Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Qupperneq 12
KÓRÓNUVEIRAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 Þ að er stund milli stríða hjá Ragn- heiði Ósk Erlendsdóttur þegar fundum okkar ber saman að morgni fimmtudags á skrifstofu hennar í Mjóddinni. Stór vika er að baki í bólusetningum í Laugardalshöllinni og enn stærri vika fram undan; raunar sú allra stærsta frá upphafi, þegar hvorki fleiri né færri en 35 þúsund skammtar verða gefnir. Enginn er þó asinn á Ragnheiði Ósk, hún er þvert á móti yfirveguð og afslöppuð, rétt eins og hún birtist manni í sjónvarpi eða blöðum. Það skiptir máli, bæði inn og út á við, að leið- togar í þjóðarátökum sem þessum hafi skýra sýn og haldi ró sinni og sönsum enda þótt verkefnin séu fordæmalaus og ærin. Ekki er ofsögum sagt að allur þessi faraldur hafi verið með ólíkindum og Ragnheiður Ósk er snögg til svars þegar spurt er í upphafi hvort hún hafi einhvern tíma gert ráð fyrir því að hún ætti eftir að koma að því að bólusetja alla þjóðina á einu bretti. „Nei! Mig hefði aldr- ei órað fyrir því,“ svarar hún hlæjandi. Það þurfti svo sem ekki að spyrja. Hefur gengið ótrúlega vel „En þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ heldur hún áfram, „og þá er ég að tala um allt frá upp- hafi faraldursins hér á landi fyrir sextán mán- uðum. Við heilbrigðisstarfsmenn höfum staðið í ströngu allan þennan tíma og raunar aðeins lengur, eða frá því að fyrstu fréttir fóru að ber- ast af kórónuveirunni í byrjun árs 2020. Þá strax byrjuðum við að bera saman bækur okk- ar og setja allt í gang. Þegar hætta steðjar að er mikilvægt að vera viðbúinn“. – Hefur þessi barátta gengið betur en þú bjóst við? „Nei, í raun ekki. Ég hafði alltaf trú á því að þetta myndi ganga vel. Við búum að mjög öfl- ugu heilbrigðiskerfi hér á landi og mín stétt, hjúkrunarfræðingarnir, er búin að standa sig rosalega vel. Það kemur ekki á óvart. Sama má segja um margar aðrar stéttir.“ Spurð hvort einhver leið sé að búa sig undir heimsfaraldur af þessu tagi svarar Ragnheiður Ósk: „Það eru til áætlanir en auðvitað duga þær ekki fyrir öllu þegar faraldurinn er af þessari stærðargráðu. Það sá þetta auðvitað ekki nokkur maður fyrir enda hafa smit- sjúkdómar ekki verið efst á baugi í heilsugæsl- unni undanfarin ár, þar sem mest púður hefur farið í að eiga við lífsstílssjúkdóma, öldrun og annað slíkt. Að vísu komu bæði upp mislinga- og berklafaraldur árið 2019 en það var auðvit- að ekkert í líkingu við það sem við áttum í vændum með kórónuveirunni. Allt í einu var heimsfaraldur í uppsiglingu og við í ofboði að panta alls konar búnað; hanska, maska, sýna- tökupinna og annað slíkt, í kapphlaupi við aðr- ar þjóðir. Hver hefði trúað þessu?“ Svo hófst sýnataka í áður óþekktum stíl, fyrst á heilsugæslustöðvum en síðan á landa- mærunum. „Sú vinna hlóð hratt utan á sig en gekk merkilega vel enda búum við að frábæru tölvukerfi sem hefur hjálpað okkur mikið. For- ritarar Origo unnu nótt sem nýtan dag til að gera sýnatökuna sem auðveldasta fyrir okkur. Ég leyfi mér að fullyrða að hvergi í heiminum sé til fullkomnara tölvukerfi fyrir þetta verk- efni en það sem við erum að vinna með. Forrit- urunum og Inga Steinari Ingasyni hjá rafræn- um heilbrigðislausnum hjá Embætti landlæknis verður seint fullþakkað fyrir sitt framlag,“ segir Ragnheiður Ósk.Heilsugæslu- stöðvarnar sprengdu fjöldann fljótt utan af sér, þá var brugðið á það ráð að skima fólk í bílum sínum, tjöld voru sett upp og þar fram eftir götunum. Flest þekkjum við hvernig þetta gekk fyrir sig. Ragnheiður Ósk segir heilsugæsluna hafa þurft að hugsa hratt og hafa hraðar hendur; ný sviðsmynd blasti við á nánast hverjum degi. Miklu munaði að fá afnot af Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut, sem er í eigu fjárfestingarfélagsins Reita, en það stóð autt eftir að Læknastöðin flutti búferlum í Urðahvarf í Kópavogi. Gerðust hústökufólk „Við gerðumst hústökufólk,“ segir Ragnheiður Ósk brosandi, „en Reitir eiga heiður skilinn fyrir sína aðkomu; ég held að við höfum aðeins þurft að borga hita og rafmagn. Það endur- speglar vel andann í þjóðfélaginu – allir eru til- búnir að leggjast á árarnar. Orkuhúsið hentar mjög vel, það er miðsvæðis og auðvelt að búa til sýkt og ósýkt svæði, svo dæmi sé tekið. Það hefur farið vel um okkur þar“. Þegar hilla fór undir bólusetningar seint á síðasta ári var fyrsta pælingin sú að hver heilsugæslustöð sæi um sína skjólstæðinga. Menn áttuðu sig þó fljótt á því að það myndi aldrei ganga enda lagt upp með að fólk þyrfti að bíða í stundarfjórðung eftir nálarstunguna ef ske kynni að upp kæmu alvarlegar auka- verkanir eða ofnæmisviðbrögð. Þá kom fram hugmyndin um að gera bólusetninguna mið- læga og voru ýmsir möguleikar skoðaðir í því sambandi, svo sem Orkuhúsið, Egilshöllin í Grafarvogi og svo Laugardalshöllin sem varð fyrir valinu. „Að því vali komu ásamt okkur hjá Heilsu- gæslunni aðgerðastjórn almannavarna, slökkviliðið og lögreglan sem eru vön því að skipuleggja fjölmenna viðburði og hafa staðið vaktina með okkur allan tímann. Staðsetningin er að mínu mati mjög vel heppnuð enda gerir Laugardalshöllin okkur kleift að ná allt að tíu til fjórtán þúsund skömmtum á dag,“ segir Ragnheiður Ósk. Eins og fram hefur komið í fréttum sér fyrir endann á þessu risavaxna verkefni en búið er að bólusetja tæplega 90% allra sem til stendur að bólusetja að minnsta kosti einu sinni, sam- kvæmt Covid-dagatalinu. Þýðið er þjóðskrá. „Því verki lauk í þessari viku og frá og með næstu viku verður nær eingöngu um endur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir gerði ekki ráð fyrir því að þurfa að bólusetja alla þjóðina á einu bretti. Morgunblaðið/Eggert Þetta hefur verið okkar stríð Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er starfsfólki, samstarfs- aðilum, fjölmiðlum og þjóðinni allri þakklát fyrir framgöngu sína í stærsta bólusetningarverkefni Íslandssögunnar sem gengið hafi ótrúlega vel. Nú sér fyrir endann á átakinu og vonandi faraldrinum í heild en Ragnheiður Ósk segir að við verðum eigi að síður að gefa okkur tíma til að láta sárin gróa enda hafi þetta verið ígildi stríðs fyrir þjóð sem ekki grípur til vopna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég hafði alltaf trú á því að þetta myndi ganga vel. Við búum að mjög öflugu heilbrigð- iskerfi hér á landi og mín stétt, hjúkrunarfræðingarnir, er búin að standa sig rosalega vel. 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.