Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 15
27.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 fólks. Við gerðum okkur hins vegar fljótlega grein fyrir því að áhuginn var mikill enda um einstakt verkefni í Íslandssögunni að ræða og ósköp eðlilegt að fjölmiðlar vilji skrásetja sög- una.“ Hundrað símtöl á dag Þau eru ófá símtölin sem Ragnheiður Ósk hef- ur fengið frá fjölmiðlum undanfarnar vikur og mánuði. „Ætli þau séu ekki um hundrað á dag,“ segir hún hlæjandi, „frá öllum mögu- legum miðlum. Einu sinni staldraði ég við og spurði fréttakonuna sem hringdi, á móti hvers vegna fjölmiðlar hefðu svona mikinn áhuga á þessu verkefni. Svar hennar var mjög gott en það var eitthvað á þessa leið: „Þetta snertir okkur öll. Þess vegna höfum við svona mikinn áhuga“.“ Hún nefnir handahófskennda árganga- happdrættið sem dæmi en fjölmiðlar reynd- ust hafa brennandi áhuga á því. „Ég var alls ekki undir það búin og hafði ekkert velt fyrir mér hvernig ég ætlaði að útfæra dráttinn. Hljóp bara niður í Nettó og keypti fötu. Fann svo miða hérna í skúffunni sem fyrir hreina tilviljun voru bláir og bleikir. Úr þessu varð heilmikið fréttamál,“ segir hún hlæjandi. En hvernig ætli hún kunni við sig í kastljósi fjölmiðlanna? „Það hjálpar að ég er alla jafna ekkert að fylgjast mikið með fjölmiðlum og verð fyrir vikið ekki mikið vör við sjálfa mig. Annars hafa þessi samskipti verið mjög ánægjuleg; fjöl- miðlafólkið sem hefur samband við mig er allt- af kurteist og aldrei frekt. Þetta er mikið til ungt fólk og sumt af því er orðið ágætir vinir mínir. Ég má til með að nota þetta tækiflæri til að hrósa fjölmiðlum. Þú kemur því til skila!“ Að sjálfsögðu. Hér með gjört. Og sambandið virkar í báðar áttir. „Stund- um þurfum við á fjölmiðlum að halda, eins og þegar sjö hundruð skammtar voru eftir á mið- vikudagskvöldið. Þá getur verið gott að fá fjöl- miðla í lið með sér. Þessir skammtar voru á endanum keyrðir til Keflavíkur, þar sem not var fyrir þá. Annars hefði þurft að farga þeim. Samvinnan við fjölmiðla hefur verið ánægjuleg og góð og þeir eiga stóran þátt í því hversu vel hefur gengið að bólusetja landann.“ Þverfagleg samvinna Ragnheiður Ósk hefur að vonum lært margt af verkefninu, til að mynda hefur viðhorfið til teymisvinnu umfram heilbrigðiskerfið breyst, hugsunin er orðin þverfaglegri en hún var. „Maður er orðinn vanur að vinna með Al- mannavörnum, verkfræðingum, forriturum og ótal mörgum öðrum og við höfum komist langt á þessari samvinnu. Það mun nýtast til fram- tíðar og samvinnan á eftir að verða þverfag- legri.“ – Nú bendir margt til þess að faraldrinum fari að ljúka – 7-9-13 – og í öllu falli sér fyrir endann á bólusetningarverkefninu. Hvernig tilfinning er það? „Nokkuð góð. Sem þjóð getum við verið stolt af því hvernig okkur hefur gengið að fást við þennan faraldur; bæði þeir sem lögðu lín- urnar og þeir sem fóru að tilmælum þeirra. Ef ég horfi á minn starfsvettvang þá er heilsu- gæslan svo sannarlega komin á kortið. Mikið hefur verið haft samband meðan á faraldr- inum hefur staðið og þjóðin miklu betur að sér um eðli og hlutverk heilsugæslunnar en hún var áður en faraldurinn hófst. Við höfum þurft að fjölga margfalt á öllum vígstöðvum til að anna þörfinni. Allt er þetta mjög jákvætt þeg- ar við einhendum okkur í þau fjölþættu verk- efni sem hafa beðið meðan á öllu þessu fári hefur staðið. Það verður skemmtileg áskorun í haust að halda áfram að byggja heilsugæsluna í landinu upp eftir Covid. Það er mín trú að upplifun fólks verði sú að við séum búin að lyfta henni upp á hærra plan í þjónustu við skjólstæðinga okkar. Það er eitt af því besta sem hljótast mun af Covid. Þetta var sann- arlega brjálað eitt og hálft ár en það skilaði okkur ýmsu, því skulum við ekki gleyma. Eins og þú heyrir þá er ég mjög bjartsýn fyrir hönd heilsugæslunnar. Það verður mikill vöxtur næstu árin. Við erum eitt af húsunum í hverf- inu og í nærþjónustu við fólk. Slagorð okkar er: Hér fyrir þig! Og við það ætlum við að standa.“ Til allrar hamingju höfum við Íslendingar ekki mikla reynslu af styrjöldum og einhverjir hafa kallað kórónuveirufaraldurinn okkar stríð. „Hann er það, í ákveðnum skilningi,“ segir Ragnheiður Ósk. „Það er alls ekki óeðli- legt að það verði mörgum erfitt að hverfa aftur til fyrra lífs. Vinna þarf úr áfallastreitunni, rétt eins og hermenn þurfa að gera að stríði loknu og þeir hverfa aftur til síns venjulega lífs. Mikið hefur verið rætt um Covid-þreytu hér á landi og það mun taka okkur einhvern tíma að endurheimta gleðina og verða klár í næstu verkefni. Það er ósköp eðlilegt.“ Akureyringur, skíða- og fjölskyldukona Að því sögðu færum við okkur yfir á persónu- legri nótur. Hver er Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir? „Ég ólst upp á Akureyri og lærði hjúkrun þar. Flutti til Reykjavíkur 1995 og hef búið hér síðan. Ég hef unnið hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins frá 2004 og tók við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar fyrir tveimur og hálfu ári. Það hefur verið mjög viðburðaríkur tími,“ segir hún brosandi. Eiginmaður hennar er Sverrir Heimisson, auglýsingastjóri Viðskiptablaðsins, og eiga þau þrjá syni. Fyrrnefndan Agnar Darra, sem er 26 ára, Jökul Þorra, 24 ára, og Hrannar, 15 ára. Agnar Darri eignaðist sitt fyrsta barn fyr- ir mánuði, son sem ekki hefur verið skírður. Sverrir er Grenvíkingur og hjónin eiga hús í þorpinu sem þau reyna að dvelja í eins oft og tækifæri gefst. Eru meira að segja á leiðinni þangað eftir vinnu þennan dag. „Grenivík er yndislegur staður, stutt í nátt- úruna, Kaldbakur gefur manni alltaf fína orku, Þengilshöfði og fleiri perlur. Fólkið í þorpinu er líka sérstaklega jákvætt og yndislegt og alltaf gaman að hitta það. Nágrannar okkar tala um að það sé alltaf notalegt þegar ljós er komið í húsið okkar og okkur þykir ákaflega vænt um það. Það verður gaman að fara með litla barnabarnið þangað í fyrsta skipti um helgina.“ Spurð um helstu áhugamál nefnir Ragnheið- ur Ósk strax fjölskylduna. „Mér líður alltaf best með fjölskyldunni og synir okkar og tengdadæturnar tvær eru dugleg að finna upp á einhverju skemmtilegu. Við erum mjög sam- heldin fjölskylda og reynum að vera sem mest saman.“ Þess utan hefur hún dálæti á skíðum, bæði fjalla- og gönguskíðum, eins og svo margir sem ólust upp fyrir norðan. „Við erum líka með snjósleða á Grenivík og leikum okkur mikið í snjónum á veturna. Og ekki bara veturna, mér skilst að það sé enn þá snjór í Kaldbak og hver veit nema við verðum þar um helgina – í 20 stiga hita.“ Það er ekkert annað. Mín fyrstu viðbrögð eru obbolítil öfund sem breytist þó fljótt í gleði fyrir hönd Ragnheiðar Óskar. Ef einhver á skilið að lyfta sér aðeins á kreik svona rétt áð- ur en hún klárar að sprauta þjóðina og kveðja bansett kófið, þá er það hún. Njóttu! Agnar Darri Sverrisson, sonur Ragn- heiðar Óskar, og Írunn Þorbjörg Ara- dóttir með mánaðargamlan son sinn. „Súperteymið“ í Laugardalshöllinni, eins og Ragnheiður Ósk kallar það. Frá vinstri: Ewa Paluchowska, sér um bólusetningarvagnana, Kristján Helgi Þráinsson, stýrir lögreglunni, Ragnheiður Ósk, Jón Gauti Jónsson, hefur umsjón með skönnun og kerfi, Jórlaug Heimisdóttir, stýrir hjúkrunarfræðingunum, Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur, hefur umsjón með bóluefninu, Brynjar Þór Friðriksson, stýrir sjúkraflutningamönnunum. Á myndina vantar blöndunarteymið sem er á Suður- landsbrautinni, þær Margréti Héðinsdóttur og Ingibjörgu Rós Kjartansdóttur. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.