Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 22
H
afdís og Emil eiga þrjú uppkomin börn saman. Þau vildu festa kaup á eign sem væri
rúmgóð, jafnvel þannig að hægt væri að útbúa litla íbúð í fyrir einn son þeirra og
tengdadóttur.
„Við fjölskyldan erum ánægð með húsið og heldur það vel utan um allar þarfir
okkar heimilisfólksins. Það er góður andi í húsinu og var vandað til verka þótt við
gerðum hlutina sjálf.
Húsið var frekar gamaldags og ég sagði við manninn
minn að ef við færum í þessi kaup þá þyrftum við að
breyta heilmiklu og við gerðum það.“
Það var ekki í boði að ferðast á þeim tíma sem húsið
var keypt og lítið um mannamót svo fjölskyldan hafði
góðan tíma til að einbeita sér að verkefninu.
„Við gripum tækifærið þegar engar utanlandsferðir
voru í boði vegna kórónuveirunnar.
Í raun á ég ekki heiðurinn af framkvæmdunum
heima heldur maðurinn minn, Nadía Ýr Emilsdóttir,
dóttir okkar, og Leó Snær Emilsson, sonur okkar.“
Hvað heillaði þig við húsið?
„Það sem heillaði mig var hvað það er rúmgott og fal-
legt, eða öllu heldur bauð upp á mikla fegurð eftir end-
urbætur.
Í húsinu voru aukaherbergi á neðri hæðinni sem
hægt var að breyta í aukaíbúð fyrir son okkar. Við fór-
um í fallega framkvæmd þar.
Svo í dag má segja að ég sé loksins komin í draumahúsið mitt.“
Hvað ráðleggur þú fólki sem á sér draumahús en finnst flókið að fara af stað og breyta og bæta
heima hjá sér?
„Það þarf að skoða vel í kringum sig eins og við gerðum.
Ég sá strax þegar ég kom inn í húsið að mig langaði að skipta út eldhúsinu og mála loftið hvítt.
Svo vildi ég skipta um gólfefni líka. Þessar breytingar voru vel fjárfestingarinnar virði. Við
keyptum parketið í Harðviðarvali.“
Handlagin fjölskylda sem vinnur vel saman
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?
„Ég verð að segja eldhúsið. Það er einstaklega fallegt og gott að vinna í því.
Við völdum innréttingar í eldhúsið í IKEA en ég hafði áður verið með eldhús þaðan og var
mjög ánægð með það líka.“
Hafdísi finnst mikilvægt að hafa í huga smekk og þarfir allra sem á heimilinu búa þegar hús
eru gerð upp.
„Fjölskyldan var dugleg í framkvæmdunum meðan á breytingunum stóð. Við keyptum húsið 9.
september árið 2020 og vorum flutt inn 12. desember sama ár. Það var dásamlegt að verja jól-
unum í nýuppgerðu húsi og mæli ég með fyrir alla að fara í breytingar af þessum toga þannig að
allir sem búa á heimilinu noti sína verkhæfni svo draumurinn verði að veruleika.“
Morgunblaðið/Eggert
Stólarnir í eldhúsinu eru allir eins.
„Við nýtt-
um tímann
þegar ekki
var hægt
að ferðast“
Hafdís Svavarsdóttir, við-
skiptafræðingur og meist-
aranemi á Bifröst, og Emil
Hilmarsson tölvunarfræðingur
keyptu sér nýverið drauma-
húsið og gerðu það upp sam-
an ásamt börnum sínum. Þau
notuðu tækifærið þar sem kór-
ónuveiran var í hámarki og
ekki hægt að ferðast.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Pallurinn er stór með heitum potti og eldstæði.
Innréttingin í eldhúsinu er úr Ikea.
Myndir af þeim sem eru fallnir frá.
Viðurinn á veggnum tónar vel við viðinn í eyjunni.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021