Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.6. 2021 LESBÓK L auga rna r í Rey k javí k Fyrir líkama og sál w w w. i t r. i s S ý num hve r t öð ru t illit s s e mi og virðum 2 m e t ra f ja rlægða rmörk in ENDURKOMA Mörgum varð um þegar bassaleik- aranum Miu Wallace var án skýringa vikið úr svarta- málmbandinu Abbath í byrjun síðasta árs en það er sem kunnugt er starfrækt af gamla brýninu Abbath Doom Occulta sem lengi var í Immortal. Þeir hinir sömu geta nú tekið gleði sína á ný því Mia sneri aftur í vikunni, ef marka má færslu hennar á Instagram. „Við snúum brátt aftur,“ skrifaði hún við mynd af sér með þeim Abböt- hum. Þegar aðdáandi spurði hvort hún myndi samt ekki halda áfram að koma fram með brasilíska þrassbandinu Nervosa, sem hún gekk í fyrir réttu ári, svaraði Mia stutt og laggott: „Að sjálfsögðu!“ Af Abbath er það að frétta að hann er að ná vopnum sínum á ný eftir að hafa skorað sinn forna fjanda Bakkus konung á hólm í fyrra. Abbathdís snýr aftur Mia Wallace er hress með gang mála. Twitter ÞOLRAUN 25 ára gam- all tónlistarkennari, Sheryl Crow að nafni, fékk einstakt tæki- færi sem listamaður þegar hún var ráðin bakraddasöngkona hjá einum vinsælasta tónlistarmanni heims, Michael Jackson, árið 1987. Við tók langur túr, þar sem hún deildi sviðsljósinu með Jackson í nokkrum lög- um á 123 tónleikum næstu 16 mánuðina. En utan sviðs var róðurinn þyngri, að því er Crow greinir frá í við- tali við breska blaðið Independent, en umboðsmaður Jacksons, Frank DiLeo, mun ítrekað hafa áreitt hana kynferðislega og hótað að leggja nýhafinn feril hennar í rúst kjaftaði hún frá. Mikil depurð kom í kjölfarið. Sheryl Crow hefur notið mik- illa vinsælda. AFP Nancy Ajram fær styttu á safninu. Madame Tus- sauds í Dubai SAFN Vaxmyndasafn Madame Tussauds mun opna útibú í Dubai síðar á þessu ári, það fyrsta í araba- heiminum. Eigandi safnsins, Merlin Entertainments, greindi frá þessu í vikunni. Móðursafnið í Lundúnum dregur að milljónir gesta á ári hverju en útibú er þegar að finna í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Á safninu í Dubai verður að finna sex- tíu vaxmyndir af „heimskunnum stjörnum“, þar af sextán af fólki frá svæðinu, svo sem poppstjörnunum Nancy Ajram og Maya Diab frá Líb- anon. Furstadæmið Dubai hefur lagt aukna rækt við ferðaþjónustu og afþreyingariðnaðinn á umliðn- um árum enda efnahagskerfi rík- isins fjölbreyttara en nágrannanna vegna takmarkaðra olíuauðlinda. L eslie Caron var danselskt barn en varð fyrir áfalli þegar hún tilkynnti, í samráði við móður sína, sem sjálf var dansari, föðurfjöl- skyldu sinni yfir sunnudagssteikinni að hún hygðist leggja ballett fyrir sig. „Margaret, viltu virkilega að dóttir þín verði vændiskona?“ spurði föðurafi hennar hneykslaður. Ungu stúlkunni brá í brún en komst seinna að því að afi hennar hafði sitthvað til síns máls. „Á þess- um tíma voru ballerínur litlar hórur. Allt var þaulskipulagt. Litli dans- arinn fór með móður sinni niður í anddyrið í hléinu og herrarnir mættu á svæðið, völdu sér stúlku og ræddu um kjörin,“ segir hún í sam- tali við breska blaðið The Guardian í vikunni. „Ballett var fyrir la fille de la concierge – dætur húsvarða.“ Föðurfjölskylda Caron í Frakk- landi var auðug og vinna til handa stúlkunni því langt fyrir neðan henn- ar virðingu – hvað þá ballett. Móðir hennar, téð Margaret Petit, hálf- bandarísk, hafði hins vegar þurft að vinna fyrir sér sem dansari á Broad- way áður en hún gekk að eiga föður Leslie, apótekarann Claude Caron. Viltu að dóttir þín verði vændiskona? Leslie Caron, fyrsta franska Hollywood-stjarnan, verður níræð í næstu viku. Sjálf botnar hún ekkert í því að hún hafi orðið leikkona enda ákaflega feimin að upplagi og lítið gefin fyrir sviðsljósið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Caron árið 2018. Sjötíu ár eru nú liðin frá frumraun hennar í kvikmyndum. AFP Skömmu eftir að Caron sneri heim til Frakklands á áttunda áratugnum helltist þunglyndi yfir hana og hún fór að nota áfengi óhóflega. Spurð í The Guardian hvort hún hafi á þeim tíma óttast að hennar biðu sömu örlög og móður hennar, sem framdi sjálfs- morð, svarar Caron: „Já, það var hrein heppni að ég fór ekki sömu leið.“ Tæpast stóð það einn illviðr- isdag 1995. Hún náði þó áttum og vann úr sínum málum með hjálp geð- læknis í Lundúnum. Í endurminningum sínum, Thank Heaven, frá 2009 kemst Caron svo að orði: „Allar flóðgáttir opnuðust og líf mitt virtist gjör- samlega misheppnað, uppfullt af meðalmennsku og kjánalegum mistökum, alltaf skyldi ég velja ranga beygju. Ég grét bara og grét.“ Því lauk með því að hún var sett á deyfi- og geðlyf og lögð inn á spítala í mánuð. Í seinni tíð líður henni miklu betur, þökk sé öðrum fremur börnum hennar tveimur og AA-samtökunum. Heppin að fyrirfara sér ekki Leslie Caron árið 1976. Ítrekað áreitt kynferðislega

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.