Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Side 20
H
vaða þjóð er ríkjandi Evrópumeistari í
knattspyrnu karla? Ekki leyfa ykkur
að láta minnimáttarkenndina ná
heljartaki á ykkur enda þótt svarið komi ekki
um leið. Ég meina, það eru fimm ár síðan mótið
fór síðast fram. En jú, auðvitað er þetta rétt hjá
ykkur: Portúgal!
Það blés raunar ekki byrlega fyrir þá rauð-
grænu því erkikempa þeirra, Cristiano Ron-
aldo, haltraði af velli eftir aðeins 25 mínútna
leik gegn heimamönnum á Frakkvangi sumarið
2016 sem fyrir leikinn voru taldir mun sigur-
stranglegri. Höfðu meðal annars lagt spútniklið
Íslands á leið sinni í úrslit. Frökkum var á hinn
bóginn fyrirmunað að koma tuðrunni í netið og
á 109. mínútu tók varamaðurinn Ederzito Ant-
ónio Macedo Lopes, eða bara Eder, til sinna
ráða og setti sigurmarkið fyrir Portúgal með
föstu skoti fyrir utan teig. „Mark sem á skilið að
ráða úrslitum hvar og hvenær sem er,“ gall í
geðhrærðum þuli sjónvarpsstöðvarinnar
ESPN. Man ekki í svipinn hvernig Gummi Ben.
orðaði þetta. Vonbrigðatárin á hvarmi Ronal-
dos erkikempu skraufþornuðu á augabragði og
sælli mann var ómögulegt að finna er lokaflaut-
ið gall. Trylltur dans var stiginn.
Rótfastur á Íberíuskaganum
Skyldi engan undra; þetta var fyrsti stóri titill
Portúgals á sparksviðinu. HM hefur þjóðin
aldrei unnið. Raunar hefur Evrópubikarinn
verið rótfastur á Íberíuskaganum í heil þrettán
ár en Spánverjar unnu mótið 2008 og aftur
2012. Portúgal „átti“ raunar að vinna í eigin
bakgarði 2004 en laut öllum að óvörum í gras
gegn Grikkjum í úrslitaleik, 0:1. Eins og við
munum hefur áferðarfögrum sóknarleik ekki í
annan tíma verður gerður slíkur grikkur á stór-
móti. En Grikkjum var sléttsama um það. Bik-
arinn var þeirra. Angelos Charisteas gerði
markið. Hver man ekki eftir honum? Allt kom
fyrir ekki þótt Ronaldo entist leikinn á enda.
Hvað er maðurinn eiginlega gamall? spyrja
nú ugglaust einhverjir. Enda sautján ár liðin.
Svarið er 36 ára; hann var sumsé 19 ára þarna.
Spánverjar og Þjóðverjar hafa oftast fagnað
sigri á EM, þrisvar sinnum hvor þjóð. Fyrsti
sigur Spánverja kom strax í öðru mótinu, 1964.
Lögðu þá Sovétmenn, 2:1. Þjóðverjar kenndu
sig sérstaklega við vestrið í fyrri skiptin tvö,
1972 og 1980. Svo tóku þeir þetta 1996 líka; með
gullmarki Olivers Bierhoffs. Þá gilti sú regla að
það lið sem fyrr skoraði í framlengingu vann.
Bingó, búið, bless. Þungt högg fyrir tapliðið og
þegar þetta gerðist aftur fjórum árum síðar,
þegar annar varamaður, David Trezeguet,
tryggði Frökkum sigur á Ítölum, var mönnum
nóg boðið og afnámu regluna – í mannúðar-
skyni. Þá væri gamla góða vítaspyrnukeppnin
illskárri leið til að knýja fram úrslit.
Mót varamannanna
Eins og þið sjáið þá er EM í og með mót vara-
mannanna, Eder, Bierhoff, Trezeguet, og ef-
laust slást framherjar liðanna um að fá að sitja
á bekknum í úrslitaleiknum á Wembley-
leikvanginum í Lundúnum 11. júlí næstkom-
andi. Koma svo inn á og stela senunni.
Það var þó ekki varamaður sem tryggði Sov-
étmönnum sigurinn á fyrsta mótinu á Prins-
vangi í París sumarið 1960. Enda voru þeir
harðbannaðir á þeim tíma. Sömu ellefu sem
hófu leik luku honum líka. Ekkert bruðl og
kjaftæði. Eini sigur Sovétríkjanna sálugu á
stórmóti. Markvörðurinn Lev Jashín var þeirra
kappa frægastur og svo muna ábyggilega ein-
hverjir eftir Igor Nettó fyrirliða; stofnanda
Nettó-keðjunnar góðu. Eða þannig. Viktor
Ponedelnik gerði sigurmarkið í framlengingu,
eins og svo oft síðar. EM er mót háspennunnar.
Einu sinni hefur þurft að grípa til vítaspyrnu-
keppni, þegar annað sálugt ríki, Tékkóslóvakía,
lagði Vestur-Þjóðverja 1976 í enn einu horfnu
ríki, Júgóslavíu. Það var hinn góðkunni Antonín
Panenka sem geirnegldi sigurinn eftir að Uli
Hoeneß hafði brugðist bogalistin á punktinum.
Segið svo að Þjóðverjar tapi aldrei í vítaspyrnu-
keppni!
Ekki var búið að innleiða vítaspyrnukeppn-
ina 1968 þegar Ítalir og Júgóslavar glímdu.
Þegar úrslit lágu ekki fyrir eftir framlengingu
var því einfaldlega hent í annan leik tveimur
dögum síðar. Þá unnu Ítalir, 2:0. Gengu frá and-
stæðingum sínum strax í fyrri hálfleik sem vita-
skuld var ofboðslega ó-EM-legt af þeim. Sá
frægi framherji Luigi Riva gerði annað markið
en Pietro Anastasi, alltaf kallaður Tyrkja-Pési,
hitt.
Kjöldráttur í Kænugarði
Ójafnasti úrslitaleikurinn fór fram í Kænugarði
2012, þar sem Spánverjar lögðu Ítali 4:0. Og, jú,
jú, þar komust tveir varamenn á blað, Juan
Manuel Mata og Fernando Torres. David Silva
og Jordi Alba voru einnig á skotskónum. Milli-
fyrirsögnin hér að ofan, kjöldráttur í Kænu-
garði, gæti hæglega verið heiti á tuðrusparks-
bók eftir Gunnar Helgason. Hvet hann raunar
til að skrifa hana!
Sovétmenn áttu heldur ekki breik gegn
Vestur-Þjóðverjum í Brussel 1972, þar sem
sjálf Þjóðarsleggjan, Gerd Müller, gerði tvö
mörk og Herbert Wimmer eitt í 3:0-sigri. Hvor-
ugur þeirra kom af bekknum í leiknum. Það
mátti svo sem alveg þá en Helmut Schön ein-
valdur var svo ánægður með Die Mannschaft að
hann sá ekki ástæðu til að skipta neinum út af.
Jupp Derwall henti einum varamanni inn á í
úrslitaleiknum gegn Belgum í Róm 1980, Bern-
hard Cullmann. Hann réð þó ekki úrslitum,
heldur Horst Hrubesch sem gerði bæði mörkin
í 2:1-sigri. Það seinna með kollspyrnu í blálokin,
eins og menn hafa þegar getið sér til um í
Mexíkóborg.
Frá 1984 til 1992 voru sigrarnir líka til þess
að gera öruggir, allir leikirnir fóru 2:0. Frakkar
unnu sinn fyrsta EM-titil á heimavelli 1984,
með mörkum frá Michel Platini og Bruno Bel-
lone. Sá fyrrnefndi fór hamförum á mótinu,
gerði níu mörk í fimm leikjum, sem hlýtur að
teljast besta frammistaða einstaks leikmanns í
gjörvallri sögu EM.
Ég sá John Jensen skora!
1988 unnu Hollendingar sinn fyrsta og eina
EM-titil, fyrst skoraði Ruud Gullit gegn Sov-
Ronaldo, Pepe, Eder og
félagar með Evrópubik-
arinn eftir sigur á Frökk-
um í París 2016.
AFP
Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu er hafið með trukki og dýfu vítt og breitt um álfuna, ári á eftir áætlun. Búast má við
jöfnu og spennandi móti og trufluðum tilþrifum, líkt og venjan hefur verið í 61 árs sögu mótsins, þar sem framlengingar og
varamenn skipa veglegan sess. Og lokaúrslit hafa stundum komið á óvart, eins og þegar Danir og Grikkir urðu hlutskarpastir.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Daninn John „Faxe“ Jensen lætur Þjóðverjann
Matthias Sammer finna til tevatnsins í úrslita-
leiknum 1992.
AFP
Þá álfa mun skjálfa ...
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021
KNATTSPYRNA