Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 4
M
ar Studio er markaðsstúdíó og
ráðgjafarfyrirtæki sem býr til
efni og stefnu fyrir fyrirtæki.
Eins hefur vinna mín í sam-
vinnu við fyrirtæki á netinu tek-
ið drjúgan tíma. Þrátt fyrir það þá reyni ég að
passa rosalega vel upp á húðina mína. Ég er að
verða þrítugur og húðin að byrja að bera
merki þess.“
Húðin er farin að eldast
Það sem hefur alltaf verið mikilvægt
fyrir Helga er að fara að sofa með
hreint hárið.
„Hársprey og hárvax fer ekki
vel með húðina á koddaverinu.
Ég þríf alltaf á mér húðina á
kvöldin og nota húð-
hreinsivörur frá Clinique
Men, Skin-Regimen og La
Mer. Eins mikið og mig lang-
ar að þrífa húðina á morgn-
ana þá er ég ekki morgunhani
svo rakakrem er það eina sem
fer á húðina þá. Svo finnst mér
algjörlega nauðsynlegt að nota
sólarvörn daglega. Það er alveg
magnað að sjá muninn á húðinni eftir
að ég byrjaði að nota sólarvörn. Ég
vil þó kalla þetta húðvörn og hvet
alla til að nota hana allan ársins
hring. Ég drekk einnig alltaf „po-
wer boost“ á morgnana hlaðið
hampfræjum og grænu gulli og tek
mjög mörg vítamín. Húðvítamínin
eru Hair Skin and Nails frá Chitoc-
are, kollagenið frá Iceherbs og
hampfræolía í töfluformi.“
Hvaða krem notarðu daglega?
„Ég nota alltaf sólarvörn en mín
sólarvörn er frá Clinique Men og
heitir Super Energizer SPF 40. Ég
nota einnig rakakremin frá Clini-
que Men og flakka á milli Moistu-
rizing Lotion og Anti Age Moisturizer. Á
sparidögum nota ég rakakremið fræga frá La
Mer. Á kvöldin ber ég á mig allskonar krem.
Ég set alltaf á mig serum á kvöldin. Anti Ag-
ing Repair-serumið frá Chitocare er að koma
gríðarlega sterkt inn núna. Það er glænýtt og
fær fullt hús stiga frá mér. Ég get einnig mælt
með BioEffect-seruminu, The Concentrate frá
La Mer, Retinol frá SkinCeuticals og Night
Detox frá SkinRegimen. Mér finnst æðislegt
að nota krem á kvöldin áður en ég leggst á
koddann og telja mér trú um að ég vakni
yngri.“
Brúnkukrem er einnig fyrir karlmenn
Eiga karlar ekki að nota snyrtivörur til jafns
við konur?
„Jú algjörlega. Mér finnst það að passa upp
á húðina sína mjög kynlaust. Að hugsa um
húðina er eitt form þess að hugsa um sig og
taka tíma fyrir sig og líta vel út.
Það er hægt að fá meira sjálfstraust með því
að passa vel upp á húðina og á það ekki síst við
karlmenn.
bara einn en núna fer það eftir skapi.
Sauvage og Homme frá Dior eru hvers-
dagsilmirnir mínir. Svo er Tom Ford Noir de
Noir og Super Cedar frá ByRedo aðeins meira
spari. Svo var ég að uppgötva íslenska fyrir-
tækið Fischer þegar ég var að skoða mig um í
Rammagerðinni. Það
eru guðdómlegir ilm-
ir einnig!“
Velur sér náttúru-
lega liti í klæðnaði
Áttu leyndarmál er
tengist hárinu sem þú
ert til í að deila með
okkur?
„Að blása hárið er
að sjálfsögðu mikið
baks. Strákar gleyma því oft.
Þess vegna er maður alltaf svona ógeðslega
sætur eftir klippingu og svo nær maður aldrei
að hafa það jafn fínt eftir á. Kannast ekki allir
við það? Svo er það svo ótrúlega mismunandi.
Ég til dæmis get ekki verið sætur með hár á
hliðunum þó ég mundi reyna það. Svo ég þarf
alltaf að hafa það vel snyrt og klippt. Ég hef
oftar en einu sinni verið örvæntingarfullur og
reynt að raka það sjálfur rétt fyrir teiti eða
einhvern viðburð og þá verið eins og kjáni.
Að fara í klippingu er einnig form af sjálfs-
dekri. Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið.“
Hvað er í snyrtitöskunni þeg-
ar þú ferð í ræktina?
„Ég læt mér nægja raka-
krem og svitalyktareyði.
En ég nota Dior Sau-
vage.“
Hvernig lýsir þú
þínum eigin fata-
stíl?
„Mér hefur aldr-
ei tekist að lýsa
honum. Ég er mik-
ill tvíburi. Ég vil
vera í stórum fötum
eða bara vel sniðnum
fötum. Ég klæðist
náttúrulegum litum. Þú
sérð mig sjaldan í sterkum
litum. Svo ætli það sé ekki
sannleikanum samkvæmt að
segja að fatastíllinn minn sé svolítið tví-
buralegur.“
Hollt mataræði hefur áhrif á húðina
Hefur mataræðið áhrif á útlitið?
„Jenna á Húðlæknastöðinni er minn gúru
þegar kemur að húð og hlusta ég alltaf á Húð-
kastið sem hún stýrir. Hún vill meina að það
hafi ekki endilega afgerandi áhrif en þó ein-
hver. Ég allavega sturta í mig hampfræolíu,
drekk mikið af vatni og borða eins mikið grænt
og ég get komið ofan í mig. Ég er svo sem al-
veg sammála því að það hafi ekki afgerandi
áhrif en ég held að öll óhollusta sýni sig á útlit-
inu. Hvort svo sem það er ruslfæði, sígarettur
eða alkóhól. Holl fæða gerir okkur gott á öllum
sviðum og ég hef það í huga alltaf.“
Helgi mælir með því við alla að huga að húð-
inni og þá sér í lagi að huga að húðvörnum.
„Ég nota mjög rakagefandi húðvarnir og gef
húðinni minni góðan tíma. Það er mjög heil-
andi.
Við lifum á svo miklum hraða og því er svo
mikilvægt að nýta allskonar stundir fyrir okk-
ur sjálf og í hluti sem gefa okkur andlegan
ávinning.“
Karlmenn
orðnirmeðvit-
aðir umhúðina
Helgi Ómarsson er maður sem vill hafa nóg á sinni könnu.
Hann starfar sem ljósmyndari, gerir hlaðvarpsþætti um helgar
og síðan er skartgripalína hans í samvinnu við Dagmar
Mýrdal, 1104 by Mar, að slá í gegn um þessar mundir.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Helgi notar nokkra ilmi. Sauvage og
Homme frá Dior eru hversdagsilm-
irnir hans. Tom Ford Noir de Noir og
Super Cedar frá ByRedo eru ilmirnir
sem hann notar spari.
Sauvage-ilmurinn frá Di-
or er með keim af mand-
arínu og bergamot.
Helgi Ómarsson
leggur áherslu á
að þrífa húðina
vel á kvöldin.
Dior Homme-
ilmurinn er
með keim af
leðri, við og
rós svo eitt-
hvað sé nefnt.
Helgi notar Clini-
que for Men raka-
kremin.
Helgi notar allskonar
krem á kvöldin.
Ljósmyndir/Helgi Ómars
Í raun tel ég karlmenn spá alveg jafn mikið í
krem og konur. Þeir setja á sig brúnkukrem til
dæmis og eru orðnir miklu opnari að setja á
sig hyljara eða bólufelara. Það finnst mér frá-
bært. Ég fæ endalaust mikið af spurningum á
Instagramminu mínu hvað á að kaupa eða
hvað hægt sé að gera. Að líta vel út að utan er
líka að líða vel að innan.“
Hvaða ilm notar þú?
„Ég nota nokkra. Ég notaði einu sinni alltaf
Að verja húðina fyrir sólinni
er mikilvægt allan ársins
hring að mati Helga.
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021