Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Page 15
13.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
BETRI HEYRN -
BÆTT LÍFSGÆÐI
Fáðu MORE
heyrnartæki til
prufu í 7 daga
Heyrnartaekni.is | 568 6880
Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta
Bylting í hljóðvinnslu
MORE eru fyrstu heyrnartækin
sem nota djúptauganet til að
greina og vinna úr hljóði.
MORE hafa lært að þekkja
milljónir tegundir hljóða og
geta aðgreint hávaða frá
talmáli af einstakri nákvæmni.
Í 20 ár höfum við hjálpað einstaklingummeð
skerta heyrn að bæta getu sína til að taka fullan
þátt í lífinu með fólkinu sem þeim þykir vænt um.
Ef þú átt í erfiðleikummeð að heyra, bókaðu
tíma í heyrnarmælingu og við veitum þér faglega
ráðgjöf og þjónustu.
kom annað hljóð í strokkinn. Þetta ferli mun
taka nokkur ár en eftir svona sex til átta ár
verður hlutdeild vitundarvíkkandi lyfja á mark-
aðnum orðin mjög mikil,“ telur Héðinn.
Raunsæir er kemur að lausnum
Við komum aftur að athugasemdum Geðhjálpar
til fjölmiðla og Alþingis, sem getið var um hér
að framan. Hvorki Héðinn né Grímur telja að
hlutirnir breytist hratt en vonandi mjakast þeir
í rétta átt. „Við bindum ekki of háar vonir við
kerfið, því miður. Til þess er það allt of flókið og
samspil milli ríkis og sveitarfélaga ekki nógu
gott,“ segir Héðinn. „Auðvitað vonumst við eftir
auknum skilningi og mannúð en við erum líka
raunsæ og stillum væntingum í hóf. Við sem
lögðumst inn á geðdeild seint á síðustu öld erum
sammála um að staðan sé verri í dag og allt of
oft sett samasemmerki milli þess að vera geð-
sjúkur og hættulegur. Á meðan líkurnar á því
að maður með alvarlegan geðsjúkdóm beiti of-
beldi eru lítillega meiri en aðrir þá eru tíu sinn-
um meiri líkur á því að sá hinn sami verði sjálf-
ur beittur ofbeldi. Og við skulum muna að allt líf
í þessum heimi þrífst og mótast af þeim að-
stæðum sem það býr við.“
Að þeirra dómi er það líka sláandi staðreynd
að starfsmenn Landspítalans skuli leita til Geð-
hjálpar með áhyggjur sínar eftir að hafa talað
fyrir daufum eyrum á vinnustað sínum og jafn-
vel stéttarfélagi. Þá virðist embætti landlæknis
erfitt að sinna eftirlitshlutverki sínu og eina eft-
irlitið sem virki sé umboðsmaður Alþingis en
þar sé alla jafna mikið undir. „Það vantar öfluga
mannréttindaskrifstofu á Íslandi og geðráð –
opinberan samráðs- og ráðgefandi vettvang
haghafa.“
Kórónuveirufaraldurinn hefur snert okkur
öll og verið stór áskorun fyrir samfélagið, ekki
síst fyrir þá sem eiga við geðrænan vanda að
etja. Grímur segir að Geðhjálp hafi bent á, að
mikilvægt sé að safna gögnum við aðstæður
sem þessar. „Hvers vegna líður framhalds-
skólanemendum verr núna? Hvers vegna leng-
ist biðlistinn eftir þjónustu á BUGL um 80% á
milli ára? Hvers vegna sviptu 15 konur sig lífi á
liðnu ári? Það er mikilvægt að halda utan um
þessar upplýsingar o.m.fl. í rauntíma og geta
þannig brugðist betur við og í tíma.“
Héðinn segir umræðuna þurfa að fara fram á
breiðum grunni, ekki síst um hlutfall sam-
félagsþjónustu samhliða spítalaþjónustu enda
hljóti það ávallt að vera markmiðið að hámarka
lífsgæði notenda kerfisins og nýta opinbera
fjármuni sem best. „Nóttin á geðsviði kostar
hvern einstakling nú um 150.000 kr. samkvæmt
því sem ég heyri innan úr kerfinu. Þessi um-
ræða þarf að fara fram og við verðum að taka
allt til samtals og meðferðar. Það vantar heild-
stæða umræðu um kerfið. Það getur ekki verið
eðlilegt að kerfið skili alltaf fleiri og fleiri ör-
yrkjum og lyfjanotkun færist í vöxt. Ég er bú-
inn að vinna í kerfinu samhliða því að gagnrýna
það í þrjátíu ár og of fátt hefur breyst; það eru
enn þá sömu gardínur á geðdeildinni. Um leið
og við á 21. öldinni hristum höfuðið yfir mörg-
um þeirra leiða og aðferða sem geðlæknisfræð-
innotaðist við fyrir fimmtíu árum er næsta víst
að afkomendur okkar munu gera slíkt hið sama
eftir fimmtíu ár,“ segir Héðinn og Grímur bætir
við að Íslendingar sem þjóð geti ekki verið
þekktir fyrir að hafa meira eftirlit með bens-
índælum en geðheilbrigði.
Yfirfærsla á viðmóti
„Fyrir þrjátíu til fjörutíu árum komst kerfið
upp með að veita bara ákveðna þjónustu. „Take
it or leave it!“ Í dag sættir fólk sig ekki við það
ástand lengur. Sú afstaða er ný fyrir kerfinu
enda hefur það mótast af hagsmunum þess sem
veitir þjónustuna en ekki þeirra sem hana
þiggja,“ segir Héðinn. „Sjálfur lagðist ég inn á
hjartadeild í fyrra og viðmótið þar var allt ann-
að en á geðdeild. Sama á eflaust við um krabba-
meinsdeildir og handlækningadeildir sem
dæmi. Það eru heilmikil tækifæri fólgin í yfir-
færslu á viðmóti og þekkingu milli deilda, eins
og við höfum ítrekað bent Landspítalanum á.
Þegar nýtt húsnæði fyrir geðsvið verður opnað
hlýtur það að verða forgangsmál.“Morgunblaðið/Eggert
’
Við sem lögðumst inn á
geðdeild seint á síðustu öld
erum sammála um að staðan
sé verri í dag og allt of oft sett
samasemmerki milli þess að
vera geðsjúkur og hættulegur.