Morgunblaðið - 12.06.2021, Page 16

Morgunblaðið - 12.06.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 H vernig hefur herratískan breyst eftir að kórónuveiran bankaði upp á? „Það má segja að þegar tíma- mót verða í þjóðfélaginu eins og þessi faraldur er þá breytist margt. Fólk fer að hugsa öðruvísi og þar af leiðandi að klæða sig öðruvísi. Margir fóru að vinna heima og þar af leiðandi að klæða sig öðruvísi en á vinnustaðn- um. Við fundum að margir vildu ekki vera á náttfötunum á Zoom-fundunum og má segja að það hafi orðið sprenging í sölu á hversdags- klæðnaði,“ segir Vilhjálmur. „Þegar höftin hafa horfið smátt og smátt vilja karlmenn fá sér eitthvað fallegt þegar farið er eitthvað út eða breyta um stíl í vinnunni. Það varð sprenging í sölu á joggingpeysum og bux- um. Svo hafa strigaskór tekið fram úr spari- skónum í sölu. Stóru merkin okkar, Hugo Boss, Polo, Ralph Lauren og Armani, hafa öll verið með nýjar áherslur og áhugavert að á tímum Covid voru hettupeysur og peysur með logo það sem viðskiptavinirnir vildu fá hjá okkur. Karl- menn vilja vera afslappaðri og „casual“ dags- daglega en í leiðinni leggja mikinn metnað í fínu fötin þegar tækifæri gefst,“ segir Pét- ur. Pétur og Vilhjálmur eru sammála um að síðustu misseri hafi orðið sprenging í sölu á laugardagsfötum eða hversdags- klæðnaði eins og þeir kalla það. Þeir segja að fyrir nokkrum árum hafi þeir aðallega selt skyrtur og bindi en nú sé margt að breytast. „Að eiga vandaða strigaskó, flottar gallabuxur og joggingpeysu er klárlega það sem við sjáum gríðarlega aukningu í fyrir ut- an allt sem við erum þekktir fyrir sem er „for- mal“ klæðnaður,“ segir Vilhjálmur og Pétur ját- ar að 2020 hafi alls ekki verið stórt söluár þegar kom að jakkafötum og skyrtum. „Allar árshátíðir, brúðkaup og veislur voru blásnar af en um leið og það er að breytast núna hefur allt farið á fullt og við við- búnir með gott úrval í verslunum okk- ar. Okkar sérstaða er auðvitað gríðarlegt úrval og því auðvitað ekki annað hægt en að fagna því hversu vel viðskiptavinir hafa tekið því sem við erum að gera í innkaupum með opnum örmum og við finn- um að þeir eru ánægðir með það sem við erum að sýna þeim,“ segir Pétur. Við ræðum meira um heimavinnu og áhrif henn- ar á fataval og tísku. Þeir vilja ekki meina að heima- vinnan hafi haft mikil áhrif og í raun ekki breytt innkaupum á fatnaði ef heildin er skoðuð. „Þegar höftin eru að fara eru menn þyrstir í að fá sér falleg jakka- föt eða stakan jakka en til viðbótar sjáum við að það er orðið svo langt síðan menn fóru í fínni fötin þannig að það má ætla að menn þurfi nú að fá sér ný jakkaföt eða jakka. Svo hafa margir breyst í vaxtarlaginu. Covid- kílóin ýmist hafa bæst á eða fokið af,“ segir Vil- hjálmur og hlær. Hvaða breytingu sjáið þið helst? „Það er margt sem minnir á tímana eftir efnahagshrunið. Það er ívið meiri litagleði og menn þora aðeins að breyta af vananum og vera frjálslegri í klæðaburði. Það einhvern veginn virðist gerast að menn vilja lyfta upp andanum. Það hafa margir breytt og bætt heima við og að sjálfsögðu má ekki gleyma sjálfum sér,“ segir Pétur. Þegar þeir eru spurðir út í vor- og sumartísk- una segja þeir að það verði meira um afslapp- aðri snið á jökkum og skyrtum. „Axlapúðarnir hafa horfið að mestu og áherslan er að vera í vel sniðnum fötum en ekki of þröngu. Ljós- ari litir í jökkum og bómullar- og hörblönduefni gefa frjálslegt og afslapp- að yfirbragð. Einnig sjáum við mikla aukningu í að menn vilji vandaðar og flottar gallabuxur þar sem þær eru viðurkenndur fatnaður nánast alls staðar,“ segir Vilhjálmur. Finnst ykkur karlar farnir að leyfa sér meira þegar kemur að herratísku? „Já, við finnum að menn kunna að meta gæðin. Sérsaumurinn í Herra- garðinum er alltaf að verða vinsælli og ef þú kaupir þér vandað þá ertu að kaupa þér flottari vöru, hún endist betur og þú lítur auðvitað mun betur út. Fötin skapa nú einu sinni mann- inn. Svo er líka þessi blanda að eiga bæði vandaðan hversdagsklæðnað, gallabuxur og peysu og svo á hinn bóginn að eiga vandaðan sparifatnað sem hentar við mismunandi tækifæri,“ segir Vilhjálmur. Hvað einkennir vel klæddan karl- mann? „Í fyrsta lagi þurfa menn að sjá vel um föt- in sín og bera virðingu fyrir þeim. Að bursta skóna og strauja skyrtuna er grunnurinn. Svo er mikilvægt að vera ekki í sömu fötunum tvisv- ar í röð. Eins og að leggja áherslu á heimilið sitt og raða því fallega upp þurfa menn að leggja metnað á sama hátt með fötin sín,“ segir Pétur. Hver eru mestu tískumistök sem karlar gera? „Þau geta verið af mörgum toga. Að hneppa báðum tölum á tveggja tölu jakka fær okkur til að iða í skinninu. Karlmenn eiga það einnig til að vera í of síðum buxum og með of langar erm- ar. Síðan eruð það litlu hlutirnir. Að vera ekki með eldgamalt belti og í sokkum sem ekki passa við fötin. Annars eru íslenskir karlmenn upp til hópa frekar vel klæddir,“ segir Vilhjálmur. Ef þið væruð að fara að ganga í hjónaband í sumar. Í hverju mynduð þið vera? „Þar erum við ívið íhaldssamir. Maður vill ekki fela brúðkaupsmyndina eftir nokkur ár þegar fólk kemur í heimsókn og því eru falleg klassísk jakkaföt eða smóking við hæfi. Við gift- um okkur til að mynda báðir í svörtum smók- ing,“ segir Pétur. Þegar ég spyr þá fyrir hverju þeir eru veik- astir þegar kemur að fatnaði játar Pétur að hann hafi mikið dálæti á þverröndóttum bolum og því sem hann kallar druslujökkum sem er auðvitað bara frjálslegur blazer. Á meðan Pétur vill vera í druslujökkum er Vilhjálmur sér- stakur áhugmaður um dökkblá jakkaföt og jakka og falleg ítölsk efni sem hann býður upp á í sérsaumnum verða oftast fyrir valinu. Hvað þurfa allir karlar að eiga í fataskápnum sínum í sumar? „Fallegan stakan jakka, fínar gallabuxur og fallega strigaskó, það ætti að dekka sum- arpartíin og vinnuklæðnaðinn. En menn þurfa að muna að eiga til skiptanna,“ segir Pétur. Er fólk að eyða meiri peningum í föt núna en oft áður? „Já, okkur finnst mikið af nýjum kúnnum sem vilja eiga vandaðri og þar með ívið dýrari vöru en þeir höfðu áður keypt. Það líka er gott að koma til okkar og fá ráð og leiðbeiningar um hvernig eigi að klæða sig við hvert tækifæri. því fylgir auðvitað fjárfesting í sjálfan sig,“ segir Vilhjálmur. Í blálokin spyr ég þá um sínar helstu tísku- fyrirmyndir. Svarið er einfalt, þeir dýrka James Bond. „Hann kann að klæða sig við hvert tækifæri og því er málið einfalt. Strákar horfið á allar Bond-myndirnar og komið svo í spjall,“ segja þeir nánast í kór. Druslujakkar og James Bond Pétur Ívarsson, verslunarstjóri í Boss í Kringlunni, og Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum, hafa klætt karla þessa lands síðustu áratugi. Þeir búa yfir mikilli reynslu þegar kemur að sniðum, efnum og herratísku al- mennt. Pétur játar að hann dýrkar druslujakka og Vilhjálmur vill helst alltaf vera glerfínn. MartaMaría | mm@mbl.is Vilhjálmur Svan Vilhjálms- son, verslunarstjóri í Herragarðinum, og Pétur Ívarsson, verslunarstjóri í Boss-búðinni í Kringlunni. Pierce Brosnan gerði gott mót sem James Bond. Hér er hann ásamt Halle Berry en myndin var tekin 2002. Daniel Craig í hlutverki James Bond. Reuters Reuters Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Að hneppa báðum tölum á tveggja tölu jakka fær okkur til að iða í skinninu. Karlmenn eiga það einnig til að vera í of síðum buxum ogmeð of langar ermar. Síðan eruð það litlu hlutirnir. Að vera ekki með eldgamalt belti og í sokkum sem ekki passa við fötin. Annars eru íslenskir karlmenn upp til hópa frekar vel klæddir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.