Fiskifréttir - 26.08.1983, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 26.08.1983, Blaðsíða 2
2 föstudagur 26. ágúst Sæljón seldu afla sinn í Englandi í vikunni. Á Fáskrúðsfirði landaði Hoffell 128,9 tonnum í vikunni og var skiptaverðmætið kr. 1.182,477. Ljósafell landaði 111.1 tonni og var skiptaverðmætið 1.017,397 kr. Afli smærri báta frá Fáskrúðsfirði hefur verið mjög lélegur undan- farið, en í vikulokin höfðu þeir fengið 19 tonn í mánuðinum og var verðmæti aflans 172 þús. kr. Frá Höfn í Hornafirði er það að frétta, að þar eru veiðar að komast í gang eftir sumarfrí. Tveir Hafnar- báta seldu afla í Englandi í vik- unni. Vestmannaeyjar Afli togbáta í Eyjum hefur verið sáratregur undanfarið. Aflinn hefur komist mest í 20 tonn hjá stærstu bátunum, en 3-4 tonn og niður í nokkur hundruð kíló er mjög algengt. Þrír togaranna lönd- uðu, Vestmannaey landaði 102 tonnum, Klakkur 86,5 tonnum og Breki 193,5 tonnum. Þorlákshöfn Þrír togbátar Þröstur, Snæ- tindur og Njörður lönduðu í vik- unni og var hæsti báturinn með 17 tonn. Afli togbáta er frekar tregur og enginn togaranna landaði. Suðurnes Afli báta og togara á Suður- nesjum hefur almennt verið mjög tregur. Frá Grindavík er það helst að frétta að þrír togbátar lönduðu þar. Hafberg landaði 28 tonnum, Hrafn Sveinbjarnarson landaði 12 tonnum og Þórkatla 20 tonnum. Tveir þeir fyrrnefndu voru á heimaslóðum en Þórkatla fékk aflann austur á Vík. Tveir Grinda- víkurbátanna Hrafn og Sigurður Þorleifsson eru nú á leið til Englands, þar sem þeir selja í vik- unni. Frá Keflavík var það að frétta, að snurvoðarbátarnir lönduðu þar 37.4 tonnum í vikunni, en þeir eru Baldur, Reykjaborg og Ægir Jóhannsson. Þá lönduðu þrír línu- bátar 23 tonnum rúmlega. Ekki fengust að þessu sinni tölur yfir afla togaranna. Reykjavík Sjö togarar lönduðu í Reykjavík í síðustu viku. Vigri landaði hinn 15. ágúst 266 tonnum og var uppi- staða aflans karfi. Þá landaði Ottó N. Þorláksson 107 tonnu, Bjarni Benediktsson landaði 115 tonnum, Hilmir landaði 90 tonnum af blönd- uðum fiski. Arinbjörn landaði í vik- unni, 195 tonnum, mest karfi og ufsi. Ásbjörn landaði 104,7 tonn- um, karfi, þorskur og ýsa. Þá land- aði Ásgeir hinn 18. ágúst 71.2 tonn- um og var aflinn 40 tonn þorskur, 22 tonn karfi og hitt blandaður afli. Aflabrögdin Víða ördeyða hjá tog- og handfæra- bátum — Reytingsafli hjá togurunum Nú er endumýjun fiskikassa ekki lengur vandamál Afli togara kringum landið hefur verið frekar tregur að undanförau, en þó er víða reytingur. Hins vegar er viða ördeyða hjá handfærabátum, nema á einstaka stað, þar sem afli hefur verið mjög góður og sem dæmi má nefna að um mokveiði hefur verið að ræða hjá handfærabátum frá Dýra- firði. Þá er víða mjög tregt hjá togbátum og hefur aflinn komist niður í að vera nokkur hundruð kfló eftir tveggja til þriggja daga útivist. Netabátar eru að hefja veiðar á ný eftir stoppið og einn þeirra Otur frá Dalvík fékk 10 tonn í fyrstu lögn. Ekki náðist í nákvæmar fréttir af öllum stöðum á landinu að þessu sinni. Vesturland Á Akranesi landaði Krossvík 95.2 tonnum í vikunni, ennfremur landaði Oskar Magnússon 101 tonni, Haraldur Böðvarsson 150,4 tonnum og Skipaskagi 86,2 tonn- um. Af Snæfellsnesi er það helst að frétta að Sigurfari 2. landaði 75 tonnum á Grundarfirði og Runólfur landaði 77 tonnum. Nokkrir bátar eru nú á trolli á Snæfellsnesi, og er afli þokkalegur hjá sumum þeirra. Skelfiskbátarn- ir eru nýbyijaðir veiðar á ný og lítur vel út með afla. Vestfirðir Sárafáir bátar eru byijaðir línu- veiðar og lítið gengið hjá þeim enn sem komið er. Handfærabátar hafa fengið viðunandi afla þegar gefið hefur, en gæftir hafa verið heldur tregar. Þetta gildir þó ekki um handfærabáta frá Dýrafirði, hjá þeim hefur verið mokafli á skak- inu. Einn báturinn kom með 4.5 tonn eftir 36 tíma útivist og var einn maður á. Annar bátur, Gísli Páll, kom með 8.5 tonn eftir tvo sól- arhringa, en þar eru tveir menn á. Tvær smátrillur eru gerðar út frá Dýrafirði og hafa þær fengið 700 til 1600 kíló á dag. Aflann fá hand- færabátarnir 16 til 20 sjómílur frá Sléttanesi, úti undir Nesdýpi. Svo virðist sem komið sé eitt- hvert uppgjafarhljóð í menn, sem eru á úthafsrækjunni, en þó hafa fengist upp í 800 kíló í hali þegar gefið hefur, en gæftir hafa verið lé- legar síðustu daga. Afli togaranna í síðustu viku var sem hér segir: Bessi landaði hinn 14. ág. 45 tonnum af þorski á Súða- vík, skiptaverðmæti kr. 428.788 þús. Bessi landaði síðan aftur þann 19., þá 67 tonnum af þorski og ýsu. Ísaíjarðartogarar lönduðu eftir- taldir. Guðbjartur kom með 80 tonn af þorski hinn 17. ág. Skipta- verðmæti 732 þús.kr. Páll Pálsson landaði 137 tonnum hinn 15. Skiptaverðmæti 1.249.335,29 kr. Júlíus Geirmundsson landaði 13. ág. 115 tonnum af þorski. Skipta- verðmæti 1.075.000. Guðbjörg landaði á mánudeginum um 190 lestum af þorski. I Bolungavík landaði Dagrún hinn 18. ágúst 106 tonnum, aflinn var aðallega þorskur. Heiðrún landaði á mánudeginum 55 tonnum aðallega þorski. Frá Suðureyri er það helst að frétta, að Elín Þorbjarnardóttir fór fyrir nokkru með bilað spil til Reykjavíkur. Togarinn hafði ekki fyrr hafið veiðar, en að rafall bilaði og mun viðgerð taka um það bil viku. Gyllir landaði 112 tonnum á Flateyri í vikunni. Aflinn var aðal- lega þorskur. Skiptaverðmætið var 954.864,39. Framnes 1 landaði 84.5 tonnum á Þingeyri hinn 17. ág og Sléttanes landaði síðan hinn 20. ág. 98 tonn- um og var aflinn góður þorskur. Sölvi Bjarnason landaði 80 tonnum af þorski á Tálknafirði í vikunni. Togarinn er nú í skraptúr og var kominn með um 60 tonn. Tálknfirðingur landaði hinn 16. 107 tonnum. Skiptaverðmæti aflans var 938.081,24 kr. Þá land- aði Sigurey 94 tonnum á Patreks- firði í vikunni. SV. Norðurland Tvær togaralandanir voru á Akureyri í vikunni. Svalbakur landaði á mánudeginum 123.2 tonnum og var brúttóverðmæti aflans kr. 1.630, 297. Síðan landaði Harðbakur hinn 17. alls 194.9 tonnum og var brúttóverðmætið kr. 1.455,148. Frá Skagaströnd er það að frétta, að Arnar hefur verið í slipp og eins og kunnugt er er aflinn unninn um borð í Orvari. Afli hefur verið lé- legur hjá minni bátum. Á Sauðárkróli landaði Hegra- neæsið 74.3 tonnum hinn 15. ágúst og Skafti landaði 83.7 tonnum þann 19. Sigluvík kom með 94 tonn til Siglufjarðar hin 19. ág. og daginn áður landaði Siglfirðingur 50 tonnum af þorski. Afli smábáta frá Siglufirði er frekar tregur. Á Húsavík landaði Kolbeinsey 103,3 tonnum í vikunni og tveir færabátar Ásgeir og Fanney lönd- uðu 9.8 tonnum, en þessir bátar eru úti nokkra daga í senn. Á Raufarhöfn landaði Rauði- núpur 93 tonnum á fimmtudeg- inum. Afli minni báta þar er mjög tregur. Engin togaralöndun var á Þórs- höfn í vikunni og afli er lítill hjá minni bátum. Björgúlfur landaði 88.1 tonni af þorski á Dalvík í vikunni, brúttó- verðmæti aflans var 1.107,480 kr. Þá landaði Björgúlfur hinn 18. ág 80.2 tonnum en ekki var lokið við að reikna út verðmæti aflans. Baldur landaði 79.4 tonnum og verðmæti aflans 1.013,916 kr. Afli smærri báta á Dalvík er mjög treg- um þessar mundir og sömu sögu er að segja um afla handfærabáta frá Hjalteyri. Netabátar eru að byrja róðra aftur eftir stoppið. Otur frá Dalvík fór einn róður í vikunni og fékk 10 tonn, sem teljast verður ágætt. Súlan landaði 78,6 tonnum í Grenivík í síðustu viku mest þorski. Smábátar þar fengu 10.9 tonn í vik- unni. G.J. Austfirðir Nýji skuttogarinn Gullver land- aði 149,3 tonnum í vikunnni og var uppistaða aflans þorskur. Þetta var þriðja veiðiferð Gullvers frá því að það kom til landsins og hefur togar- inn aflað mjög vel. I fyrstu veiði- ferðinni fékk togarinn 133 tonn, í annari veiðiferðinni fékk hann síð- an 163 tonn og í þeirri þriðju 149 Eigum ávallt til 70 og 90 lítra fiskikassa á lager og getum afgreitt merkta kassa með fárra daga fyrirvara. Fiskikassar frá Plásteinangrun eru mjög auðveldir í meðförum og þvotti þar sem þeir hafa engin holrúm er geta safnað gerlum og óhreinindum. ICEPLAST Q PLASTEINANGRUN HF. W ÖSEYRI3 PÓSEHÓLF 214 602 AKUREYRI SÍMI96 22300 S 22210 TELEX 2083 F.NR.7123-2344 tonn, eins og fyrr segir. Gullver er nú í fjórðu veiðiferðinni og hefur aflað vel. Þá landaði Gullberg 75 tonnum af karfa og grálúðu í vik- unni á Seyðisfirði. Afli smærri báta á Seyðisfirði hefur verið mjög tregur það sem af er sumri. Fjöld- inn hefur fengið þetta 200 til 300 kíló á dag. Þrír Norðfjarðartogaranna lönd- uðu í vikunni. Birtingur landaði 122 tonnum, þá landaði Barði tæp- um 70 tonnum og Bjartur landaði 120 tonnum. Afli smærri báta frá Neskaupsstað hefur verið í skárra lagi þegar gefið hefur. Á Eskifirði landaði Hólmanes 134.4 tonnum 18. ágúst og var uppistaða aflans þorskur. Hólma- tindur landaði einnig í vikunni 103 tonnum, mest þorski. Afli hjá minni bátum hefur verið frekar tregur. Guðrún Þorkels- dóttir og Sæberg voru um tíma á tveggja báta trolli, en eru nú hættir veiðum. Tveir bátanna Vöttur og

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.