Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 8
HUGARFAR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 Þ að hefur líklega ekki komið mörg- um sem þekktu til á óvart að Laurence Halsted skyldi leggja stund á ólympískar skylmingar. Báðir foreldrar hans kepptu fyrir hönd Bretlands á Ólympíuleikunum, faðir hans, Nick Halsted, á leikunum í Mexíkóborg 1968 og móðir hans, Clare Henley-Halsted, á leikunum í München 1972 og Montreal 1976. Halsted byrjaði að æfa íþróttina um 7 ára aldur en hún átti þó ekki alltaf hug hans og hjarta. Hann æfði alls kyns íþróttir og það var ekki fyrr en á seinni árum sem hann einbeitti sér alfarið að skylmingum. „Í háskóla tók ég mér pásu frá skylmingum. Ég hafði náð nokk- uð langt í mínum aldursflokki en ákvað að spila ruðning þess í stað,“ segir Halsted. Þegar hann útskrifaðist úr háskóla með bak- kalársgráðu í sálfræði hafði nýlega verið ákveðið að Ólympíuleikarnir skyldu fara fram í London árið 2012. Þess vegna var í fyrsta sinn möguleiki á því að æfa skylmingar sem at- vinnumaður með styrk frá breska ríkinu. Hals- ted gat nýtt sér það og einbeitti sér alfarið að æfingum næstu árin. Eftir að hafa farið á leikana 2012 tók Hals- ted sér frí frá skylmingum og fluttist búferlum til Danmerkur en hann hafði kynnst konunni sem síðar varð eiginkona hans þar í landi. Halsted hóf æfingar á ný í aðdraganda Ólymp- íuleikanna í Ríó 2016, æfði í Danmörku en keppti fyrir hönd Bretlands eins og áður. Eftir leikana í Ríó, þá 32 ára, setti hann sverðið upp í hillu fyrir fullt og allt. Í dag starfar Halsted sem íþróttastjóri skylmingasambands Danmerkur. Það var ein- mitt í skylmingaklúbbi í Hellerup sem ég hitti hann og við ræddum stöðu íþróttamannsins og hvað það þýðir að vera íþróttamaður í dag. „Opnaði augu mín“ Í aðdraganda Ólympíuleikanna í London braut Halsted á sér úlnliðinn og var frá æfingum í fjóra mánuði. Það reyndi mikið á hann andlega og fór hann því til íþróttasálfræðings. „Ég hafði unnið með íþróttasálfræðingi áður en engum sem náði til mín,“ segir Halsted. „En þessi var frábær og hjálpaði mér mikið. Hún opnaði augu mín fyrir ákveðnum þáttum. Við unnum mikið með gildi mín og einblíndum á vegferðina fremur en markmiðið sjálft.“ Þessi reynsla og vilji Halsted til að afla sér upplýsinga og draga lærdóm af öðrum leiddu til þess að hann fór að láta sig hugarfar íþróttamanna og viðhorf annarra til þeirra varða. „Ég ræddi við róðrarþjálfara sem komist hefur langt með sitt lið. Hann vann mikið með ást, braut hana niður í fjóra þætti: ást til íþróttarinnar þinnar, sjálfs þín, liðsfélaga þinna og andstæðinga. Ást til manns sjálfs var það sem náði til mín. Ég hafði heyrt klisjurnar áður en fór að skoða þetta betur.“ Halsted kynnist hugtaki sem kallast „self- compassion“ á ensku og þýðir einfaldlega að sýna sjálfum sér góðvild og samkennd. Hann fann lítið af upplýsingum um hvernig hægt væri að nýta sér góðvild af þessu tagi í íþrótt- um. Hann las sér því til og tengdi það sem skrifað hefur verið um ágæti þess að tileinka sér góðvild í garð sjálfs sín við íþróttir og hvernig það getur nýst íþróttamönnum. Í kjöl- farið skrifaði hann þrjár stuttar greinar á síðu The True Athlete Project, samtaka sem hafa Halsted á heimsmeist- aramótinu í skylm- ingum árið 2017. AFP „Til hvers þá að vera að þessu?“ Góður árangur á íþróttavellinum hefur leikið margan íþróttamanninn grátt utan vallar, þá sérstaklega þegar ferlinum lýkur. Hvimleiður fylgikvilli afreksíþrótta segja sumir en Laurence Halsted hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig losa megi íþróttir við hann. Góðmennska utan vallar blæs fólki frekar í brjóst heldur en frammistaða innan vallar að mati Halsted. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’ Ég man hversu illa mér leið þegar ég tapaði. Sem barn grét ég í hvert skipti sem ég tapaði. Það hugarfar fylgdi mér fram á fullorðinsaldur er ég keppti fyrir landsliðið. Það tók daga eða vikur að jafna sig á tapi, mér leið svo illa eftir á. Halsted segist viss um að ná megi jafngóðum, ef ekki betri, árangri með því að losa sig við sjálfs- niðurrifið sem einkenni íþróttir oft og tíðum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.