Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 20
Mesti sigurdagur íslenskra íþrótta D agurinn í gær, föstudag- urinn 29. júní, er mesti sig- urdagur, sem íslenskir íþróttamenn nokkru sinni hafa litið: Þeir unnu þá þrjá landsleiki. Tæpum þremur klukkustundum eftir að frjálsíþróttamenn okkar höfðu sigr- að bæði Dani og Norðmenn í Oslo, hafði knattspyrnumönnunum tekist það ótrúlega, að vinna Svía hjer í Reykjavík. Það er mjög sjerstætt að slíkt komi fyrir og þætti stór- viðburður meðal milljónaþjóða — hvað þá hjer hjá okkur. Íslenska þjóðin samfagnar íþróttamönnum sínum og þakkar þeim unnin afrek.“ Með þessum orðum hófst frétt á forsíðu Morgunblaðsins laugardag- inn 30. júní 1951 og ekki dugði minna en fimm dálka fyrirsögn til að lýsa afrekinu í Ósló. Drjúgum hluta forsíðunnar var varið undir umfjöll- un um keppnina ytra og henni fram haldið á blaðsíðu 2. Knattspyrnu- landsleiknum voru svo gerð ítarleg skil á baksíðu blaðsins undir fimm dálka fyrirsögn og sögufrægri mynd af þremur leikmönnum liðsins með hetju kvöldsins, Ríkharð Jónsson, á gullstól en hann gerði öll mörkin í 4:3 sigri Íslands. Um frjálsíþróttamótið var skrifað: „Stóðu íslensku íþróttamennirnir sig frábærlega vel og höfðu þegar tryggt sjer tvöfaldan sigur áður en síðasta grein mótsins, 4x400 m. boð- hlaupið, fór fram, en þar unnu þeir einnig, eins og til að undirstrika sig- urinn. Íslendingar unnu Dani með 15 stiga mun, en Norðmenn með 9 stigum. Eftir fyrri daginn var mun- urinn 2 og 4 stig, þannig að Ísland vann keppnina báða daga mótsins.“ Goðsagnir úr íslensku frjáls- íþróttalífi fóru mikinn í Ósló. Torfi Bryngeirsson vann stangarstökkið á nýju mjög góðu íslensku meti, 4,30 m. Hörður Haraldsson vann 100 m hlaupið. Gunnar Huseby vann kringlukastið, Örn Clausen 110 m grindahlaup og Ingi Þorsteinsson varð annar. Guðmundur Lárusson vann 400 m hlaupið og Ásmundur Bjarnason varð annar. Kári Sól- mundarson varð annar í þrístökki og Jóel Sigurðsson varð þriðji í spjót- kasti. Tveir Norðmenn skipuðu þar fyrstu sætin. Örn Clausen var þriðji til fimmti í 100 m hlaupi og Kolbeinn Kristinsson 4. í stangarstökki og Þorsteinn Löve 4. í kringlukasti. Ís- lendingarnir voru síðastir í 10.000 m hlaupinu (sem raunar var ekki nema 9.800 m) og 1.500 m hlaupinu, „en það var fyrirfram vitað,“ að sögn Morgunblaðsins. Að keppninni lokinni var íslenski þjóðsöngurinn leikinn og Ísland hyllt með ferföldu húrrahrópi. Ferna frá Ríkharði Þúsundir áhorfenda sáu Íslendinga sigra Svía í fyrsta landsleik þessara þjóða í knattspyrnu á Melavellinum. Áhugi á leiknum var mjög mikill. Kom það gleggst í ljós við það, að fólk var farið að streyma að vell- inum, er klukkutími var til leiks. „Ekki munu miklar sigurvonir hafa verið bundnar við þennan leik af Íslendinga hálfu, þar sem við eina sterkustu knattspyrnuþjóð í Evrópu var að etja. En hjer skeði hið ólík- lega,“ stóð í inngangi fréttar Morg- unblaðsins. Fátt var um fína drætti til að byrja með en eftir um hálftíma leik tók að færast fjör í tuskurnar. Rík- harður kom Íslandi yfir á 32. mínútu með skoti sem hafði viðkomu í varn- armanni Svía. Hann tvöfaldaði for- ystuna skömmu síðar með óverjandi skoti. Ríkharður gerði sitt þriðja mark með skalla áður en Svíarnir komust á blað. Arne Selmosson var þar að verki. Litlu síðar skoraði Sanny Jak- obsson, 3:2. Fór þá um áhorfendur enda höfðu þeir áhyggjur af þoli landans á lokasprettinum. Fjórða mark Ríkharðs var viðstöddum því mikill léttir en það gerði hann eftir góða samvinnu í sóknarlínu Íslend- inga. Svíar sóttu án afláts allt til leiksloka en uppskáru aðeins eitt mark sem Jakobsson gerði. Lokatöl- ur því 4:3. Morgunblaðið sagði Ríkharð hafa borið af á vellinum en einnig hafi verið áberandi að Íslendingar höfðu hvergi nærri eins mikið þol og and- stæðingar þeirra. Blaðið varð fyrir vonbrigðum með leik Svía og gat ekki fallist á að liðið væri í hópi bestu liða sem hingað hefðu komið. Þess má geta að marga af bestu leik- mönnum Svía vantaði en þeir voru orðnir atvinnumenn erlendis. „Hinsvegar munu Íslendingar sjaldan eða aldrei hafa sýnt betri leik, hvorki hjerlendis eða erlendis. Samvinna Bjarna, Þórðar og Rík- [h]arðs var til fyrirmyndar en hins- vegar voru útherjarnir óvirkir. Af varnarleikmönnum skal mark- mannsins, Bergs Bergssonar, eink- um getið. Sýndi hann mjög góðan leik. Öll mörkin, sem skoruð voru, voru algerlega óverjandi.“ Frjálsíþróttalandsliðið blés knatt- spyrnulandsliðinu baráttuanda í brjóst en í hálfleik upplýsti Baldur Jónsson, vallarstjóri á Melavell- inum, viðstadda um afrekið. „Þetta hafði mjög mikið að segja og við tvíefldumst við þessi tíðindi,“ hefur Sigmundur Ó. Steinarsson eftir Rík- harði í bók sinni Saga landsliðs karla. „29. júní 1951 verður mér allt- af ógleymalegur.“ Gleðin var fölskvalaus í leikslok og Sigmundur rifjar upp í bók sinni um- mæli Einars Halldórssonar Valsara, sem hann lét léttur í lund falla við Ríkharð: „Þakka þér fyrir að leyfa okkur að vera með.“ Örn Clausen, ÍR (lengst til hægri), í 110 m grindahlaupi á Melavelli annað hvort 1950 eða 1951. Örn varð hlutskarpastur í greininni í Ósló. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Torfi Bryngeirsson í stangarstökki í landskeppni Íslands og Danmerkur á Mela- velli árið 1950. Hann varð Evrópumeistari í greininni það sama ár. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Íslenskt íþróttalíf fékk heldur betur byr í seglin föstudaginn 29. júní 1951, þegar frjálsíþróttalandsliðið lagði bæði Dani og Norðmenn í keppni í Ósló og knattspyrnulandsliðið vann frækinn sigur á Svíum á Melavellinum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Karl Guðmundsson, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson bera marka- skorarann Ríkharð Jónsson á gullstól af velli eftir sigurinn á Svíum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.