Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021
Ég held að ég hafi verið fimm ára þegarég fór í fyrsta sinn á slysavarðstof-una. Þá var ég nýfluttur í Hlíð-
argerðið, var að leika við krakka í götunni
og tókst að handleggsbrjóta mig. Það var
reyndar ekki alslæmt því það þótti býsna
svalt á þeim árum að mæta í gifsi fyrsta
skóladaginn.
Þetta er ein af fyrstu minningum mínum
frá þessu nýja hverfi. Reyndar eru mjög
margar minningar mínar frá þessum árum
af heimsóknum á slysavarðstofuna. Eða
slysó eins og hún er yfirleitt kölluð. Þangað
mætti ég reglulega með allt frá gati á
hausnum yfir í fótbrot. Mamma talaði
stundum um að hún ætti að fá afslátt af því
ég væri svo tíður gestur.
Örlögin háttuðu því svo til að ein dóttir
mín tók upp á þessu líka og hún sýndi jafn-
vel meira hugmyndaflug í meiðslum sínum
sem náðu hámarki þegar hún hoppaði á
kjöthitamæli. Það hlýtur eiginlega að vera
einhvers konar met.
Ég endurnýjaði kynnin um daginn. Datt
eins og bjáni í sundi, af öllum stöðum. Og
var aftur mættur á slysó. Að bíða. Og þar
sem ég sit þarna og bíð í hátt í þrjá tíma þá
rifjast það upp fyrir mér að svona hefur
þetta alltaf verið. Nánast hver einasta ferð
hefur kostað nokkurra klukkutíma bið. Og
þá hefur engu máli skipt á hvaða tíma sól-
arhrings maður mætir.
Svo gerist það, nokkrum vikum seinna, að
dóttir mín (ekki kjöthitamælahopparinn) fer
upp á slysó og bíður þar í sex klukkutíma.
Og það var ekki fyrr en þá að ég fór að
velta því fyrir mér hvort þetta væri alveg
eðlilegt fyrirkomulag í tæplega hálfa öld og
mögulega lengur.
Þetta var reyndar eðlilegra hér á árum
áður. Þá var vel sloppið ef árleg skoðun á
bílnum tók bara hálfan dag hjá Bifreiðaeft-
irliti ríkisins. Þá þótti eðlilegt að þurfa að
bíða í röðum eftir öllu mögulegu og sækja
um leyfi einhverra stofnana fyrir innflutn-
ingi á einföldustu hlutum.
Nú vil ég taka það fram að ég hef alltaf
fengið afbragðsþjónustu (svona fyrir utan
biðina) á slysó. Þar er fólk sem vill allt fyrir
mann gera og alveg bullandi fagmennska.
En ég skil bara ekki alveg af hverju þetta
þarf að vera svona.
Og maður verður að fara varlega í að
gagnrýna heilbrigðiskerfið. Það er inn-
prentuð í okkur virðing fyrir þessari stétt
sem læknar og lagar okkur. Og skýringin
sem við fáum er örugglega fjárskortur.
Eins og venjulega. En getur það verið að
það hafi haldist óbreytt í 50 ár?
Getur verið að kerfið sé kannski eitthvað
aðeins of mikið kerfi? Eins og við heyrðum
um í vikunni þegar barn fær ekki aðstoð
talmeinafræð-
ings vegna þess
að hann útskrif-
aðist. Það er
nefnilega alveg
jafn brjálað og
það hljómar.
Sjö ára stúlka
á Austurlandi
fær ekki nið-
urgreidda þjónustu talmeinafræðingsins
sem hún hefur verið hjá vegna þess að sá er
að útskrifast. Og reglurnar segja að tal-
meinafræðingar þurfi að vinna í tvö ár eftir
útskrift til að sjúkratryggingar fáist til að
greiða fyrir þjónustu þeirra! Þannig að að-
eins þeir sem eiga pening geta nýtt sér
þjónustu þeirra þessi tvö ár.
Þetta er náttúrulega jafn gáfulegt og að
ríkið telji betra að fólk bíði verkjað og frá
vinnu mánuðum saman eftir því fá að skipta
um hné- og mjaðmarliði. Þegar til er fyrir-
tæki í Reykjavík sem einmitt sérhæfir sig í
slíkum aðgerðum en fær ekki niðurgreiðslu
frá ríkinu. Því það má ekki skipta við einka-
fyrirtæki í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Þess vegna er fólk sem bíður of lengi
sent í rándýrt ferðalag til Svíþjóðar til að
framkvæma þessar aðgerðir hjá sænsku
einkafyrirtæki. Er þetta skynsamlegt?
Maður spyr sig …
’
Og þar sem ég sit þarna og
bíð í hátt í þrjá tíma þá rifjast
það upp fyrir mér að svona hefur
þetta alltaf verið. Nánast hver
einasta ferð hefur kostað nokk-
urra klukkutíma bið.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Biðin langa
Starfi stjórnmálamannsins þurfaað fylgja tilfinningar umábyrgð, auðmýkt, þakklæti,
bjartsýni og óbilandi metnað fyrir
hönd síns fólks og heildarhagsmuna
Íslands. Allar þessar tilfinningar
fylgja mér á hverjum degi í störfum
mínum en sjaldan eins sterkt og núna,
þegar ég óska eftir umboði Sjálfstæð-
isfólks í Norðvesturkjördæmi til að
leiða sterkan hóp frambjóðenda
flokksins okkar í kosningunum í haust.
Enginn getur gengið að slíku um-
boði vísu. Það þarf að verðskulda. Ég
gleðst yfir þeim árangri sem náðst hef-
ur á kjörtímabilinu í þágu byggðanna
út um landið. Við erum á réttri leið.
Hraðbraut inn í
framtíðina – og út á land
Nýsköpun er landsbyggðarmál. Eins
og Tryggvi Hjaltason vinur minn benti
á í grein í vikunni virkar nýsköpun
eins og hraðbraut
inn í framtíðina –
en líka eins og
hraðbraut út um
landið, sem gerir
fólki kleift að
starfa hvar sem er.
Nýsköpun á stóran
þátt í að „lands-
byggðin er að kalla
fólkið sitt heim“,
eins og Tryggvi
orðar það svo vel. Og frumkvöðla-
starfsemi dafnar þar sem aldrei fyrr.
Ég horfi á allt það sem er að gerast úti
um land og gleðst yfir því að sýn okkar
er að raungerast, hugarfarsbreyting
hefur átt sér stað og verkfærin sem við
höfum smíðað virka.
Líklega hefur enginn málaflokkur
tekið eins miklum stakkaskiptum á
kjörtímabilinu og jarðvegur nýsköp-
unar. Aukinn stuðningur við stafræn-
ar smiðjur úti um landið, frumkvöðla-
setur, þekkingarsmiðjur og atvinnu-
hraðla, nýr nýsköpunarsjóður fyrir
landsbyggðina (Lóa) sem er sá fyrsti
sinnar tegundar, nýr hvatasjóður
(Kría) sem stóreflir fjármögnunar-
umhverfi nýsköpunar, aukin framlög
til Tækniþróunarsjóðs og hækkaðar
endurgreiðslur til rannsókna og þró-
unar, svo dæmi séu tekin. Allt er þetta
á grundvelli nýrrar Nýsköpunarstefnu
fyrir Ísland, því það skiptir máli að
setja skýran kúrs til framtíðar.
Efling ferðaþjónustu
um allt land
Ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir
því erfiða verkefni í heimsfaraldri að
koma til móts við ferðaþjónustuna,
okkar mikilvægustu uppsprettu gjald-
eyristekna. Það hefur í stórum drátt-
um tekist vel.
Á sama tíma höfum við styrkt stoð-
irnar og lagt grunn að öflugri við-
spyrnu. Skömmu eftir að faraldurinn
braust út var þannig byrjað að leggja
drög að stærstu markaðsherferð í
þágu íslenskrar ferðaþjónustu sem
dæmi eru um. Við höfum staðið vörð
um stefnuramma greinarinnar til 2030
með áherslu á hverju greinin skilar en
ekki fjölda ferðamanna og áhersla er á
sjálfbæra þróun. Sú ákvörðun að opna
landið, fyrr en aðrir, fyrir bólusetta
ferðamenn utan Schengen hefur skilað
miklum efnahagslegum árangri.
Sjóðurinn gegnir einna stærstu
hlutverki við að efla áfangastaði um
allt land til að laða fleiri ferðamenn
þangað. Verkefnið við Þrístapa á veg-
um Húnavatnshrepps, við Svöðufoss á
vegum Snæfellsbæjar, Guðlaug á
Akranesi og útsýnispallur á Bolafjalli
þar sem Bolungarvík fékk 160 millj-
ónir til uppbyggingar eru dæmi um
uppbyggingu með stuðningi sjóðsins
sem breytir stöðunni.
Og sjóðurinn tekur nú í fyrsta sinn
mið af áætlunum heimafólks á hverju
svæði um uppbyggingu ferðaþjónustu.
Ný orkutengd
verkefni í röðum
Sjaldan hefur verið eins mikil gerjun í
nýjum og fjölbreyttum orkutengdum
tækifærum og nú. Sú þróun endur-
speglast hvergi skýrar en á Grundar-
tanga. Í vikunni var skrifað undir þrjá
samninga um spennandi verkefni á
Grundartanga. Elkem og Þróunar-
félagið eru aðilar að öllum en verkefnin
eru: 1) Föngun og förgun kolefnis í
samstarfi við CarbFix. 2) Framleiðsla
á rafeldsneyti í samstarfi við Lands-
virkjun og CRI. 3) Nýting glatvarma
til hitaveitu og raforkuframleiðslu í
samstarfi við Veitur.
Svipuð tæki-
færi eru til staðar
víðar um landið
og þau ætlum við
að sækja.
Þá tilkynnti ég
fyrir nokkrum
dögum um gerð
Vegvísis um
vetni- og rafelds-
neyti, en þar
gætu legið mjög
dýrmæt tækifæri fyrir Ísland í gjör-
breyttum kolefnisfælnum heimi.
Við sjáum líka fram á vöxt hjá
gagnaverum, m.a. vegna ákvörðunar
ríkisstjórnarinnar um að fjármagna
nýjan gagnastreng.
Full jöfnun dreifikostnaðar raforku
á milli þéttbýlis og dreifbýlis hefur ver-
ið tryggð frá og með næsta hausti og
þrífösun og jarðstrengjavæðingu hefur
verið flýtt. Nýsamþykktar breytingar
á raforkulögum munu síðan stuðla að
lækkun bæði flutnings- og dreifikostn-
aðar raforku.
Allt er þetta í samræmi við nýja
langtímaorkustefnu fyrir Ísland og að-
gerðaáætlun hennar sem ég lagði
mikla áherslu á að láta vinna, vegna
þess að það skiptir máli að setja skýr-
an kúrs til framtíðar.
Forysta um nýjar lausnir
Góð verk eru afrakstur samvinnu og
það á við um allt ofangreint. Ég vil
þakka þeim hundruðum einstaklinga
sem hafa lagt hönd á plóg til að gera
þau að veruleika.
Ég er full bjartsýni og tilhlökkunar
yfir næstu skrefum. Tækifærin eru
óþrjótandi, ekki síst á landsbyggðinni.
Við höfum séð að flest störf má vinna
hvar sem er. Æ fleiri vilja flytja aftur
heim á sínar heimaslóðir og byggja
upp. Það hefur aldrei verið auðveldara
og við eigum að styðja við þá þróun,
meðal annars með því að efla sam-
göngur, fjarnám, atvinnutækifæri m.a.
í orkutengdum verkefnum og á vegum
hins opinbera, byggja áfram upp
áfangastaði ferðamanna og styðja við
þá hraðbraut til framtíðar sem felst í
nýsköpun.
Framboð mitt til forystu í Norðvest-
urkjördæmi byggir á því að ég treysti
mér, sem venjuleg landsbyggðarstelpa
og varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
til að leiða þessa þróun, fyrir okkur öll.
Tækifærin eru okkar
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Framboð mitt til forystu í
Norðvesturkjördæmi
byggir á því að ég treysti
mér, sem venjuleg lands-
byggðarstelpa og varafor-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins, til að leiða þessa
þróun, fyrir okkur öll.
Fæst í Apótekum og Krónunni.
Stop & Protect
Allergy Response
Náttúruleg saltvatnslausn
sem er hraðvirk vörn gegn
einkennum ofnæmiskvefs og
áhrifarík vernd gegn frekari
ofnæmisviðbrögðum.