Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021
Skóla- og frístundasvið
Fjármálasérfræðingur - Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálasérfræðings laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og
metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs. Næsti yfirmaður fjármálasérfræðings
er fjármálastjóri sviðsins og helstu verkefni tengjast fjármálaþjónustu, reikningsskilum og gerð fjárhagsáætlunar fyrir
starfsstaði sviðsins. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkur-
borgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dag-
foreldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir
20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 59 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum.
Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Guðbjörnsson, deildastjóri í síma 411-1111
Netföng: kristjan.gunnarsson@reykjavik.is / gudmundur.gudbjornsson@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til og með 5.júlí 2021.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umssjón með fjárhagslíkani grunnskóla
• Gerð fjárhagsáætlana.
• Mánaðarleg uppgjör og frávikagreining.
• Fjárhagslegt eftirlit til að tryggja að útgjöld séu
innan fjárheimilda.
• Greiningarvinna og fjárhagseftirlit.
• Fjarhagsupplýsingagjöf til stjórnenda.
Hæfniskröfur
• Háskólagráða í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun
sem nýtist í starfi.
• Mastersgráða kostur.
• Reynsla af vinnu við uppgjör og áætlanagerð æskileg.
• Reynsla af lykiltalnagreiningu æskileg.
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Þekking á rekstri grunnskóla er kostur.
• Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu
og riti.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri
í starfi.
• Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
• Lipurð í samskiptum.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað
starfsfólks, stuðning til náms og
heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum,
snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.
ÚTIBÚSSTJÓRI
REYÐARFIRÐI
JAFNLAUNAVOTTUN
2019–2022
Olíuverzlun Íslands óskar eftir að ráða útibús- og
svæðisstjóra á Austurlandi með starfsstöð á Reyðarfirði.
Um er að ræða krefjandi stjórnunarstarf sem tengist öflugu
þjónustuneti Olís um land allt.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur útibús Olís á Reyðarfirði
• Sala og ráðgjöf til viðskiptavina félagsins á svæðinu
frá Djúpavogi til Vopnafjarðar
• Stofnun nýrra viðskiptasambanda
• Umsjón með lager og dreifingu á vörum
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku
• Rík þjónustulund
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð samskiptahæfni
• Frumkvæði
• Gott vald á íslensku
• Góð tölvuhæfni og skipulögð vinnubrögð
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir
Stefán Segatta, ss@olis.is.
Vinsamlega sendið umsóknir til mannauðsstjóra Olís,
Ragnheiðar Bjarkar, á rbg@olis.is merktar „Útibússtjóri“.
Umsóknarfrestur er til 4. júlí 2021.
SPENNANDI STARF Á AUSTURLANDI
Fyrirtæki
ársins
2021