Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 18
E igendur keyptu húsið tilbúið undir tréverk og fengu mig til liðs við sig snemma árs 2019. Skipulagið í hús- inu var nokkuð gott svo ekki þurfti að gera miklar breytingar á því. Þetta er einbýli á einni hæð í funkís-stíl um- kringt fallegri náttúru þar sem mosi og hraun er í forgrunni,“ segir Sæja og þegar hún er spurð út í óskir húseigendanna kemur í ljós að þau höfðu skoðanir á efnisvali. „Þau vildu til dæmis hafa innréttingarnar dökkar og vildu fá spa-baðherbergi,“ segir hún. Hvaða efnivið notaðir þú? „Innréttingar eru spónlagðar með eik og bæsaðar dökkar, ýmist með svörtum höldum eða gripum. Inni á milli eru smáatriði úr mess- ing. Borðplöturnar eru frá Granítsmiðjunni og heitir steinninn Kelya. Ég nota líka Arabes- cato-marmara. Á gólfum eru stórar flísar frá Agli Árnasyni og hluti herbergja er teppalagð- ur með teppi frá Stepp. Til að brjóta upp flís- arnar á böðum notaði ég dökkar marmarafl- ísar frá Vídd sem ég sneri lóðrétt. Efnis- og litapalletan smellpassar í umhverfið sem um- lykur húsið,“ segir Sæja. Þegar ég spyr hana út í höldurnar sem setja svip sinn á innrétting- arnar upplýsir hún að þær komi frá Viefe. Sæja segir að eigendur hússins hafi líka ver- ið með ákveðnar skoðanir á því hvað ætti að vera í eldhúsinu. „Húsráðendur vildu gott vinnupláss, tvo kæla, vínkæli, tvo ofna, tækjaskáp og barstóla. Og eiginlega bara það helsta. Þau vildu ekki marmara eða annan viðkvæman stein í eldhús- ið og því notaði ég Kelya-steininn þar og tengdi hann svo aftur inn á böð með því að setja dökkar marmaraflísar á veggina í stíl,“ segir hún. Sæja hefur sett saman litakort fyrir Slipp- félagið. Hún hefur næmt auga fyrir því hvern- ig fallegast er að blanda saman litum. Þegar ég spyr hana út í innimálninguna í húsinu kemur í ljós að það er margt sem kemur á óvart þar. „Aðallitur hússins að innan er litur úr Slipp- félaginu sem átti að vera í nýjasta litakortinu Dökkar innrétt- ingar, marmari og spa-baðherbergi Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er alltaf kölluð Sæja. Stíll- inn hennar er einstakur enda er hún eftirsótt í sínu starfi. Árið 2019 hann- aði hún heimili fyrir fólk sem gerði kröfur um að það væru tveir ofnar í eld- húsinu, tveir kæliskápar og vínkælir. Eins og sést tókst að sameina fegurð og notagildi á heillandi hátt. MartaMaría | mm@mbl.is Vínskápurinn er við endann á eldhúsinnréttingunni. Hann er með bronsspeglum í bakið sem er guðdómlegt! 5 SJÁ SÍÐU 20 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 • Er komið að húsnæðis- skiptum eða vantar þig stuðning og ráðgjöf við erfðaskrá, kaupmála eða dánarbússkipti? • Vilt þú fá lögmann þér við hlið við sölu fasteignar án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu? • BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið. Elín Sigrún, lögmaður sími 783 8600 elin@buumvel.is www.buumvel.is Sérhæfð lögfræðiþjónusta við búsetuskipti með áherslu á 60+ Húsráðendur vildu tvo ofna, tvöfaldan kæli og vildu dökka eikarinnréttingu. Sæja notaði granít á borðplötuna. Lampi úr Heimili og Hugmyndum gefur milda og fallega lýsingu. Skápurinn í stofunni er hannaður af Sæju en undir skápnum er marmaraklæddur bekkur. Bak við þetta allt er sjónvarp sem er falið á bak við hurðir þegar það er ekki í notkun. Höldurnar á fata- skápnum eru mjög langar og framkalla ákveðinn karakter. „Húsráðendur vildu gott vinnupláss, tvo kæla, vínkæli, tvo ofna, tækjaskáp og barstóla. Og eiginlega bara það helsta. Þau vildu ekki marm- ara eða annan viðkvæman stein í eldhúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.