Fiskifréttir - 26.08.1983, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 26.08.1983, Blaðsíða 8
FRETTIR föstudagur 26. ágúst 1983 SKIFAMÁLNING Fiskifréttir heimsækja Akranes einn eftirmiðdag: Með kátu fólki á Skaganum. Aðalsteinn Halldórsson, eigandi Sœrúnar, og Björgvin Halldórsson háseti I. Frá Akranesi eru gerðir út fjórir togarar og eru þar starfræktar fjórar fiskvinnslustöðvar. Auk þess átta bátar en saga þeirra er sem margra báta annarra fremur sorgleg þessi misserin. Allir liggja þeir við bryggju- sporðana, láta lítið vfir sér enda legið þar lengi og munu ef fram fer sem horfir liggja þar enn um langa hríð. Helmingur þeirra fær þó að spreyta sig á sfldveiðum með haustinu. Um hina er óvíst hvað' verður. Þá eru ótaldar trillurnar sem skipta tugum og hvflast margar utan í gömlum inn- rásarpramma frá seinni stríðsárunum sem til skamms tíma sigldi með sem- ent um Faxaflóann. Þegar best lætur og allt í fullum gangi á Skaganum vinna um 600 manns við fiskveiðar og -vinnslu, fyrir nú utan skrifstofuliðið í landi og þjónustu ýmiskonar. Með öðrum orðum: Akranes er mikill útgerðar- bær. Þar snýst lífið öðru fremur um fiskinn, fótboltann og sementið. II. Það var ekki amalegt að heim- sækja Skagamenn þennan sólríka eftirmiðdag. Allir togararnir lágu meira að segja í höfn og á bry- ggjunum var ys og þys enda verið að gera klárt fyrir næsta túr. Þegar Akraborgin hafði rekið kokið upp að útaksturssporðinum, ælt út úr sér farartækjum og skyrpt úr sér gangandi, hélt ég sem leið lá með- fram virkisgörðum SR upp á Jað- arsbraut og bankaði upp á hjá útgerðarfirmanu Krossvík. Innan dyra hitti ég Sigurð J. Halldórsson sem greiddi götu mína af röggsemi. III. A bryggjunni bar mest á nokkr- um smápollum með veiðistangir og ekki fór milli mála að þeir voru að fá’ann, ljótan að vísu. Þótt drengir þessa lands renni grimmt fyrir marhnútinn er vart hætta á ofveiði á þeim bæ. Mætti hann þó fjúka fyrr en flest annað. Skyldi annars vera hægt að koma hertum marhnútahausum í verð í henni svörtu Afríku. Spölkorn frá stóðu þrír menn um borð í Særúnu, 9 tonna bát smíð- uðum í Englandi fyrir hálfu öðru ári, og tóku í nefið. Af stakri hátt- vísi var mér boðin hressing og var það upphafið af skemmtilegu spjalli. Fyrir svörum varð aðallega Aðalsteinn Halldórsson, eigandi Særúnar. Var á grásleppu í sumar og gekk sæmilega. Mátti vera meira. Annars helvítis ótíð í allt sumar. Er framtíð í svona bátum? „Þetta ber sig svona sæmilega, ekki kvartar maður að minnsta kosti. Ber sig betur en margt annað. Það er bara blessað sjóða- kerfið. Þar fæst ekki lán út á svona báta. Maður verður að kaupa stór skip sem útséð er um að beri sig ætli maður að eiga aðgang að lánum. Það ætti að lána 50% í svona bátum. Eg fékk 20% eftir mikið strögl." Sagði Aðalsteinn meðal annars. IV. Á leiðinni upp bryggjuna hóaði í mig maður með einkennishúfu og dökk sólgleraugu og spurði mig erindið. Að lokinni kynningu var mér boðið inn í hafnarskúrinn því hér var enginn annar á ferð en Björn H. Björnsson, yfirhafn- sögumaður, ásamt tveimur undir- sátum sínum. Björn er skraf- hreifinn með ákveðnar skoðanir á hlutunum og munninn fyrir neðan nefið. Sjálfur kaus hann að kalla sig manninn með silkihúfuna. „Það er allt í þessu fína á meðan ríkisstjórnin kemst ekki með fing- urna í málin. Kæmist ég í ráðherr- astól myndi ég loka öllu heila klabbinu, senda liðið heim. Negla fyrir Alþingishúsið, engu máli skiptir hvort þingmennirnir yrðu inni eða úti. En svona frómt frá sagt; þeir gera bara illt verra. Já, blessaður láttu þetta bara fara á prent. Eg skrepp í sumarfrí þegar þetta kemur út. (Segir hann glott- andi.) Það þýðir ekkert annað en vera hress í munninum. Það er það eina sem maður á eftir.“ A meðan við drukkum kaffitár úr stórum könnum hrutu mörg gull- korn af vörum Björns. Við Alfreð Kristjánsson hafnsögumaður, hlustuðum og samsinntum með reglulegu millibili. „Eg hef haldið því fram í mörg ár að sjávarútvegurinn á Islandi sé vitlaust rekinn. I raun ætti bara að stunda þorskveiðar á handfæri og línu. Og auðvitað verður að haga veiðunum eftir dintum náttúr- unnar, lifríki fisksins, árstíðum og göngum. Annars endar allt með ósköpum. Mikið ef ósköpin eru ekki þegar dunin yfir.“ I þessu hringdi síminn. Björn snaraðist fram: „Halló, Björn H. Björnsson," svaraði hann með þrumuraust. „Aha, fagnandi." Viðmælandi hans spurði um tíma- setningu á flóði og fjöru og fékk greinargóð svör. Síðan: „Jesssör, hann spáir vaxandi suðaustan og rigningu . . það þýðir ekkert að róa þá . . annaðhvort núna eða ekki.“ V. I flökunarsal HB var allt á fullri fart enda flaggskipið Haraldur Böðvarsson nýkominn að landi. Við eitt flökunarborðið stóðu tvær yngismeyjar sem hræddust mynda- vélina. Hringormarnir áttu hugi þeirra alla. Eg spurði aðra þeirra hvort hún myndi mæla með fiski- num við bandaríska neytendur. „Nei, ég myndi aldrei borða þetta, mér finnst þetta hálf ógeðslegt. Ég borða aðeins þann fisk sem pabbi veiðir." Verkstjórinn, Kristinn Jensson, vildi ekki sleppa mér fyrr en ég hefði litið „stoltið" þeirra, kaffi- stofuna, augum. Sannast sagna stóð stoltið undir nafni, hrein, björt og rúmgóð með listaverkum á veggjum. A eftir leiddi hann mig inn í lyftu sem flutti okkur á næstu hæð þar sem stjórarnir hafa sína aðstöðu. Þar stóðu bræður þrír, sonarsynir stofnanda fyrir- tækisins, heilsuðu mér ljúflega og vísuðu um skrifstofur. I lokin bauð einn þeirra, Sveinn Sturlaugsson, mér í bíltúr um rauða hverfið þar sem unnið er ötullega að uppbygg- ingu og endurnýjun. Mér virtist nóg um uppganginn í öllu kreppu- talinu. „Jú, þetta rúllar svosem," sagði Sveinn. „En það má ekkert út af bera. Hvernig heldurðu að það sé til dæmis að liggja með skreiðar- birgðir upp á 20 milljónir og enginn veit hvað verður?" Víst er það tví- sýnt. VI. Niðri á höfn var verið að gera allt klárt í Haraldi Böðvarssyni fyrir næsta túr. Það er langur vegur frá kútternum Haraldi til togarans nafna hans Böðvarssonar. Á báðum þó kátir karlar og væntanlega hlát- urmildar konur í landi. -TT. "\ Björn H. Björnsson, yfirhafnsögumadur, fer ekki í grafgötur með skoðanir sína í mál- efnum sjávarútvegsins. Það er þetta sem við köllum: FISKVEIÐAR Á ÞURRU LANDI, VEIÐAR ÁN SJÓFERÐAR. AUKIÐ ÖRVGGIIVIGTUN Með Póls vogakerfi næst margfalt jafnari vigtun auk eftirlits. Jafnari vigtun = öruggari vigtun = engin undirvigt. MIKIL ARÐSEMI Reynslan sýnir að vegna jafnari vigt- unar, lækkar meðalvigtin. Póls- vogakerfið sparar því geysilegar fjárhæðir samfara AUKNU ÖRYGGI. Á þennan hátt stunda nú fjölmörg frystihús „fiskveiðar" með Póls- vogakerfi. Þær vogir og vélar frá Pólnum, sem nú eru í notkun í land- inu, afla með þessum hætti á við meðal skuttogara miðað við aflaverð- mæti. e Póllinn h.f. Aðalstræti 9, Pósthólf 91 400 Isafjörður Sími (94)3092

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.