Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Síða 14
KÓRÓNUVEIRAN
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021
bólusetningu að ræða. Lokaspretturinn er haf-
inn.“
Fram hefur komið að átak var að koma öll-
um skömmtum út í vikunni og Ragnheiður Ósk
segir það til marks um að markaðurinn sé að
verða mettaður. „Fæstir þekkja einhvern sem
á eftir að fá sprautu.“
Örfáir hafna bólusetningu
Hún segir ákaflega lítið um að Íslendingar
hafni bólusetningu. „1-2% hafna ung-
barnabólusetningu hér á landi og ætli hlut-
fallið varðandi kórónuveiruna sé ekki svipað.
Af þeim sem ekki hafa skilað sér eru einhverjir
útlendingar sem farnir eru af landi brott.“
Einhverjir hafa rekið áróður gegn bólusetn-
ingu, einkum á samfélagsmiðlum, en Ragn-
heiður Ósk hefur lítið heyrt frá því fólki per-
sónulega. „Það kemur einn og einn neikvæður
póstur en langflestir sem hafa samband eru já-
kvæðir og þakklátir. Og við erum að tala um
einhverja 200 pósta sem berast mér á hverjum
einasta degi. Sumir biðjast líka afsökunar á því
að hafa samband, þar sem mikið sé hjá mér að
gera. Þannig að kurteisi er lykilorðið – gegn-
um verkefnið allt.“
– Okkur er stundum lýst sem hálfgerðum
þursum en Íslendingar kunna sig þá sumsé
þegar virkilega á reynir?
„Já, það er óhætt að segja það.“
Hún hlær.
„Fólk finnur líka að allir eru að reyna að
gera sitt besta og það skiptir alltaf máli.
Þríeykið sló tóninn í því sambandi – fékk þjóð-
ina strax með sér. Þau hafa gert rosalega vel
gegnum allan farald-
urinn. Undir miklu
álagi. Eins stjórnvöld
sem höfðu hugrekki
til að treysta fag-
mönnunum og styðja
með ráðum og dáð við
bakið á þeim. Það var
mikið gæfuspor en
alls ekki sjálfgefið og
fróðlegt verður að sjá
hvað gerist í kosningunum í haust þegar ríkis-
stjórnin leggur verk sín í dóm kjósenda.“
– Hvað stendur upp úr þegar þú horfir um
öxl yfir verkefni síðustu mánaða?
„Frábært starfsfólk, fyrst og fremst. Sjö til
tíu manna teymi hefur borið hitann og þung-
ann af skipulagningunni og unnið sem einn
maður. Það skiptir öllu máli að vera samstíga í
svona verkefnum. Við hefðum ekki getað verið
heppnari með verkefnastjóra, hvort sem við
erum að tala um blöndun efnanna á Suður-
landsbrautinni, bólusetninguna sjálfa í Höll-
inni eða skipulagninguna í kring. Við höfum
tekið þetta skref fyrir skref og metið stöðuna á
hverjum tíma. Heilbrigðiskerfið hefur svo
sannarlega sýnt og sannað ágæti sitt í þessum
faraldri. Innviðirnir eru frábærir, sveigj-
anleikinn mikill og starfsfólkið brettir upp
ermar þegar á þarf að halda.“
Þannig hafa til dæmis ófáir lífeyrisþegar og
menntað heilbrigðisfólk sem vinnur önnur
störf lagst á árarnar með heilsugæslunni.
„Stofnanir og einkafyrirtæki hafa verið mjög
liðleg að leyfa sínu fólki að leggja okkur tíma-
bundið lið. Bakvarðasveitin okkar telur í dag
160 manns og munar um minna. Heilsugæslan
hefði aldrei getað þetta ein síns liðs og það hef-
ur verið frábært að verða vitni að þessari sam-
stöðu. Hvatinn er líka nánast áþreifanlegur –
að klára Covid-19.“
Leiðtogi sem hlustar á fólk
Sjálf lýsir Ragnheiður Ósk sér sem liðsmanni.
„Þótt ég sé að fronta þetta verkefni og sé á ein-
hvern hátt sögumaðurinn fer því fjarri að ég sé
að stýra öllu og ráði öllu sjálf. Þvert á móti er
ég leiðtogi sem hlustar á sitt fólk og segir: Góð
hugmynd! Hvað ætli ég hafi sagt það oft á dag
undanfarna mánuði? Ég treysti mínu fólki
mjög vel. Margrét Héðinsdóttir, verk-
efnastjóri hér hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, er gott dæmi um manneskju sem
fær frábærar hugmyndir. Allt flæði er inn-
byggt í Margréti sem þess utan er algjör jarð-
ýta. Ég gæti nefnt marga fleiri. Við aðstæður
sem þessar veitir ekki af frjórri og skapandi
hugsun og hlutverk leiðtogans er að hvetja sitt
lið og tengja það saman.“
Hún viðurkennir að það hafi verið stórt skref
að færa sig yfir í Laugardalshöll, ekki síst eftir
að sjálfur keppnissalurinn var lagður undir
bólusetninguna. Byrjað var í anddyrinu en
þegar rafíþróttamótið stóra brast á missti
heilsugæslan þá aðstöðu. „Til að byrja með vor-
um við aðeins í vafa um hvort salurinn myndi
henta undir verkefnið en vorum fljót að átta
okkur á því að hann gerir það svo sannarlega.
Hljóðvistin er mjög góð í salnum og fólk þarf
heldur ekki að færa sig inn í annað rými meðan
það bíður eftir að mega fara heim.“
Misgreiðlega hefur gengið fyrir fólk að kom-
ast að og þegar álagið hefur verið mest hafa
myndast langar raðir sem vekja minningar um
stórviðburði í íslenskri tónleikasögu, svo sem
heimsókn Led Zeppelin 1970, Guns N’ Roses
2018 og Eds Sheerans 2019. Ragnheiður Ósk
hefur ugglaust ekki átt von á því að þurfa að
stíga inn í hlutverk Senu Live og slíkra aðila í
því sambandi. Hefði einhver tjáð henni sein-
asta sumar að hún ætti eftir að stjórna stærsta
giggi ársins 2021 í Laugardalnum hefði hún
ábyggilega hlegið sig máttlausa. En svona get-
ur lífið verið skrýtin skepna.
Stressaðist yfir fimm manna röð
Spurð um raðirnar segir Ragnheiður Ósk fólk
þróa með sér ákveðið þol. „Til að byrja með
fylltist ég stressi um leið og ég sá fimm manns í
röð fyrir utan; á endanum náði röðin hringinn í
kringum Höllina,“ segir hún hlæjandi. „Það
hefur þó sem betur fer verið sjaldgæft, eig-
inlega bara tveir dagar frá upphafi og engin
leiðindi komu upp þessa daga enda allir stað-
ráðnir í að láta hlutina
ganga upp og keyra
þetta áfram. Ég leyfi
mér að fullyrða að hver
einasti dagur hafi
gengið vel. Fólk er
þakklátt og fær svo
ákveðna stemmingu í
kaupbæti. Það átti ekki
síst við þegar við vor-
um með árgangana; þá
var fólk að hittast í röðinni sem ef til vill hafði
ekki sést áratugum saman. Úr urðu hinir bestu
endurfundir. Við erum mjög þakklát fyrir hvað
almenningur hefur tekið þessu vel. Það hefur
gert þetta verkefni miklu auðveldara en ella.“
Talandi um stemmingu þá hefur tónlist sett
sterkan svip á bólusetninguna; félagar í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands riðu á vaðið og plötu-
snúðar hafa ítrekað þeytt skífum. Oftast nær
hafa fagrir tónar fyllt salinn.
Ekki er öllum vel við sprautur og fram hefur
komið að algengara er að ungt fólk falli í yfirlið
í Höllinni en það eldra. Hver ætli skýringin á
því sé?
„Eldra fólkið hefur upp til hópa séð meira í
þessu lífi en það sem yngra er og kippir sér því
ekki eins mikið upp við sprautur. Unga fólkið
hefur samt staðið sig ljómandi vel og sem bet-
ur fer hefur fæstum orðið meint af þessum
yfirliðum. Einn fékk að vísu gat á höfuðið í vik-
unni, það er alvarlegasta atvikið.“
Ragnheiður Ósk er ekki eini fjölskyldu-
meðlimurinn sem hefur komið að skipulagn-
ingu bólusetningarinnar en elsti sonur hennar,
Agnar Darri Sverrisson, hefur líka lagt sitt af
mörkum. „Hann er menntaður kerfisverk-
fræðingur frá Bandaríkjunum með áherslu á
flugrekstrarstarfsemi. Eðli málsins sam-
kvæmt hefur verið lítið að gera í þeim geira
undanfarið hálft annað ár þannig að ég spurði
hann bara hvort hann væri ekki tilbúinn að
koma og hjálpa til. Hann hélt það nú enda
ómögulegt að hafa fólk hangandi heima ef það
getur lagt eitthvað af mörkum. Agnar Darri
setti sig vel inn í kerfið og vann við það til loka
maí að hann fór í fæðingarorlof.“
Mágkonan lagði hönd á plóg
Þess má líka geta að mágkona Ragnheiðar
Óskar, Jórlaug Heimisdóttir, hefur verið
verkefnisstjóri bæði á landamærunum í
Keflavík og í Höllinni. „Hún er hjúkr-
unarfræðingur og var áður hjá Embætti
landlæknis. Ég leitaði til hennar síðastliðið
vor og spurði hvort hún gæti losað sig og
koma í þessa vegferð með mér. Enda mik-
ilvægt að hafa fólk sem maður getur treyst
sér við hlið. Eins og við þekkjum eru þetta
fordæmalausir tímar og maður reynir að nýta
sem flesta. Eða eins og sagt er á sjónum: All-
ir upp á dekk!“
Sjálf hefur Ragnheiður Ósk verið mikið á
staðnum. „Við sem berum ábyrgðina á verk-
efninu, sem eru ég og Sigríður Dóra Magn-
úsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, höfum
reynt að vera sýnilegar og taka þátt með okkar
fólki enda þótt við stýrum ekki einstökum
þáttum á staðnum heldur verkefnastjórarnir.“
– Dagarnir hjá þér hljóta að vera langir?
„Já, þeir hafa verið það. Ég vil gjarnan
taka daginn snemma og blanda bóluefnin
með mínu fólki á Suðurlandsbrautinni. Sú
vinna byrjar alls ekki seinna en klukkan 7. Að
vinnudegi á vettvangi loknum bíða svo þessir
200 tölvupóstar sem ég gat um og ég held að
ég hafi slökkt á tölvunni klukkan hálf eitt í
nótt. Ekki eru þó allir dagar svo langir. Mað-
ur nær að draga andann inni á milli og ég
ætla mér í sumarfrí.“
Hún brosir.
Hún segir verkefnið hafa vakið meiri athygli
en hún bjóst við. „Við vissum svo sem ekkert
út í hvað við vorum að fara en á fyrstu stigum
kom til tals hvort banna ætti fréttamenn og
ljósmyndara á staðnum til að virða einkalíf
’
Það er alls ekki óeðlilegt að
það verði mörgum erfitt að
hverfa aftur til fyrra lífs. Vinna
þarf úr áfallastreitunni, rétt
eins og hermenn þurfa að gera
að stríði loknu og þeir hverfa
aftur til síns venjulega lífs.
Ragnheiður Ósk tekur
virkan þátt í starfinu á gólf-
inu í Laugardalshöllinni.