Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 18
1 Galleríið Fyrsta rýmið sem gengið er inn í er svæði þar sem afrakstri þeirra verkefna sem unnin hafa verið innan fyrirtækisins eða stofnunar- innar er gert hátt undir höfði. Þar eiga starfsmenn síðan að fá innblástur. F rá því blessaði faraldurinn fór af stað í fyrravor hefur vinna skrifstofufólks og annarra sem sitja fyrir framan tölvu megnið af vinnudeginum gjörbreyst. Hefur þetta fólk þurft að gera sér að góðu að vinna heima sem hefur í flestum tilfellum gengið vonum framar. Margir tala til að mynda um að þeim gangi mun betur að einbeita sér heimafyrir þótt auðvitað sakni flestir félagsskaparins í vinnunni. Raunar er óformlegt spjall sam- starfsmanna innan hvers fyrirtækis mikilvægt því þar spretta upp sam- ræður sem geta leitt til nýrra hug- mynda og þar með þekkingarsköp- unar. Slíkar samræður er ólíklegt að eigi sér stað þegar fólk situr við skrif- borðið heima hjá sér og á aðeins í samskiptum um það sem skiptir máli hér og nú, til dæmis verkefnið sem klára þarf fyrir helgi. Það sama má segja um þá sem sitja inni á sinni eig- in skrifstofu allan daginn og hitta samstarfsfélaga sína sjaldan. Og þaðan er hugmyndin að baki opnu starfsrými sprottin. Ef allir sitja saman í sama rými verður meira um óformlegt spjall. Þá geta þeir sem hafa einhverjar spurningar til sam- starfsfélaga sinna fengið svör við þeim um leið, auk þess sem enginn missir af mikilvægu samtali sem á sér stað í nærumhverfi viðkomandi. Þetta leiði svo til þekkingasköpunar og meiri afkasta starfsmanna og sparar að auki vinnuveitandanum fjármagn með lægri leigu því minna svæði þarf undir hvern starfsmann. Vinnustaðnum skipt upp Raunin er þó önnur og hafa rann- sóknir sýnt að starfsfólk í opnum rýmum kemur minna í verk og er al- mennt óánægðara í starfi en þeir sem geta unnið í ró og næði. Tíma tekur að ná upp fullri einbeitingu á verkefni og þegar einstaklingur er truflaður tekur tíma að ná einbeitingunni upp aftur þegar athyglinni er beint að verkefninu á ný. Í opnum rýmum er athyglin á mun meira flakki og því nær fólk ekki upp jafngóðri einbeit- ingu, kemur minna í verk og er óánægðara. Margir hafa velt vöngum yfir lausn á þessu vandamáli. Einn þeirra er fyrrverandi prófessor í arkitektúr, David Dewane í Chicago í Bandaríkj- unum, sem starfar nú við að hanna vinnurými. Dewane hefur hannað vinnurými sem stuðlar að því að fólk fái næði til að einbeita sér algjörlega að verkefnum sínum en þó þannig að hægt sé að viðhalda þeirri samvinnu og því óformlega spjalli sem fram fer á vinnustöðum. Hugmyndir Dewanes vöktu fyrst athygli fyrir alvöru árið 2016 þegar rithöfundurinn og tölvunarfræðing- urinn Cal Newport fjallaði um þær í metsölubók sinni, Deep Work, árið 2016. Í grunninn snýr hugmynd Dewanes að því að skipta vinnustaðn- um upp í ákveðin rými þar sem lögð er áhersla á ólíka þætti þeirrar vinnu sem þar fer fram. Í sinni upprunalegu mynd byggir hönnunin á fimm rýmum vinnustað- arins þar sem gengið er í gegnum hvert rými til að komast í það næsta. Þegar starfsmenn færa sig yfir í næsta rými krefst starfsemin sem í rýminu er viðhöfð sífellt meiri ein- beitingar. Í því fyrsta geta starfs- menn sótt innblástur fyrir verkefnin sem eru fram undan, í því næsta er ýtt undir óformlegt spjall, næst tekur við hefðbundið opið vinnurými fyrir störf sem krefjast samvinnu starfs- manna eða ekki mikillar einbeitingar, þar á eftir koma starfsmenn inn á bókasafn þar sem hægt er að afla sér upplýsinga fyrir verkefnið sem svo er unnið í algjöru næði í síðasta rýminu, þar sem hver starfsmaður vinnur einn í afmörkuðu herbergi. Nánari útlistun á svæðunum má sjá í myndatextunum hér á opnunni. Farsældarvélin Hönnun Dewanes kallast „eduaim- onia machine“ og er byggð á hugtaki Aristótelesar um farsæld mannsins. „Farsældarvél“ er því besta þýðing á hugtakinu sem blaðamaður getur fundið upp á. Hún á að stuðla að því að fólk komi meira í verk á skemmri tíma en ella og sé ánægðara í starfi. Dewane hefur komið að hönnun nokkurra vinnurýma í Bandaríkj- unum en of snemmt er að segja til um hversu vel hefur tekist til. Setja má3 Skrifstofan Hér er um hefðbundið opið vinnurými að ræða þar sem fólk getur sest niður og unnið verkefni sem krefjast lítillar einbeitingar eða komið saman í fundarherbergjum þegar þess er þörf. Stígðu inn í klefann Opið vinnurými verður sífellt vinsælli lausn með- al vinnuveitenda en gerir fólki erfiðara fyrir að einbeita sér. David Dewane, fyrrverandi prófessor í arkitektúr, hefur hannað vinnurými sem nýtir kosti opins vinnurýmis og lágmarkar ókosti þess. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is 2 Kaffistofan Hér getur fólk slakað á í sófanum yfir kaffibolla eða máltíð,spjallað og rökrætt hugmyndir sínar og annarra. Engin formleg vinna ferfram á kaffistofunni heldur er áherslan á afslappað andrúmsloft. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 HÖNNUN FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.