Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Qupperneq 12
ÚTTEKT
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021
S
tjórn landssamtakanna Geðhjálpar
sendi í vikunni fjölmiðlum og Al-
þingi bréf með ábendingum sínum
vegna þess sem hún lítur á sem
mannréttindabot í heilbrigðiskerf-
inu. Tilgreind eru fjögur atriði.
Í fyrsta lagi veltir Geðhjálp fyrir sér getu
landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með
heilbrigðisstofnunum.
Í öðru lagi hefur Geðhjálp áhyggjur af við-
brögðum stjórnenda Landspítalans vegna
gagnrýnna ábendinga sem settar hafa verið
fram um starfsemi móttöku-, öryggis- og rétt-
argeðdeilda spítalans.
Í þriðja lagi leggur Geðhjálp til að kannað
verði hvernig fyrirbyggja megi mannréttinda-
brot og lögbrot gagnvart notendum geðheil-
brigðisþjónustu.
Og í fjórða lagi velta samtökin því upp, hvort
öryggis- og refsimenning innan geðsviðsins
hafi, á kostnað mannúðar og skilnings, litað þró-
un og hugmyndafræði þjónustunnar á liðnum
árum og geri enn.
Forsaga málsins er sú að í nóvember á síð-
asta ári leituðu fimm þáverandi og fyrrverandi
starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Land-
spítalans á fund Geðhjálpar. „Þeir sögðu frá al-
varlegum atvikum í starfsemi deildanna gagn-
vart notendum þjónustunnar er, að mati
lögfræðings Geðhjálpar o.fl., kunna varða við
hegningarlög. Starfsmennirnir lýstu einnig
skoðunum sínum og undrun á utanumhaldi
mannauðsmála á geðsviði spítalans og að á þá
væri ekki hlustað. Vegna þessa leituðu þeir til
Geðhjálpar þar sem ítrekaðar ábendingar
þeirra um árabil hefðu ekki skilað neinum ár-
angri hvorki hjá geðsviðinu né innan stéttar-
félaga. Það að starfsfólk, bæði fyrrverandi og
núverandi, skyldi leita til samtaka eins og Geð-
hjálpar kom okkur svolítið á óvart en segir sína
sögu um mögulega viðbragðsþurrð innan kerf-
isins,“ segir í bréfinu.
Takmörkuð viðbrögð
Geðhjálp tók í framhaldinu saman greinargerð
um málið og sendi til yfirstjórnar Landspítalans
og geðsviðsins auk þess að senda einnig til eft-
irlitsaðila heilbrigðisþjónustu, embættis land-
læknis. „Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve
viðbrögð eftirlitsaðilans og yfirstjórnar spítal-
ans voru takmörkuð enda um alvarlegar ábend-
ingar að ræða. Frá því í nóvember hafa fjöl-
margir aðrir núverandi og fyrrverandi
starfsmenn geðsviðs Landspítalans komið
ábendingum til Geðhjálpar auk notenda þjón-
ustunnar og aðstandenda.. „Þeirra vitnisburðir
eru samhljóma því sem kom fram í ábendingum
þeirra starfsmanna sem leituðu fyrst til Geð-
hjálpar,“ segir enn fremur.
Á mbl.is þann 1. júní sl. svaraði upplýsinga-
fulltrúi embættis landlæknis spurningu blaða-
manns um vinnslu málsins innan embættisins
með eftirfarandi hætti: „Þetta er náttúrulega
svolítið sérstakt af því að upphaflega er málið
sett fram í greinargerð og undir nafnleynd og
síðan stíga konur fram sem lýsa sinni upplifun.
Þá breytist dæmið, þá viljum við fá frekari upp-
lýsingar frá þeim.“
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, og Héðinn Unnsteinsson, formaður
samtakanna, furða sig á þessu svari í samtali við
Sunnudagsblaðið. Skilja megi það sem svo að
eftirlitsaðilinn taki ekki fyllilega mark á alvar-
legum ábendingum, er kunna að varða lög og
eru settar fram með trúverðugum hætti í sam-
starfi við hagsmunasamtök notenda, vegna þess
að þau sem benda á koma ekki fram undir nafni.
„Við hittum þetta fólk nokkrum sinnum og
frásögn þess er mjög trúverðug og sannfær-
andi. Það óttaðist hins vegar afleiðingarnar,
meðal annars að missa hreinlega starf sitt, og
þess vegna kaus fólkið að koma fram undir
nafnleynd. Rík ástæða er fyrir því. Við höfum
heyrt af því að mannauðssvið Landspítalans
tekur alla jafna ekki vel í gagnrýni og að það
séu dæmi um að starfsmenn hafi hrökklast úr
starfi fyrir að gagnrýna,“ segir Grímur.
Hann telur þetta með nafnleyndina bara fyr-
irslátt „Þessar ábendingar eru mjög alvarlegs
eðlis og annars staðar á Norðurlöndunum yrðu
þær án nokkurs vafa teknar alvarlega enda hef-
ur embætti landlæknis eftirlitsskyldu sam-
kvæmt lögum. Það ætti með réttu að vera löngu
búið að rannsaka þessar ásakanir og setja fram
áætlun um úrbætur.“
Þetta er að mati stjórnar Geðhjálpar alvar-
legt og þykir henni eðlilegt að spyrja hvort
embætti landlæknis hafi sinnt eftirlitshlutverki
sínu með fullnægjandi hætti og hvort ekki hefði
mátt telja rétt af embættinu að leita skýringa
hjá Geðhjálp, spyrja hvort þeir starfsmenn sem
lögðu ábendingarnar fram væru reiðubúnir að
koma fram undir nafni í samtali við embætti
landlæknis og hefja ítarlega rannsókn í ljósi al-
varleika ábendinganna.
Svo því sé til haga haldið þá hefur deildar-
stjóri réttargeðdeildarinnar verið sendur í
tímabundið leyfi eftir að ábendingar um illa
meðferð sjúklinga á deildinni komu fram í téðri
greinargerð Geðhjálpar. Málið er nú til rann-
sóknar hjá Landspítalanum og embætti land-
læknis.
Nauðung á að vera undantekning
Í bréfi sínu ítrekar Geðhjálp ábendingar um
frumvarp heilbrigðisráðherra um lög og rétt-
indi sjúklinga sem nú liggur fyrir Alþingi. Í því
frumvarpi endurspeglast að mati samtakanna
afturför þegar kemur að beitingu þvingunar og
nauðungar. „Geðhjálp skorar á þingheim og
samfélagið allt að hverfa frá hugmyndafræði
valds og þvingana þegar kemur að meðferð
tengdri geðrænum áskorunum og endurvekja
aukna mannúð og skilning. Horfum til fram-
tíðar og hugsum: Hvernig ætli fólk árið 2050
meti það sem við gerum árið 2021,“ segir í bréf-
inu.
„Vald, þvingun og nauðung þykja ekki lengur
boðleg í geðlækningum,“ segir Grímur. „Það er
auðvitað útópísk pæling að slíku verði aldrei
beitt en það á svo sannarlega að vera undan-
tekningin. Nauðungarvistun og valdbeiting get-
ur hæglega leitt til áfallastreituröskunar, að
ekki sé talað um allar vondu minningarnar sem
slíkt hefur í för með sér. Landspítalinn gerir á
hinn bóginn lítið til að hjálpa fólki gegnum áföll
af þessu tagi enda þótt þar vinni fjöldi sálfræð-
inga sem einmitt eru sérhæfðir á því sviði. “
Byggir á skaðalögmálinu
„Frumvarpið byggir eins og önnur er lúta að
frelsisskerðingum á skaðalögmáli Johns
Stuarts Mills,“ segir Héðinn og bætir við að
frumvarpið hafi einungis verið unnið í samráði
við geðsvið Landspítalans. „Verði framan-
greindar heimildir þess lögfestar mun það veita
starfsfólki heilbrigðisstofnana víðtæka heimild
til þess að beita nauðung og þvingun við með-
ferð einstaklinga, sem samrýmist ekki lengur
þeim gildum sem ríkja um meðferð sjúklinga í
nútíma samfélagi. Kom sú hugmyndafræði
sterkt fram þann 28. maí 2021 þegar sérfræð-
ingar Sameinuðu þjóðanna í mannréttindum
beindu því til Evrópuráðsins að draga til baka
drög að viðbótarákvæði við Ovieda-samþykkt-
ina og skoruðu á Evrópuráðið að hafna áfram-
haldandi lögleiðingu þvingunar við geðmeðferð.
Það skýtur skökku við að fara fram með frum-
varp sem víkkar verulega heimildir heilbrigð-
isstarfsfólks til beitingu nauðungar án samráðs-
ferlis við fulltrúa notenda og aðstandenda. Til
þess að lagabreytingin sem felst í frumvarpinu
samrýmist stjórnarskrá og alþjóðlegum mann-
réttindasáttmálum, sem Ísland er aðili að, er
það grundvallarforsenda að efnisákvæði þeirra
kveði ekki á um heimild til að víkja frá banni við
beitingu nauðungar með jafn víðtækum hætti
og gert er í frumvarpinu. Stríðir það gegn
mannréttindum og mannhelgi einstaklinga að
heimila nauðung sem fyrirbyggjandi aðgerð
sem ætlað er að forða því að aðstæður komi upp
sem geti leitt til tjóns, eða í þeim tilgangi að
uppfylla grunnþarfir viðkomandi, svo sem varð-
andi mat, heilsu og hreinlæti eða til þess að
draga út hömluleysi. Þá er nauðung heimil í
neyðartilvikum til þess að koma í veg fyrir tjón.
Orðalag framangreindra ákvæða frumvarpsins
gefur ástæðu til að ætla að beiting þeirra verði
að meginreglu frekar en undantekningu. Jafn-
Morgunblaðið/Eggert
Vald og nauðung ekki lengur
boðleg í geðlækningum
Réttar- og öryggisgeðdeildir Land-
spítalans eru til húsa á Kleppi.
Grímur Atlason,
framkvæmdastjóri
Geðhjálpar.
Héðinn Unnsteins-
son, formaður
Geðhjálpar.
Geðhjálp segir pott víða brotinn í geðheilbrigðiskerfinu og hefur komið ábendingum á framfæri við þar til bæra aðila.
Héðinn Unnsteinsson formaður samtakanna og Grímur Atlason framkvæmdastjóri þeirra settust niður með
Sunnudagsblaðinu til að gera nánari grein fyrir þessum brotalömum og ræða hvað sé til ráða.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is