Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 V algerður Árnadóttir, sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi og formað- ur Samtaka grænkera á Íslandi, og Karl Fannar Sævarsson hús- gagnasmiður búa með fjölskyldunni sinni í fallegri íbúð í Hlíðunum. Þau eru dug- legir einstaklingar með margt á sinni könnu og um þessar mundir fer tími Valgerðar að stórum hluta í að undirbúa kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar þar sem hún er í framboði fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er einnig að taka á mig aukin störf fyrir borgarstjórnarflokk Pírata sem annar varaborgarfulltrúi. Svo er ég að vona að ég geti hugað betur að hreyfingu og heilsu eftir kórónuveiruslenið. Við eigum hund og kött og hefur hundurinn verið að koma mér út að hlaupa. Í sumar stefnum við að því að fara í krefjandi fjallgöngur líka.“ Gott að búa með húsgagnasmiði Valgerðar og Karl Fannar keyptu íbúðina sem stendur við Klambratún fyrir rúmu ári. „Við gerðum íbúðina alla upp. Skiptum um innréttingar og gólfefni sem voru orðin mjög lúin. Við brutum einnig niður tvo veggi til að breyta herbergi aftur í borðstofu. Karl Fann- ar er húsgagnasmiður að mennt og mjög handlaginn og svo eru pabbi hans og stjúpi einnig ansi lunknir svo við gerðum íbúðina að mestu upp sjálf með hjálp fjölskyldunnar. Við réðum þó pípara og rafvirkja í þau verk og vinur okkar sem er smiður hjálpaði okkur að steypa gólf og veggi. Það tók okkur tæpa þrjá mánuði að gera íbúðina upp á kór- ónuveirutímum. Það var þolinmæðisvinna að þurfa að fara í röð í þrjú mismunandi sóttvarnahólf í sömu bygging- arvöruverslun og eiga kannski eina til tvær verslanir aðrar eftir. Mér líður svona eftir á eins og ég hafi verið mestmegnis að skutlast og í röðum á með- an karlarnir unnu í íbúðinni. Ég sá til þess að þeir væru vel nærðir og var Valgerður Árnadóttir og Karl Fannar Sævarsson búa í fallegri íbúð við Klambratún sem þau keyptu fyrir rúmu ári. Þau gerðu hlutina sjálf og notuðu meðal annars You- Tube til að finna út hvernig best væri að flísaleggja baðið. Hún vann sem innkaupastjóri áður og kostuðu endur- bætur á baðherberginu 800 þúsund krónur. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Það þarf ekki að kostamikið að gera upp íbúð Liturinn í svefnherberginu heitir Copper Orange frá Nordsjö og fæst í Sérefni. Við gerðum íbúðina alla upp. Skiptum um inn- réttingar og gólfefni sem voru orðin mjög lúin. Við brutum einnig niður tvo veggi til að breyta her- bergi aftur í borðstofu. 5 SJÁ SÍÐU 10 Eldhúsinnréttingin er úr Ikea. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sinnepsguli stóll- inn er frá Norda. Valgerður Árnadóttir er sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.