Fréttablaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 4
Það hefur verið búinn til mismunur milli fólks í kjörum og ákveðin stéttaskipting. Drífa Snædal, forseti ASÍ 84 82 80 78 76 74 72 70 68 66 64 01/08/2021 01/09/2021 01/10/2021 Þróun olíuverðs í Bandaríkjadölum TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU TIL AFHENDINGAR EFTIR ÁRAMÓT ÖRFÁ EINTÖK EFTIR TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 R A M Forseti ASÍ og framkvæmda­ stjóri FÍB telja að stjórnvöld ættu að grípa í taumana vegna hækkandi eldsneytis­ verðs. Ástæða er til að ætla að mengun í heiminum aukist vegna þessarar þróunar. elinhirst@frettabladid.is VERÐLAG „Við höfum mjög miklar áhyggjur af dýrtíð sem nú er í upp­ siglingu, því hækkun olíuverðs er svo stórt atriði í lífskjörum fólks, einkum þeirra sem þurfa að sækja sér vinnu fjær vegna hærri hús­ næðiskostnaðar,“ segir Drífa Snæ­ dal, forseti ASÍ. Verð á olíu og bensíni hefur hækkað umtalsvert á heimsmark­ aði að undanförnu og endurspeglast það í verðlaginu hér. „Það hefur verið búinn til mis­ munur milli fólks í kjörum og ákveð­ in stéttaskipting. Þeir sem hafa keypt Teslurnar og hafa fengið gríðarlegar ívilnanir til þess, þeir eru hins vegar að græða á því núna,“ segir Drífa um áhrif hækkananna á kjör fólks. „Það er alveg ljóst að heimurinn mun menga meira núna eftir að allt er farið af stað eftir Covid,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda­ stjóri FÍB. „Olíuverð hækkar dag frá degi og tonnið af bensíni er komið upp í 980 dollara og hefur ekki verið svo hátt síðan 2014. Mér finnst alveg koma til greina að stjórnvöld grípi tíma­ bundið inn í þetta og lækki opin­ ber gjöld á olíu,“ segir Runólfur og bendir á að hækkun á olíuverði ýti vísitölunni upp. „Það hefur áhrif á þá sem minnst hafa umleikis.“ Drífa segir það vera á ábyrgð stjórnvalda að sjá svo til að breyt­ ingar á efnahagskerfi heimsins verði ekki til þess að rýra kjör þeirra sem minnst hafi. „Þannig verði þeim hagnaði sem við njótum af hækkun hrávöru­ Hátt verð á olíu veldur mismunun Drífa Snæ- dal, forseti ASÍ, og Run- ólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, hafa áhyggjur af áhrifum ört hækkandi elds- neytisverðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI verðs, til dæmis álsins, loðnunnar, skilað til almennings, til dæmis með því að endurreisa vaxtabótakerfið eða lækka álögur á nauðsynjavörur,“ segir forseti ASÍ. Aukin eftirspurn eftir olíu hafi tvenns konar áhrif. Annars vegar hækkar hún olíuverð og þar með vöruverð því stór hluti framleiðslu á vöru og þjónustu í heiminum er drifinn áfram af orku sem fram­ leidd er með jarðefnaeldsneyti. Hins vegar eykur vaxandi olíunotkun á CO2 sem er að verða eitt stærsta vandamál heimsins í dag vegna loftslagsvandans. „Það er sorglegt að það skuli vera svona mikil eftirspurn eftir þessu „skítuga eldsneyti“ eins og farið er að kalla kol og olíu, svokölluðu jarð­ efnaeldsneyti sem er að valda lofts­ lagsbreytingum um alla jörð,“ segir Runólfur. Það stefni því í að opna þurfi að nýju kolaorkuver sem búið hafi verið að loka í Kína vegna lofts­ lagsáhrifa. „Nú þegar kínverska efnahags­ vélin er farin í gang á ný þýðir það gríðarlega eftirspurn eftir orku sem þýðir að olíuverð rýkur upp,“ segir framkvæmdastjóri FÍB. n bth@frettabladid.is VINNURÉTTUR Uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur, hlaðkonu hjá Icelanda­ ir, er siðlaust níðingsverk. Þetta segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmda­ stjóri félagsmála hjá Eflingu. Ólöfu var sagt upp þrátt fyrir að hún og stéttarfélag hennar teldu uppsögnina kolólöglega. Ef ling segir engan vafa leika á að hún hafi gegnt trúnaðarmennsku og verið að vinna að réttindum samstarfs­ manna þegar henni var sagt upp. Ef ling boðar lögsókn ef uppsögn Ólafar verður ekki dregin til baka. „Þetta er ekki aðeins ólöglegt heldur líka algjörlega siðlaust níð­ ingsverk,“ segir Viðar Þorsteinsson hjá Eflingu. Spurður um rökstuðning svo stórra orða, svarar hann að Ólöf sé heiðvirð manneskja sem njóti trausts og stuðnings vinnufélaga. Efling segir Icelandair hafa unnið siðlaust níðingsverk Viðar Þorsteins- son, fram- kvæmdastjóri félagsmála hjá Eflingu Þegar Icelandair hafi reynt að rétt­ læta uppsögn hennar hafi félagið borið á Ólöfu þungar og tilhæfu­ lausar sakir. Viðar gagnrýnir ekki bara Ice­ landair harðlega heldur sé þáttur Samtaka atvinnulífsins mjög alvar­ legur í máli Ólafar. Samtökin virðist hreinn gerandi í málinu með fundarsetum og sam­ þykki uppsagnarinnar. Halldór Benjamín Þorbergs­ son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hafi sagt þvert nei þegar Efling óskaði eftir fundi vegna málsins. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð SA vegna málsins en án árangurs. Þá hefur Icelandair lítið annað látið hafa eftir sér en að félag­ ið harmi að mál Ólafar sé komið í fjölmiðla. Vafi leiki á að hún hafi verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp. n Veiðileyfi gefið út á íslensk heimili með sölu Mílu odduraevar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, segir „veiðileyfi“ gefið út á íslensk heim­ ili með fyrirhugaðri sölu Símans á dótturfyrirtækinu Mílu. Fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær að salan hefði verið rædd í þjóðaröryggis­ ráði. Síminn er kominn langt á veg í viðræðum við alþjóðlegt stórfyrir­ tæki um sölu á dótturfyrirtækinu Mílu. Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV að samræður við fyrirtækið undir forystu samgönguráðherra hefðu farið fram um hvernig unnt yrði að tryggja þjóðar­ og almannaöryggi óháð eignarhaldi. Katrín sagðist binda vonir við að frumvarp sem tryggi stjórnvöldum getu til að rýna í erlendar fjárfest­ ingar sem teljast hafa gildi fyrir almanna­ og þjóðaröryggi verði lagt fram á komandi þingvetri. Ragnar gerir málið að umtalsefni á Facebook­síðu sinni og segist heita á þjóðaröryggisráð að bregðast strax við og koma í veg fyrir þessi viðskipti. Staða Mílu jaðri við að vera í einokunaraðstöðu. „Slík aðstaða kallar alltaf á sjálftöku gegnum verðlagið. Samkeppnislöggjöf okkar er evrópsk og miðast við stóra, virka markaði. Hún nær ekki að verja okkur fyrir sjálftöku þeirra sem komast í forréttindaaðstöðu.“ n Ragnar Önundarson 4 Fréttir 19. október 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.