Skólablaðið - 21.03.1981, Side 3
Ólafur Jóhann Ólafsson, 5.-Y, forseti Listafél.:
Ágætu nemendur;
Allt frá bvx er sögur hófust hefur hvers konar
list verið mönnum hugleikin. A það ekki einungis
vió um fámenna hópa sérvitringa, bá sem nú á dög-
um eru nefndir menningarvitar eða jafnvel enn
ljótari nöfnum, heldur alþýðu alla, og hefur
aldur og staða engu ráðió þar um. 7>að er bvi
ekki að furóa, að félag kennt við listir og bók-
menntir skuli vera einn helsti innviður i sam-
kundulifi okkar nemenda. Hitt er i meira lagi
undarlegt, aó starfsemi félags sem þessa skuli
vera jafnbágborin og raun hefur borið vitni um
langt skeið. En ekki dugir að fórna höndum ell-
egar sitja upp jaróarfararsvip, þótt margt hafi
farió úrskeiðis og starfsemi Listafélags verið
úr hófi fram lágkúruleg. Úrbóta er þörf. Til
þess að gera langt mál stutt, töluset ég hér tvö
helstu stefnumál min og færi þau i sem knappast
form, en geri betur grein fyrir beim siðar.
1. Stefnt verði að þvi, að starfsemi Lista-
félags tvinnist öðrum félögum skólans, svo sem
málfundafélaginu Framtiðinni og Skólafélaginu
sjálfu. Verði það gert á þann hátt, að félög
þessi sameinist um gerð skemmtikvölda hér i skóla
Með þessu móti yróu skemmtikvöldin fjölbrevttari
og meira i þau spunnið, um leið og Listafélagið
færðist nær hinum "almenna" nemenda.
2. Listafélagið beitti sér fyrir listadegi
eða dögum vetur hvern. Yrði betta eins konar
listahátið skólans, bar sem bæði nemendur og
listamenn kanu fram. Gæti samkoma bessi orðið
menningarlifi skólans mikil hvatning og búbót,
svo fremi að hún sé undirbúin af atorku og al-
vöru, en þær dvggðir hafa að jafnaði brostið
undanfarin ár.
Sérhver nemandi skólans greiðir i sjóð Lista-
félags ár hvert. Á félagið þvi augljóslega að
leitast vió að uppfvlla þarfir sem allraflestra,
en ekki fámenns hóps kringum forráðamenn félags-
ins.
Tökum loks undir með manni þeim, sem sagði hin
þekktu orð: "List er hvorki afreksverk fárra né
einkamál þeirra, heldur er hún nauðsynleg öllum
mönnum, rétt eins og matur og drykkur."
Lifið heil
Jón Vilberg, 5.-A, forseti Listafélagsins.
Wiltu listafélagsskemmtiljóðasöngkaffi-
húsastemningarmálverkasýningar?
-og eitthvað i pokahorninu og rúsinuna
i pylsuendánum?
Ekki sömu letina og i vetur?
Reallv? þá kýstu Jón vilberg, 5.A.
i forseta Listafélagsi.ns.
p.s.Nemo fere saltat sobrins nisi forte in
insanit est!
( isl. þýðing: Enginn dansar ófullur nema hann
sé vanheill á geðsmunum.')
Sigriður Guðmarsdóttir, 3.-B i bókmenntadeild
Listafélagsins:
Hvers vegna?
Æ, ég veit það ekki.
Er þetta e-s konar stökkpallur?
Já.
Veistu i hverju starfið felst?
Nei.
Heldurðu að bú komist að?
Já.
Ertu meó einhverjar nýjungar?
Ég er komin.
o-
íd-Ls a/£Mi3Ð
----------=7
A-listi til ritnefndar Skólablaðs:
Comerades.'
Eins og bið vitið höfum við undirrituð i
hvggju að taka að okkur ritstjórn Skólablaðsins
næsta vetur með hjálp vkkar. 1 tilefni framboðs-
ins fara hér örfáar linur.
Við lestur undanfarinna Skólablaða höfum við
sannfærst um að gera megi mun betur. Allt stefn-
ir i aó aðeins komi út þrjú tölublöð i vetur og
er fjárskorti' helst kennt xim. Prentun á upr>-
lagi hvers 32 sióna blaðs kostaði i vetur u.þ.b.
11-12 þús. krónur. Þessa tölu má lækka um helm-
ing og þannig koma út fleiri tölublöðum án þess
aó það bitni á gæðum efnis.
Við gerum okkur ekki vonir um aukið efni
frá nemendum en teljum að með góðri ritstjórn
megi koma út a.m.k. 4 tölublöðum (ha,ha,ha),
e.t.v. með auknu utanaðkomandi léttmeti.
Frekari loforðarulla þjónar litlum tilgangi.
Þaó er vkkar að meta og velja.
'líjkkum lesturinn,
Karl Th. Birgisson, 4.-A
Helga Einarsdóttir, 4.-C
Halldór Halldórsson, 4.-C
Hafliði Helgason, 3.-E
Aðalsteinn Þórarinsson, 3.-E
Karl
Logi
Bernódus
Þórður
Þráinn
B-listi til ritnefndar Skólablaðsins:
Heil.'
„Þessi veröld er viljinn til valda og ekkert
annað. Þú sjálfur ert viljinn til valda og ekk-
ert annað." (F. Nietzsche). Til að fullnægja
þessum hvötun þinum höfum við nevóst til að gefa
kost á okkur i ritnefnd. Eins og revnslan sýnir
veistu nefnilega ekki frekar en aðrir hvernig
skrifa á i skólablað. Við neyðumst bvi til að
gera það fyrir þig. Þó verður alls ekki stefnt
að þvi að kæfa raddir lesenda.
Stefnuskrá okkar hljóðar i stuttu máli svo:
Aukin efnisöflun ritnefndarmanna, fleiri Skóla-
blöó, pólitiskt hlutverk blaðsins endurvakið,
ritskoðun að mestu hætt. öðru verður ekki breytt
nema okkur dytti i hug að svikja einhver kosninga-
loforð.
Eins og bú hefur vafalaust orðið var við
halda rætnisfullar rægitungur þvi fram að þú sért
örverpi. Griptu nú tækifærið og afsannaðu þetta
með einum litlum krossi.
ÖRVERPI ALLRA BEKKJA, SAMEINIST.’
Karl Logason, 5.-U
Þórður Ó. Björnsson, 4.-M
Logi Gunnarsson, 4.-M
Bernódus Kristinsson, 4.-Y
Þráinn Hreggviðsson, 5.-Y
Steinunn Kristjánsdóttir, 4.-M, i leiknefnd:
Þvx miður er nú svo komið aó kjósa verður i
leiknefnd Herranætur. Ætlunin var að bjóða fram
sjalfkjörinn fimm manna hóp, sem starfað hefur
af krafti í Herranótt i vetur. Einhver ógæfa
hefur þó valdið þvi að úr þessu verður ekki.
A.ðilar sem ekki enn hafa tekið þátt i starfi
Herranætur hafa ákveðið að hefja strax stjórnar-
starf i þessu annars ágæta félagi. Ég vil hvetja
kjósendur til að athuga vel hverjir það eru sem
hæfasti eru í störf þessi, en vera hlutlausir
ella.
Stei.nunn A. Björnsdóttir, 4. -B i bókm.deild ListaS
Hvers vegna i framboð?
Mér finnst starf bókmenntadeildar hafa verið
mjög ábótavant i vetur og vil reyna að bæta úr.
Einhverjar nýjungar?
Fjölga heimsóknum skálda og halda leshringa.
Ég vil halda Listafélagskvöld i samvinnu við aðr-
ar deildir.
Brynjar Karlsson, 3.-A i Herranótt:
Hvers vegna?
Vegna þess, að ég hef mikinn áhuga á leik-
list. Sumir mundu kalla það stórleikarakomplexa.
Nú i fjolskvldunni hefur verið mikið leikhúsfólk
og þannig hef ég komist i nána snertingu við
þetta. Starfið i Herranótt hefur verið mjög lif-
legt i vetur og ég vil stuðla að þvi að svo haldi
áfram.
Veistu i hverju starfið felst?
Já - nei. Ég „lék" i Ys og bvs og kvnntist
þa starfinu nokkuó, en i raun veit maður ekkert
hvað er aó ske, nema maður sé i nefndinni.
Heldurðu aó þú komist að?
Já, ef nemendur telja mig nógu góðan.
©