Fiskifréttir - 02.09.1983, Page 3
3
föstudagur 2. september
víötæk þiónusta
Á hverjum degi vinna þúsundir sérfræðinga
um allan heim að framförum í flutningamál-
um. Á hverjum degi fæðast hugmyndir, í
hverri viku eru gerðar endurbætur, í hverjum
mánuði koma fram nýjungar og á hverju ári
verða þáttaskil í flutningatækni á einn eða
annan hátt.
Eimskip byggir alhliða flutningaþjónustu
sína í takt við ströngustu gæðakröfur á
hverjum tíma. Ný skip, ný flutningstæki í
landi, ný aðstaða í Sundahöfn og aukin
tölvuvæðing við afgreiðslu og eftirlit er dæmi
um stöðugt endurnýjunarstarf Eimskips.
Árangurinn speglast í skjótari þjónustu, lægri
flutningskostnaði og betri vörumeðferð 1
alhliða flutningum á sjó og landi.
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
sími 27100