Morgunblaðið - 25.05.2021, Side 27
_ Sverrir Ingi Ingason, landsliðs-
maður í fótbolta, lék ekki með PAOK er
liðið tryggði sér gríska bikarmeist-
aratitilinn í fótbolta á laugardag vegna
hnémeiðsla. Sverrir fór í uppskurð á
dögunum og er óvíst hvenær hann
snýr aftur á völlinn.
_ Kvennalið Stjörnunnar í hópfim-
leikum tryggði sér sjötta bikarmeist-
aratitilinn í röð á laugardag. Liðið fékk
57,3 stig en Gerpla varð í öðru sæti
með 55,7 stig. Í karlaflokki mættu tvö
lið frá Stjörnunni til keppni og var það
lið Stjörnunnar 1 sem sigraði, með
59,0 stig.
_ Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
og Jana Lind Ellertsdóttir fögnuðu
sigri í Íslandsglímunni í íþróttahúsi
Kennaraháskóla
Íslands á laug-
ardag. Var þetta í
111. skiptið sem
keppt var um
Grettisbeltið og í
22. sinn sem
keppt er um
Freyjumenið.
_ Robert Lew-
andowski skoraði sitt 41. deild-
armark í þýsku 1. deildinni í fótbolta
er hann gerði fimmta mark Bayern
München í 5:2-sigri á Alfreð Finn-
bogasyni og félögum í Augsburg í
lokaumferð deildarinnar á laugardag.
Með markinu bætti Lewandowski 49
ára gamalt met goðsagnarinnar Gerd
Müller.
_ Óðinn Þór Ríkharðsson var drjúgur
í hægra horni danska úrvalsdeild-
arliðsins Holstebro í úrslitakeppninni
og valinn í úrvalslið deildarinnar eftir
leikina átta. Úrvalsliðið var sett saman
eftir framlagsstigum leikmanna eftir
frammistöðu þeirra í úrslitakeppninni.
_ Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur
Guðnason var ekki langt frá því að
tryggja sér þátttökurétt á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í sumar er hann
keppti í kringlukasti í Svíþjóð á laug-
ardag. Guðni kastaði lengst 64,85
metra en ólympíulágmarkið er 66
metrar. Íslandsmet Guðna er 69,35
metrar.
_ Víkingur varð um helgina bik-
armeistari í borðtennis. Lið Víkings
var skipað þeim
Nevenu Tasic, Ár-
sæli Aðalsteins-
syni og Magnúsi
Jóhanni Hjart-
arsyni.
_ Handknatt-
leiksdeild KA hef-
ur gert samning
við færeyska línumanninn Pætur
Mikkjalsson um að leika með liðinu
næstu tvö árin. Pætur er 24 ára fær-
eyskur landsliðsmaður og mun hann
koma til liðs við KA í sumar frá H71 í
heimalandinu. Hjá KA hittir hann
nokkra félaga sína úr landsliðinu en
Færeyingarnir Allan Norðberg og
Nicholas Satchwell spila allir með
KA.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021
FH – KR 0:2
0:1 Ægir Jarl Jónasson 8.
0:2 Pálmi Rafn Pálmason 53.(v)
M
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Kennie Chopart (KR)
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7.
Áhorfendur: 474.
STJARNAN – KA 0:1
0:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 82.
MM
Steinþór Már Auðunsson (KA)
M
Haraldur Björnsson (Stjörnunni)
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni)
Brynjar Ingi Bjarnason (KA)
Dusan Brkovic (KA)
Andri Fannar Stefánsson (KA)
Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8.
Áhorfendur: Um 400.
ÍA – BREIÐABLIK 2:3
0:1 Gísli Eyjólfsson 42.
1:1 Viktor Jónsson 46.
1:2 Jason Daði Svanþórsson 55.
1:3 Árni Vilhjálmsson 77.
2:3 Steinar Þorsteinsson 88.
MM
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
M
Viktor Jónsson (ÍA)
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðab.)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7.
Áhorfendur: 396.
KEFLAVÍK – VALUR 1:2
0:1 Rasmus Christiansen 42.
0:2 Birkir Már Sævarsson 52.
1:2 Joey Gibbs 90.
MM
Rasmus Christiansen (Val)
M
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Birkir Már Sævarsson (Val)
Birkir Heimisson (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Andri Adolpsson (Val)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7.
Áhorfendur: 300.
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslandsmeistarar Vals eru komnir
með þriggja stiga forskot á toppi
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta
eftir 2:1-sigur á nýliðum Keflavíkur
á útivelli í gærkvöldi. Valsmenn eru
nú með 16 stig, þremur stigum
meira en Víkingur og KA en fyrr-
nefnda liðið getur jafnað Valsmenn
á stigum með sigri á Fylki í kvöld.
Daninn Rasmus Christiansen
kom Valsmönnum yfir á 40. mínútu
og Birkir Már Sævarsson, félagi
hans í Valsvörninni, bætti við marki
á 52. mínútu. Joe Gibbs lagaði stöð-
una fyrir Keflavík í blálokin en nær
komust heimamenn ekki. Valsmenn
voru heilt yfir mun sterkari og var
sigurinn verðskuldaður, enda
ákveðinn gæðamunur á liðunum.
Keflavík sýndi hins vegar batamerki
á sínum leik og þá sérstaklega í
vörninni þar sem liðið hafði fengið á
sig fjögur mörk í fjórum leikjum í
röð.
„Sigur Valsmanna var fyllilega
verðskuldaður og í raun var aldrei
spurning hvernig færi eftir að þeir
skoruðu annað markið. Þeir náðu
hins vegar aldrei að brjóta Keflvík-
inga algjörlega á bak aftur, sem þeir
hefðu gert með þriðja markinu,“
skrifaði Víðir Sigurðsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
_ Rasmus Christiansen skoraði
sitt fyrsta mark í efstu deild í níu ár.
Síðasta markið kom gegn Val fyrir
ÍBV árið 2012.
_ Joey Gibbs skoraði í öðrum
leiknum í röð fyrir Keflavík. Hann
gerði 22 mörk í 1. deildinni síðasta
sumar.
_ Almarr Ormarsson var í fyrsta
skipti í byrjunarliði Vals en hann
kom inn á sem varamaður í fyrstu
fimm leikjunum.
Stjarnan enn í botnsætinu
KA fór upp í 13 stig með 1:0-sigri
á botnliði Stjörnunnar á útivelli.
Varamaðurinn Elfar Árni Að-
alsteinsson skoraði sigurmarkið á
82. mínútu í jöfnum og spennandi
leik. Gott gengi KA hélt því áfram en
sumarið hefur verið stórslys hjá
Stjörnunni til þessa. Liðið er enn án
sigurs og aðeins með tvö stig í botn-
sætinu. Þá hefur Stjarnan aðeins
skorað tvö mörk í allt sumar.
Á sama tíma hefur KA komið á
óvart og var sigurinn sá fjórði í sex
leikjum. Það var gífurlega sterkt hjá
Akureyringum að hrista af sér afar
svekkjandi tap gegn Víkingi í síðasta
leik með sterkum sigri.
Elvar Árni er kominn á fulla ferð
aftur eftir erfið meiðsli og byrjaður
að skora á ný, en hann lék ekkert
með KA síðasta sumar. Arnar Grét-
arsson er að gera virkilega góða
hluti með KA á meðan uppaldi KA-
maðurinn Þorvaldur Örlygsson er í
miklu basli með Stjörnuna.
Steinþór Már Auðunsson í marki
KA átti afar góðan leik, en hann hef-
ur leikið vel í sumar.
„Steinþór Már lék vel í fyrri hálf-
leik en steig enn frekar upp í þeim
síðari með nokkrum frábærum
vörslum og mikilvægum inn-
gripum,“ skrifaði Gunnar Egill
Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is.
_ Steinþór Már Auðunsson,
markvörður KA, hefur þrisvar hald-
ið hreinu í þeim sex leikjum sem
hann hefur leikið í efstu deild.
_ Belginn Sebastiaan Brebels var
í fyrsta skipti í byrjunarliði KA.
_ Eggert Aron Guðmundsson lék
sinn fyrsta leik í meistaraflokki þeg-
ar hann kom inn á sem varamaður í
seinni hálfleik.
Annar sigur Blika í röð
Breiðablik vann 3:2-sigur á ÍA á
útivelli og fór fyrir vikið upp í tíu
stig. Eftir hæga byrjun á mótinu
hefur Breiðablik unnið tvo í röð og
þrjá af síðustu fjórum.
Árni Vilhjálmsson nýtti tækifærið
í byrjunarliðinu vel og skoraði þriðja
mark Breiðabliks, en hann hefur
þurft að sitja á bekknum í upphafi
móts. Thomas Mikkelsen hefur ver-
ið fyrsti kostur í framherjastöðuna
hjá Blikum en hann er frá keppni
vegna meiðsla.
Vandræði Skagamanna eru helst í
vörninni og hefur liðið fengið tólf
mörk á sig í fyrstu sex leikjunum.
Aðeins Keflavík hefur fengið fleiri
mörk á sig eða fimmtán.
Þrátt fyrir að ÍA hafi skorað tvö
mörk og lokatölurnar gefa það til
kynna að leikurinn hafi verið spenn-
andi voru gestirnir úr Kópavogi
sterkari og var sigurinn verðskuld-
aður.
„Gestirnir úr Kópavogi voru sókn-
djarfari og sóttu oft skemmtilega á
mörgum mönnum. Skagamenn áttu
þó sínar sóknir, snöggir fram og
pressuðu vörn Blika oft hraustlega,“
skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
_ Jason Daði Svanþórsson skor-
aði sitt þriðja mark í sjötta leiknum í
efstu deild fyrir Breiðablik.
_ Viktor Jónsson hjá ÍA og Árni
Vilhjálmsson hjá Breiðabliki skor-
uðu báðir í öðrum leiknum í röð eftir
að hafa leikið fjóra leiki án þess að
skora þar á undan.
_ Skagamaðurinn Steinar Þor-
steinsson og Blikinn Gísli Eyjólfsson
skoruðu sín fyrstu mörk í sumar.
Valsmenn
með þriggja
stiga forskot
Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar
Keflavík Ingimundur Aron Guðnason sækir að Almari Ormarssyni í gær.
- Enn eitt tap Stjörnumanna
- Breiðablik að komast á flug
Olísdeild karla
Selfoss – Haukar .................................. 24:35
Fram – Grótta....................................... 32:20
ÍR – FH ................................................. 25:30
Stjarnan – Þór ...................................... 27:23
ÍBV – Afturelding ................................ 27:27
Valur – KA ............................................ 31:27
Staðan:
Haukar 21 18 1 2 631:506 37
FH 21 12 4 5 620:581 28
Stjarnan 21 11 3 7 603:575 25
Valur 21 12 1 8 611:567 25
KA 21 9 6 6 568:552 24
Selfoss 21 11 2 8 550:539 24
ÍBV 21 11 2 8 613:587 24
Afturelding 21 10 3 8 564:568 23
Fram 21 9 2 10 560:545 20
Grótta 21 5 4 12 533:568 14
Þór Ak. 21 4 0 17 469:582 8
ÍR 21 0 0 21 495:647 0
Úrslitakeppni kvenna
Undanúrslit, fyrstu leikir:
KA/Þór – ÍBV ....................................... 26:27
Fram – Valur ........................................ 22:28
Umspil karla
Undanúrslit, annar leikur:
Kría – Fjölnir ........................................ 21:34
_ Liðin mætast í oddaleik í kvöld.
Hörður – Víkingur................................ 31:30
_ Liðin mætast í oddaleik í kvöld.
Umspil kvenna
Fyrsti úrslitaleikur:
HK – Grótta .......................................... 28:18
Spánn
Ademar León – Barcelona ................. 27:34
- Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Barcelona sem er þegar orðið meistari.
Þýskaland
Lemgo – Kiel ........................................ 25:30
- Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyrir
Lemgo.
Evrópudeild karla
Undanúrslit:
Magdeburg – Wisla Plock .................. 30:29
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er meiddur.
RN Löwen – Füchse Berlín ................ 32:35
- Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen.
Úrslitaleikur:
Magdeburg – Füchse Berlín............... 28:25
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Magdeburg
Danmörk
Undanúrslit, fyrri leikir:
GOG – Aalborg .................................... 28:30
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot í
marki GOG.
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Holstebro – Bjerringbro/Silkeborg.. 27:27
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Sviss
Þriðji úrslitaleikur:
Bruhl – Zug .......................................... 29:33
- Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir
Zug sem er svissneskur meistari.
E(;R&:=/D
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit þriðji leikur:
Stjarnan – Grindavík ................... 85:69 (2:1)
Keflavík – Tindastóll ................... 87:83 (3:0)
Þór Þ. – Þór Ak ........................ 109:104 (2:1)
Valur – KR................................ 103:115 (1:2)
Umspil karla
Undanúrslit, þriðji leikur:
Vestri – Skallagrímur................ 101:88 (3:0)
Hamar – Selfoss ........................... 85:74 (2:1)
Umspil kvenna
Undanúrslit, annar leikur:
Ármann – Njarðvík...................... 61:82 (0:2)
Grindavík – ÍR ............................. 89:66 (2:0)
Spánn
Valencia – Fuenlabrada ..................... 96:76
- Martin Hermannsson skoraði 14 stig,
tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 19
mínútum með Valencia.
Murcia – Zaragoza .............................. 91:68
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig og
tók 3 fráköst á 15 mínútum með Zaragoza.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Víkingsv.: Víkingur R. – Fylkir........... 19.15
Meistaravellir: KR – HK ..................... 19.15
Domusnova-völlur: Leiknir R. – FH .. 19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, fjórði leikur:
HS Orkuhöll: Grindavík – Stjarnan.... 20.15
Umspil kvenna, undanúrslit, þriðji leikur:
Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Ármann 19.15
TM-hellirinn: ÍR – Grindavík.............. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Umspil kvenna, annar úrslitaleikur:
Hertz-höllin: Grótta – HK ................... 19.30
Umspil karla, undanúrslit, oddaleikur:
Víkin: Víkingur – Hörður .................... 19:30
Dalhús: Fjölnir – Kría.......................... 19:30
Í KVÖLD!