Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.09.1983, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 02.09.1983, Blaðsíða 2
2 föstudagur 2. september Aflabrögdln Afli tregur um land allt: Kropp hjá snurvoðabátum og nokkrum trollbátum Afli í síðustu viku var almennt mjög tregur og virtist ekki skipta máli hvaða veiðarfæri menn voru með á sjó. Gæftir voru frekar erfiðar um allt land hjá minni bátum og á mörgum stöðum komust handfæra- bátar ekki á sjó. Togbátar frá Suðurnesjum fengu þó nokkrir sæmilegan afla og sömu sögu er að segja af netabátum frá Olafsvík og snurvoðabátunum í Faxaflóa. Þar er alltaf gott kropp. Afli togaranna er almennt tregur, hvort sem þeir eru á þorskveiðum eða skrapi. Sá guli ætlar víst seint að gefa sig af einhverjum krafti, en hann hlýtur að koma. Vesturland Oskar Magnússon landaði 131.4 tonnum á Akranesi hinn 25. ág. Haraldur Böðvarsson landaði 130,5 tonnum hinn 24. og Kross- vík var að landa 135 tonnum á mánudag. Runólfur landaði 86 tonnum á Grundarfirði, miðvikudaginn 24. ágúst og Sigurfari átti að landa þar í vikunni. Fjórir bátar frá Grundarfirði eru nú á trolli og tveir eru á skel. Netabátar frá Olafsvík hafa aflað ágætlega und- anfarið eða allt upp í 10 tonn í róðri, en síðustu daga hefur afli dottið nokkuð niður. Fimm bátar frá Olafsvík eru gerðir út á net, þrír á línu og fjórir á snurvoð. Afli skelfiskbáta frá Stykkis- hólmi hefur verið góður frá því að þeir byrjuðu róðra og sem fyrr fylla bátarnir ávallt kvótann. S.J.H. Vestfirðir Bessi landaði 78 tonnum hinn 25. ágúst á Súðavík og var afla- verðmætið kr. 730.722. Að löndun lokinni fór Bessi í slipp. Guðbjartur landaði 120 tonnum á Isafirði á mánudag, mest þorski. Togarinn er nú á skrapi. Páll Páls- son landaði hinn 22. 83 tonnum, af skrapfiski og aflaverðmætið 656.992.57 kr. Guðbjörg landaði 45 tonnum á laugardag. I Bolungavík landaði Dagrún hinn 26. ágúst alls um 100 tonnum, en togarinn var á skrapi. Heiðrún landaði deginum á undan 104 tonnum og var aflinn þorskur og ýsa. Frá Suðureyri er það helst að frétta að Elín Þorbjarnardóttir er enn biluð, en vonast var til að tog- arinn kæmist til veiða á mánu- dagskvöld. Framnes 1 landaði 98 tonnum á Þingeyri í vikunni og Sléttanesið landaði 70 tonnum á Suðureyri. Sölvi Bjarnason landaði 88 tonnum á Tálknafirði hinn 23. ágúst og sama dag landaði Tálkn- firðingur 98 tonnum. Frekar var dauft yfir rækju- veiðinni í júlímánuði ogframan af ágúst. Um síðustu helgi lifnaði mjög yfir veiðunum og hafa bát- arnir komið með 7 til 8 tonn eftir vikuna. Jón Þórðarson var vænt- anlegur til hafnar með 15 tonn og Dalaröst landaði 15 tonnum eftir stutta útiveru. Gæftir hjá skakbátum hafa verið afleitar og sem dæmi má nefna að bátar frá Þingeyri hafa ekki komist á sjó frá 24. ágúst þar til að þeir komust út á mánu- dag. Afli skakbáta hefur þó verið góður þegar gefið hefur. S.V. Norðurland Tveir Akureyrartogarar lönduðu í vikunni. Sléttbakur lándaði 218,1 tonni og var aflaverðmætið kr. 1.626.700. Þá landaði Kaldbakur hinn 24. ágúst 200.1 tonni og var aflaverðmætið 1.703.746. Frá Skagaströnd er það að frétta, að Arnar er enn í slipp og afli smærri báta hefur verið mjög tregur. Frystitogarinn Orvar land- aði á Skagaströnd í vikunni. Tveir .Skagafjarðartogaranna lönduðu í vikunni. Drangey land- aði 115,3 tonnum hinn 24. á Sauð- árkróki og þann 26. landaði Hegra- nes 170 tonnum. Afli smærri báta frá Skagafirði en frekar tregur. Stálvík landaði 93.4 tonnum á Siglufirði á mánudeginum og var skiptaverðmætið kr. 807.507.00. Afli minni báta hefur verið sæmi- legur og góður hjá mörgum í vik- unni. Á Ólafsfirði landaði Sólberg 90 tonnum og Sigurbjörg 123 tonnum. Mjög tregt hefur verið hjá Ólafs- fjarðartrillum á heimaslóð, en stærri trillurnar hafa fengið góðan afla við Grímsey þegar þær hafa getað sótt þangað. Á Dalvík landaði Dalborg 67.9 tonnum í vikunni og var afla- verðmætið kr. 866.892. Baldur landaði einnig, alls 57.8 tonnum og var aflaverðmætið kr. 733.219. Einnig landaði Björgúlfur alls 122.3 tonnum og var aflinn mest þorskur. Einn bátur er á netum, Otur, og landaði hann 10.8 tonn- um. Trillur á Hjalteyri lönduðu 2.4 tonnum í vikunni. í Grenivík landaði Hákon 59.7 tonnum og netabáturinn Sjöfn landaði tvisvar alls 29.1 tonni. Á Húsavík landaði Kolbeinsey 117.5 tonnum og Júlíus Hafstein landaði 73.5 tonnum. Þar lönduðu einnig tveir handfærabátar tæp- lega 6 tonnum. Trillubátar lönduðu síðan 35 tonnum á Húsavík. Smábátar á Raufarhöfn lönduðu 31.7 tonni í vikunni og í Hríey land- aði Ólafur Magnússon 39.1 tonni og Þórður Jónasson landaði 50.3 tonnum. Mikil ótíð hefur verið hjá Grímseyjarbátum að undanförnu og komust bátarnir lítt á sjó í vik- unni. Austfírðir Á Fáskrúðsfirði landaði Ljósafell 116 tonnum, en togarinn var á skrapi. 70 tonn af aflanum var karfi og brúttóverðmæti aflans var rösklega 1 milljón kr. Afli minni báta er lítill eða enginn. Sólborg seldi erlendis í vikunni og Fá- skrúðsfjarðarbátarnir Þorri og Guðmundur Kristinn eru byijaðir á línu. Hafa þeir víða reynt, en lítið hefur fengist. Gullver landaði rösklega 100 tonnum á Seyðisfirði í vikunni. Var aflinn 30 tonn grálúða, 60 tonn karfi og 10 tonn ýsa. Afli minni báta hefur verið 300-400 kíló á dag. Togbáturinn Ottó Wathne landaði 18 tonnum. Hólmanes landaði 50 tonnum á Eskifirði, en skipið var á skrapi. Afli annarra báta frá Eskifirði hefur verið mjög tregur að undanförnu. Þó hefur Sæþór, sem er með net í firðinum fengið 1400 til 1500 kíló á dag. í Neskaupstað landaði Barði 67.3 tonnum og var skiptaverðmætið 585.500 kr. smærri bátar lönd- uðu alls 45.4 tonnum. Afli þeirra var góður fyrri hluta vikunnar en seinni hlutann fékkst lítill fiskur. V estmannaeyj ar Þrír Vestmannaeyjatogararnir lönduðu í vikunni. Fyrst landaði Klakkur en togarinn þurfti að koma inn vegna bilunar. Þá land- aði Vestmannaey 57 tonnum og Sindri 130 tonnum. Afli togbáta hefur verið tregur, en þó landaði Huginn 38 tonnum og Helga Jó 29 tonnum. Fjöldi togbót- anna hefur fengið lítinn sem eng- ann afla. Þorlákshöfn Frekar lítið var um landanir í Þorlákshöfn í síðustu viku. Fimm- tán bátar eru nú gerðir þaðan út með troll og aflahæstur þeirra var Guðfinna Steinsdóttir með 47 tonn, þá kom Sæunn Sæmundsdóttir með 35 tonn. Ein togaralöndun var. Þorlákur landaði 84 tonnum. Togarinn Jón Vídalín kom til Þor- lákshafnar á föstudag eftir tveggja mánaða yfirhallningu erlendis. Suðurnes Grindavíkurbátar eru lítið byij- aðir róðra á ný, en þó eru minni tog- bátar byijaðir sumir hverjir. I vik- unni landaði Þórkatla 5,8 tonnum og Reynir landaði 8 tonnum. Afli togbáta og sömuleiðis handfæra- báta er tregur. Afli Keflavíkurbáta var misjafn í vikunni eða frá nokkur hundruð kílóum upp í rúm 8 tonn. Stafnes, sem er á netum, landaði 8.2 lestum af einnar náttar netafiski og línu- báturinn Freyja landaði 9 tonnum eftir tvær lagnir. Snurvoðabátar kroppa vel, eru með þetta 5-7 tonn eftir daginn. Togarinn Ymir land- aði 214 tonnum. Frá Sandgerði er það að frétta, að þar eru það helst togbátar sem fá fisk. Sem dæmi má nefna að Elliði landaði 13 tonnum hinn 23. og aftur 9.4 tonnum þann 26. ágúst. Jón Gunnlaugs landaði svo 14 tonnum 26. ágúst. Afli togbátanna er aðallega ýsa. Þrír togarar lönduðu í Sandgerði í vikunni. Voru það Erlingu með 73 tonn, Sveinn Jónsson með 131 tonn og Sveinborg með um 40 tonn. Reykjavík Sjö togarar lönduðu í Reykjavík í síðustu viku. Ingólfur Arnarson landaði 92.7 tonnum á mánudag og sama dag landaði Ásþór 82 tonnum af þorski. Ögri landaði hinn 23. 136 tonnum. Daginn eftir landaði Viðey 127 tonnum og Hjörleifur landaði 151 tonni sama dag. Jón Baldvinsson landaði 191.5 tonni og Ottó N. Þorláksson 194 tonnum. Efling byggóar og atvinnulifs til sjós og lands Landsbanki íslands hefur að baki nær 100 ára reynslu i þjónustu við atvinnuvegi þjóðarinnar. A þessu tímabili hefur Landsbankinn tekið virkan þátt í baráttu þjóöar- innar fyrir sjálfstæði og betri lífskjörum. Spariféð sem geymt er í Landsbankanum hefur gert honum kleyft aö leggja hönd á plóginn. Þjónusta Landsbankans hefur ætíð haldist í hendur við upp- byggingu sjávarútvegs, land- búnaðar, iónaðar og verslunar. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (02.09.1983)
https://timarit.is/issue/418087

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: "Fá gott verð fyrir karfann en ufsaverðið verður lágt" segir Ludwig Jansen í Bremerhaven.
https://timarit.is/gegnir/991004160839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (02.09.1983)

Aðgerðir: