Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021 Vikan var undirlögð af tveimur heimssögulegum viðburðum þar sem Íslendingar komu við sögu: árs- fundi Norðurskautsráðsins og árs- fundi Evrósjón. Mátti vart á milli sjá á hvorum viðburðinum Íslendingar höfðu meiri áhuga. Áhuginn á söngvakeppni Evrósjón breyttist hins vegar í ótta um heilsu- far íslenska hópsins og sigurlíkur eftir að einn úr bakvarðasveit Daða og gagnamagnsins greindist með kórónuveiru. Þrátt fyrir að þjóðin væri fullvissuð um að lítil nánd væri milli forsöngvarans Daða Freys Péturssonar og Íslendinga að tjaldabaki voru áhyggjur lands- manna nánast áþreifanlegar í húm- inu. Því ótengt var fimmta sóttkvíar- hótelið tekið í gagnið heima á gamla góða Íslandi. Komufarþegum til landsins hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarna daga. Hins vegar var sérstökum sótt- varnatakmörkunum á Skagfirska efnahagssvæðinu aflétt eftir að hóp- smit kom þar upp í fyrri viku. Kvartað var undan því að lokun flug- brautar á Reykjavíkurflugvelli skapaði óþarfa hættu, en á dögunum skemmdist flugvél, sem þurfti að lenda í hliðarvindi í stað þess að nota hina lokuðu braut, sem væri nothæf ef ekki væri búið að hrúga jarðefna- úrgangi á hana. Reykjavíkurborg svaraði ekki held- ur ákalli íbúa við Haðarstíg, sem kvartað hafa undan brunavörnum við götuna. Þrátt fyrir að tvisvar hafi kviknað í við þennan þéttbýla stíg í Þingholtunum bólar ekkert á við- brögðum úr ráðhúsinu. Flugfélagið Play fékk flugrekstrar- leyfi og undirbjó opnun á bókunum í upphafi vikunnar. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu prókjörsbaráttu sína, en þar eru 13 um hituna, langflestir atvinnustjórn- málamenn á svipuðu reki. Fólk um allt land fann smjörþefinn af því þegar einn frambjóðendanna fór að hringja út atkvæðin af flokksskrá úr síðasta prófkjöri, sem fram fór fyrir fimm árum, en þau búa ekki öll leng- ur í bænum. . . . Anthony „Call me Tony“ Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Íslands á mánudagskvöld til þess að sækja ársfund Norður- skautsráðsins, en áður hitti hann ýmsa íslenska ráðamenn, t.d. bæði Kötu og Gulla. Vonir í ferðaþjónustu um bærilegt sumar hafa glæðst verulega, en bók- unum hefur fjölgað svo mikið að gistinýting í júlí og ágúst kann að reynast nærri hámarki. Þar að baki eru einkum efnaðir Bandaríkjamenn í leit að ævintýrum, enda fáar kröfur gerðar til komufarþega aðrar en að þeir hafi bæði bólusetningarkort og platínukort handbær. Íslendingar eru þó ekki einir um hit- una, því hvarvetna í Evrópu hafa ferðamannalönd sett sig í stell- ingar til þess að bítast um ferða- þyrsta og bólusetta. Þar er Ísland þó í óvenju hagstæðri stöðu. Ákveðið var að hækka varnargarða við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Landvernd var full efasemda og taldi þá valda náttúruraski. Hins vegar kærir hún sig kollótta um þótt landið allt fari undir hraun og ekkert rask af því. Sögð var frétt af því á þriðjudag að ekki hefðu fleiri í íslenska Evrósjón- hópnum reynst smitaðir af kórónu- veirunni. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins kynnti að hún vildi setja lögbann á netvínsölu til Íslands, en greindi þó ekki frá því með hvaða hætti það yrði gert. Alþjóðlegar netvínsölur á borð við Amazon, Majestic og wine.com bíða vafalaust í ofvæni og ofsakæti. Af verðbréfamarkaði fyrir fólk sem kann ekki að reikna bárust þær fregnir að hæsti vinningur Víkinga- lottósins myndi lækka, en ætti hins vegar að ganga oftar út. Húsið held- ur áfram að vinna. Alltaf. . . . Gulli hitti Tony í Hörpu og fór vel á með þeim vinum, sem slógu þar á létta strengi. Neytendasamtökin undirbúa hóp- málsóknir á hendum viðskiptabönk- unum, en þau telja að skilmálar flestra lána til almennings með breytilegum vöxtum stangist á við lög. Vöxtum megi breyta með svo matskenndum hætti að almennir lántakendur hafi engar forsendur til þess að meta fjármagnskostnaðinn. Rekstrarleyfi til laxeldis í Ísafjarð- ardjúpi eru í uppnámi vegna ágrein- ings um það í hvaða röð skuli taka matsskýrslur vegna umhverfismats til athugunar. Sett voru upp skilti við leiðina að gosinu í Geldingadölum um að greiða þyrfti fyrir að leggja bílum þar á stæðinu, enda er eldfjallið nýja á landi í einkaeigu. Frumvarp Óla Björns Kárasonar og Brynjars Níelssonar um að Rík- isútvarpið yrði tekið af auglýs- ingamarkaði og hætti jafnframt kostun dagskrárliða var tekið á dag- skrá á Alþingis. Boris Johnson varaði Breta við því að ferðast annað en til „grænna landa“ í sumarleyfinu. Ísland er eitt tólf landa á þeim lista og má því vona að orð forsætisráðherrans hafi ein- hver áhrif. Íslenskir ferðafrömuður telja hins vegar að Bretar geymi sér Íslandsferð til vetrarins en fari nú að sleikja sólina í Portúgal. . . . Tony og Serjozhja hittust í Hörpu, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands fór á milli á fundinum, sem stóð lengur en ætlað var. Miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ) hafði uppi stórkarlaleg- ar yfirlýsingar um hið nýja flugfélag Play og hvatti landslýð allan til þess að sniðganga það á frekar hæpnum forsendum. Eftir því sem næst verð- ur komist er Drífa Snædal, forseti ASÍ, ekki mönnum sinnandi yfir því að Play hafi ráðið til sín fólk í verka- lýðsfélagi sem ekki borgar ASÍ fé- lagsgjöld. Samkeppniseftirlitið hlýt- ur að skakka leikinn. Ekki varð annað séð en að ferða- langar að gosstöðvunum í Geld- ingadal tækju bílastæðagjaldi land- eigenda vel. Eftir sem áður er fólki frjálst að ganga að gosinu. Ekkert óvænt gerðist þegar listar framsóknarmanna og vinstri grænna í Reykjavík voru kynntir. Þá leiða ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir, Katr- ín Jakobsdóttir og Svandís Svav- arsdóttir. Á daginn kom að 57% starfsmanna Landspítalans eru í hlutastarfi. Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur, blaðamaður og aðstoðarmaður Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra, lést 78 ára að aldri. . . . Upptaka af flutningi Daða og gagna- magnsins fleytti Íslandi á úrslita- kvöld söngvakeppni Evrósjón. Sú menningarhátíð ómúsíkalsks fólks fer fram í kvöld og er sjónvarpað á rás Ríkissjónvarpsins. Birgir Jónsson, forstjóri flugfélags- ins Play, gaf lítið fyrir rök og talna- fimi ASÍ. Félagið henti hins vegar nafn forseta ASÍ á lofti og auglýsti um allar trissur „Drífa sig út!“ Fram kom að fulltrúi launþega hefði gagnrýnt kaup lífeyrissjóðsins Birtu í flugfélaginu Play og virðist sem verkalýðshreyfingin setji mikla pressu á Birtu til þess að losa það fé. Formaður Skipulagsráðs Reykjavík- urborgar minnti á að borgar- skipulagið gerði ráð fyrir að Reykja- víkurflugvöllur færi úr Vatnsmýri í fyllingu tímans. Því væri eðlilegt að björgunarþyrlusveit Landhelgis- gæslunnar snáfaði með honum í Hvassahraun eða eitthvað. Sorpa, sem ekki annar vel að tæma þær tunnur sem nú þegar standa við heimili fólks á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að taka upp fjögurra tunnu kerfi við öll heimili. Eigandi ónýts húss við Þórsgötu hefur frá árinu 2004 leitað leyfis til þess að rífa húsið og byggja annað. Borginni liggur hins vegar ekkert á með það, en hústökumaður hefur hreiðrað um sig í kofanum á meðan. Ný mathöll verður byggð upp í Kringlunni, svo fæðuöryggi lands- manna er borgið í bili Leiðtogafundur í Hörpu Serjozhja spyr Tony hvar í ósköpunum Gulli geti eiginlega verið. AFP 16.5.-21.5. Andrés Magnússon andres@mbl.is Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði. Staðsetning 20 km frá þjóðgarðinum í Skaftafelli í vestur og 38 km frá Jökulsárlóni í austur. Hof 1 Austurhús á um 1/5 hluta heildarjarðarinnar sem er mjög landmikil. Húsakostur er mjög glæsilegt einbýlishús og sumarhús. Einbýlishúsið er um 120,1 m2 auk þess sambyggt sérstakt gestaherbergi 28 m2 og geymsla 10,2 m2. Einbýlishúsið skiptist í alrými með eldhúsi, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Öll tæki í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum fylgja með. Allar innréttingar í húsunum eru sérsmíðaðar úr þýskum hlyn (cycamore) og hvítir eldhússkápar, þvottahúsinnrétting og baðinnrétting. Í gestaherberginu er einnig baðherbergi. Gólfefni er íslenskt gabbró sem var flutt frá Breiðamerkursandi til Reykjavíkur, þar sem grjótið var unnið í flísar, alls 150 fermetrar á gólf og tæpir 100 fermetrar á verönd. Fyrir utan húsið er heitur pottur og jafnframt er húsið skreytt með steindum gluggum eftir Nínu Tryggvadóttur. Húsið er steypt í hólf og gólf og er með torfþaki. Með glæsilegri húsum sem Fasteignamiðstöðin hefur haft til sölu. Sumarhúsið er 32,2 m2 stakstætt fullbúið hús með 1 svefnherbergi, alrými með eldhúskróki og baðherbergi. Útsýni er glæsilegt. Náttúrufegurð Öræfanna er engu lík. Í vestri handan við svartan Skeiðarársand blasir við Lómagnúpur þar sem einn af landvættum Íslands tók sér bólfestu. Öræfajökull trónir yfir sveitinni með hæsta fjall landsins Hvannadalshnjúk og niður hlíðar fjallanna skríða tignarlegir skriðjöklar. Í suðri blasir við Ingólfshöfði umleikinn svörtum sandi og hafinu. Fyrsti landnámsmaður Íslands Ingólfur Arnarson tók sér þar vetursetu, en í dag ráða þar lundinn og aðrir fuglar ríkjum. Áhugaverð jörð og húsakostur sem vert er að skoða. Frábær staðsetning. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.