Morgunblaðið - 11.06.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.06.2021, Qupperneq 17
framsetningu. Við leggjum mikið upp úr að stilla út og skapa þar ákveðið andrúmsloft á meðan í Fellsmúla er meiri áhersla lögð á einfaldari framsetningu og keyrt á magni. Viðtökur GH á Hverfisgötu hafa verið frábærar og viðskiptavinir okkar mjög jákvæðir. Ég persónulega hef trú á framtíð miðbæjarins enda starfaði ég þar í verslun í mörg ár á árum áður, fyrir Kringlu og Smáralind. Allar borgir þurfa að hafa miðbæ með fjölbreyttum verslunum og þjónustu, við teljum okkur vera að leggja af mörkunum þar. En við erum ekki hætt og erum að skoða að bæta enn frekar við verslunarrými Góða hirðisins.“ Hvað með þitt eigið heimili? „Við keyptum okkur hús á Akranesi fyrir ári og fer ein- staklega vel um fjölskylduna okkar hér. Hér er ró, öll þjónusta, stutt í náttúruna og svo göngum við bara út á golfvöll sem er mikið fjölskyldusport á okkar heimili.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima? „Það er klárlega sólstofan. Hún hefur verið minn griða- staður og vinnustaður á tímum kórónuveirunnar. Þaðan horfi ég upp á Akrafjallið og kann einstaklega vel við mig á stað með svo góðu útsýni.“ Hvað með uppáhaldshúsgagnið þitt? „Það er skemill sem hann afi minn heitinn, Gunnar Guð- mundsson, tré- og húsgagnasmiður, smíðaði. Skemillinn er vel yfir 50 ára og hefur því verið í mínu lífi alla tíð. Hann er enn með upprunalega áklæðinu sem reyndar er nú orðið lúið og planið er að láta bólstra hann upp á nýtt. Hann minnir mig á afa minn sem var mikill handverksmaður og smíðaði mikið af tekkhúsgögnum. Ég á líka mjög fallegan tekkbakka eftir hann. Þessir hlutir munu fá að vera sam- ferða mér og færast svo til barnanna minna. Mér finnst það fallegt.“ Er sjálf mikið fyrir gamla hluti Kaupir þú mikið af húsgögnum sjálf sem eru antík? „Það hef ég alltaf gert alveg frá því ég flutti að heiman. Mér finnst skapast meiri karakter á heimilum þar sem þetta nýja og gamla fær að mætast. Það væri líka bara svo mikil synd að loka á alla fallegu munina og hand- bragðið sem orðið hefur til í gegnum árin. Svo er auð- veldara að skipta notuðu út því það eru oftast ódýrari munir og þá verður okkar nánasta umhverfi ekki staðnað.“ Ruth vil hvetja alla lands- menn til að huga að endurnotum. „Við Íslendingar erum mikið neyslusamfélag sem er gott og blessað en við verð- um þá að vera tilbúin til að taka ábyrgð á hringrásar- hagkerfinu okkar. Gefið hlutum annað líf. Maður hefur séð ótrúlega fallega hluti umbreytast með smá ást, sand- pappír, málningu eða spreyi.“ Ruth hvetur fólk til að huga að endurnotum. Þannig gefum við hlutum annað líf. „Við Íslendingar er- ummikið neyslu- samfélag sem er gott og blessað en við verðum þá að vera tilbúin til að taka ábyrgð á hringrás- arhagkerfinu okkar.“ Góði hirðirinn er með fallega verslun á Hverfisgötu. FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 17 EIGUM VON Á NÝBYGGINGUM Í SÖLU ..NÁNAR Á FJARFESTING.IS Óskar Þór Hilmarsson Framkvæmdastjóri / Löggiltur fasteignasali Sími 822 8750 oskar@fjarfesting.is Hilmar Óskarsson Stjórnarformaður Sími 896 8750 hilmar@fjarfesting.is Guðjón Sigurjónsson Rekstrarfr./ Löggiltur fasteignasali Sími 846 1511 gudjon@fjarfesting.is Pálmi B. Almarsson Löggiltur fasteignasali Sími 846 1511 gudjon@fjarfesting.is Smári Jónsson Löggiltur fasteignasali Sími 864 1362 smari@fjarfesting.is Edda Svavarsdóttir Löggiltur fasteignasali Sími 845 0425 edda@fjarfesting.is Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson Löggiltur fasteignasali Sími 699 4675 thorlakur@fjarfesting.is Guðmundur H. Valtýsson Viðskiptafr./ Löggiltur fasteignasali Sími 865 3022 gudmundur@fjarfesting.is Berglind Nanna Kristinsdóttir Skrifstofustjóri Sími 562 4250 berglind@fjarfesting.is Hildur Edda Gunnarsdóttir Lögfræðingur/lögg.fs. Sími 661 0804 hildur@fjarfesting.is Okkur vantar allar eignir á söluskrá Traust og góð þjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.