Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.06.2021, Page 29
Síðan kom stríðið og auður fjöl- skyldunnar fauk út um gluggann. Caron minnist þeirra erfiðu tíma með hryllingi. Stríðið hafi ekki sam- einað Frakka, eins og það gerði við Breta, heldur sundrað þeim. Loftið var læviblandið. „Við skömmuðumst okkar fyrir að hafa gefist upp og að hafa óvininn, Þjóðverja, inni á gafli hjá okkur. Það var skömm og óvild. Útilokað var að biðja fólk á götum úti um aðstoð – það dembdi sér bara yfir mann. Enn þann dag í dag get ég ekki beðið fólk um hjálp. Reikna alltaf með að verða hafnað,“ segir hún við The Guardian. Stríðið reið móður hennar að fullu. Hún hafði brotist úr sárri fátækt til allsnægta og gat ekki stigið skrefið til baka. Margaret varð alkóhólisma að bráð og svipti sig að lokum lífi. Líf Caron tók óvænta stefnu þeg- ar ein skærasta stjarna Hollywood, Gene Kelly, kom auga á hana, 17 ára gamla, í ballettsýningu í París. Hann vildi ólmur fá hana til Hollywood og þegar Cyd Charisse varð að hafna aðalhlutverkinu á móti Kelly í An American in Paris árið 1951, vegna þess að hún var barnshafandi, fékk Caron kallið. Leikstjóri var Vincente Minnelli. Stórt tækifæri en sannarlega eng- inn dans á rósum. „Ég hafði ekki borðað almennilega í fimm ár. Þess utan hafði ég aldrei mælt eitt einasta orð á sviði og það var algjör martröð fyrir mig. Algjör martröð,“ segir Caron. Hún ber Kelly þó vel söguna; hann hafi stutt sig með ráðum og dáð. Seinna steig hún dansinn með annarri goðsögn, Fred Astaire, en verst af fimi þegar blaðamaður The Guardian vill fá að vita hvor hafi ver- ið betri. „Ég hef harðneitað að svara þessari spurningu í 70 ár. Stórkost- legur dansari er stórkostlegur dans- ari.“ En ólíkir voru þeir; Kelly harður og örlátur en Astaire fágað ljúf- menni. Hver vinsæla myndin rak aðra, svo sem Lili 1953, sem Caron hlaut BAFTA-verðlaunin fyrir og var til- nefnd til Óskarsverðlauna, en toppn- um var líklega náð með söngleiknum Gigi 1958. Sú mynd hlaut níu Ósk- arsverðlaun. Verst að Caron þótti söngleikir fánýtir og kjánalegir á þessum tíma. „Ég kann betur að meta þá í dag,“ segir hún hlæjandi. Kornung og einmana Caron skrifaði undir sjö ára samning við Metro-Goldwyn-Mayer. En lifði hún eins og blómi í eggi í Holly- wood? „Nei, ég var kornung og ákaflega einmana og hitti fáa sem deildu sömu reynslu og ég. Fólk sagði: „Mikil ósköp. Við höfðum það bágt í stríðinu – fengum ekki nema eitt súkkulaðistykki á viku.“ Það er ógjörningur að útskýra fyrir fólki hvernig það er að búa með óvininum, hríðskotabyssunum og vera stöðugt með lyktina af óttanum fyrir vitum.“ Caron færði sig með tímanum yfir í alvarlegri hlutverk og kynnti sér Stanislavski-aðferðina í því sam- bandi. Það skilaði sér í The L- Shaped Room 1962, þar sem hún fékk bæði BAFTA- og Golden Globe-verðlaunin fyrir túlkun sína á raunamæddri ófrískri konu. Og var tilnefnd til Óskarsins. Tveimur árum síðar lék hún á móti Cary Grant í gamanmyndinni Father Goose en hann mun hafa ver- ið hæfileikaríkasti leikarinn sem hún hefur unnið með. Snemma á áttunda áratugnum fékk Caron nóg af Hollywood og sneri heim til Frakklands. Þar mætti henni tómlæti. „Þeir dást að fólki sem í raun og sann er banda- rískt eða breskt en Frakka sem hef- ur slegið í gegn í Hollywood – og ég var eiginlega sú eina á þeim tíma – geta þeir ekki fyrirgefið.“ Spurð hvað henni finnist um það svarar Caron: „Það hryggir mig.“ Minna hefur farið fyrir Caron í kvikmyndum hin síðari ár, þó fékk hún mikið lof fyrir frammistöðu sína í hinni vinsælu mynd Chocolat árið 2000 í leikstjórn Svíans Lasse Hallströms. Sjötíu árum eftir að hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu er Leslie Caron enn að freista þess að ná utan um þá staðreynd að hún sé kvikmynda- stjarna. „Ég kann engan veginn við mig í sviðsljósnu. Satt best að segja er með ólíkindum að ég hafi orðið kvik- myndastjarna, feimin og hlédræg sem ég er.“ Leslie Caron árið 1953, þegar hún lék í þeirri vinsælu mynd Lili. AFP 27.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Afmæli Þrjátíu ár verða í sumar liðin frá útgáfu Svörtu plötunnar, mestseldu breiðskífu þrassgoðanna í Metallica. Af því tilefni verður hlaðið í hátíðarútgáfur af ýmsu tagi, á vínyl, geislaplötu og staf- rænu formi, og verður efnið að- gengilegt frá og með 10. sept- ember. Fyrir þá innmúruðustu verður um enn meiri veislu að ræða. Þá er von á The Metallica Blacklist, þar sem á sjötta tug hljómsveita og listamanna spreyta sig á lögum af plötunni. Þrítugsafmæli Svörtu plötunnar Lars Ulrich, trymbill Metallica. AFP BÓKSALA 16.-22. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 BréfiðKathryn Hughes 2 Palli PlaystationGunnar Helgason 3 Slétt og brugðiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Fjölskylda fyrir byrjendurSarah Morgan 5 DauðahliðiðLee Child 6 Færðu mér stjörnurnarJojo Moyes 7 Aðeins eitt leyndarmálSimona Ahrnstedt 8 Gönguleiðir á hálendinuJónas Guðmundsson 9 171 ÍslandPáll Ásgeir Ásgeirsson 10 BBQ kóngurinnAlfreð Fannar Björnsson 1 Palli PlaystationGunnar Helgason 2 Rím og romsÞórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 3 Maxímús músíkús þrautabókHallfríður/Linda/Þórarinn 4 Ég fer í fríið með Andrési og félögum Walt Disney 5 Sumarið í sveitinni Guðjón Ragnar Jónasson/ Harpa Rún Kristjánsdóttir 6 Handbók fyrir Ofurhetjur 6 – vonlaust Elias/AgnesVahlund 7 Bekkurinn minn 3 – lús!Yrsa Þöll/Iðunn Arna 8 Herra FnykurDavid Walliams 9 Bekkurinn minn 1 – prumpusamloka Yrsa Þöll/Iðunn Arna 10 Risasyrpa – botnlaus byggingarvinna Walt Disney Allar bækur Barnabækur Ég er einn af þeim sem las mjög mikið sem barn en missti dálítið dampinn á háskólaárunum. Ein eft- irminnilegasta jólagjöfin mín frá barnaæskuárunum var lítið lesljós sem hægt var að festa á bækur, en það þýddi að ég gat falið mig undir sæng og lesið fram á nótt án þess að foreldrar mínir yrðu þess varir. Þegar lesturinn minnkaði fór ann- að, og að því virtist algjörlega óskylt, áhugamál að gera vart við sig – bókakaup. Mér fannst, og finnst enn, virkilega gaman að kaupa fal- legar bækur og kaupi þær að jafnaði hraðar en ég les. Að endingu kom sá tímapunktur sem ég fattaði að ég gæti kannski samtvinnað þessi áhuga- mál og lesið þessar bækur sem ég hafði svo gaman af að kaupa. Ég kláraði nýverið tvö glæný smásagnasöfn, Í miðju mannhafi eftir Einar Lövdahl og Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur. Ég held að ég geti hiklaust gefið þeim báðum fimm stjörnur. Einar er góður vinur minn og það er dálítið stressandi að lesa svona verk eftir vini sína. Maður verður náttúrlega að segja þeim að bókin sé frábær þannig að það var mikill léttir að komast að því að sú var raunin. Ég er alinn upp við Hringadrótt- inssögu eftir J.R.R. Tolkien, fyrst kvikmyndirnar og strax í kjölfarið bækurnar og fylgirit þeirra. Ég held að það hafi dálítið mótað mig sem mikinn unnanda fantasíu- bókmennta. Af einhverri ástæðu finnst mér betra að hlusta á fant- asíur en lesa. Ef þið heilsið mér úti á götu og ég svara ekki er það lík- lega því hugurinn (og heyrnin) er í einhverju fjarlægu fantasíulandi. Ég gleypti allar níu bækurnar úr The First Law-seríunni eftir Joe Aberc- rombie í mig á síðasta ári eða svo og bíð spenntur eftir þeirri tíundu. Ég myndi mæla með þeirri seríu fyrir þau sem eru orðin þreytt á að bíða eftir The Winds of Winter eft- ir George R.R. Martin. Ég held að það sé svipaður markhópur þar sem það er dálítið verið að hverfa frá „góðir á móti vondum“- dínamíkinni. Annars hefur lestur minn ein- kennst dálítið af því að reyna að vinna á bókabunkanum sem ég hef safnað í gegnum ár- in. Ég er að lesa Réttarhöldin eftir Kafka og þótt mér finnist hún mjög skemmtileg á köfl- um fæ ég líka auð- veldlega leiða á henni. Ég er örugglega búinn að vera að lesa hana í ár eða eitthvað slíkt og gríp í eitthvað annað þegar mér tekur að leiðast. Ég er venju- lega með nokkrar þannig bækur í lestri í einu, sem ég rótera eftir löngun og þörfum. Þannig er ég t.d. líka að lesa ljóðasafn á spænsku sem ég keypti á einhverjum tíma- punkti á markaði í Bólivíu. Ég vissi ekki alveg hvað ég var að kaupa en þetta reyndist vera safn af ástar- ljóðum frá árinu 1200-1800. Lest- urinn vinnst vægast sagt hægt þar sem ég þarf að fletta upp sirka fjórða hverju orði, sem slær svona aðeins á rómantíkina í lestrinum. En ég skal klára bókina! PÉTUR MARTEINN ER AÐ LESA Í fjarlægu fantasíulandi Pétur Marteinn Urbancic Tóm- asson er lög- fræðingur. Ljósmyndakeppni mbl.is Vilt þú vinna farsíma frá Samsung eða glæsilegan ferðavinning frá Icelandair? Allar myndir sem sendar eru inn birtast á mbl.is og þemað er flug. Það er líka hægt að taka þátt á Instagrammeð myllumerkinu #mblflug 1.-2. Sæti Samsung Galaxy s21+ 3. Sæti 100.000 kr. gjafakort frá Icelandair

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.