Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 12
Hallgímur H. Helgason, Hilmar Oddsson & Gutfni Bragason rœda saman í» 3 3 »0* (D < ct í» ct 4 p) íö oq O CD 4 < o H* H* § tu P3 P> P3 3 O (D Ui 03 K* 03 Ox H- Moq P) c cr 4 H O p) m o w H* O 3 3 C • On c p) 4 ct V CD oq p) 4 Gagnrýni unga fðlksins HH: Til að byrja með skulum við rasða blessaða unga fólkið undanfarin ár. Ég geri ráð fyrir andmælum ykkar, en ég tel margt slæmt hafa fylgt í kjölfar breytinganna, sem á þvl urðu i kringum '&5 eða svo, þó að eitthvað sé nú kannski að rofa til nú. Skyndilega var ekkert heilagt lengur. Allir kepptust við að gagnrýna verðmætamat og lífsviðhorf borgarasamfélagsins og allt það sem ungt fólk hafði reitt sig á og litið upp til var hugsunarlaust hætt og brotið niður. Þetta var ekki til að bæta ofan á hræðsluna við bombuna. svo að í kjölfar þessa fylgdi lífsflótti, eitur- lyfjaneizla og alls kyns aumingjaskapur. Og ég tel einmitt lífsflóttann vera höfuðeinkenni alis kyns kommúnutilrauna, þessara vinstri öfgahópa og flokka misviturra ungmenna, sem hæddu og rifu allt sem þeir vildu kalla úrelt. Þessi stanzlausa niðurrifsstarfsemi dró á eftir sér öryggisleysi, ungt fólk varð beinlínis yfirfullt af komplexum, dró hausinn, faldi sig á bak við alls kyns yfir- borðsmennsku, hár og fáránleg föt og skreiddist með veggjum. Minnimáttarkenndin varð allsráðandi. GB: Mér er fyrirmunað að sjá gildi þessa öryggis og þessarar fullvissu, sem þú telur nauðsyn- lega. I raun á fólki ekkert að vera heilagt nema heilbrigð skynsemi. Það þjóðfélag, sem þú sérð í draumsýn, er þjóðfélag kúgunar, - e.t.v. ekki valdbeitingar, miklu frekar skoðanakúgunarj mönn- um er Innrædd trú á einhverja svokallaða máttar- stólpa þjóðfélagsins, sem skynsemin^segir okkur yfirleitt að séu aðeins kreddur og ófrjóar hefðir til þess eins fallnar að viðhalda lífsviðhorfum fólks í farvegum, sem eru hagstæðir ríkjandi stéttum. HO: Þú gefur í skyn, Halli, að við (þ.e. æskan) berum ekki nógu mikla virðingu fyrir verð- mætamati eldri kynslóðarinnar. Það er vissulega rétt. En mér er spurn: Hví skyldi æskan bera virðingu fyrir kynslóð, sem hefur svo gott sem brugðizt landi sínu. Eldri kynslóðin, þ.e.a.s. sú kynslóð, sem byggði landið upp úr stríði, hafði vissulega erfitt hlutverk með höndum, það hlut- verk að leiða Island inn í hina svokölluðu vest- rænu menningu. Það má segja að stríðið skipti sköpum, því að eftir það verðum við velmegunar- þjóðféiag. ISendasamfélag fólks, sem hugsaði smátt breyttist i þéttbýlissamfélag fólks, sem taldi það skyldu síná að hugsa jafn hátt og aðrar þjóðir, - og þar er meinsemdin, því að breytingin var of ör. Menn ætluðu sér of mikið, reiknuðu dæmið skakkt. Og þetta er fólkið sem æskan nú gagnrýnir. HH: Vissulega má að einhverju leyti gagnrýna stríðsgróðakynslóðina, en það er bara um að ræða vissa múgæsingu í þessari gagnrýni, þ.e.a.s. það er ekki verið að tala um það að fólk þori að gagnrýna, heldur það að fólk þori að hafa sin föstu lífsviðhorf, sín prinsíp, þrátt fyrir stöð- uga áreitni annarra. Þannig að það er í rauninni ekki nein hetjumennska að þora að gagnrýna, það er hreinlega í tízku. HO: Þú átt við það að unglingamir búi í gler- húsi? HH: Já, anzi oft. GB: Virðing er ekki réttlætanleg virðingarinnar vegna. Það sem við stöndum þannig frammi fyrir nú, eftir allar samfélags- og hugarfars- breytingar síðustu ára, er að röngu verðmætamati hefur verið varpað fyrir róða og heilbrigð og skynsamleg viðhorf tekin upp, vlðhorf sem eru samboðin okkur sem manneskjum, einstaklingum, sem telja sig hafa skyldur gagnvart náunganum, hara velferð heildarinnar í huga. HO: Aðalatriðið 1 sambandi við gagnrýni æskunnar er ekki endilega það hugrekki, sem hún býr yfir, héldur það að gagnrýnin er nauðsynleg. En það er ekki nóg að gagnrýna og telja svo verki sínu lokið. Við sem tökum við þjóðfélaginu verðum að gera betur. Það er enginn vafi á því, að ung- lingar nú á dögum hugsa sjálfstæðar en feður þeirra og mæður gerðu á sínum sokkabandsárum, en það má að sjálfsögðu rekja til breytts þjóðfélags Svo er það auðvitað spuming,hvort við séum ánægð með okkar hlutskipti nú. Ef við erum það ekki, sem ég vona að eigi við um meginpart okkar, er það skylda okkar að berjast fyrir róttækum þjóð- félagsbreytingum. HH: Já, altso, fólk er vanið við að fyrirlíta þetta þjóðskipulag, m.ö.o. samborgara sína, og því telur það sig ekki vera hluta af því. Eða þá að mjög oft þora þeir ekki að halda fram verð- mætamati og lífsviðhorfum eldri kynslóðarinnar í sínum hópi. En lítum nánar á þessa vinstri öfga- hópa. Meginhluti þeirra eru menn, sem segjast af- neita og fyrirlíta okkar borgaralega þjóðskipulag en taka svo með þökkum við við alls kyns fyrir- greiðslum og þjónustu þessa sama þjóðfélags, t.d. varðandi nám. Og við þekkjum fjölmörg dæmi úr hópi eldri manna, sem heimta einmitt svona rót- tækar þjóðfélagsbreytingar, helzt byltingu, en eru svo búnir að koma sér vægast sagt vel fyrir í samfélaginu. Og tökum þessa sveitarkommúnu, sem sagðist hafa slitið sig frá samfélaginu og ætlaði að lifa á eigin afurðum. Hvernig? Jú, með því að koma þessum afurðum inn í viðskiptahringekjuna á okurprís. Stór hluti þessara vinstri öfgahópa er á flótta undan lífinu, lifir í einhverjum frosnum frösum, en kærir sig ekkert um að vinna verka- mannavinnu sjálfur, og afleiðingin er sú, að þeir ná aldrei stuðningi og trausti verkafólksins, koma ætlunarverki sínu aldrei i framkvæmd, og lifa áfram í sjálfsblekkingu og mannfyriríitningu GB: Þó að þjóðfélagsskipulag sé gagnrýnt, þýðir það ekki að verið sé að lítilsvirða almenna borgara. Þjóðfélagsþegninn er skorðaður í sam- félagi, sem bælir eiginleika hans, og þessar breytingar á hugsunarhætti sem við höfum rætt um miða að því að ryðja honum braut til frelsis. Því að óbreytt ástand hefði verið óeðlilegt, líklega óhugsandi. Þessi breyting á hugsunarhætti er enn að gerast og verður enn að_gerast. Tökum dæmi: Enn þann dag í dag hafa trúarstofnanir óeðlileg ítök í lífi fólks, og það er hægt að nefna ótel- jandi dæmi út um allan heim, þar sem nánast mið- aldarfyrirkomulag ríkir í samfélagi manna. Þannig að þessir svokölluðu burðarásar þjóðfélagsins eru þvi oft á tiðum aðeins haldreipi ríkjandi stétta. Menningarneysla HO: Ég ræddi áðan um sjálfstæði æskunnar. Það er staðreynd, að hún hefur nú um meira að velja en áður fyrr. Þar með er kominn grundvöllur fyrir mörgum afmörkuðum leiðum, sem ættu að gera það að verkum að menn væru ólíkari, þ.e. sjálfstæðir í hugsun gagnvart umhverfi sinu. En hvað finnst ykkur? Finnst ykkur æskan notfæra sér alla þá fjölmörgu menningarstrauma, sem hafa flætt yfir heiminn. Ég er dálítið hræddur um að svo sé ekki, - því miður. Menningarþörf mikils hluta ungs fólks er fullnægt með fyrirfram úthugsaðri múg- menningu einhverra stórkapítalista. Spilað er á lægstu hvatir mannskepnunnar og nýjar þarfir búnar til, sem fullnægja á síðar meir. Er þetta menningameiz-la? Ég held ekki. Ég neita að kalla stóran hluta þeirra kvikmynda, sem unglinga þyrstir eftir, eða þá tónlist, sem nlivíirbúss- umar" vagga sér eftir, menningu. Sem sagt: Við verðum að útvikka sjóndeildarhring okkar og kynna okkur hinar ýmsu stefnur, t.d. í listum.. GB: Vissulega blása nú um okkar þjóðfélag nýir og ferskir vindar í menningarmálum i rikari mæli en nokkru sinni áður. Og ég vil leggja áherzlu á, að það er í beinu samhengi við gliðnun okkár rót- gróna samfélags á liðnum árum. Það er því skiljan legt, að ýmsir íhaldsmenn séu uggandi yfir því að glugginn hafi verið opnaður til hálfs. En því miður er enn óloft í herberginu. Fortíðin og postular hennar hafa ennþá helgrip á möguleikum æskunnar til að njóta andlegs frelsis, Við erum að berjast við úrelt viðhorf í uppeldis- og menntunarmálum. Þá erum við komnir að spuming- unni um hlutverk yfirvalda. HH: Nei, nú verð ég að stöðva þig. Um það má vissulega deila, hvort almenningur hafi stað- ið sig sem skyldi í því að velja og hafna. Hins vegar verður alltaf að ganga út frá því sem vísu, að hver og einn hafi þann þroska til að bera. Þvi að ef það á að hafa vit fyrir þjóðinni i menn- ingarmálum, erum við komin út á hættulega braut, þar sem einstrengingsleg viðhorf ríkja. Tökum sem dæmi Jónas frá Hriflu. Hann lét Listasafn Islands kaupa nokkur verk eftir menn, sem hann kallaði klessumálara, og hélt síðan sýningu á þeim sem „óæskilegri list". Hann hvatti svo fólk til að koma, svo það gæti hneyklsazt á þessum verkum. GB: Þú dregur fram nokkuð einskorðað dæmi. En það sem sem ég er að tala um eru*mögulelkar fólks, serstaklega æskunnar, til þroska. Stendur ekki I Egils sögu um Erling Skjálg: „öllu.m kom hann til nokkurs þroska."? En núna liggur við að samfélags ástand sé þannig, að æskan afvegaleiðist í menn- ingarmálum. Ég tel að mikilvægasti aðilinri í upp- eldi, þ.e. skólinn, gegni mikilvægu hlutverki í þessu tilviki. Ég vil taka það fram að ég hafna hlutverki fjölskyldunnar sem uppeldisstofnunar og sem stofnunar yfirleitt. Ég tel nauðsynlegt, að manneskjunni sé gert kleift að þróa sína sköp- unarhæfileika. Og þannig kemur ríkisvaldið inn i myndina. Rikisvald alþýðunnar skyldi láta í té þá þjónustu, sem nauðsynleg er, t.d. í mynd lista- og menningarmiðstöðva, þar sem fólk gæti fengið útrás fyrir sína sköpunarhæfileika, - starfað að þeim listgreinum sem það hefur hæfileika til og hugurinn stendur til, blátt áfram þar sem það baðar sig í erlendum mennlngarstraumum og nýjum hugmyndaheimum. Listin má ekki einangrast. Hún skal verða daglegur þáttur i lífinu líkt og svitasprey. Æskan i dag er þrúguð af rómantískum og smáborgaralegum hugmyndum um list og lista- menn. Við lifum ekki í rómantískum heimi, þar sem listamaðurinn í þakherberginu drekkur blek sitt. HH: Ég er á andstæðri skoðun. Ég er mótmæltur þessum menningarmiðstöðvum þínum. Þær eru einmitt forsjá ríkisvaldsins, - mötun á list, sem er hluti af öllu uppeldiskerfinu. Þær eru engin lausn. Sannur listamaður nýtur sín einmitt bezt i samfélagi einstaklinganna, þar sem kaffihúsa- og bjórkráamenningin blómstrar. Þetta menningarmið- stöðvatal er einmitt i anda sænsku hópvinnulín- unnar, sem ég verð að viðurkenna að fer afskap- lega í taugamar á mér og miðast við að draga toppana niður en toga botnana upp á plan meðal- mennskunnar. Leikhús, kvikmyndahús og listasöfn eiga þvert á móti að vera dreifð og sjálfstæð og síðan á einstaklingurinn að velja og hafna. Við höfum nú þegar listgagnrýnendur, sem eiga að hjálpa til við að sjá muninn áþví góða og slæma. HO: Það má skilja orð þí á þann veg, að þú sért á móti almennri listkennslu i skólum. Ég vona að svo sé ekki. Eitthvað verður hálffullorðið fólk að vita um list, t.d. þekkja helztu stefnur og boðbera þeirra. Það tilheyrir að sjálfsögðu almennri menntun. En ég er sammála Guðna að vissu leyti. Ríkið verður að hafa vissa umsjón með þessari fræðslu, þ.e.a.s. beita sér fyrir vissri mötun til ungra sála, því að það er frumskilyrði fyrir mann, sem ætlar sér t.d. að verða lista- maður, að þekkja það sem þegar hefur verið gert. Þó er ég sammála þér, Halli, um það, að samfélag einstaklingsins er bezti jarðvegur skapandi listar. HH: Nei, ekki misskilja mig. Að sjálfsögðu er ég hlynntur listkennslu í skólum. En þessar menn- ingarmiðstöðvar eru hugsaðar fyrir uppkomið fólk, sem hefur þegar meðtekið hina ýmsu strauma og stefnur í listum. Má vera að þetta sé eigin- gjarnt sjónarmið hjá mér, en ég tel að hver og einn eigi að ráða sínu baðl sjálfur og miðla svo öðrum af þekkingu sinni og reynzlu ef hann vill. I þvi felst töluverður þroski. Hér drjúpa fyrirlestrar af hverju strái. Hins vegar finnst mér þetta „allir-föndra-saman-sjónarmið" þjónkun við lágkúruna. Sköpunarhæfileikinn og frumleik- inn kemur nú einu sinni að Innan. GB: Ég er að tala um allan fjöldann, sem gæti einangrast frá því sem við köllum menningu og listir vegna rangra hugmynda samfélagsins um þessi fyrirbæri. Ég er alls ekki að halda því 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.