Fiskifréttir - 26.08.1983, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 26.08.1983, Blaðsíða 1
Siglinga og fiskileitartæki. Viðgerða og varahlutaþjónusta. Rafeindaþjónustan ÍSMM2 hf. BORGARTÚN 29, P.O. BOX 1369 121 Reykjavík, SÍMAR: 29744 og 29767 BIRGIR BENEDIKTSSON, SIMI 74741 REYNIR GUÐJÓNSSON, SIMI 54636 t---------\^-N FRETTIR 1. tbl. I.árg. föstudagur 26. ágúst1983 ’S norfloat SQOÍjW Ma Umboðs- og heildverslun. Grandagarði 13. Símar: 21915 - 21030 Verðlækkun á blokk á Bandaríkjamarkaði: Stærsta vinnslufyrirtækið í Kanada leggur 23 togurum og lokar 10 frystihúsum Kanadamenn bjóða blokkarpundið á 1,12 dollar Pegar lúðunni var skipað á land í Bolungarvík var henni lyft með lyftara og eins og sjá máer lúðan engin smásmíði. Það eru starfsmenn Einars Guðfinnssonar hf., semstanda við hlið lúðunnar. Ljósm.: Haraldur Guðfinnsson. Dagrún fékk risa- lúðu í Þverál Verð á þorskblokk hefur lækkað nokkuð að undanförnu í Bandaríkj- unum og í samtali við Fiskifréttir sögðu þeir Eyjólfur Isfeld Eyjólfs- son forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Guðjón B. Olafs- son forstjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum, að blokkarpundið Fyrirtækið Haraldur Böðvarsson og Co á Akranesi hefur nú skrifað undir samning við Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi um Þjóðhagsstofnun: Gert er ráð fyrir 250 þús. tonna loðnuafla í haust í spá Þjóðhagsstofnunar sem út kom í byrjun júlímánaðar síðastliðn- um, kemur fram að gert er ráð fyrir 250 þúsund tonna loðnuafla á þessu ári. Samkvæmt þessari spá er ljóst, að ríkissjórn gerir ráð fyrir, að loðna verði veidd síðustu mánuði ársins. Miðað við að 250 þúsund tonn af loðnu verði veidd í haust, gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir 4% sam- drætti í verðmæti heildarafla landsmanna, sem þýðir 8-9% verðmætasamdrátt í öðrum afla en loðnu. Sjá grein í opnu. væri nú selt á 1.16 dollara, en allann fyrrihluta þessa árs var verðið 1.18 dollarar og um tíma á síðasta ári fengust 1.20 dollarar fyrir pundið af blokkinni. Astæðan fyrir þessari verð- lækkun er að Kanadamenn hafa boðið mikið magn af blokk að kaup á skipi því, sem stöðin er nú með í smíðum. Samningurinn milli HB og Co og Þorgeirs og EHerts er bundinn þeim skilmálum, að viðkomandi sjóðir og bankar samþykki hann og þarf það að liggja fyrir hinn 30. sept- ember næstkomandi. Nýja skipið á að afhenda í febrúar- mánuði næst komandi, en Þorgeir og Ellert hófu smíði á því, er lokið var við síðasta skip, sem var Hafn- arey SU , og er smíði nýja skipsins hálfnuð. Nýja skipið er samskonar og Hafnarey, 35,2 metrar að lengd og 8.10 metrar á breidd. Það verður búið Bergen dísel aðalvél og Cummins hjálparvél. Skip HB og Co er einsog Hafn- areyjan eitt af raðsmíðaskipunum svonefndu, en Slippstöðin hf. á Akureyri, er nú að smíða þannig skip og einnig Vélsmiðja Seyðis- fjarðar. Áætlað kaupverð skipsins er um 90 milljónir króna. undanförnu, en sjávarútvegur þar í landi á nú í miklum erfiðleikum. Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Kanada, National Sea Products til- kynnti á miðvikudag í síðustu viku, að það hefði tapað hátt á aðra milljón dollara á öðrum árs- ijórðungi þessa árs. I framhaldi af því tilkynnti fyrirtækið, að það hefði lokað 10 frystihúsum og lagt 23 togurum fyrirtækisins um óá- kveðinn tíma. Fiskifréttir hafa fregnað, að Nat- ional Sea Products, sé nú að reyna að losa sig við blokkarbirgðir fyrir- tækisins, en þær munu nema um 6 milljónumpunda. Ostaðfestar fréttir segja, að Kanadamenn bjóði nú kaupendum í Bandaríkjunum blokkarpundið á 1.12 dollara. Guðjón B. Olafsson forstjóri Ice- land Seafood sagði í samtali við Fiskifréttir, að það væri staðreynu, að blokkarmarkaðurinn hefði veikst undanfarið. „Ég held að blokkarmarkaðurinn verði slakur á næstunni, eða allt fram í október, en þá eru vissir möguleikar á, að markaðurinn batni á ný.“ Guðjón sagði, að Iceland Seafood væri með yflr 30% söluaukningu fyrstu 7 mánuði ársins og ágúst- mánuður nú, liti nú betur út en sami mánuður í fyrra. Kvað Guðjón birgðastöðuna hjá Iceland Seafood vera góða um þessar mundir, en fyrirtækið hefði keypt mikið af vöru annars staðar frá á þessu ári. Meðal annars hefði það keypt 1/3 af öllum þeim lýsing sem keyptur var til Bandaríkjanna fyrstu 6 mánuði ársins, en lýsing- urinn er aðallega fluttur inn frá S- Ameríku og er notaður í fiskrétta- framleiðslu fyrirtækisins. „Við vorum á veiðum í Þverálnum, þegar við fengum þessa risalúðu og hún reyndist vera 201 kfló að þyngd, eða yfir 400 pund þegar búið var að gera að henni. Lengdin reyndist vera 2.60 metrar og breiddin 1.30 metrar,“ sagði Hávarður Olgeirsson skipstjóri á skuttogaranum Dagrúnu frá Bol- ungavík í samtali við Fiskifréttir, en í síðustu viki fékk Dagrún stærstu lúðu sem veiðst hefur við ísland í áraraðir, ef ekki á þessari öld. Fiskifræðingarnir Aðalsteinn Sigurðsson og Gunnar Jónsson sögðu þegar við þá var rætt, að þeir myndu ekki eftir að jafn stór lúða hefði veiðst á síðari árum. Vitað væri um lúður sem hefðu verið 2.20 til 2.30 metrar, en ekki þar yflr. Gamlar heimildir segja, að stærsta lúða sem veiðst hafl á Islandsmiðum hafl verið 5 metrar að lengd og sögusagnir frá Ný- fundnalandi segja að þar hafi veiðst lúða sem var 6 metrar að lengd, en þessum sögusögnum er tekið með varúð af flskifræðingum. „Þessi fiskur er sá langstærsti sem ég hef séð á minni sjó- mannsævi" sagði Hávarður 01- geirsson. „Við vorum að veiða á 70 faðma dýpi þegar við fengum lúð- una, ekki á neinni sérstakri lúðu- slóð. Oft er mikil lús á stórum lúðum, en það reyndist ekki vera á þessari," sagði Hávarður að lokum. Halldor Ássgrímsson, sjávarútvegsráðherra: My ndarlegt framtak Það er ánægjulegt til þess að vita, að nýtt blað hefur hafið göngu sína, og helgar sig sérstaklega íslenskum sjávarútvegi. Það er ástæða til að ætla, að mikill áhugi sé fyrir slíku blaði og því fái það hinar bestu mót- tökur. Islenskur sjávarútvegur er og verður um ófyrirsjáanlega framtíð ein aðal undirstaða þess þjóðfélags sem við lifum í. Það er því mikilvægt að sem nákvæmastar fréttir og upp- lýsingar komi fram um atvinnuveg- inn. Það er mjög áberandi í þeirri umræðu, sem hefur verið um íslenskan sjávarútveg að nokk- urrar vanþekkingar gætir meðal þjóðarinnar um þýðingu hans og gildi. Margir láta í ljós þá skoðun að sjávarútvegurinn sé baggi á þjóðfélaginu, því hann sé rekinn að meira eða minna leyti á styrkj- um frá opinberum aðilum. Bjarg- ræðið sé því, að sem flest fyrirtæki í sjávarútvegi fari yflr. Það er enginn vafi, að ástæða þessarar vanþekkingar er sú að fleiri, æ fleiri, hafa aldrei komist í snert- ingu við atvinnugreinina. Hér áður fyrr var ekki til sá Is- lendingur, sem hafði ekki ein- hvern tímann unnið við störf, sem tengdust sjávarútvegi. Með meiri sérhæflngu og vax- andi hlutdeild opinberra starfa í þjóðfélaginu verður það mun al- gengara að fólk kynnist ekki þess- um störfum af eigin raun. Hlut- verk fjölmiðla hlýtur að vera að upplýsa almenning sem allra best um það sem er að gerast ó hveij- um tíma. Því miður er það svo að umfjöllun fjölmiðla um sjávarút- veg er oft mjög yflrborðskennd. Þar gætir einnig oft á tíðum mikillar vanþekkingar og nokkur hluti þeirra umfjöllunar, sem á sér stað er byggð á ónógum upp- lýsingum og jafnvel misskilningi. Með tilkomu þessa blaðs, sem við sjáum í fyrsta skipti í dag, vænti ég að nokkur þáttaskil verði. Hér er um sérhæft blað að ræða, sem eingöngu fjallar um málefni sjávarútvegsins, af mönnum, sem þekkja mjög vel til. Það er von mín og trú að útgáfa þess verði íslenskum sjávarútvegi til framdráttar og með það í huga óska ég aðstandendum blaðsins innilega til hamingju með þetta myndarlega framtak og vænti þess að þeim megi vel farnast. Akranes: HB og Co semur um kaup á nýju skipi hjá Þorgeir og Ellert hf. —Á að afhendast í febrúar-kaupverð 90 millj. kr.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.