Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Qupperneq 17
Heilbrigðiskerfið hefði ella fengið upp í kok. Það hefði neyðst til að hafna nær öllum öðrum sjúkling- um en þeim sem veiran beindi til þeirra. Það eitt og sér hefði kollsiglt þjóðfélagið. Þess vegna studdi ég allar lokunaraðgerðir heilshugar. Ekki nóg með það. Ég studdi, í öryggisskyni, óvinsælar aðgerðir um að fresta fyrirhugaðri allsherjaropnun 21. júní.“ Og Nelson bætir við: „Ef kafað er niður í nýjustu tölur kemur það á daginn að meðalaldur þeirra sem nú smitast er 24 ár. Og smitunin hjá fólki á þessum aldri er í langflestum tilvikum „mjög mild eða fer hreinlega algjörlega fram hjá þeim smitaða!“ Sárafá- ir eru lagðir á sjúkrahús vegna veirunnar. Með öðr- um orðum þá er bólusetningin að þrælvirka. Þetta gætu því verið meiri háttar tímamót. Kór- ónuveiran hefur gefist upp. Bent er á að vírusinn sá muni áfram vera til staðar og muni alltaf smita fólk sem er viðkvæmt fyrir, rétt eins og flensan og lungnabólgan gera, sem leggja um 300 manns að velli vikulega í Bretlandi (nema við tökum upp á því að bólusetja dýraríkið).“ Í Bretlandi eru yfirvöld upptekin af því að halda þurfi aftur af ferðum til og frá Bretlandi. Nelson færir fram rök fyrir því að þær vangaveltur séu illa grundaðar: „Forsætisráðherrann vill leggja af lok- unarböndin um miðjan júlí. En hann er hvattur áfram af heilbrigðisráðherra að halda enn fast utan um landamærin. Rökin virðast helst vera þau að halda verði aftur af ferðum á milli landa, því að það sé aldrei að vita nema að menn smitist af einhverju. Hrollvekjandi tilbrigði eru dregin upp. Slíkt er auð- vitað ekki útilokað. Og svo lengi sem þessi veira er til staðar gætu komið upp ný afbrigði. Við höfum séð til nokkurra þúsunda nýrra afbrigða og ekkert þeirra hefur enn ráðið við bóluefnin!“ Og Fraser Nelson lýkur hugleiðingu sinni: „Fyrir faraldur fóru Bretar allra manna mest til annarra landa. Nú, þegar veiran hefur verið lögð að velli, eig- um við þá að breyta okkur í allt annars konar þjóð en við vorum? Hinn ótrúlegi sigur bóluefnanna hlýtur að leyfa okkur að opna landamærin til fyrra horfs, eftir að okkur tókst að fella kórónuveiruna niður í deild almennra pesta. Það væri til skammar að láta undan slíkum hugmyndum án þess að hafa tekið um- ræðuna um það, hvers við myndum missa og eins um hitt, hvað það er eiginlega sem við erum svona hrædd við.“ Þessi umræða hefði getað átt að nokkru við hér, en íslensk yfirvöld hafa verið mun raunsærri en þau bresku, ef horft er til þeirra áhyggjuefna sem Fra- ser Nelson reifar. Gunnar Birgisson Það er eftirsjá að Gunnari Birgissyni bæjarstjóra sem féll skyndilega frá og var jarðaður síðastliðinn fimmtudag. Fyrir fáeinum árum kom saga Gunnars út, skráð af Orra Páli Ormarssyni. Bókin er prýðileg, enda hafði Gunnar frá mörgu að segja og lífshlaup hans með mörgum áhugaverðum litbrigðum. Bréfritari var þá beðinn um að gefa sitt sjónarhorn á Gunnar til birtingar í bókinni. Þar sagði m.a.: „Það er ekki nægilegt að segja að það hafi munað um Gunnar Birgisson þar sem hann kom að verki. Það munar um langflesta sem taka þátt og einkum þá sem leggja sig fram. En Gunnar Birgisson í ham birtist eins og stormsveipur, víkingur í vígahug, þegar hug- ur hans stóð til athafna. Hann líktist þá fremur her- deild en hermanni. Þá var betra að vera ekki fyrir. Gunnar sat á þingi um skeið á þeim tíma þegar ég átti þar helst erindi. Margt var honum til þæginda í því starfi. Vönduð menntun á hagnýtu sviði, sem ein- att hafði dugað honum vel í rekstri eigin fyrirtækja og ekki síður í starfi í sveitarstjórn, lagði góðan grunn að þátttöku í þingstörfum. Góð greind, þekk- ing á flestum sviðum þjóðmála og einstakt starfs- þrek manns, sem aldrei hlífði sér, styrkti enn stöðu hans. Kjarkur og baráttugleði bætti svo því við sem ella hefði vantað. Þingið naut góðs atbeina hans um mörg mál. En það er þó ekki þar með sagt að Gunn- ar hafi endilega notið sín á þingi. Á þeim stað gerast hlutir stundum hægt. Fjas er í fyrsta sæti, en fram- taki er skipað á aftasta bekk. Sá forgangur skapar ekki kjöraðstæður fyrir mann eins og Gunnar.“ ’ Það ætti því sennilega að leiða af sjálfu sér, að sé ekki bólusetningarþörf fyrir hendi, sem megi með réttu fella undir algjöra neyð, þá eigi ekki að ýta um of á það, að börn og unglingar séu bólusett, nema sérstakar og ríkar einstaklingsbundnar ástæður þrýsti á það. 27.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Morgunblaðið/Ingó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.