Morgunblaðið - 25.05.2021, Síða 32
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir heldur tónleika í sal
Norræna hússins á fimmtudag kl. 21, en tónleikarnir
eru hluti af sumartónleikaröð Norræna hússins sem þá
hefur göngu sína. Hera, sem hefur gert það gott bæði
hérlendis og erlendis, sendi síðast frá sér plötu í fyrra
sem hlaut góðar viðtökur. Tónleikarnir á fimmtudag eru
síðustu tónleikar Heru á Íslandi í bili þar sem hún er á
leið í tónleikaferðalag til Nýja-Sjálands. Á efnisskrá
tónleikanna eru bæði gömul og ný lög eftir Heru.
Hera leikur í Norræna húsinu
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Þrír leikir voru á dagskrá á Íslandsmóti karla í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Vals sóttu sigur
til nýliða Keflavíkur og Breiðablik vann sigur á Skag-
anum í fjörugum leik. Þá lagði KA lánlausa Stjörnu-
menn að velli en Garðbæingar eru á botni deild-
arinnar eftir sex umferðir og hafa enn ekki unnið
deildarleik. »27
Valur með þriggja stiga forystu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
Í lista- og handverksbúðinni Duus
Handverk er að finna fjölbreytt
handverk eftir handverks- og lista-
fólk á Suðurnesjum sem meðal ann-
ars er að skapa sér vinnu á tímum
mikils atvinnuleysis og óvissu í at-
vinnumálum. Alls 30 lista- og hand-
verksmenn selja þar hönnun sína
og er fjölbreytt úrval aðalsmerki
búðarinnar. „Ég hef haft það að
leiðarljósi að taka inn aðila sem eru
að gera eitthvað nýtt. Þannig skap-
ast þessi fjölbreytileiki,“ segir
Gerður Sigurðardóttir, forsvars-
maður Duus Handverks.
Handverks- og listafólk á Suð-
urnesjum hefur lengi verið iðið. Til
marks um það á lista- og hand-
verksbúðin hartnær 30 ára sam-
fellda sögu og þótt fólk hafi komið
og farið hafa sumir verið lengi með
vörur í búðinni, eins og Steinunn
Guðnadóttir sem selur leðurvörur.
Saga búðarinnar hófst á heimili
Hafdísar Hill í Stapakoti í Innri-
Njarðvík árið 2003 þar sem 15
listamenn seldu verk sín. Þegar
Hafdís fluttist búferlum til Dan-
merkur árið 2005 var búðin, eða
sölugalleríið eins og það kallaðist
þá, flutt í eitt af elstu húsum bæj-
arins, Svarta pakkhúsið þar sem
búðin hefur lengst af verið, eða þar
til fyrir tveimur árum þegar hún
var flutt í húsnæði í Grófinni og
fékk jafnframt nafnið Duus Hand-
verk.
Handverks- og listafólkið sem
selur vörur sínar í Duus Handverki
skiptist á að taka vaktir í versl-
uninni sem er opin alla daga vik-
unnar jafnframt því að deila rekstr-
arkostnaði.
Margir að skapa sér
vinnu á óvissutímum
Þegar Morgunblaðið leit inn stóð
Gerður Sigurðardóttir vaktina í
búðinni en hún er formaður og
gjaldkeri Duus Handverks. „Þetta
er miklu bjartara og hentugra hús-
næði en við erum dálítið út úr hér
og þurfum að hafa fyrir því að láta
fólk vita af okkur,“ segir Gerður.
Vöruúrval búðarinnar er hreint
ótrúlegt og margt hefur breyst.
Gerður segir skýringuna nýjar
áherslur og breytingar á versl-
unarrýminu ásamt þeirri staðreynd
að það séu margir að skapa sér
vinnu og hafa eitthvað við að vera á
tímum Covid og óvissu í atvinnu-
málum á Suðurnesjum.
„Það er svo sem allur gangur á
því í hvaða aðstöðu fólk er, sumir
eru atvinnulausir, sumir eru á ör-
orku og aðrir eru að fá útrás fyrir
sköpunarþörf sína. Sumir hérna eru
sprenglærðir og vilja koma list
sinni á framfæri. Við vorum að taka
inn tvo nýja söluaðila og það er
mjög ánægjulegt.“
Mikil spurn eftir lopapeysum
Gerður segir vöruúrvalið helgast
af því að handverks- og listafólk sé
valið inn í búðina með þeim hætti
að ekki sé tekinn inn aðili með
sams konar vöru og sé fyrir. Hún
telur ekki ósennilegt að þar fáist
ódýrustu lopapeysurnar á landinu,
sem sannarlega eru „Made in Ice-
land“. Gerður segir pláss fyrir fleiri
lopapeysuprjónara, því spurn eftir
peysum sé mikil. „Við finnum að
sala er að aukast núna mánuð fyrir
mánuð en þetta hefur verið erfitt
hjá okkur eins og hjá flestum öðr-
um í samfélaginu á þessum veiru-
tímum. Við höfum þurft að loka
vegna samgöngutakmarkana en er-
um bjartsýn á komandi sumar,“
segir Gerður og bætir við að hóp-
um bjóðist að koma í lista- og hand-
verksbúðina utan afgreiðslutíma.
- Er hægt að segja að einhverjar
vörur séu vinsælli en aðrar?
„Smávörurnar eru oft vinsælar
hjá erlendu ferðamönnunum, þær
eru auðveldastar í farangur en hér
er fjölbreytt gjafavara fyrir alla og
fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Gerð-
ur og sýnir fréttaritara m.a. spilið
Myllu sem gert er með nýstár-
legum hætti með tveimur teg-
undum af máluðum steinum. Gæti
hentað vel í ferðalögin fram undan.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Verslun Gerður Sigurðardóttir, formaður Duus Handverks, í Grófinni.
Fjölbreytt handverk að-
alsmerki Duus Handverks
- Íslenskar lopapeysur og smávörur vinsælar hjá gestum