Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021
FERÐALÖG
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Fulltrúar ferðaþjónustunnar mótmæla fyrir utan þinghúsið í Lundúnum.
Tilgangurinn var að hvetja stjórnvöld til að styðja við bakið á millilandaferðum
almennings í tæka tíð fyrir mesta álagstímann sem nú ætti að fara í hönd.
AFP
Þessi mynd er úr farþegasal flugvallar, ef einhver skyldi vera búinn að gleyma
hvernig slíkt rými lítur út. Hún er tekin á John F. Kennedy-flugvellinum í New
York á dögunum en líf er heldur að færast þar í tuskurnar eins og víðar.
AFP
Fátt hefur verið um manninn á hinni vinsælu ferðamannaströnd Patong í Phuket undanfarna mánuði. Það gæti þó farið
að rofa til en stjórnvöld í Taílandi samþykktu í vikunni að hleypa ferðamönnum aftur þangað án þess að þeir þurfi að fara
í sóttkví við komuna. Það er fyrsta skrefið í átt að endurreisn efnahags landsins sem farið hefur illa út úr faraldrinum.
AFP
Heimur fer á flug
Heimurinn er smám saman að lifna við á ný eftir faraldur kórónuveirunnar.
Og hvað vilja menn gera þá? Jú, auðvitað ferðast. Hömlur eru mismiklar eft-
ir löndum og heimsálfum en víða er ferðaþjónustan að taka við sér.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Eitt frægasta kennileiti heims, sjálfur
Eiffelturninn, er enn á sínum stað og
bíður í eftirvæntingu eftir að gestum
og gangandi fjölgi í París.
AFP
Þetta fólk lét fara vel um sig fyrir framan gosbrunninn á flugvellinum í Singapúr
í vikunni en hann ber það tígulega nafn Jewel Changi. Ekki fylgdi sögunni hvert
það var að fara. Yfirvöld þar hafa verið að slaka á í áföngum að undanförnu.
AFP
’
Mundu að ham-
ingjan er ferðalag
en ekki áfangastaður.
– Spakmæli.
’
Ferðalag er það eina
sem þú kaupir og
gerir þig auðugri.
– Spakmæli.