Skólablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 20
SIDAN
SIÐAST
Fjolmidlar innan sholans
almennar umrædur
þar ad lútandi um ahrif a
islensht mannlif almennt.
Þegar eg heyri minnst á fjölmiöla get eg ekki
fengið mig til að hugsa ekki fyrst og fremst um
okkar ágæta þjóðarstolt, Hafstein miðil. Hann ku
vera svo magnaður að geta miðlað heilu Austur-
bæjarbíói án þess að depla svo miklu sem öðru
auga, nema síður sé, og á eg þar við bæði. Að
gefnu tilefni vil eg vara lesendur við halda að
Hafsteinn miðill leggist svo lágt að fara að
|miðla húsum eða öðrum dauðum hlutum af fjölhæfni
sinni. Af og frá, það sem eg á hér við með
orðinu Austurtæjarbíó er sá massi fólks sem fylla
I mundi Austurbæjarbíó eða ekki endinlega alveg.
| Enn fremur vil eg vara menn við að álykta að
eg sé svo missnjall að halda að Hafsteinn miðill
sé eitthvert útvarp eða tímarit, en það hefur mér
aldrei dottið hug, enda var eg barn að aldri, er
það var, vart kominn af hvitvoðugsskeiðinu, og
var þá fljótur að lesa mig til um að svo væri ekki
Strákar eru nú einu sinni strákar og verða aldrei
anna$ nema þeir nái að verða fullorðnir menn, en
Iþað er Hafsteinn miðill einmitt. Einnig geta
| þeir látlð breyta sér í konur, en það er of flók-
ið mál að fara að rekja hér(sjá mynd).. Ef mál
Imitt er of fyllt líkingum og orðum sem menn ekki
skilja við fyrstu sýn (eða heyrn ef þessi orð eru
lesinn upphátt), vil eg biðja menn að vera ó- .
feimna við að stöðva mig af og spyrja hvað hin
eða þessi líkingin eigi að tákna.
eða
tveir ánægðir fjölmiðlar
ó jáH
Sæll, Jón.
nei, já.
Þessi kallandi, þýðu ljóð sýna glöggt gildi
fjölmiðlanna síðustu ár og ekki síst Hafsteins
miðils og raun og veru sérstaklega hans . Til
þess að fyrirbyggja allan misskilning áður en
barnið dettur í það ætla eg nú að leggja Hafstein
miðil á hilluna, og á allt slæmt sem hér sést
(heyrist, sjá áður) ekki við um hann. Hins vegar
á allt skrifað fallegt um fjölmiðla einkum að
vera sérlega ætlað honum.
Pjölmiðlar eru góðir. Fjölmiðlar eru vondir.
Pjölmiðlum má skipta niður í útvörp, dagblöð,
síðdegisblöð, morgunblöð, dagblöð, dagblöð, sjón-
vörp, bækur, bió, kvikmyndir,Hafstein miðil, dag-
blöð ög margt fleira. Hér hefi eg þó hugsað mér
að fjalla aðallega um dagblöð. Þau eru án efa
langvíðlesnasti fjölmiðill landsins, og til dæmis
mun viðlesnari en bæði útvörp og sjónvörp til
samans. Auk þess eru þau æði vinsæl af börnum
og má búa úr þeim ansi margt, til dæmis hatta
yfir höfuð, báta,bréfsnepla, bál, skutlur sem^
ekki vaxa á hvers manns fingri svo eitthvað sé
nefnt. Dagblöðum sem slíkum má svo aftur skipta
niður- i smærri einingar, til dæmis l.siðu, 2.síðu
hálfsiðu, 1/4 úr síðu, 1/8 úr síðu og svo koll
af kolli (sbr. hattana áðan). Fyrst eg er hér
einmitt að fjalla um dagblöð^ætla eg að lauma
að einni visu sem eg hefi sjálfur barið saman,
en eg geri þó nokkuð af því (síminn hjá mér er
17114'):
NÚTÍMAYlSA UM DAGBLÖÐIN
Mogginn
Vísir eru blöð þeirra sem eru á móti
sem eiga kommum
Þjóðviljann sem
boðar skoðanir
þeirra
eins og fuglinn
eins og hrafninn
Alþyðublaðið er
kratablaðið
en
Tímann lesa
bóndamir
en
nýjast af nálinni er
Dagblaðið
sem klofnaði frá Vísir
dagblöðin rífast
og eru léleg
þá eru
síðdegisblöðin betri
því þau rífast
ekki
Gott er að enda gott fjall é góðum toppi og
læt eg því fjallið niður þar til í næsta blaði,
en áður en eg enda vil eg leiðrétta eftirfarandi
villur og missagnir í síðustu Síðan siðast-grein
minni:
Enginn villupúki lagði leið sína á síðasta
fjall og enda eg hér á hinum fleygu orðum mennis-
'nSkylt er skeggið hökunni.
Með vinsemd og virðinguj
virðingarfyllst Karl Roth.
ffliJT3
Áfál nðíít ju.LLt a.( ofciurn
Hér á ef til vill einkar vel við að skjóta inn
einu ljóði eftir hinn skapmikla en einlæga rit-
höfund Karl Dietrich Roth:
warum solltest du wiederkommen?
hab ich mich doch slecht benommen?
warum sollte ich wohl wieder kommen?
hast du dich doch slecht benommen?
eða
ajo
Hajao M
hajum Mauso, mausoleumskatze? j
Mao,
Mao
eða
zwei verneuenzte Kratonicke
ojaH
He, Jo.
ei, ja.
Ef til vill er ekki auðvelt að finna að þarna
er ekki á ferðinni óframandl tunga, en finnst
mjög fljótlega ef menn gefa sér í upphafi að
skáldið yrki á þýska tungu, en þar sem fjall
þetta er í frumbemsku ritað á islenska tungu,
(sjá mynd) ætla eg mér snara þessum þýðu /.jóðum
ætla ég mér að snara þessum þýðu ljóðum á hana:
Hví skyldir þú ekki fara i Höllina?
Hef eg sært ástvin þinn?
Hví skyldi eg synda?
Kanntu sund ekki?
eða
æó
sæll herra M
eg fór í safnið, Finnur heljarmenni?
jú, Maó, já, Maó
Nú kemur auglýsing/’/l.
P
} J
,'Mr
SonEfAI
\
i±
y
CTP
\ \ J
%
\í
b.
\ ■
Þetta var auglýsingjjj
96