Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021
MENNTUN
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
20% afsláttur
af vetrarflíkum
Tilboðið gildir út maí
L
æsi er lykill að færni og þekk-
ingarþróun. Það að efla læsi
gefur börnum og unglingum
aukna möguleika á að öðlast góða
grunnleggjandi þekkingu fyrir fram-
tíðina. Það að geta skilið það sem mað-
ur les, nálgast upplýsingar, geta verið
gagnrýninn, valið mikilvægar upplýs-
ingar og geta komið þeim frá sér í
ræðu eða riti (munnlega eða skriflega)
verður einn af lykilþáttum fyrir fram-
tíðarsamfélag. Að læra að lesa um-
breytir lífi og um leið og lestrarfærni
er nauðsynleg er hún ákveðinn örlaga-
valdur að lífsgæðum fólks. Lestur er
líka grunnur til þekkingaröflunar, en
þekking er undirstaða allra framfara,
menningarlegrar þátttöku, lýðræðis og
árangurs á vinnustað á meðan ólæsi
leiðir til ójöfnuðar.
Staða ungmenna á Íslandi í les-
skilningi hefur versnað stöðugt frá
2000 í stóru alþjóðlegu rannsókninni
PISA. Bæði kynin hafa farið 34 stig
niður. Stúlkur frá 528 í 494 og dreng-
ir frá 488 í 454. Mismunur milli
drengja og stúlkna hefur verið stöð-
ugur eða 40 stig. Sá kynjamismunur
er með því hæsta af öllum þátt-
tökulöndunum (sjá mynd 1).
Lestrarfærni = umskráning x
skilningur (e. Simple reading view).
Leshraði er ekki í lestrarfærnijöfn-
unni.
Á hvað eigum við að leggja
áherslu?
1. Umskráning:
Leysa lestrarkóðann eða að ná læsi.
Það gerist með þjálfun á bókstöfum,
þeirra hljóðum og að setja saman 2
og 2, 3 og 3 þangað til kóðinn hefur
verið leystur. Rannsóknir í Noregi
sýna að börn þurfa að kunna að með-
altali 19 bókstafi og þeirra hljóð til að
leysa lestrarkóðann. Miðað við fjölda
bókstafa í íslenska stafrófinu í
samanburði við það norska getum við
reiknað með að til að börn nái að lesa
á Íslandi þurfi þau að kunna u.þ.b. 20/
21 bókstaf og þeirra hljóð. Óyggjandi
sannanir bæði innan taugavísinda og
samanburðarrannsókna er að bók-
stafa-hljóða-þjálfun er lykill að læsi.
Frá eind til heildar. Þetta er stutt af
meðal annars Dehaene, Lyytinen,
Nation og Rose, allt framúrskarandi
vísindamenn.
2. Lesskilningur:
Þegar lestrarkóðinn hefur verið leyst-
ur er mikilvægt að efla lestrarþjálfun
með lestri á textum og bókum sem
tengjast áhugasviði barna. Einnig er
þjálfun á málskilningi einn af lyklum
lesskilnings. Þetta sjónarhorn er stutt
af vísindamönnum á sviði lestrar-
kennslu hjá börnum, þeim Lyytinen
og Nation. Lesskilning viljum við efla
til að skilja texta, til að geta skrifað
texta og ekki síst til að efla orðaforða
og framsögn. Þar með byggja grunn
að áframhaldandi námi, vellíðan og
velgengni í samfélaginu
3. Skapandi skrif:
Það má einnig vinna markvisst með
að skrifa texta. Sem sagt efla skap-
andi skrif. Lestur og ritun fara sam-
an. Að vinna markvisst með skapandi
skrif gefur færi á að barn þjálfi bók-
stafa- og hljóðaþekkingu sína sem og
umskráningu, að tengja saman hljóð
og mynda orð. Frjáls ritun ýtir undir
sköpun ungra barna, í þeirra veröld
getur hið ómögulega gerst og rit-
verkin snúast oft og tíðum um þeirra
áhugasvið, sem er ekki síst mikilvægt
fyrir drengi sem þrífast meira á
ástríðu en stúlkur.
Leshraðamælingar
Í tengslum við mælingar á leshraða
segir prófessor Lyytinen, einn fremsti
fræðimaður í heiminum á sviði
lestrarkennslu byrjenda, að hraða-
mælingar tíðkist ekki í finnskum skól-
um. Finnskir skólar hafa verið á með-
al þeirra fremstu í alþjóðlegu saman-
burðarrannsókninni PISA síðan 2000.
Heikki vill frekar mæla hversu marg-
ar bækur barnið las síðasta mánuðinn
(þjálfun) og hvaða þrjár voru
skemmtilegastar (lesskilningur).
Rannsóknir sýna fram á fylgni milli
lesskilnings og leshraða en segja ekki
hvor þátturinn kemur á undan. Það
má því segja að þjálfun í lestri eykur
orðaforða og lesskilning og einstak-
lingurinn nær því þeim hraða sem
passar fyrir hann. Rannsóknir segja
hins vegar ekki að það þurfi að mæla
leshraða eða rétt lesin orð á mínútu.
National Reading Panel (2000) fer
beint frá því að benda á mikilvægi les-
fimi (e. fluency) í lestri – í að segja að
þurfi að mæla leshraða án þess að
styðja það með rannsóknum. Þannig
að rökin fyrir að mæla leshraða (fjöldi
lesinna orða á mínútu) sem oft er kall-
að lesfimi (fjöldi rétt lesinna orða á
mínútu) eru byggð á þunnum ís. Það
að mæla leshraða er klárlega ekki
rétt nálgun miðað við fremstu fræði-
menn í heiminum.
Flæði
Einn af þeim þáttum sem eru mik-
ilvægir í að ná læsi er flæði (e. flow) en
það er ástand þar sem einstakling-
urinn er algjörlega inni í athöfninni og
sýnir hámarksframmistöðu. Ein-
staklingurinn gleymir sjálfum sér í at-
höfninni og er með fulla einbeitingu á
verkefninu sem hann stendur frammi
fyrir. Flæði hefur verið rannsakað í
þaula og það ástand getur stuðlað
bæði að vellíðan og auknum árangri.
Vísindin benda á að flæði er náð í
gegnum þjálfun á lestri. Upphafs-
maður flæðis, Csikszentmihalyi, segir
að lykilatriði til að komast í flæði sé
samspil milli áskorana og færni. Þar á
leikni (e. mastery) sér stað. Ástæðan
fyrir þörfinni á þessu jafnvægi er sú
að þegar áskoranir eru of krefjandi
miðað við hæfni þá upplifir ein-
staklingurinn kvíða, því áskorunin
verður yfirþyrmandi og einstakling-
urinn kemst ekki í flæði. Þegar áskor-
anir eru of auðveldar miðað við hæfni
þá fer einstaklingnum að leiðast því að
áskorunin er of létt. Þess vegna þarf
stöðugt að uppfæra áskorunina miðað
við hæfnina hjá einstaklingnum sem
styður við þá nálgun að fara frá því
einfalda til hins flókna. Því er miki-
vægt að börn lesi upphátt fyrir for-
eldra eða kennara til að fá endurgjöf
um hvað mætti betur fara. Endurgjöf
er líka eitt af þeim lykilatriðum sem
þarf að hafa í huga í tengslum við
flæði. Auk þess virðist skipta miklu að
einstaklingurinn viti hvert markmiðið
er með lestrinum hverju sinni til þess
að geta aðlagað hegðun sína með tilliti
til endurgjafarinnar. Þar að auki styð-
ur flæði líka við lesskilning en þar er
mikilvægt að nefna að áhugi er algjört
lykilatriði til að viðhalda flæði. At-
höfnin þarf að vera ánægjuleg sjálfrar
sín vegna og því þurfa börn að lesa
texta og bækur sem þau hafa áhuga á.
Að sama skapi er nauðsynlegt að úti-
loka allar mögulegar truflanir frá
barninu meðan á athöfninni stendur,
þar sem truflun kemur barni úr flæði.
Því getur verið mjög gott að hafa
snjalltækin ekki við höndina eða ann-
að í umhverfinu sem kann að trufla
barnið á meðan það þjálfar lestr-
arfærni og lesskilning (mynd 2).
Ef við notum kenningu Csiks-
zentmihalyi, ráð Heikki Lyytinen,
lestrarfærnijöfnuna og almenna skyn-
semi þá ættum við ekki að mæla les-
hraða hjá 40.000 bæði læsum og ólæs-
um börnum þrisvar sinnum á ári.
Leshraði er ekki í lestrarfærnijöfn-
unni. Börn og fullorðnir finna þann
hraða sem passar þeim. Með réttri og
nægri þjálfun ná einstaklingar góðri
lestrarfærni og þar með talinni les-
fimi. Þar sem umskráning og lesskiln-
ingur eru í góðu samspili. Lestur er
færni og öll færni þarf að þróast frá
hinu einfalda til hins flókna. Við mæl-
um með að hlustað sé á framúrskar-
andi vísindamenn eins og Lyytinen og
Nation og leggjum áherslu á þjálf-
unina og höfum hana fjölbreytta. Tök-
um höndum saman, menntayfirvöld,
skólastjórar, kennarar og foreldrar,
og leggjum áherslu á þjálfun á þeim
þáttum sem eru í lestrarfærnijöfn-
unni. Aukum einnig áherslu á einfalt
stöðumat á bókstafa-hljóða-kunnáttu,
lesskilningi og textaskrifum. Aukum
lestrarfærni barna, þjálfum þau í að
skilja það sem þau lesa, kennum þeim
að njóta lesturs. Eflum mannauð,
hann er dýrmætur!
Vísindi og samfélag
Hermundur Sigmundsson hs@nu.is
Bergsveinn Ólafsson
Svava Hjaltalín
Lesskilningur ungmenna 2000-2018
550
525
500
475
450
425
Meðalárangur (PISA-stig) nemenda á Íslandi og meðaltal OECD-landa
Stúlkur
Ísland Meðaltal OECD-23 Meðaltal OECD-35
Drengir
Ísland Meðaltal OECD-23 Meðaltal OECD-35
2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018
Flæði – samspil
áskorana og færni
Kvíði
Á
sk
o
ra
n
ir
Kunnátta
Fl
æð
i (l
eik
ur,
skö
pu
n o
.s.f
rv.
)
Réttar
áskoranir
LeiðistBókstafir
– hljóð
Eflum lestrarfærni –
lykil að menntun og vellíðan
’
Lestur er líka grunn-
ur til þekkingaröfl-
unar, en þekking er und-
irstaða allra framfara,
menningarlegrar þátt-
töku, lýðræðis og árang-
urs á vinnustað á meðan
ólæsi leiðir til ójöfnuðar.
Hermundur er prófessor við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands og Norska
tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi,
Bergsveinn er fyrirlesari með MSc-gráðu
í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði
og Svava er grunnskólakennari.
Mynd 1: Þróun á lesskilningi frá 2000 til 2018. Bæði kynin hafa farið nið-
ur um 34 stig og munur milli kynja er stöðugur 40 stig.
Mynd 2: Áskoranir miðað við
færni er lykill að framförum