Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 01.07.2021, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 9 Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2021. Helstu verkefni og ábyrgð: Rekstrarstjóri ber ábyrgð á framangreindum framkvæmdum auk annars sem viðkemur daglegum rekstri veitnanna. Rekstrarstjóri veitir ráðgjöf um málefni veitnanna og kemur að undirbúningi nýframkvæmda á vegum þeirra. Rekstrarstjóri hefur umsjón með innkaupum, útboðum og samningum sem snúa að veitunum auk þess að hafa yfirumsjón með þeim starfsmönnum sveitar- félagsins sem sinna verkefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf. Rekstrarstjóri ber fjárhagslega ábyrgð á rekstri Orkuveitu Húsavíkur ohf. Um fullt starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttar- félags. Ráðið er í öll störf hjá Norðurþingi óháð kyni. Norðurþing er öflugt sveitarfélag í sókn þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár og frekari framkvæmdir í tengslum við atvinnu- uppbyggingu eru á döfinni. Orkuveita Húsavíkur ohf. annast daglegan rekstur og viðhald vatns-, hita- og fráveitu sveitarfélagsins Norðurþings. Jafnframt annast Orkuveitan allt viðhald veitukerfanna, nýframkvæmdir og heimlagnir sem heyra undir Norðurþing. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun sem nýtist í starfi æskileg • Menntun á sviði iðngreina, svo sem vélvirkjunar, pípulagna eða sambærilegra greina • Reynsla á sviði rekstrar og fjármála er æskileg, kostur ef hún er af rekstri veitna • Þekking á samningagerð er skilyrði • Reynsla og þekking á stjórnun verklegra veitu- framkvæmda er kostur • Þekking á opinberum innkaupum er kostur • Góð tölvukunnátta skilyrði • Þekking á teikni/hönnunarforritum er kostur • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðumáli nauðsynleg • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Nánari upplýsingar veita Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri eða Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri í síma 464 6100. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vefsíðunni www.fastradningar.is og láta fylgja með ferilskrá og kynningarbréf sem inniheldur rökstuðning fyrir hæfni í starfið. NORÐURÞING AUGLÝSIR STARF REKSTRARSTJÓRA VEITNA ORKUVEITU HÚSAVÍKUR OHF Við hjá Lífi og sál erum þéttur hópur sálfræðinga og sáttamiðlara sem vinnur bæði fyrir einstaklinga, starfshópa og stjórnendur. Líf og sál hefur verið starfrækt í rúm tuttugu ár og býr því yfir mikilli reynslu á vettvangi meðferðar sem og vinnusálfræði. Nú leitum við að einstaklingi í teymið okkar. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 30. júlí 2021. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rök- stuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsókn berist til Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðings og framkvæmdastjóra Lífs og sálar, thorkatla@lifogsal.is. Sjá nánar um Líf og sál á www.lifogsal.is. Starfssvið • Meðferðarvinna fullorðinna. • Handleiðsla og ráðgjöf fyrir fagfólk, stjórnendur fyrirtækja og innan stjórnsýslu um hvaðeina sem lýtur að sálfélagslegum áhættuþáttum á vinnu- stöðum. • Úttektir vegna sálfélagslegra áhættuþátta, s.s. vinnustaðagreiningar, úttektir vegna samstarfserfiðleika, áreitni, eineltis. • Fræðsla í formi fyrirlestra og námskeiða. • Önnur tilfallandi verkefni á sviði meðferðar og vinnusálfræði. Hæfniskröfur • Löggilding til starfa sem sálfræðingur á Íslandi. • Klínísk reynsla æskileg. • Reynsla af verkefnum á sviði vinnusálfræði æskileg. • Frammúrskarandi samskiptafærni og áhugi á teymisvinnu. • Fagmennska, frumkvæði og drifkraftur. • Ögun í vinnubrögðum og sveigjanleiki. • Góð íslenskukunnátta og kunnátta í erlendum tungumálum í töluðu og rituðu máli. Líf og sál vantar liðsauka Ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta auglýsing Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is intellecta.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.