir að hafa
lokið gagnfræðaprófi frá
Laugarnesskóla innritaðist
hún í Verslunarskóla Íslands
þar sem hún útskrifaðist með
verslunarpróf. Eftir útskrift
starfaði hún í mennta-
málaráðuneytinu og síðar í ut-
anríkisráðuneytinu sem ritari
utanríkisráherra. Seinna á
lífsleiðinni kenndi Erla eldri
borgurum í Hafnarbúðum
hannyrðir.
Útför hennar verður frá
Laugarneskirkju í dag, 25. maí
2021, kl. 13.
Við Hofteig í Reykjavík bjó
Erla móðursystir mín í svo gott
sem heilan mannsaldur. Hún var
ákveðin í því að flytja aldrei út
úr því húsi. Erla var viljasterk
og kom gjarnan sínu fram, eins
og til dæmis þessu með Hofteig-
inn. Í garðinum hjá henni uxu
risavaxnir rósarunnar og rabar-
bari frá Setbergi, sem hvort
tveggja þreifst með eindæmum
vel, því Erla hafði tröllatrú á
hrossataði sem áburði.
Það var enginn svikinn af
sandkökunni og heimabakaða
brauðinu hennar Erlu. Einnig
hafði kaffið alveg sérstakan
keim enda hellt upp á gamaldags
kaffikönnu með saumuðum poka.
Svona var þetta hjá henni Erlu
alveg frá því að ég man eftir mér
fyrst. Erla var fremur lágvaxin,
en þó litu svo margir upp til
hennar. Það var roskinn bóndi í
Þverárhlíð sem benti mér nýlega
á það augljósa; hversu mikil
reisn væri yfir henni Erlu.
Hannes afi minn, faðir Erlu,
flutti ungur úr Reykholtsdalnum
og tók með sér „Sveitina í sál-
inni“. Þannig ólst Erla upp í
Reykjavík en tengslin við ætt-
ingjana í Borgarfirði voru sterk.
Sérstaklega á fyrri hluta ævi
hennar var mikill samgangur
upp í Borgarfjörð. Fyrir nokkr-
um árum gerðum við Erla okkur
ferð í Þverárréttir og var okkur
sannarlega vel tekið. Minnis-
stæðast er þó þegar okkur var
boðinn kaffisopi hjá Völu frænku
í aðstöðu sem komið hafði verið
fyrir í hestakerru. Erla kippti
sér ekki upp við það enda veit-
ingar góðar og félagsskapurinn
einnig.
Erla tók miklu ástfóstri við
Siglufjörð í seinni tíð og hafði á
orði að fjörðurinn og fjöllin væru
það fegursta sem hún hefði séð.
Þetta er mikið hól fyrir Siglu-
fjörð því Erla hafði ferðast víða
á langri ævi. Hún sótti Þjóð-
lagahátíðina nokkrum sinnum og
þá var fjölskyldan saman komin
í litla húsinu í Bakka. Erla var
með samkomulag við Braga bók-
sala að taka til hliðar allar bæk-
ur sem tengdust sr. Bjarna og
Siglufirði. Margar af þessum
bókum enduðu svo í bókahorn-
inu í Bakka.
Þegar kvödd er öldruð frænka
sem fylgt hefur manni frá blautu
barnsbeini er margs að minnast.
Of margs til að setja í stutta
minningargrein en nógu margt
til að rifja upp um ókomin ár.
Það eru nefnilega góðu minning-
arnar sem lifa með manni þegar
ástvinirnir hverfa á braut.
Hannes Þór Bjarnason.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
helstu tímamót í lífi mínu þá var
Erla frænka mér við hlið.
Hún hélt á mér undir skírn,
fermingarveislan var haldin
heima hjá henni og fyrsta utan-
landsferðin var í boði Erlu. Und-
irbúningur brúðkaups míns og
athöfnin á eftir var hjá Erlu og
fallega silkibrúðarkjólinn minn
fékk hún lánaðan hjá Elínu,
bestu vinkonu sinni. Undirbún-
ingur að fæðingu barna minna
var í umsjón Erlu þegar hún
nostraði við vöggur þeirra og
fatnað.
Ég ólst upp við það að móð-
urafi minn og amma nutu þess
að vera með börnum sínum og
barnabörnum og mikilvægi þess
að fjölskyldan héldi saman. Erla
tók þetta skrefi lengra en henn-
ar heimili var opið öllum enda
var hún með eindæmum ætt-
rækin og vinmörg. Hún veitti
mörgum skjól og stuðning óbeð-
in og taldi sjálfsagt að styðja þá
sem stóðu höllum fæti.
Haustið 1970 dundi mikil
ógæfa yfir fjölskylduna þegar
móðurafi minn lést í byrjun
september og síðan Jóhannes
eiginmaður Erlu, mánuði síðar.
Við þetta mikla áfall þar sem
Erla stóð uppi ein með tvo unga
syni kom í ljós það æðruleysi og
sú þrautseigja sem ávallt fylgdi
henni. Hún lagði ekki árar í bát
heldur hóf eigin rekstur þar sem
hún bauð upp á „Bed & break-
fast“ á heimili sínu af miklum
myndarskap.
Sem betur fer fann frænka
mín ástina að nýju þegar Óttar
Þorgilsson kom inn í líf hennar
enda var hún enn ung og falleg
kona í blóma lífsins. Þau áttu
mörg yndisleg ár en aftur þurfti
Erla að sjá á eftir eiginmanni
þegar Óttar féll frá fyrir þrettán
árum.
Erla var alla tíð mikill fag-
urkeri og heimili hennar á Hof-
teignum var einstaklega fallegt
og þar leið henni vel og þar fékk
hún að búa, sjálfstæð og stolt,
allt fram að síðustu dögum lífs-
ins. Í klæðaburði var frænka
mín alltaf óaðfinnanleg svo eftir
henni var tekið hvert sem hún
fór.
Erla hafði unun af hönnun og
fallegum munum og var ákaflega
vel lesin í sögu, bókmenntum og
listum. Hún var frábær kennari
sem var sérlega lagið að miðla
fróðleik ekki síst til unga fólks-
ins sem laðaðist að henni og það
eru ófá börnin sem hún tók á
móti eftir skóla og hjálpaði við
heimanám.
Yndislegu frændur mínir, Jó-
hannes og Lárus, hafa reynst
móður sinni stoð og stytta gegn-
um lífið og eftir að Lárus flutti
til útlanda hefur Jóhannes verið
vakinn og sofinn yfir móður
sinni á hverjum degi hin síðari
ár enda þurfti Erla orðið tölu-
verða umönnun.
Það er með mikilli hlýju,
virðingu og þakklæti sem ég
kveð elskulega móðursystur
mína, sem alla tíð reyndist mér
sem önnur móðir og var börn-
um mínum sem besta amma.
Ragnhildur Erla
Bjarnadóttir.
Hún Erla tanta ömmusystir
mín var engri lík. Þegar ég tal-
aði um Erlu við vinkonur mínar
þá talaði ég um drottninguna
og það voru orð að sönnu.
Heimili Erlu er það glæsileg-
asta sem ég hef komið inn á.
Konunglegu húsgögnin sem
nutu sín svo vel í þessu fallega
hannaða húsi létu manni líða
eins og maður væri staddur í
höll. Á móti manni kom svo
Erla umvefjandi en ávallt uppá-
klædd eins og drottning. Um
leið og inn var komið hófst síð-
an „Mannasiðaskólinn“ því Erla
ætlaði að sjá til þess að við
börnin yrðum okkur ekki til
skammar ef einhvern tímann
bæri svo við að okkur yrði boðið
í veislu með fyrirfólki.
Þegar ég var í tíunda bekk
grunnskóla ákváðum við tvær
vinkonur að halda fyrirlestur
um tísku. Við vorum sammála
um að við yrðum að taka viðtal
við Erlu frænku. Og ekki kom-
um við að tómum kofunum.
Hún þekkti ekki einungis til
allra helstu tískufrömuða
heims, heldur hafði sótt tísku-
sýningar þeirra í París og
London. Þá sýndi hún okkur föt
frá mörgum þeirra sem 50 ár-
um seinna voru eins og ný,
þrátt fyrir að Erla gengi reglu-
lega í þeim. En Erla var ekki
bara fróð um tísku, hún var full
af fróðleik um fyrri tíma sem
hún bæði miðlaði okkur börn-
unum þegar við vorum í heim-
sókn en ekki síður með bréf-
unum dásamlegu sem hún sendi
okkur öllum, rituð með hennar
fallegu rithönd, fagurlega
skreytt með alls kyns upplýs-
ingum um land og þjóð og fyrri
tíma. En það sem mér þótti
alltaf vænst um að heyra voru
sögurnar af henni og ömmu
Sigrúnu þegar þær voru að
alast upp. Eftir dásamlega
æsku þurftu þær báðar að tak-
ast á við mikla erfiðleika sem
ungar konur. Og þvílíkar hetjur
þær báðar tvær voru á erfiðum
tímum og alltaf geisluðu þær af
glæsileika og sjarma. Nöfnin
þeirra ber ég með miklu stolti.
Það má segja að síðustu tvö
árin höfum við Erla virkilega
smollið saman. Sameiginlegur
áhugi okkar á tísku og fötum
var uppspretta endalausra um-
ræðna og ég er svo heppin að
vera lítil og nett eins og hún og
ég fékk aldrei nóg af því að
máta fötin hennar á meðan hún
dásamaði mig hvað ég bæri þau
vel og hvað ég væri yndisleg og
falleg. Minnisstæðar eru ferð-
irnar sem við fórum saman til
saumakonunnar hennar þegar
þurfti að snikka til blússur og
pils.
Samband mömmu og Erlu
var alla tíð mjög mikið og
sterkt og í raun eins og sam-
band mæðgna. Þær töluðu sam-
an á hverjum degi og stundum
nokkrum sinnum á dag. Síðustu
mánuði kom hún alltaf í fisk til
okkar á mánudagskvöldum sem
var ómetanlegur tími fyrir okk-
ur öll.
Það var í takt við eðli Erlu
þegar hún sárþjáð og við litla
meðvitund lá á Landspítalanum
og kvartaði yfir því að vera með
ólakkaðar neglur en hún var
alla tíð með vel snyrtar rauðar
neglur. Ég mætti því með
snyrtitöskuna mína og tók Erlu
mína í handsnyrtingu, lakkaði
neglurnar hennar rauðar og bar
á hana uppháhaldskrem ömmu
Sigrúnar.
Takk elsku Erla mín fyrir
allt sem þú hefur kennt mér,
þín minning mun lifa alla tíð í
hjarta mínu.
Sigrún Erla.
Erla Hannesdóttir