Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 14
ÚTTEKT 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021 framt stríðir það gegn mannhelgi einstaklinga að heimila nauðung fyrir fram í allt að þrjá mánuði í senn. Eina markmið laganna virðist vera að gera það löglegt sem áður var ólöglegt – það er að gefa starfsmönnum valdheimildir til að beita fólk nauðung.“ Í OPCAT-eftirlitsskýrslu umboðsmanns Al- þingis í tengslum við heimsókn á réttar- og ör- yggisgeðdeildir, sem kom út haustið 2019, kom eftirfarandi fram: „Ljóst er að fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri lög- gjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelss- isviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofn- unum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttinda- sáttmálum. Þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms veitir það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana ekki sjálfkrafa heimild til þess að skerða skík rétt- indi sjúklinga.“ Grímur og Héðinn segja að greinargerð starfsmannanna og þær veiku raddir notenda þjónustunnar sem heyrast bendi til að enn sé verið að brjóta á réttindum þessara ein- staklinga. Ábendingar starfsmanna séu á hinn bóginn miklu alvarlegri en athugasemdir um- boðsmanns. Ný nálgun tímabær En hvað er til ráða? Þeir benda á framfarir í geðlækningum á heimsvísu sem felist meðal annars í lyflausum deildum, opnu samtali (open dialouge) og því að vinna með raddir sem fólk kann að heyra í höfð- inu á sér. „Hérlendis þora margir ekki að segja frá röddunum sem þeir heyra af ótta við afleið- ingarnar. Aðrir óska þess frekar að vera settir í spennitreyju en að vera sprautaðir niður. Við það er auðvitað ekki hægt að una og tímabært að koma með nýja nálgun,“ segir Grímur. Svo því sé til haga haldið þá eru lyflausar deildir ekki með öllu lyflausar en fólk getur á hinn bóginn afþakkað lyfin. Í þessu sambandi segja Grímur og Héðinn vandamál hversu illa sé haldið utan um atvik sem snúi að þvingun eða nauðung á Landspítal- anum. „Það hefur verið reynsla Geðhjálpar að skráningar og utanumhald tilvika þar sem not- andi þjónustu er beittur nauðung eða þvingun- um sé í ólestri. Samtökin hafa ítrekað kallað eft- ir slíkum gögnum í gegnum tíðina en aldrei fengið nákvæma tölfræði. Í greinargerð fyrr- verandi starfsmanns á geðsviði LSH við Hring- braut kemur fram að samkvæmt hans reynslu þá séu ekki öll tilvik skráð niður. Þetta vekur upp frekari spurningar og telur Geðhjálp fullt tilefni fyrir landlækni til athugunar,“ segir orð- rétt í bréfi sem Geðhjálp skrifaði embætti land- læknis í nóvember á síðasta ári. Afrit var sent forstjóra Landspítalans og forstöðumanni geð- sviðs spítalans. Á sér stað alla daga Þá segja Grímur og Héðinn boð og bönn, sem hæglega megi sneiða hjá, geta haft slæmar af- leiðingar; svo sem ef fólki er bannað að reykja, drekka kaffi eða fara út og hreyfa sig, eins og brögð séu að. Það séu í reynd mann- réttindabrot. „Skemmst er að minnast um- ræðunnar um sóttvarnahótelin okkar um dag- inn, þar sem fólk skiptist í tvo hópa og sumir ætluðu hreinlega að fara af hjörunum. En þetta á sér stað alla daga á Íslandi, hér er fólk lokað inni svo mánuðum skiptir. Hvaða læknir sem er getur sett þig inn í 72 klukkutíma,“ segir Grímur. Næsta stig er 21 dags nauð- ungarvistun og þar á eftir sjálfræðissvipting. Talið berst að réttindum fólks sem er beitt harðræði og jafnvel ofbeldi á geðdeildum. Grímur og Héðinn segja þau í reynd hin sömu og hjá fólki sem beitt er ofbeldi úti í samfélag- inu en samt geri bæði Landspítalinn og emb- ætti landlæknis alla jafna lítið í slíkum málum. Sjálfur hefur Héðinn reynslu af því að kvarta til embættisins sem sá ekkert athugavert í því til- felli. Umboðsmaður Alþingis gerði á hinn bóg- inn athugasemdir og snupraði kerfið. „Við erum með lögfræðing í vinnu núna við að fara yfir margvísleg mál en margir hafa leit- að til okkar í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um Arnarholt á síðasta ári,“ upplýsir Grímur. „Líkja má kerfinu við síróp eða hunang, það er seigfljótandi og fólk mætir ekki nægilega mikl- um skilningi og mannúð. Kerfið litast of mikið af þessari öryggismenningu.“ Fátt hefur líklega háð fólki með geðraskanir meira gegnum tíðina en fordómar og mis- munun. Bæði úti í samfélaginu og inni í kerfinu. Árið 2021 eru þeir enn til staðar, um það eru Grímur og Héðinn ekki í nokkrum vafa. „Það vantar alla framtíðarsýn, þar sem dregið verður úr þvingun, árekstrum og ofbeldi. Og meira fé varið í málaflokkinn,“ segir Grímur. Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða um vanfjármögnun Landspítalans, en Grímur og Héðinn benda á, að ætlað umfang geðþjón- ustunnar í heild sé um 30%, en fjármögnunin á hinn bóginn áætluð 12% af heildinni. Það gangi vitaskuld ekki til lengdar. Héðinn segir áberandi að meira sé um fjár- magn á afleiðingaenda kerfisins sem þýði í reynd að meiri áhersla sé á að bregðast við en að reyna að freista þess að komast fyrir vand- ann. Þannig voru öryrkjar 7.500 árið 1990 en 23.000 í dag. Það er 200% fjölgun á meðan þjóð- inni hefur ekki fjölgað nema um 40%. Ef við tökum bara geðhlutann þá er fjölgun öryrkja á þessu tímabili 250%. „Það er líka sláandi,“ segir Héðinn, „að með- an 4,4% barna og unglinga í Evrópu eru með geðgreiningar þá er hlutfallið 16,4% hér. Getur það verið eðlilegt? Að mínu viti stendur kerfið ekki bara frammi fyrir fjárhagslegri krísu, heldur ekki síður hugmyndafræðilegri. Það gengur ekki að lofa fjölbreytileikann á sama tíma og við viljum steypa alla í sama mót.“ Grímur grípur boltann á lofti. „Það er um- hugsunarvert að við erum alltaf að færa okkur frá orsökunum. Við erum sýknt og heilagt að fást við afleiðingar. Margir fara með merkimiða gegnum lífið og umhverfið bregst við þér út frá því hvað stendur á þér en ekki vegna þess hver þú ert. Sumir byrja meira að segja á því að taka fram með hvaða greiningu þeir eru áður en þeir kynna sig með nafni.“ Lífslíkur manna á Íslandi eru um 80 ár. Héð- inn tekur dæmi af manni sem býr við röskun á geði í átta ár, það er 10% lífs hans. „Eiga þessi 10% að lita allt hans líf út fyrir gröf og dauða? Á greiningin alltaf að hanga yfir honum? Hvað með hin 90% lífs hans? Fjölmargir búa við „eðli- legt“ lundarfar þó útaf fari um stutta stund. Þó þú hafir fengið kvef í fyrra þá ertu ekki kvef.“ Héðinn bendir á, að þrennt sé einkum til- greint í fræðunum sem skýring á fjölgun grein- inga og vaxandi vanlíðan barna og vitnar þar í Björn Hjálmarsson barna- og unglingageð- lækni. Í fyrsta lagi að ekki eru lengur þrjár kynslóðir á heimilum og fyrir vikið eru amma og afi ekki eins virk í uppeldinu og áður. Í öðru lagi er rætt um aukna þátttöku kvenna á vinnu- markaði og að karlar hafi ekki stigið nægilega vel inn í uppeldið í staðinn. Í þriðja lagi er það snjalltækjavæðingin sem dæmin sýna að getur valdið mikilli streitu og vanlíðan. Grímur bætir við að ein birtingarmynd þessa vanda sé að börn séu hvergi eins lengi sólarhringsins á leik- skóla eins og hér enda þótt þéttbýli hér sé lítið og til þess að gera stutt milli staða, alltént með hliðsjón af fjölmennari þjóðfélögum. Eins og Héðinn gat um eru það ekki bara peningarnir. Þeir Grímur segja geðsviðið einnig standa illa faglega, mjög margir starfsmenn séu ófaglærðir og læknar í mörgum tilfellum í allt of litlum samskiptum við skjólstæðinga sína. „Það líta allt of margir bara á geðdeild- irnar sem geymslu, því miður,“ segir Grímur. „Ég hef heyrt menn segja að þeir vilji frekar vera á Hólmsheiði eða Litla-Hrauni en á örygg- is- og réttargeðdeildunum á Kleppi. Það segir sína sögu.“ „Ójafnvægi“ en ekki „jafnvægi“ Réttargeðdeildin var áður á Sogni í ríflega tvo áratugi en fluttist á Klepp árið 2014, þar sem hún er við hliðina á öryggisgeðdeildinni. „Það er gríðarleg öryggismenning á báðum deildum og umhverfið mjög fráhrindandi og ómann- eskjulegt. Húsnæðið er líka úrelt og deildin hefði aldrei átt að flytja þarna inn. Svona deild þarf að vera á jarðhæð, þar sem t.d. húsnæðið umlykur garð fyrir miðju, þar sem fólk getur notið útivistar og næðis,“ segir Grímur. Þarf ef til vill frekar að leggja áherslu á að greina styrkleika manneskjunnar á tímum þeg- ar mennskan virðist eiga undir högg að sækja í gervigreindarsniðnum veruleika samfélags- miðla? Árið 1874 voru sex geðgreiningar á skrá hjá Emil Kreplin, guðföður geðlæknisfræð- innar, en í dag eru þær orðnar um 600. „Mark- aðs- og fjármagnsöflin hafa hagsmuni af því að sem flestir glími við ójafnvægi – séu skil- greindir veikir. Það myndast því þversögn þar sem markmið kerfisins er að fólk nái bata en ákveðinn hvati er til að halda fólki veiku. Því virðast fleiri og fleiri falla undir hatt geð- sjúkdóma enda huglægt mat hver það geri,“ segir Héðinn. Hann segir gífurlega fjármuni í geðlyfjaiðn- aðnum sem skapi að hluta þennan hvata. Geð- lyfjaiðnaðurinn veltir um 103.000 milljörðum á ári, þannig að engir smáræðis hagsmunir eru í húfi. „Það mætti byggja býsna margar Kára- hnjúkavirkjanir fyrir það fé,“ segir Grímur. Þetta gæti þó verið að breytast enda eru margir farnir að sjá fyrir sér að vitundarvíkkandi lyf komi í náinni framtíð til með að leysa mörg nú- verandi geðlyfja af hólmi. „Það tók tvö til þrjú ár að koma þessari umræðu á dagskrá og slá á fordómana. Til að byrja með var stjórn Geð- hjálpar ekki hlynnt þessari byltingu en eftir gott málþing sem við héldum seint á síðasta ári „Gleymd málefni leiða til þess að einstaklingar gleymast. Saga geðlæknisfræði og geðheilbrigð- isþjónustu markast af smánarlegum réttinda- brotum, s.s. hvítuskurðum (e. lobotomy), sem gerðir voru í nafni læknavísindanna. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samþykkt mannrétt- indayfirlýsingarinnar, ásamt öðrum alþjóðlegum samningum, hefur sjónum í auknum mæli verið beint að mannréttindum í tengslum við geðheil- brigði og geðlækningar. Hvort alþjóða- samfélagið hefur hins vegar dregið einhvern lær- dóm af þessari sársaukafullu fortíð er álitamál.“ Þannig kemst Danius Puras, geðlæknir frá Litháen og sérstakur erindreki Sameinuðu þjóð- anna í mannréttindamálum, að orði í skýrslu sem hann skrifaði árið 2017. Þar segir hann geðheilbrigðisþjónustu um áratugaskeið hafa látið stjórnast af smættuðu líf- læknisfræðilegu viðmiði sem hafi átt þátt í úti- lokun, vanrækslu, valdbeitingu og misnotkun einstaklinga með vitsmunalega, hugræna og sál- félagslega fötlun, sem og einhverfra, og þeirra sem í einhverju víkja frá ríkjandi menningar- legum, félagslegum og stjórnmálalegum hegð- unarmynstrum. „Einkum er pólitísk misnotkun geðlæknisfræði áfram alvarlegt áhyggjuefni. Þó að geðheilbrigðisþjónusta búi við fjársvelti, verður að haga sérhverri aukinni fjárfestingu í ljósi reynslu fortíðarinnar til að tryggja að sagan endurtaki sig ekki.“ Nútímaskilningur á geðheilbrigði er, að dómi Puras, mótaður af breytingum á viðmiðum sem oft bera keim af blöndu endurbóta og mistaka við umönnun sem reist er á sannreyndri þekk- ingu og siðferðilegum sjónarmiðum. Upphafið megi rekja 200 ár aftur í tímann og til viljans til að losa þá „geðveiku“ í dýflissum fangelsanna úr hlekkjum og síðar til þess er sállækningar, raf- lostsmeðferðir og geðlyf voru innleidd á 20. öld. „Pendúllinn hefur sveiflast milli tveggja öfga; „hugar án heila“ og „heila án hugar“ þegar feng- ist hefur verið við orsakir og eðli sjúkdóma. Undanfarið hefur verið gengist við takmörk- unum þess að beina athygli einungis að sjúk- dómafræði, í gegnum rammann um fötlun, og fötlun og góð líðan sett í víðara samhengi við persónulega, félagslega, stjórnmálalega og efna- hagslega tilveru.“ Markast af smánarlegum réttindabrotum Mynd frá Héðni Unnsteinssyni sem segir kerfið leggja mun meiri áherslu á afleiðingar en orsakir. Það er bregðist frekar við vandanum en að freista þess að fyrirbyggja hann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.