Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.09.1983, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 02.09.1983, Blaðsíða 1
Siglinga og fiskileitartæki. Viðgerða og varahlutaþjónusta. Rafeindaþjónustan ÍSMKR hf. BORGARTÚN 29, P.O. BOX 1369 121 Reykjavík, SÍMAR: 29744 og 29767 BIRGIR BENEDIKTSSON, SÍMI 74741 REYNIR GUÐJÓNSSON. SÍMI 54636 FRETTIR 2. tbl. 1. árg. föstudagur 2. september 1983 ð norfloat Belgir og flot Mu Umboðs- og heildverslun. Grandagarði 13. Símar: 21915-21030 Bolungavík: Einar Guðfinnsson hf. kaupir nýtt skip frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur Fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. í Bolungavík hefur nú samið við Skipasmíðastöð Njarðvíkur um kaup á 36 metra löngu fiskiskipi sem verður tilbúið til afhendingar um áramót. Áætlað afhendingarverð skipsins er 85 milljónir króna og í þeirri upphæð eru vextir á byggingartímabilinu og hluti lántökukostnaðar. Skrokkur skipsins var upphaf- lega byggður í Noregi og á sínum tima samdi Skagavík h.f. í Kefla- vík um kaup á þessu skipi en hætti síðan við samninginn. Samningur Einars Guðfinns- sonar hf. við Skipasmíðastöð Njarð- víkur er háður samþykki viðkom- andi lánastofnana. I nýja skipinu verður 990 hest- afla Mirrlees Blackstone díselvél og verður það búið til línu- og togveiða. íslenskur ferskleikamælir Fyrirtækið Raflagnatækni sf. hefur nú lokið við hönnun á nýjum ferskleikamæli, sem ætlaðin- er til þess að mæla ferskleika í fiski. Fyrir er til á markaðnum fersk- leikamælir, svonefndur Torrymæl- ir, en hann hefur þann galla að vera mjög seinvirkur. Islenski fersk- leikamælirinn, sem nefnist RT- mælir, er um 1000 sinnum hrað- virkari en Torrymælirinn, sem er framleiddur í Skotlandi. Það eru verkfræðingarnir Björn Kristinsson og Þorvaldur Sigur- jónsson sem hafa unnið að smíði RT-mælisins og við hönnun hans var haft í huga, að mælirinn yrði að vinna mjög hratt, svo að afköstin gætu orðið 40 fiskar á mínútu. Er það ríflega áaetlað fyrir 20 tonn hráefnis á dag. Þegar ferskleiki fisksins er mældur, þarf að mæla nægjanlega marga punkta til að fá gott meðaltal. Hver mæling má taka 10-50 millisekúndur. Margir höröustu flakararnir í frvstihúsunum eru komnir á gamaisaldur, en engu að síður slá þeir mörgum yngri mönnum við. Maðurinn á myndinni heitir Magnús Guðnason og er starfsmaður Hraðfrystihúss Keflavíkur. Hann varð 69 ára hinn 26. ágúst s.l. og þann dag fók Loftur Ásgeirsson þessa mynd. „Fá gott verð fyrir karfann en segir Ludwig Jansen í Bremerhaven „Við þurfum stöðugar landanir íslenskra fiskiskipa frá byrjun þessa mánaðar fram að páskum og skipin þurfa fyrst og fremst að koma með karfa. Verð á karfa á að geta orðið gott í vetur, þetta 1.90 til 2.00 mörk fyrir kflóið að meðaltali. Hins vegar gegnir öðru máli með ufsann. Það er lágt heimsmarkaðsverð á honum og á meðan svo er, geta menn ekki vænst þess að fá hátt verð fyrir hann á fisk- mörkuðunum í Bremerhaven og Cux- haven,“ sagði Ludwig Janssen umboðsmaður ísl. fiskiskipa í Brem- erhaven í samtali við Fiskifréttir. Ludwig var staddur hér á landi í síðustu viku ásamt Dick Stabel umboðsmanni 1 Cuxhaven og ræddu þeir þá við forráðamenn L.I.U. auk þess sem þeir heimsóttu marga útgerðarmenn vítt og breitt um landið. „Við teljum hæfilegt að fá fjóra Færeyingar veiða mest Á árinu 1978 veiddu Fær- eyingar 757 kfló af fiski á hvert mannsbarn í landinu, á íslandi var talan 686 kfló. I Noregi var talan 66 kfló á mann, í Kanada 61 kfló og í Danmörku 35 kfló. togara í viku hverri til Þýskalands á næstunni, það er tvo til Bremer- haven og tvo til Cuxhaven. Við teljum að markaðurinn þoli kringum 800 tonn af karfa á viku, þannig að hvert skip getur komið með 200 tonn að meðaltali. Þá leggjum við áherslu á að fá góðan karfa, eins og þann sem veiðist mest í Rósagarðinum svonefnda.“ Ludwig sagði, að 11 ísfisktogarar væru enn gerðir út frá Þýskalandi, ií 8 frá Bremerhaven og 3 frá Cux- haven, auk þess gerðu Þjóðverjar út um 15 frystitogara. Flotinn hefði minnkað á síðari árum, sökum þess hve þrengt hefði að fiskimiðum tog- aranna með 200 mílna fiskveiðilög- sögu víða um heim. Bandaríkin: Sig. Ágústsson hf. stofnar eigið sölufyrirtæki Fyrirtækið Sigurður Ágústsson hf. í Stykkishólmi hefur nú stofnað eigið sölufyrirtæki í Bandaríkjunum. Sölu- fyrirtækið, sem ber nafnið Royal Ice- land Corporation, er staðsett í Burke- lay, nálægt San Fransico. Royal Ice- land á að annast sölu á hörpudisk- framleiðslu Sigurðar Ágústssonar h.f., en sem kunnugt er, þá er Sig. Ágústsson langstærsti útflytjandi á hörpudiski frá Islandi. Bandarískt fyrirtæki hefur undanfarin ár séð um sölu á hörpu- diskinum fyrir Sig. Agústsson og mun það nú annast ýmsa verkþætti fyrir Royal Iceland. Framkvæmdastjóri Royal Ice- land verður Magnús Þ. Þórðarson sem áður var framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústssonar hf. Er Magnús þegar fluttur til Banda- ríkjanna. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn í stað Magnúsar að fyrirtæki Sig. Ágústssonar í Stykkishólmi. Er það Guðmundur Maríusson sem undanfarna mán- uði hefur verið framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Forstjóri Sigurðar Ágústsonar er sem fyrr Ágúst Sigurðsson. Guðsteinn fær nafnið Akureyrin Ákveðið er að skuttogarinn Guð- steinn, sem nú er verið að breyta í frystitogara á Akurevri, fái nafnið Akureyrin. Er það nafn komið frá hákarlaskipi sem langafi núverandi eigenda togarans var með. Samkvæmt áætlun á breyt- ingum á Akureyrinni að vera lokið hjá Slippstöðinni á Akureyri 25. október næst komandi. Tækjabún- aður á vinnsludekki verður svip- aður og um borð í Örvari frá Skaga- strönd nema hvað karfaflökun- arvél verður komið fyrir um borð í Akureyrinni. Nú hafa togurunum tveimur, sem keyptir voru til Vestmanna- eyja frá Ólafsvík á dögunum, verið gefin nöfn. Guðlaugur Guðmunds- son hefur fengið nafnið Smáey og Lárus Sveinsson fékk nafnið Berg- ey. Freyr orðinn að Radio Caroline Togarinn Freyr RE, sem á sínum tíma var seidur til Englands, og fékk þá nafnið Ross Revenge, hefur nú verið seldur á ný og mun þjóna nýju hlutverki, sem útvarps- stöð í framtíðinni. Framvegis mun Frevr gamli bera nafnið Radio Caroline. Radio Caroline er starfandi í Norðursjónum, undan SA-strönd Englands og ein af svonefndum sjóræningjastöðvum, en þær starfa utan landhelgi landa. Gamla Radio Caroline fórst í fár- viðri í Norðursjó á árinu 1980. Freyr var upphaflega í eigu Ingvars Vilhjálmssonar út- gerðarmanns og er systurskip Sigurðar, Víkings. Skipið kom til landsins árið 1960, en var selt síðan til Ross fyrirtækisins í Grimsby. Undir nafninu Ross Revenge varð það eitt mesta afla- skipið í Grimsby og í 50 mílna þorskastríðunum kom Ross Revenge oft við sögu. Eftir að Bretar hrökkluðust út úr ís- lenskri fiskveiðilögsögu var Ross Revenge lagt, en frá árinu 1980 hefur skipið verið aðstoðarskip við olíuborpallana í Norðursjó, þar til nú er það er orðið útvarps- stöð. Svíar selja Rússumsíld Þessa dagana fara fram viðskiptaviðræður við Rússa og Ijóst er að íslendingar munu leggja mikla áherslu á að Rússar auki kaup sín á karfaflökum frá landinu og ennfremur á að Rússar kaupi verulegt magn af saltsfld í haust, en ef þeir gera það ekki er næsta öruggt, að lítið verður saltað af sfld hér á landi á komandi sfldarvertíð. Það hefur komið fram að Rússar vilja helst kaupa síldina frá hlið veiðiskips og salta sjálfur síldina um borð í sínum skipum. Þetta hafa Rússar gert á yfir- standandi ári. Hafa þeir meðal annars keypt síld af Skotum og Norðmönnum. Það sem vekur kannski hvað mesta athygli, er að nýverið sömdu Rússar um kaup á 1000 lestum af sænskri Eystrasaltssíld og verður síldin söltuð um borð 1 rússneskum skipum. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem Svíar selja Rússum síld, á þennan hátt, en fram til þessa hafa Svíar verið stórir síldar innflytjendur og lengi verið einhverjir stærstu kaup- endur á íslenskri síld. Samkvæmt ofangreindu er ljóst, að viðræðurnar við Rússa geta verið torsóttar.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (02.09.1983)
https://timarit.is/issue/418087

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: "Fá gott verð fyrir karfann en ufsaverðið verður lágt" segir Ludwig Jansen í Bremerhaven.
https://timarit.is/gegnir/991004160839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (02.09.1983)

Aðgerðir: