Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Qupperneq 29
Óskar Ólafsson. Með helstu hlutverk
fara dönsku leikararnir Ulrich
Thomsen og Maria Rich ásamt hin-
um færeyska Olaf Johannessen.
Barfoed leikstýrir fyrri þáttunum
þremur en Davíð Óskar seinni þrem-
ur og lauk tökum í Færeyjum á föstu-
daginn.
„Þetta er fyrsta alvöruserían sem
byggð er á færeysku efni en töluð er
færeyska og danska í þáttunum og
smávegis enska,“ segir Davíð Óskar
gegnum símann frá Þórhöfn. „Það
eru allir mjög spenntir fyrir þessu
verkefni hér í Færeyjum og um leið
og maður nefnir Trom þá vill fólk allt
fyrir mann gera. Færeyingar eru
yndislegt fólk og mjög hjálplegir að
upplagi. Manni er tekið sem inn-
fæddum.“
Lýkur lofsorði á leikarana
Barfoed er svokallaður konsept-
leikstjóri sem þýðir að hann leggur
línurnar en Davíð Óskar kveðst þó
hafa mikið frelsi við sína vinnu. Hann
kom til Færeyja fyrir tveimur mán-
uðum og fór þá vandlega yfir sviðið
með Barfoed, sem þá var að ljúka við
tökur á sínum þáttum. Síðan hvarf
hann á braut en þeir hafa vitaskuld
verið í góðu sambandi. Davíð Óskar
hafði ekki unnið með neinum af leik-
urunum áður en þekkti vel til Thom-
sens og Rich enda uppalinn í Dan-
mörku. „Við Ulrich höfum náð vel
saman og ekki spillti fyrir að móðir
mín klippti eina af frægustu mynd-
unum hans, Festen,“ segir Davíð
Óskar en hann er sonur Valdísar
Óskarsdóttur, sem einnig klippir
Trom. „Maria er líka yndisleg og Olaf
æðislegur.“
Íslendingar eiga raunar drjúgan
þátt í verkefninu en um þrjátíu
manns héðan koma að gerð þáttanna
með einum eða öðrum hætti.
Það er norræna efnisveitan Via-
play sem er á bak við þættina og seg-
ir Davíð Óskar búið að selja þá víða.
„Ég má ekki nafngreina þau strax en
þessir þættir munu fara til margra
landa. Sjónvarp Símans hefur tryggt
sér réttinn heima og ætli þættirnir
verði ekki sýndir seint á þessu ári
þar, eins og víða annars staðar. Eft-
irvinnslan hefst í næstu viku og ætti
að ljúka í október eða byrjun nóv-
ember. Fljótlega eftir það ætti efnið
að koma inn í veiturnar.“
– Hvernig kom það til að þú varst
fenginn til að leikstýra?
„Ég sat bara heima í janúar í
miðjum heimsfaraldri þegar ég fékk
símtal þess efnis hvort ég hefði áhuga
á að leikstýra Trom. Ég hef unnið
mikið með Truenorth sem sér um
framleiðsluna og svo hefur það
ábyggilega ekki spillt fyrir að ég tala
reiprennandi dönsku. Ég var víst
einn af mörgum sem komu til greina
en fékk verkefnið. Ég er svakalega
ánægður með það enda kom þetta
þannig lagað upp úr þurru. Þetta hef-
ur verið frábært tækifæri fyrir mig
til að vinna með nýju fólki og taka
skrefið inn á alþjóðlegan markað.
Það er mikilvægt að sýna að maður
geti leikstýrt á öðru tungumáli en ís-
lensku.“
Náttúran í stóru hlutverki
Davíð Óskar hefur ekki í annan tíma
komið til Færeyja en segir sér hafa
gengið ljómandi vel að skilja fær-
eyskuna og örugglega betur en
danska leikstjóranum; Danir skilji
alla jafna lítið í því ágæta máli.
Hann segir Færeyjar henta vel
fyrir glæpaseríur, rétt eins og Ísland.
„Landslagið er fallegt og dramatískt
en náttúran leikur stórt hlutverk í
þáttunum og gefur svolítið auka, eins
og heima.“
Honum hefur liðið ákaflega vel
þessa tvo mánuði og tíminn hefur
flogið. „Mér finnst ég nýkominn en er
að fara heim á mánudaginn. Fær-
eyjar eru ótrúlega fallegt land og
yndislegt að fá að taka þátt í því að
sýna heiminum það í fyrsta skipti.
Það er í raun mikill heiður,“ segir
hann en þess má geta að Færeyjar
koma einnig lítillega við sögu í nýj-
ustu James Bond-myndinni sem enn
á eftir að frumsýna.
– Trom ætti að verða mikil land-
kynning fyrir Færeyjar.
„Það er viðbúið, alveg eins og Brot
var fyrir okkur og núna Katla en báð-
ar seríur eru á Netflix. Færeyingar
eru mjög stoltir af þessu verkefni og
vilja að því vegni sem best. Þetta er
líka kjörið tækifæri til að byggja upp
kvikmyndaiðnaðinn hér.“
– Verður framhald á Trom?
„Það finnst mér líklegt, í öllu falli
er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö
og byrjað að vinna í hugmyndinni.“
Davíð Óskar Ólafsson við
tökur á Trom í Færeyjum.
Ljósmynd/Metusalem Björnsson
13.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
MEÐMÆLI Breska ríkisútvarpið,
BBC, mælir sérstaklega með Kötlu,
nýju þáttunum úr smiðju Baltasars
Kormáks, á vefsíðu sinni, en þeir
koma í heild sinni, átta talsins, inn á
efnisveituna Netflix á fimmtudag-
inn kemur, 17. júní. Tekið er fram
að þetta sé fyrsta íslenska serían
sem Netflix framleiðir að fullu og
að bakgrunnurinn sé eldgos í Kötlu
sem staðið hafi í heilt ár. Af öðru
efni sem mælt er með í júní má
nefna frönsku þættina Lupin á Net-
flix og Loka á Disney+.
Mælir sérstaklega með Kötlu
BBC hefur greinilega trú á Kötlu.
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
BÓKSALA 2.-8. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Palli PlaystationGunnar Helgason
2 DauðahliðiðLee Child
3 Fjölskylda fyrir byrjendurSarah Morgan
4 Meistari JakobEmelie Schepp
5
Þorri og Þura
– tjaldferðalagið
Agnes Wild/Bergrún Íris
6 Bekkurinn minn 3 – lús!Yrsa Þöll Gylfadóttir/IðunnArna
7 Færðu mér stjörnurnarJojo Moyes
8 KaldaslóðKim Faber/Janni Pedersen
9 Morðið við HulduklettaStella Blómkvist
10 ÁstAlejandro Palomas
1 Palli PlaystationGunnar Helgason
2
Þorri og Þura
– tjaldferðalagið
Agnes Wild/Bergrún Íris
3 Bekkurinn minn 3 – lús!Yrsa Þöll Gylfadóttir/IðunnArna
4 Rím og romsÞórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
5
Sumarið í sveitinni
Guðjón Ragnar Jónasson/
Harpa Rún Kristjánsdóttir
6 Ja, þessi EmilAstrid Lindgren
7 Gírafína og Pellinn og égRoald Dahl
8 Siggi sítrónaGunnar Helgason
9 MömmustrákurGuðni Kolbeinsson
10 Veran í vatninuHjalti Halldórsson
Allar bækur
Barnabækur
Ég elska allt við bækur; að snerta
pappírinn, horfa á hönnunina,
finna vigtina í hendi, tilhlökkunina
að opna nýja bók. Ég held hins
vegar stöðugt fram hjá því ég er
yfirleitt með margar bækur í tak-
inu í einu. Allir mínir dagar enda á
yndislestri eða yndishlustun því ég
er nýlega farin að hlaða upp góðu
safni í gegnum audible-smáfor-
ritið.
Núna eru tvær bækur efstar í
bunkanum– afar ólíkar en báðar
heillandi. Önnur er How The
World Thinks eftir Julian Baggini.
Þetta er saga hugmynda og heim-
speki sem gerir atrennu að því að
kortleggja helstu heimspekistefn-
ur heimsins auk
þess að varpa
áhugaverðu ljósi á
samspil og mis-
mun ólíkra menn-
ingarheilda, svæða
og tímabila í sög-
unni. Ég bað son
minn um að velja
eina bók handa mér þegar hann
var á leið heim frá Bretlandi um
daginn og hann hefði ekki getað
valið girnilegri konfektkassa af
hugmyndum, pælingum og
innsæi.
Hin bókin í kvöldlestri er Upp-
reisn Jóns Arasonar eftir Ásgeir
Jónsson. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á þessari litríku persónu
sem var bæði afar óvenjulegur
maður og mætti að auki þessum
dramatísku örlögum. Ásgeir er
svo einstaklega fróður og flinkur
sögumaður.
Eftir því sem líður á lífið eykst
áhugi minn á ljóðum. Ég er ein-
lægur aðdáandi listaskáldsins
Gerðar Kristnýjar og hef ljóða-
safnið hennar við höndina til að
næra andann. Önnur skáldkona
sem ég var að uppgötva svo seint
að skömm er frá að segja er Mary
Oliver. Náttúru-
stemmningar, tær-
leiki og andlegur
tónn í verkum henn-
ar heilla mig upp úr
skónum. Þetta er úr
bókinni Blue Hor-
ses.
Fyrirgefðu mér
Englar eru dásamlegir en þeir eru svo,
sko, fjarlægir.
Það er frekar það sem ég skynja í
drullunni og rótum
trjánna, eða brunninum, eða hlöðunni,
eða grjótinu með sitt
skærgula landakort skófa sem fær
fætur mínar til að staldra við og
kveikir blik í augum mínum, þegar ég
finn nærveru einhvers
anda, einhvers lítils guðs, sem leynist þar.
Ef ég væri fullkomin manneskja myndi
ég stöðugt vera að hneigja mig.
Ég er það ekki, en ég staldra við í
hvert sinn sem ég finn fyrir þessum
heilagleika, sem er ástæða þess að ég
er oft svo sein
til baka þaðan sem ég fer.
Fyrirgefðu mér.
(Þýðing Melkorka Ólafsdóttir)
Önnur bók sem liggur alltaf á
stofuborðinu hjá mér er Year of
Wonder – Classical Music for
Every Day eftir Clemency Burton-
Hill. Nældi mér í hana í þeim dá-
semdarstað Foyles í London fyrir
nokkrum árum og gæti ekki án
hennar verið. Uppspretta dag-
legrar gleði með hjálp Spotify og
bætir þekkinguna á klassískri tón-
list þar eð hver dagur á sitt til-
tekna verk sem sett er í áhugavert
samhengi.
SVANHILDUR KONRÁÐSD. ER AÐ LESA
Elska allt við bækur
Svanhildur
Konráðsdóttir
er forstjóri
Hörpu.